Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 25 Bukovski og móðir hans í Ziirich. — Á litlu myndinni sést, þegar Brezhnev tekur á móti Corvalan í Moskvu. um, sem ekki voru þóknanleg valdhöfunum í Sovétríkjunum. Enn var hann úrskurðaður á geðveikrahæli og í þetta sinn í átta mánuði. í janúar 1967 var hann hand- tekinn í þriðja sinn fyrir að standa að ’mótmælaaðgerðum gegn handtöku fjögurra félaga úr andófshreyfingunni. Þar sem yfirvöldunum hefur senni- lega fundizt það óheppilegt og óskynsamlegt að dæma hann geðveikan í þriðja sinn, var hann sendur i vinnubúðir í Bor, nálægt Voronezh, til þriggja ára vistar þar. i janúar 1971 framdi hann svo sitt síðasta ófyrirgefanlega afbrot: Hann sendi til Vestur- landa sálfræðilegar „sjúkdóms- greiningar" sex andófsmanna, sem höfðu verið lokaðir inni á geðveikrahælum, og ljóstraði þannig upp um hinar sovézku aðferðir við að refsa heilbrigðu fólki með vist á geðveikrahæl- um fyrir að hafa andstæðar stjórnmálaskoðanir. Hann var enn tekinn fastur í marz 1971 og hlaut 12 ára dóm. Þá var hann 29 ára gamall. Við réttar- höldin yfir honum i janúar 1972 endaði hann varnarræðu sin'a með þessum orðum: „Ég mun halda áfram að berjast fyrir lögum og réttlæti. Ég harma það aðeins, hve ég náði að gera Iftið fyrir þennan mál- stað þann stutta tíma — eitt ár, tvo mánuði og þrjá daga — sem ég naut»frelsis.“ „Þetta“, sagði Nína Ivanovna, „var versti timinn. Þar var hræðilegt áfall fyrir mig, þegar hann hlaut 12 ár, og örlög hans á eftir voru mér ólýsanlegt kvalræði. Ég þjáðist svo ógur- lega.“ Og þá brást henni rödd- Ég bjó þá í lítilli íbúð i New York, og mér þóttu fréttirnar af réttarhöldunum yfir Vládimir Bukovsky og dóminum, sem hann fékk, mjög átakanlegar. Þannig var um marga aðra, sem ég ræddi við. Að ungur maður skyldi hafa eytt sex árum ævi sinnar bak við lás og slá fyrir að vilja lesa og segja þaö, sem hann langaði til, og að hann skyldi nú verða dæmdur til 12 ára þjáninga í viðbót, þannig að þegar hann yrði látinn laus, væru beztu ár ævi hans liðin — þessi grimmd og þetta misk- unnarleysi ásótti mig. Ég ræddi um þetta eitt kvöldið við útlaga, sem var nýkominn frá Sovét- rikjunum. Sanya Averbuch. „Nú, fyrst þig tekur þetta svona sárl,“ sagði hann, „af hverju hringirðu ekki í frú Bukovski?" „Almáttugur", sagði ég, „hringja til hennar. Til Moskvu?“ Hann tók litla vasabók fram. „Eg þekki hana. Hér er sfma- númerið hennar." Ég ákvað að gera tilraun. Þetta var 6. febrúar 1972. Ég varð að bíða i þrjá tima eftir sambandi. Þá kom kona i sim- ann „Frú Bukovski?" „Já. . .“ Ég vissi ekki, hvað ég ætti að segja. Það var öruggt, að KGB hleraði simtalið. Ég sagði, að fólk i Bandarikjunum fyndi til meö henni. Ég las nokkrar blaðaúrklippur um son hennar fyrir hana. Ég man ekki, hvað það var fleira, sem sagt var. Seinna sagði hún mér, að hún hefði verið hálf- áhyggjufull. Óvænt simtöl hafa slík áhrif i Sovétríkjunum. En að lokum sagði hún: „Þér ætlið að hr ngja aftur, er það ekki?” Þegar baráttan í þágu Bukovskis tók að eflast á al- þjóðlegum vettvangi, hringdi ég aftur og aftur i hana til að segja henni, hvað væri að ger- ast. Bréf og símskeyti undir- riluð af Heinrieh Böll, Arthur Miller, Roger Baldwin, George Meany og mörgum öðrum voru birt opinberlega. Þingmenn og jafnvel ríkisstjórnir sendu sovézku leiðtogunum náðunar- beiönir. Vel orðaðar áskoranir birtust eftir Haroid Pinter, Edward Albee og VladimLr Nabukov. Mannréttindasámtök- eins og Amnesty International gerðu Bukövski aö „samvizku- fanga" sinum. 