Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Sjálfstæðisflokkur-1 inn opnar 12 hverfa-| skrifstofur i Rvik i Aðrir flokkar hafa í undirbún- ingi að opna hverfaskrifstofur Ketill Larsen sýnir 70 myndir KETILL Larsen heldur málverkasýningu að Fríkirkjuvegi 11 dagana 11.—21. maí n.k. og nefnist hún „Skip frá öðrum heimi“. A sýningunni eru 70 myndir sem flestar eru til sölu. Þetta er 6. einkasýning Ketils. Sýningin verður opin 14—22 daglega. Tónlistarskólakór Rangæinga í söng- för til Noregs BARNAKÓR Tónlistarskóla Rangæinga hyggur á söngför til Óslóar dagana 17—26. maí n.k. í boði tveggja aðila. í kórnum cru 13 hörn. Söngstjóri er Sigríður Patreksfjördur: Listi Fram- farasinna I'atreksíirði. Ift. maí. FRAMBOÐSLISTI framfara- sinna vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga hefur verið lagður fram á Patreksfirði og skipa listann eftirfarandii 1) Eyvindur Bjarnason kennari, 2) Hjörleifur Guðmundsson verka- maður, 3) Bolli Ólafsson bókari, 4) Guðbjartur Ólafsson húsasmiður, 5) Þórarinn Kristjánsson verk- smiðjustjóri, 6) Björn Jónsson vélsmiður, 7) Jóhann Svavarsson rafvirki. Fréttaritari. Sigurðardóttir og undirleikari Friðrik Guðni bórleifsson. Farar- stjóri verður Margrét Tryggva- dóttir. Aðilarnir tveir, sem bjóða kórn- um utan eru Tónlistarskóli Ragni Holter Strömmen og St. Laurentsiuskoret, en stjórnandi hans er Kjell W. Christiansen. Tónlistarskólakór Rangæinga mun m.a. koma fram á lokatónleikum hjá Tónlistarskóla Ragni Holter Strömmen og syngja með St. Laurentsiuskoret. Sumarið 1979 er svo ætlunin að St. Laurentsiuskoret heimsæki Tón- listarskóla Rangæinga. Tveir aðilar hafa styrkt kór Tónlistarskóla Rangæinga í þessa för, menntamálaráðuneytið og Kiwanisklúbburinn Dimon í Rangárvallasýslu, en báðir þessir aðilar gáfu 100 þúsund krónur. Þá teiknaði Jón Kristinsson í Lambey merki á kórbúning og gaf kórnum. í frétt frá kórnum er þessum aðilum þökkuð veitt aðstoð. Ráðinn framkvæmdastjóri Umferðarráðs STARFSEMI stjórnmálaflokk- anna er nú sem óðast að fara af stað og eru flokkarnir að undir- búa það starf. sem vinna þarf og nær hámarki á kjiirdag 28. maí. en þá fara fram sveitarstjórnar kosningar og horgarstjórnar kosningar hér í Reykjavík. Ilefur Sjálfstæðisflokkurinn nú opnað 12 hveríaskrifstofur í Reykjavík. en aðrir flokkar eru að undirbúa opnun slikra skrifstofa. Samkvæmt upplýsingum Vil- hjálms Vilhjálmssonar í skrifstofu fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna er starfssvið hverfaskrifstofanna margvíslegt. Þær verða opnar alla daga frá klukkan 16 til 22, en á NÝVERIÐ barst Slysavarna félagi íslands að gjöf 6 manna gúmbjörgunarbátur frá fyrirtæk- inu RFD í Englandi og umboðsað- ila þess hér á landi, Ólaluf Gíslason og Co h.f. til nota við kcnnslu á námskeiðum fyrir sjómenn um meðferð og notkun þessara báta. Þetta er ný gerð af björgunar- bátum, sem gagngert eru fram- laugardögum verða þær opnar frá hádegi. Frambjóðendur flokksins verða á skrifstofunum frá klukkan 18 til 19 á hverju kvöldi og á laugardaginn 20. maí frá klukkan 14 til 16. Skrifstofurnar verða m.a. notað- ar fyrir rabbfundi umdæmisfull- trúa í hverfunum og þar verður starf hverfamiðstöðva á kjördag undirbúið. Þá fer fram í sumum félögum útgáfustarfsemi og er hluti þess starfs unninn í hverfa- skrifstofunum og einnig verður þar dreift gögnum til kjósenda um hverfin. Þá aðstoða hverfaskrif- stofurnar viö utankjörstaðarkosn- ingu, verði menn erlendis eða úti leiddir til notkunar um borð í