Morgunblaðið - 11.05.1978, Page 26

Morgunblaðið - 11.05.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 „Væri löngu farinn ef ég hefði ekki kunnað vel við mig” — segir I>orsteinn Hjálmarsson símstöðv- arstjóri og fyrrverandi oddviti á Hofsósi SÁ maður, sem hvað mest Þekkir til Hófsóss síöustu 30 irin, er Þorsteinn Hjálmarsson sím- stöóvarstjóri. Hann hefur verið á Hofsósi í 38 ár, gegnt starfi símstöðvarstjóra í 30 ár og var oddvití staðarins í 20 ár. Þá var Þorsteinn og sýslunefndarmaöur lengi. „Sjálfur er ég fæddur í Álftafiröi við Isafjaröardjúp, en hingað kom ég 1940 og hef áft hér heima síðan. Aö sjálfsögöu hef ég kunnaö vel viö mig hér, — annars væri ég löngu farinn," segir Þorsteinn og hlær. Við hittum Þorstein aö máli á heimili hans á Hofsósi, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Pálu Pálsdóttur, sem látiö hefur mikið til sín taka í félagsmálum á staðnum. Atvinnuástand var ótryggt „Þegar ég kom hingaö áriö 1940,“ segir Þorsteinn, „þá voru íbúar hér um 260 talsins og var íbúafjöldinn svipaöur þegar þorpið var gert að sjálfstæöu sveitarfélagi árið 1948. íbúafjöldinn stóð nokkuö í staö á þessum árum og þeim næstu á eftir, en 1970 voru íbúar orönir 320. Þá fór þeim aö fækka, en nú hefur þeim fjölgaö aftur. Ástæöan fyrir því að íbúum fækkaöi á árunum eftir 1970 var ótryaat atvinnuástand hér.“ — Hvað olli því að fólki fór að fjölga á ný? „Öll viðhorf hér breyttust gjör- samlega til hins betra, þegar við eignuöumst okkar hlut í togurun- um. Áður en það varð, var ástandiö hér þannig um tíma, aö unga fólkið settist alls ekki að hér. Síðan fariö var aö landa úr togurunum hér, er ungt fólk farið að setjast hér að á ný. Sveitarfélagið komið yfir erfiðasta hjallann. Ég tel að nú eigi Hofsós góða framtíð fyrir sér, og að sveitar- félagiö sé nú komið yfir erfiðasta hjallann um langan tíma. Það hefur orðið mikil breyting á staðnum til hins betra nú síöustu árin. Samvinna á sviöi félags- og skólamála hefur gjörbreytzt á undanförnum árum og þrír hreppar reka nú félagsheimiliö og skólana í sameiningu. Hins vegar vona ég aö bærinn taki ekki of stór stökk fram á við, því of stór stökk tel ég ekki góð.“ — Hvaða úrbætur þarf helzt að gera til að tryggja viögang þorps- ins?. Þarf að lengja hafnargarðinn „Höfnin er okkar erfiði þröskuld- ur og var sérstaklega á meðan togaraútgerö var ekki fyrir hendi, en nú er aflanum ekið til okkar frá Sauöárkróki. Það sem þarf að gera nú er aö lengja hafnar- garðinn, til þess að höfnin geti orðið góö til smábátaútgeröar. Sem dæmi um þaö hvernig ástandiö var á árunum 1970—1974 má benda á, að rekstur kaupfélagsins var kominn í þrot, en það átti frystihúsið áður. Kaupfélag Skagfiröinga yfirtók síðan kaupfélagiö og rekur það nú útibú hér á Hofsósi. Á þessum árum hafði fólk litla sem enga vinnu að treysta á, en nú er fólk úr sveitunum farið að stunda vinnu í frystihúsinu, og um leið hefur afkoma fólks gjörbreytzt og þá um leiö viögangur hrepps- félagsins." — Hvernig er rekstri frystihúss- ins háttað eftir að rekstur kaup- félagsins lagöist niður hér á staðnum? „Það er hlutafélag sem á frysti- húsiö og þetta sama féiag stóö einnig fyrir kaupunum á skuttogar- anum Skafta, sem heitinn er í höfuðið á Skafta Stefánssyni útgerðarmanni. Er frá leið var ákveðið aö ganga til samstarfs viö Útgeröarfélag Skagfirðinga og er nú hlutafélagiö hér eignaraöili aö Útgeröarfélagi Skagfirðinga og fáum viö 'h af afla togaranna." — Þ.Ó. Hjónin Pála Pálsdóttir og Þorsteinn Hjálmarsson. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Olafsson. „Gaf mér tíma til að eignast níu börn” „Ég byrjaði að syngja í kirkju- kór þegar óg var 11 ára og ég man eftir því Hvað ég var lítil pegar ég stóó við hliðina á hinu sóngfólkinu,“ sagði Pála Páls- dóttir húsmóðir og kennari á Hofsósi þegar Mbl. ræddi við hana. Þegar Pála var svo spurö aö því hvort hún heföi eitthvaö lært að spila og syngja, svaraði hún: „Ég byrjaði að læra á otgel þegar ég var 12 ára. Síðan lærði ég hjá Sigfúsi Einarssyni og eftir það fór ég til Danmerkur og lærði að syngja hjá Else B. Mendelssohn. Ég var í Danmörku í nokkra mánuöi viö þetta nám, frá vori fram á haust. Sjálfri fannst mér ég hafa ákaflega mikiö gagn af þessu námi, og fékk meira að segja hól frá fleirum en einum, en af margþættum ástæðum varð ekki úr aö ég héldi áfram námi.