Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 13

Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 13 Tiepolo, sem eru nú til sýnis í National Gallery London. Mál- verkið „Blái drengurinn", sem sjóðurinn keypti fyrir eina milljón dollara, er sýnt í Victoria and Albert safninu í London, og svo mætti lengi telja. Sjóðnum hefur verið fundið það til foráttu að hafa yfirboðið listaverk, sérstaklega á uppboðum. Þessu neita þeir forráðamenn sjóðsins og segja þetta uppspuna einn og öfund af hálfu listaverka- kaupmanna í London. Einn af stjórnendum sjóðsins, mr. Joiner, svaraði þessum ásökunum á þá Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON leið, að hér væri ekki verið að froðsa með annarra fé. Lífeyris- sjóður járnbrautarmanna væri aðeins brot af því, er þeim bæri raunverulega fyrir vel unnin störf. kum blöðum. Sjálfu stórblaðinu New York Times þótti þetta í frásögu færandi, og þar rak ég augun í fréttina. Getum við ekki lært svolítið af þessari frétt? Er ekki tími til kominn, að við gerum okkur grein fyrir, að list er verðmæti og að margt annað, sem við borgum dýru verði, er for- gengilegra og veitir ekki sömu ánægju. Hafa menn gert sér grein fyrir, að hér á íslandi er ekki til eitt einasta viðurkennt meistara- verk í myndlist frá fyrri tímum? Lengi vel urðu Danir, frændur vorir og vinir, að flytja sína listamenn inn til að arbeiða fyrir konung og krónu. Það var ekki fyrr en hið konunglega akademí var komið í gang 1754, að farið var að framleiða meistaraverk af heima- mönnum. Við erum að byrja okkar Myndlista- og handíðaskóla, og þurfum ekki að óa okkur við að eignast erlend listaverk. En þetta var nú svolítið hliðarspor. Nú eru betri tímar hjá togskip- um okkar en er ég notaði þá hér áður til að gera samanburð. Krafla er útjaskað dæmi, svo ég sleppi öllu slíku að sinni, en sendi kveðju mína til allra lífeyrissjóða í landinu og vona, að þeir hermi eftir Bretum, hvað fjárfestingu snertir. Eitt get ég fullyrt, að ekki mun sá maður finnanlegur hér- lendis, sem tapað hefur á að kaupa listaverk. Það þarf ekki að vera erlent langt í frá, okkar menn standa líka fyrir sínu, hvað verðgildi snertir og jafnvel enn betur en krónan okkar og allir vaxtavextir. Því miður tókst mér ekki að finna mynd í fórum mínum af umtöluðu listaverki Picassos, en ég hef hér með þessari grein mynd af einu verki hans frá sama tíma, og verð ég að biðjast velvirðingar á þeirri fátækt minni. Valtýr Pétursson. Sýnir 47 verk að Laugavegi 21 FANNEY Jónsdóttir heldur um þessar mundir málverkasýningu á Laugavegi 21, þar sem hún sýnir 47 verk, olíu- akryl og vatnslita- verk. Er þetta önnur einkasýning Fanneyjar, en hún nam í Kaup- mannahöfn. Á myndinni má m.a. sjá verkin Sólblóm, Hernámsár, Ferðamaður á jökli og Frá Eyrarbakka. Kirkjukór Hveragerð- is og Kotstrandar- sóknar á hljómplötu KIRKJUKÓR Hveragerðis og Kot- strandarsóknar hefur sent frá sér nýja hljómplötu með ýmsum þekkt- um tónverkum. bæði innlendum og erlendum. Söngstjóri er Jón Hjörleif- ur Jónsson og píanóleikari Sólveig Á. Jónsson. Á plötuumslagi segir að Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar hafi verið stofnaður árið 1946 en kór hafi verið lengi áður í Kotstrandar- sókn og sé hljómplatan fyrst og fremst tileinkuð Louisu Ólafsdóttur, dóttur séra Ólafs Magnússonar, sem fyrstur manna stofnaði kór í Kot- strandarsókn. Louisa er einn af Forhlið plötuumslagsins prýðir mynd af upphafsstaf úr fslenzku handriti í eigu Kgl. bókhlöðunnar f Stokkhólmi. Sigrún Gísladóttir t.v. sem átti mestan þátt í að hljómpiatan kom út, og Louisa Óíafsdóttir, sem var orgelleikari sóknarinnar f 63 ár, voru sérstaklega heiðraðar þegar platan kom út. stofnfélögum kórsins og orgelleikari í sókninni hefur hún verið í samfellt 63 ár, og er Louisa nú heiðursfélagi kórsins. Hljómplatan var hljóðrituð á vegum Ríkisútvarpsins í Hveragerðiskirkju í desember 1975, Fálkinn h.f. hefur veitt aðstoð við útgáfuna og annast einnig söludreifingu. og dásenidír Hínaidals Dtisseldorf stendur við eina af þjóðbrautum Þýskalands — ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruð Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem ferðamaður þræðir á leið sinni. Þar er t.d. Köln sú sögufræga borg sem kölluð hefur verið drottning Rínar. Skoðunarferðir með fljótabátum Ránar eru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallar menningararfleiðar, og fegurðin heillar líkt og Lorelei forðum. Dusseldorf — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. ^gfélac LOFTLEIDIfí ISLAJVDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.