Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 12

Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Samband sunnlenzkra kvenna: Gefur út bók í til- efni 50 ára afmælis Tveir heiðursfélagar á ársfundinum Lífeyris- sjóðir og list Á 50. ársfundi Sambands sunn- lenzkra kvenna 29.—30. apríl sl. voru Rasnheiður Böðvarsdóttir og Ástríður Thorarensen gerðar að heiðursfélögum sambandsins, en þær sátu stofnfund þess fyrir 50 árum. í tilefni af afmælinu sefur Samband sunnlenzkra kvenna út bók „Gengnar slóðir“ sem kemur út í sumar og verður meKÍnefnið saga sambandsins og aðildarfélaga þess. Ársfundurinn var haldinn í Þjórsárveri, Villingaholtshreppi. Fundinn sóttu 28 fulltrúar, en innan sambandsins starfa 29 félög. Auk stjórnar mættu á fundinum fulltrúar fastanefnda og ýmsir gestir. Eftir aö konur höfðu hlýtt messu í Villingaholtskirkju, hjá séra Sigurði Sigurðarsyni setti formaður S.S.K. Sigurhanna Gunnarsdóttir fundinn og minnt- ist Svöfu Þórleifsdóttur. Bað hún konur að rísa úr sætum til að minnast hennar og annarra fé- lagskvenna, sem látist hefðu á árinu. Rostropovich leikur 3 verk á Listahátíð EINS og frá hefur verið sagt leikur sellósnillirigurinn Mstislav Rostropovich á Listahátíð með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Verða þeir tónleikai í Laugardals- höll 6. júní og stjórnandi er Vladimir Ashkenazy. Rostropovich leikur þar for- leik að óperunni Ruslan og Ludmilla eftir Glinka, selló- konsert í C-dúr eftir J. Haydn og sellókonsert í h-moll ópus 104 eftir Dvorak. Auk venjulegra aðalfundar- starfa flutti Sigurveig Sigurðar- dóttir, varaformaður Kvenfélaga- sambands íslands fréttir frá K.í. Magðalena Ingimundardóttir for- maður Sambands borgfirskra kvenna, sem sat fundinn í boði stjórnarinnar, sagði frá störfum kvenfélaga innan S.B.K. Þorvarður Örnólfsson hélt erindi um skað- semi reykinga. Tilmæli komu fram í upphafi fundar, að konur reyktu ekki í fundarsal og var það samþykkt. Meðal samþykkta ársfundarins var að stuðla að fræðslu um skaðsemi reykinga og varnir gegn þeim í öllum grunnskólum' á sambandssvæðinu, að skora á útvarp og sjónvarp að hafa fleiri fræðsluþætti um skaðsemi reyk- inga, að skora á sérleyfishafa að banna reykingar í bílum sínum og einnig hvatti fundurinn konur í sveitum og þéttbýli til að hafa forgöngu um góða umgengni og hreinsun í kringum hús og bæi, meðfram vegum og á víðavangi. Samband sunnlenskra kvenna var stofnað 30. sept. 1928. Að kvöldi fyrra fundardags var sam- sæti af þessu tilefni. Var þar margt gesta, margar ræður fluttar og sambandinu færöar gjafir. Þrjár konur eru enn á lífi, sem sátu stofnfund sambandsins; Ragnheiður Böðvarsdóttir og Ást- ríður Thorarensen, sem gerðar voru heiðursfélagar sambandsins þetta kvöld, og Magðalena Sigur- þórsdóttir, sem hefur verið heið- ursfélagi sambandsins í nokkur ár og sat ársfundinn. Einnig er Halldóra Guðmundsdóttir fyrrum formaður S.S.K. heiðursfélagi þess. Kvenfélag Villingaholtshrepps annaðist allan undirbúning og framkvæmd ársfundarins. Fjöldi félagskvenna í S.S.K. er nú 1429. Stjórn S.S.K. skipa: Sigurhanna Gunnarsdóttir. formaóur Birna Frímannsdóttir. ritari Gunnhildur l*órmundsd.. Kjaldkori. Fyrir skömmu stóð nokkur umræða hér á landi um ávöxtun lífeyrissjóða, og megn óánægja virtist með lög frá Alþingi, þar sem sjóðum hérlendis var gert að kaupa ríkisskuldabréf fyrir nokk- urn hluta fjármagns síns. En ávöxtun lífeyrissjóða er víðar tekin til umræðu en hér um þessar mundir. Nýlega fóru fram umræð- ur í breska þinginu um vafasama ráðstöfun á lífeyrissjóði járn- brautarstarfsmanna þar í landi. Nokkrir þingmenn gerðu þetta mál að umræðu í þinginu, og er hún svolítið fróðleg að mínum dómi. Ég sagði eitt sinn á síðum þessa blaðs, að okkur væri nær að fjárfesta í listaverkum en að vera að sporta okkur með dýra og umfangsmikla bæjarútgerð. Sumir ágætir menn tóku þessu gamni mínu ekkert sérlega vel, og sumir álitu mig jafnvel vera algert fífl fyrir að kasta fram annarri eins fjarstæðu. Ekki gat ég fengið af mér að reiðast þeim ágætu mönn- um, en hafði mikla skemmtun af og bar virðingu fyrir alvöru og þjóðhollustu minna ágætu and- stæðinga. Tíminn leið, og menn fóru ekki að mínum ráðum, en héldu áfram að tapa á bæjarút- gerð, og satt að segjast var ég fyrir löngu búinn að gleyma þessu öllu saman, þegar ég rak augun í frásögn af því, sem ég ætla hér að koma á prent til fróðleiks og gamans fyrir þá, sem enn vilja eignast aur með lítilli fyrirhöfn. Þeir 230.000 iaunþegar, sem vinna fyrir bresku járnbrautirnar hafa að undanförnu verið athafna- samir á