“ Hvað tók viö eftir Danmerkurför- ina? — segir Pála Pálsdóttir hús- móðir, kenn- ari og organ- isti á Hofsósi Þjónaði í 5 kirkjum „Ég kenndi um tíma á Vestfjörð- um, en þaðan er maðurinn minn ættaöur og svo fórum viö hingaö á Hofsós áriö 1940. Frá þeim tíma hef ég starfaö í kórum og öðrum félagsskap eftir beztu getu. Lengi vel þjónaöi ég kirkjum hér á svæöinu frá Fljótum aö noröan úti í Hofsstaöakirkju aö sunnan, en á þessu svæöi eru 5 kirkjur. Þarna lék ég bæði á orgel og söng með kórunum. Einu sinni þurfti ég að leika utan dyra, þaö var þegar kirkjan í Gröf var vígð, en það er víst minnsta kirkja á landinu. Ég var meö orgeliö fyrir utan kirkjuna og kórinn í kringum mig, en sjálf kirkjan tekur víst ekki nema 18 manns. Það var svolítill gjóstur þegar kirkjan var vígð og þurfti ég að klemma nótnablöðin föst með venjulegur þvottaklemmum." — Hefur þú þá álvallt haft mikla ángæju af organleikarastarfinu og söngnum? „Já, svo sannarlega og svona því til staöfestingar má benda á að ég hef aldrei tekið neitt fyrir mitt starf í.söfnuöinum, og maöur ætti því aö vera búinn aö gera sitt gagnvart Guði. Og þótt ég hafi leikiö á orgel í 5 kirkjum hér í kring, þá eru aðeins tveir kirkju- kórar í þessum söfnuöum og fólkið í þeim hefur fylgt mér á milli kirknanna." — En þú hefur starfaö að fleiri málefnum en kirkjunnar? Framhald á bls. 30. — Italir óttast Framhald af bls. 1. Giacomazzi, var -skotinn í báða fætur, en er ekki í alvarlegri hættu. Innanríkisráðherra landsins, Francesco Cossiga, baðst í dag lausnar og kvaðst bera mesta ábyrgð á þeirri ákveðnu afstöðu sem stjórnin hefði tekið í garð hryðjuverkamannanna. Cossiga er sem innanríkisráðherra yfirmaður ítölsku lögreglunnar en getuleysi hennar í baráttu við hryðjuverka- menn hefur sætt harðri gagnrýni í landinu. Ekki var í kvöld ljóst hvort Andreotti forsætisráðherra mundi taka lausnarbeiðnina til greina. Lögreglan staðfesti í dag að hún hefði enn hert leitina að morðingj- um Moros og jafnframt eflt vörð um aðra stjórnmálamenn í land- inu og aðra þá sem eru taldir líkleg fórnarlömb hryðjuverka- samtaka. Frekari leit lögreglunnar beindist m.a. að ströndinni í nágrenni Rómar en sandur fannst í fötum Moros í gær, sem talið er að hafi getað verið þaðan kominn. Cursio fagnar morðinu Renato Curcio, stofnandi Rauðu herdeildanna, sem nú er fyrir rétti í Tórinó, æpti í dag í réttarsalnum að morðið á Moro væri verk byltingarréttlætisins og mikið nauðsynjamál í því réttarfars- snauða ríki sem Italía væri. Curcio og annar félagi hans sem tók í sama streng voru færðir úr réttarsalnum í járnum eftir að hafa hundsað kröfu dómarans um að þegja. Lögreglan tilkynnti í dag að 24 af 26 manns sem handteknir hefðu verið í fyrradag í sambandi við Moro-málið hefðu verið látnir lausir vegna ónógra sannana um að þeir væru við málið riðnir. Og í París hafnaði franski ríkissak- sóknarinn því í dag að framselja til Italíu mann sem grunaður er um að hafa skipulagt Rauðu herdeildirnar og mælti með því við dómstóla að þessari beiðni yrði vísað á bug. Niðurstöður krufningar Niðurstöður krufningar á líki Moros lágu fyrir í dag. Eins og áður hafði komið fram er ljóst að hann lézt af skotsárum, en 11 byssukúlum hefði verið skotið í höfuð hans og brjóst, en hann hafði einnig gamalt skotsár í þjóhnöppum sem ekki hafði verið gert að og ígerð var komin í. Er talið að þetta sár hafi Moro fengiö gert að og ígerð var komin í. Er talið að þetta sár hafi Moro fengið er honum var rænt. Nokkur líffæri voru fjarlægð úr líkama Moros og veröa þau rannsökuð frekar til að komast að því hvort honum voru gefin einhver eiturlyf á meðan hann var í haldi. Krufningin