Morgunblaðið - 11.05.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 11.05.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 17 Vilja auka ferðamanna- straum til Grænlands Ferðamálaráð Danmerkur og flugfélagið SAS hafa í hyggju að auka í sumar ferðamannastraum til Grænlands. Verður boðið uppá sérstakar fcrðir til Suður-Græn- lands með eða án viðkomu á íslandi og verða það bæði SAS og Flugleiðir sem annast þessar ferðir. Á síðasta ári komu rúm- lega 7 þúsund ferðamenn til Grænlands og sögðu forráðamenn Tilhögun þessara ferða verður með ýmsu móti, en í stórum dráttum eru þær þannig að þær standa í 3—12 daga og verður hægt að fara í sumar þeirra frá íslandi og geta þá þeir sem koma frá Kaupmanna- höfn dvalið bæði á Grænlandi og íslandi. Fulltrúarnir sögðu að sú væri nýbreytni í þessum ferðum að hér væri boðið upp á ferðir og dvöl í tveimur löndum í noðri samtímis Á myndinni eru fulltrúar SAS, Flugleiða og danska ferðamálaráðsins ásamt nokkrum fulltrúum ferðaskrifstofa. Ljósm. Friðþjófur. SAS og danska ferðamálaráðsins að mikil þörf og eftirspurn væri fyrir Grænlandsferðir. Á fundi með fréttamönnum nýlega kynntu fulltrúar SAS, danska ferðamálaráðsins og Flug- leiða þessar ferðir og sýnd var kvikmynd frá Grænlandi þar sem sagt var nokkuð frá fiskveiðimögu- leikum á Suður-Grænlandi. — og kváðust þeir vona að það yrði vinsælt, þar sem slík ferð yrði væntanlega mun fjölbreyttari en ferð til aðeins annars landsins. Kvikmyndin sem áður er getið um er einkum gerð með enskan markað í huga og verður sýnd t.d. í veiðiklúbbum og öðrum stöðum þar sem búast má við væntanleg- um Grænlands- og íslandsförum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN' F.R: 22480 Gjörbylting í nýtingu TELEXTÆKJA Nú geta fyrirtæki og stofnanir sameinast um nýtingu telextækja á ódýran og hentugan hátt. Telecoder, nýja strimiltækiö frá Skrifstofuvélum h.f., tengist beint við hvaða IBM kúlurafritvél sem er. Teiecoder strimiltækið er algjörlega óháð telextækinu. Telecoder tryggir þér villulaust handrit af telex- skeytum þínum, — og fullfrágenginn telexstrimil, sem er tilbúinn til útsendingar þegar í stað. Telecoder er tilvalinn fyrir deildir stærri fyrir- tækja, — og þá ekki síður fyrir einstök fyrirtæki, sem geta þannig sparað stórfé með því aö sam- einast um leigugjald á einu telextæki. Luxembourg er friðsæll töfrandi feröamaruia- staður, mótaður af frönskum og þýskum menningaráhrifum — þar sameinast franska glaðlyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruð Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Ránar. Luxembourg - einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLANDS 1 t**t u6jGI í AÍil&Á Ui'AAiá ' Í/Ia*J ,YJ ialbvilG '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.