30. desember ár hvert söfnuðust frægir leikarar frá Broadway og Hollywood saman fyrir framan bústað sovézku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum með spjöld, þar sem á var letrað: „Enn á Vladimir Bukovski afmælisdag sinn i fangelsi." Viðkomandi fangelsi reyndist vera i Vladmir, sögufrægri borg 110 km fyrir norðan Moskvu. Hún er þekkt fyrir sín- ar gömlu kirkjur, en þar er nú eitt af illræmdustu fangelsum KGB. Bukovski var oft i hungurverkfalli lil að mótmæla illri meðferð á samföngum sín- um. miskunnarlausri vinnu- hörku og annarri rangsleitni. Á öðrum tímum var hann i kartser, refsiklefa, þar sem jjann fékk ekki annað en vatn og lítilsháttar af brauði og var ekki leyft að vera i hlýjum föt- um, þó að enginn upphitun væri í klefanum. Á þessum ár- um var ég svo oft vakin af simanum um miöjar nætur. Það var hörmulegt aö heyra Ninu Ivanovna segja frá því, að það væri verið aö svelta son sinn i hel, að pakkinn með meðölum, sem hún sendi honum, hefði verið endursendur, að hann væri i ísköldum einangrunar- klefa o.s.frv. Hún sagði mér frá því, að langur timi liði oft milli þess, að hún fengi að sjá son sinn. Hún sárbændi minniháttar em- bættismenn að segja sér aðeins frá því, hvernig hann liti út. Og þegar hún sá svo son sinn eftir eitt slíkt timabil, var hann „óþekkjanlegur". Það var átak- anlegt að heyra nákvæmar lýs- ingar hennar á refsingum, sem hann varð að þola, og þeirri óhæfu og smán, sem þeim báð- um var sýnd. Síðan leið oft langur tími milli þess, sem við gátum haft samband okkar á milli. Þegar ég lit nú um öxl, er ég sannfærð um það, að henni er það að þakka meira en nokkr- tim öðrum, að Vladimir Bu- kovski var látinn laus. Með sim- tölum sfnum og bréfum hvatti hún okkur stöðugt, hún gerði meira en nokkur annar til þess, að nafn hans væri i blöðum og öðrum fjölmiðlum og á vörum okkar. Hún ákallaði i rauninni alla helztu leiðtoga heims og öll samlök, þeirra á meðal Pál páfa, Helmut Schmidt, kansl- ara, Nixon, forseta, Amnesty International og Alþjóða Rauða Krossinn. í júní 1975 sendi hún opiö bréf til ráðstefnu alþjóð- lega kvennaársins í Mexikó: „Þegar sonur minn er sveltur í fangelsi, get ég ekki borðað.. . Þegar hann skelfur af kulda i fangaklefanjum, get ég ekki haldið á mér- hita i rúmi minu. Þegar hann þjáist af sársauka, kenni ég til i minum eigin lik- ama. ..