minni fiskibátum og skemmtibát- um og uppfylla kröfur eldri gerða slíkra báta, 46 manna, sem eru vel þekktir meðai íslenzkra sjómanna. Richard Hannesson forstjóri afhenti þessa gjöf og þakkaði hinn mikla þátt SVFÍ í að kenna sjómönnum rétta notkun hinna mikilvirku björgunartækja um leið og hann óskaði félaginu til hamingju með 50 ára afmælið. á iandi á kjördegi og ennfremur skrá þær niður sjálfboðaliða og bíla á kjördegi, en sjálfboðaliðar og starfsfólk skipta hundruðum á kjördag. Bjarni P. Magnússon á skrif- stofu Alþýðuflokksins kvað undir- búning að opnun hverfaskrifstofa í fullum gangi, en flokknum hefði þó ekki gengið allt of vel að fá húsnæði. í gærkveldi átti að taka ákvörðun um opnun hverfaskrif- stofu í miðbænum, en fleiri skrifstofur kvað Bjarni verða vítt og breitt um borgina. Eiginleg kosningabarátta AlþýðufJokksins hófst í fyrrakvöld með trúnaðar- mannafundi í Glæsibæ, þar sem saman voru komnir um 100 fulltrúar. Bjarni kvað flokkinn að þessu sinni mundu breyta starfs- aðferðum sínum, hætta merking- um í kjörskrá, en taka hins vegar upp þann hátt að hafa persónulegt samband við kjósendur. Þá er fyrirhugað að halda fundi í heimahúsum og á annan í hvíta- sunnu verður fundur á vegum Alþýðuflokks fyrir aldraða í Glæsibæ. Kosningabaráttan nær síðan hámarki með baráttufundi í Hótel Sögu 24. maí. Úlfar Þormóðsson á skrifstofu Alþýðubandalagsins kvað kosn- ingamiðstöð bandalagsins verða í húsi Alþýðusambands Islands á horni Grensásvegar og Fellsmúla, þar sem flokkurinn fékk leigt húsnæði Alþýðubankans. Er það tilbúið undir tréverk og hafa sjálfboðaliðar verið að undirbúa það sem kosningamiðstöð. Ráðgert er að hafa eina hverfaskrifstofu i Vesturbæ og verður hún á hörni Brekkustígs og Vesturgötu. Tengi- stöð við hverfin verður svo skrif- stofa Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3. Björn Líndal hjá Framsóknar- flokknum kvað unnið að því að koma á fót hverfaskrifstofum, en hvorki kvað hann endanlega ákveðið hvar þær yrðu staðsettar né á hve mörgum stöðum. Björn kvað enn mikil rólegheit yfir undirbúningsstarfi framsóknar- manna fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. FRAMKVÆMDANEFND Um- ferðarráðs hefur ráðið Óla II. Þórðarson sem framkvæmda- stjóra Umferðarráðs frá 1. júní n.k. Óli H. Þórðarson er 35 ára. Hann lauk prófi úr Samvinnuskól- anum 1964, starfaði sem aðalbók- ari við Áburðarverksmiðju ríkis- ins til 1970, en hefur síðan verið skrifstofustjóri hjá Hraðfrysti- stöðinni í Reykjavík h.f. Að undanförnu hefur hann fengist við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu, jafnframt aðalstarfi. Óli H. Þórðarson er kvæntur Þuríði Steingrímsdóttur. F.v. Benedikt E. Gunnarsson sölufulltrúi. Gunnar Friðriksson. forseti SVFÍ. og Richard Ilannesson forstjóri. Slysavarnafélaginu berst góð afmælisgjöf 4. Ilalldór Finnsson 5. Jensfna Guðmundsdóttir 2. Sigríður A. Þórðardóttir 3. Runólfur Guðmundsson Frambodslisti Sjálfstæd isflokksins í Eyrarsveit BIRTUR hefur verið listi Sjálfstæðisflokksins til hreppsnefndarkosninga í Eyrarsveit, Grundarfirði, og skipa listann eftirtaldiri 1. Árni M. Emilsson sveitarstjóri, 2. Sigríður A. Þórðardóttir kennari, 3. Runólfur Guðmundsson skipstjóri, 4. Halldór Finnsson sparisjóðsstjóri, 5. Jensína Guðmundsdóttir húsfreyja, 6. Hörður Pálsson bóndi, 7. Auðbjörg Árnadóttir húsfreyja, 8. Jón A. Ström trésmiður, 9. TCristín Friðfinnsdóttir húsfreyja og 10. Páll Cecilsson verkstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.