listamarkaðnum. Þeir eða réttara sagt lífeyrissjóður þeirra á þegar eitt merkilegasta safn af listaverkum, sem til er í Bretlandi. Það eru málverk, höggmyndir, postulín, sem keypt hefur verið síðustu fjögur árin, og nú er virt lauslega á lítil 40 milljón pund. Nýlega eignaðist þessi lífeyrissjóð- ur eitt af frægustu verkum Picassos frá bláa tímabilinu „Bláa drenginn", og mér skilst, að um 3 af hundraði sjóðsins hafi verið notaðir til þessara kaupa. Fjár- festing þessi hefur sætt nokkurri gagnrýni, en forráðamenn sjóðsins vísa frá sér öllu slíku og segja, að þótt lífeyrissjóðir séu ekki vanir að fjárfesta í listaverkum, þá sé það sannað mál af fjármálaráðu- nautum og sérfræðingum, að engin fjárfesting hafi gefist eins vel síðustu tuttugu og fimm ár. Hugmynd þeirra járnbrautar- manna um að fjárfesta í listaverk- um hefur komið á stað umræðunni í þinginu og þykir sumum óvarlega með almenningsfé farið með þess- um listaverkakaupum. Umræðan varð nokkuð hörð, og sitt sýndist hverjum og þurfti ekki flokka- skiptingu til að fordæma þetta uppátæki. Christopher Lewin, for- maður lífeyrissjóðs þeirra járn- brautarmanna, var harður í horn að taka og svaraði þeirri gagnrýni, er fram kom, á þann hátt, að engin fjárfesting hefði gefið eins góða raun og listaverkakaup undanfar- in tuttugu og fimm ár, enda þótt ekki væri um árvissar tekjur að ræða. Listaverkin stæðu það vel fyrir sínu, að þau margfölduðust í verði á fáum árum. Hann studdist við álit- og rannsókn sérfræðinga í þessum fullyrðingum sínum og gerði það opinskátt, að engin fjárfesting jafnaðist á við lista- verkið. En hvað hefur verið gert við þetta safn lífeyrissjóðsins? Sumt hefur verið sett í vörslu í London, annað hefur verið lánað til lista- safna, eins og til dæmis andlits- mynd af Cézanne eftir Renoir og frummynd að loftmálverki eftir Starfsfólk Sjúkrahúss Skagfirðinga ásamt Lionsfélögum. Fæðingarrúm frá Lionsfélögum MAGNÚS Sigurjónsson, formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks, afhenti ný- verið Sjúkrahúsi Skagfirð- inga fæðingarrúm að gjöf frá klúbbfélögum. Stefán Petersen, varaformaður sjúkrahússtjórnar, veitti gjöfinni viðtöku og flutti Lionsmönnum þakkir fyrir góða gjöf. Lionsfélagar höfðu áður gefið sjúkrahúsinu litsjón- varp. — Þá gáfu Lionsfé- lagar fyrr í vetur Tónlist- arskólanum á Sauðárkróki hljómflutningstæki til minningar um látinn fé- laga. Steinbjörn Jónsson, bónda Hafsteinsstöðum. Minningar- sjódur Gud- mundar Löve STJÓRN Öryrkjabandalags íslands hefur ákveðið í sam- ráði við aðstandendur Guð- mundar Löve framkv.stj., að heiðra minningu hans með því að stofna sjóð til loka- átaks byggingaframkvæmd- anna að Hátúni 10. Um þessar mundir er unnið að teikningu einnar hæðar þjónustubyggingar, sem tengja mun háhýsin þrjú. Það var ætlun Guðmundar og ósk að sem fyrst mætti byrja á og ljúka því verki, segir í frétt Öryrkjabandalagsins. Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Ilalldórsson og Sigríður Hagaiín í Refunum í Iðnó. Sýningum að ljúka Sýningum er nú að ljúka í Iðnó á sjónleiknum Refunum, sem sýndur hefur verið í vetur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikurinn hefur fengið hina ágætustu viðtökur áhorfenda, enda spennandi í bezta lagi og þar teflir Leikfélagið fram helztu og þekktustu leikurum sínum í aðal- hlutverkum. Höfundur leiksins, Lillian Hell- man, hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna kvikmyndarinnar Júlíu, sem nýlega var gerð í Banda- ríkjunum og hefur hlotið mikið lof erlendis. Kvikmyndin er byggð á hluta af ævisögu Lilliari Hellman og kemur hún því drjúgum við sögu í myndinni. Leikkonan Vanessa Redgrave hlaut fyrir skömmu Oscar-verðlaunin í Hollywood fyrir leik sinn í titilhlutverkinu, Júlíu, en Jane Fonda leikur í myndinni hlutverk Lillian Hellman. íslenzkir kvikmyndahúsgestir fá væntanlega að sjá þessa rómuðu kvikmynd áður en langt um líður. I Refunum fjallar höfundurinn um fjölskyldu í Suðurríkjum Bandaríkj- anna, sem beitir lævíslegum brögð- um til að komast yfir skjótfenginn gróða með því að selja ódýra vatnsorku og útvega ódýrt vinnuafl. Að vonum gengur á ýmsu áður en yfir lýkur. Með helztu hlutverk í leiknum fara þau Sigríður Hagalín, Gísli Hall- dórsson, Þorsteinn Gunnarsson, Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Valgerður Dan, Guðmundur Pálsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jón Hjartarson og Þóra Borg. Leikstjórn annaðist Steindór Hjörleifsson. Síðasta sýning á leiknum verður á fimmtudagskvöldið. (Fréttatilkynnini;).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.