“ Fyrir mér eins og henni voru siðustu mánuðirnir verstir. í júli í f.vrra hringdi hún í mig frá simstöðinni i Moskvu. Það var hræðilegt, hún vissi ekki, hvort sonur sinn væri enn á lífi, og eftir nokkrar ntínútur var sambandið rofið. Ég hafði sam- band við Patricia Barnes, og við tókum að safna undirskriftum þekktra Brandaríkjamanna undir símskeyti til Bréznefs. í september talaði ég við systur Vladimirs, Olgu. Hann var á lífi, og þær höfðu nýlega séð hann i fangelsinu í Vladimir, en hann var orðinn alveg hold- laus af sulti. Móðir hans sagði seinna, að hann hefði „litið út eins og fangi i Auschwitz". Morguninn 17. desember vaknaði ég við símhringingu. Vinkona mln spurði, hvort ég væri að drekka kampavín. Mér þykir kampavín dásamlegt, en klukkan var 8 að morgni og var það ekki nokkuö snemmt? „Vladimir Bukovski", sagði hún, „hefur verið látinn laus úr fangelsi og gerður útlægur." Ég þorði ekki að trúa þessu. Tvisvar áður hafði orðrómur komizt á kreik um, að Bukovski yrði látinn laus á næstunni en í bæði skiptin hafði gleði min snúizt í sár vonbrigði. En nú fékk ég fréttina brátt staðfesta. Það færu fram fangaskipti, og Bukovski og fjölskylda hans væru þegar á leiðinni til Sviss. Og svo var ég nú komin til þeirra i Sviss. Við höfðum um mikið að ræða við Nina Ivan- ovna. Hún fagnaði björgun son- ar sins, en hún spurði um alla hina. sem eftir uröu? Hvað um Oksana Meshko, gamla. hjart- veika konu, sem yrði að halda ál'ram að fara til Vladimir- fangelsisins i von um að fá að sjá son sinn, Alexander Sergienko, sem var dæmdur í 7 ára fangelsi 1972 og væri bcrklaveikur? Sjálf hafði Osk- ana verið 10 ár i þrælabúðum Stalíns fyrir engar sakir, en sonur hennar var 14 ára, þegar hún var send i búðirnar. Nú ætti sonur hennar 5 ára gamlan son, sem varla þckkti hann. Og þannig var talað um allar þær rússnesku konur. sem ættu syni og eiginmenn i fangelsum, vinnubúðum eða geðveikrahæl- um. Fyrir Vladimir var versti tim- inn ekki siðasti hluti fangavist- arinnar — eins og fyrir fjöl- skyldu hans — heldur vist hans fyrr á geðveikrahælum. Vist i fangelsi eða vinnubúðum er að minnsta kosti útmæld með ákveönum timamörkum, en ef andófsmaður er úrskurðaður á geðveikrahæli, getur hann ver- ið þar óendanlega. Hann er al- gerlega varnarlaus og réttlaus. \Tadimir lýsti ítarlega fyrir mér dvöl sinni þar og þeirri meðhöndlun, sem^þar er beitt. Eg spurði hann þá að lokum. hvernig læknar gætu tekiö þátt í sliku. Hann svaraði: „Allir réttargeðlæknar vita, hvað er að gerast. Þeir viti. að þetta fólk er ekki veikt". Ég spurði þá: „Trúa sumir læknanna þvi i raun og veru, að allir I Sovétrikjunum, sem eru öðruvisi þenkjandi, séu úr and- legu jafnvægi?" „Það er erfitt aö útskýra það. Það er flókin blanda af venju- legri sovézkri uppgerð eða hræsni og geðlæknisfræðilegri. Það er ekki um tviklofinn hugs- anagang að ræða, heldur þri- klofinn. „Eg hafði aldrei neina von um það," sagði Vladimir Bu- kovski, þegar við ræddum sam- ■ an seinna, „að ég niyndi sleppa úr fangelsinu, fyrr en ég hefði verið þar allan timann. Ég trúði ekki, að neitt svona lagað gæti skeð, jafnvel þegar ég frétti, að rætt væri um skipti á mér og Corvalan." Hann heyrði fyrst um þá hug- rnynd i nóvember 1976. þegar samfangi hans í næsta klefa morsaði fréttina iil hans urn vatnsleiðslurnar. En 17. desern- ber var öllum föngunum í klefa hans sagt að taka saman pjönk- ur sínar, þvi að það ætti að lagfæra klefann, og þeir yröu fluttir annað. „Það var farið út með einn og einn i eínu, en klefafélagar minir voru leiddir i eina átt, en með mig var fariö niður, leitað á mér og allir hlut- ir teknir frá mér." Síðan var farið með hann út i bil og honum ekið til Lefortovo fangelsisins í Moskvu. Morgun- inn eftir fékk hann föt og frakka og honum fengnar per- sónulegar eigur hans úr geymslu fangelsisins að undan- skildum 400 rúblum. Annar bí11 Flugvöllttr. Þ;ir biðu móðir hans. Olga, systir hans. og son- ttr hennar. Þremur dögunt áður höfðu tveir slarfsmenn KGB. maður og kona, komið heim til Nínu Ivanovna og tilkynnt hennt. að þau yrðu flutt úr iandi ásamt syni hennar og hefðu þrjá daga til að pakka niöur. A þriðja degi var sinti hennar settur i samband. svo að hún gæti gert siöustu ráöstafanir i gegnum sinta. En meslan hluta dagsins var hún að svara slööugum hringingum frá vestrænum fréttamönnum. Þau urðu að skilja ntesl af eigum sinunt el'tir og sáu um að koma því til fjiilskyldna póli- tiskra fanga, sent að gagni mætti koma. svo sent hlýjum fatnaðí KGB sagöi þeirn, aö þau myndu fara frá Sheremettevo flugvellinum i Moskvu. Þar mætti fjöldi vina þeirra og með- al annarra Sakharov til að kveðja þau. En KGB var söm við sig til hins siöasta, og það var fariö með Bukovski fjöl- skylduna á herflugvöll, og það- an var flogið. Yladimir sat við lilið manns í borgaralegunt fiilum. Ilann var handjárnaöur og veitti þvi at- h\gli. að handjárnin voru fram- leidd i Bandarikjunum. Móðir hans sagði honum siðar. að maðurmn við hlið hans hafi verið enginn annar en Baranov, nánasti samstarfsmaöur Andro- povs. yfirmanns KGB. Þegar flogið var.yfir sovézku landa- mærin. tilkynnti Baranov \iadimir Bukovski. að hann hefði verið gerður útlægur. Honum hafði ekkert verið til- kynnl um þetta áður. og hann var ekki farinn að tala við fjiil- skyldii sína. sem var annars staðar i flugvélinni. Það er dæmigert fyrir Vladi- mir Bukovski. að jafnvel þá gat hann ekki stillt sig um að deila utn sovézk lög við fylgdarmann sinn. Hann spurði, af hverju hann væri enn haföur i handjárnum. Væri hægt að lita á persónu sem sovézkan fanga. eftir að komið væri út úr landinu? Baranov fór burt til að hrittgja til Moskvu. Þegar hann kom til baka. tók hann hand- járnin burt — af þvi að timi væri kontinn til að boröa há- degisverð. eftir þvi sent hann sagði. „Hvað unt það. sent eftir er af fangelsisdómi minunt?" spurði Bukovski. „Eitt og hálft ár og fimnt ára útlegð innanlands — liefur það verið afturkallað?” \ei, nei". sagði Baranov. „Hvernig getiö þér þá gert þetta? Hafiö þér umboð frá .F.ðsta ráðinu?" „Nei." „Er ntér þá visað -úr landi af yður persónulega?" „\ei, af sovézku rikisstjórn- inni." „Hafið þér einhver skjöl eða skilriki?" „\ei. ég hef ekki neitt slíkt. Én hvernig var lionum innan- brjósts. þegar hann gerði sér ljösl. að búið væri að leysa hann úr haldi og vísa honunt út úr lians eigin landi? Framhald á bls. 30 m Bukovski var bjargad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.