leiddi einnig í ljós að hann hafði látizt um þrem tímum áður en lík hans fannst. Morðið á Moro virðist hafa þjappað ítölum saman á þeim örlagatímum sem nú eru með þjóðinni og komið á nánara sambandi stjórnmálaflokkanna í landinu, einkanlega kristilegra demókrata og kommúnista, en það var einmitt slík þróun sem Rauðu herdeildirnar hugðust m.a. koma í veg fyrir með ofbeldi sínu. En ránið og morðið á Moro hafa líka gefið þeim byr undir báða vængi sem gjalda vilja hart með hörðu og lýsa algjöru stríði á hendur hryðjuverkamönnum og m.a. heimila dauðarefsingu í landinu á ný- Moro minnzt í þinginu Moros var minnzt í ítalska þinginu í dag og minntist Andre- otti forsætisráðherra hans í báð- um þingdeildum en einnig sagði Fanfani deildarforseti nokkur orð í öldungadeildinni. Andreotti minnti á að vegna trúar sinnar hefði Moro þekkt orð ritningarinn- ar þar sem segir: „Þú mátt ekki hræðast þá sem einungis geta svipt þig jarðnesku lífi." Þessi ummæli forsætisráðherr- ans urðu til þess að tveir öldunga- deildarþingmenn gengu af fundi, en aðrir þingmenn beggja deilda ii .nlíul ) i' mu i virtust einhuga um mál Andreott- is. Fanfani vitnaði í sínum ummæl- um til minningarorða sem Moro sjálfur hafði flutt á sínum tíma eftir morðið á Kennedy Banda- ríkjaforseta, og sagði að þau orð ættu nú bezt við Moro sjálfan. Saragat fyrrum forseti Ítalíu sagði í gær er honum barst fréttin um morðið á Moro að við hlið hans í bílnum lægi lík lýðræðis ítalska lýðveldisins. Margir óttast að í kjölfar jarðarfarar Moros verði einnig reynt að jarða að fullu lík lýðveldisins. Berlinguer leiðtogi kommúnistaflokksins sagði þó í dag að lýðveldið yrði að halda lífi og mundi lifa þessa orrahríð af. — Bíllinn Framhald af bls. 1. Annað þeirra var frá borginni Macerata, um 150 kilometra frá Róm, en hitt var Rómarnúmer sem á sér allsérstæða sögu. Að sögn lögreglunnar var númer þetta upphaflega á bíl í eigu ítalska flugfélagsins Alitalia í Róm. Seinna þegar félagið lét færa bílinn til Napoli voru sett á hann ný númer þar í borg en hinum eldri skilað til bifreiðaeftirlitsins eins og skylt er. Einhver hefur síðan stolið númerunum þaðan. Engu er líkara en Rauðu her- deildirnar hafi skipulegan aðgang að bílnúmerum sem komin eiga að vera úr umferð, því bíllinn sem notaður var við ránið á Moro var einnig með slík númer. Að því er lögreglan telur benda þessi atriði til þess að starfsemi Rauðu herdeildanna sé stjórnað á mjög vísindalegan hátt úr höfuð- stöðvum þeirra. Þaðan hafi yfir- lýsingar hryðjuverkamannanna komið og ákvarðanir verið teknar um bréfaskriftir Moros. Telur lögreglan að stöðvarnar séu flutt- ar til við og við og að þær séu ekki þar sem Moro var hafður í haldi. — Blóðugur Framhald af bls. 1. hefði þekkt Moro síðan þeir voru saman í háskóla. „Hann var góður og vitur maður sem gat ekki gert nokkrum mein, mjög góður prófessor, stjórn- málamaður og ráðherra, mik- ill mannkostamaður, fyrir- myndafaðir og það sem jafnvel meira máli skipti gæddur ríkri trúarkennd. þjóðfélagsvitund og rnannúð." Öllu heiðvirðu fólki í heim- inum. öllu þjóðfélaginu hryllir við þcssum glæp.“ sagði hann. „Vísvitandi og yfirvegað víg hans. drýgt á laun og án miskunnar, hefur vakið hryll- ing borgarinnar. allrar ítaliu og vakið rciði og samúð alls heimsins." „Allir tala um það. allir eru reiðir. Og jafnvel ykkur, unga fólk og hörn, sem eruð hér saman komin í þessari kirkju. hryllir við þessum atburði og þið hryggist yfir honum.“ Páfi bað síðan viðstadda að biðja fyrir Moro. Tilkynnt var í Páfagarði að páfi hefði sent Giovanni Leone forseta og Benigno Zaccagn- ini. ritara Kristilega demó- krataflokksins samúðarkveðj- ur. Seinna veitti páfa 8.000 manns. þar af mörgum ferða- mönnum, áheyrn og sagði þá að morð Moros væri „alvarlegt í sjálfu sér og vegna þeirra siðferðilegu og þjóðfélagslegu afleiðinga sem það gæti haft í för með sér.“ Ilann sagði að menn ncyddust til að „hugsa mjög alvarlega og af raunsæi um þátttöku sína f félagslegu lífi vorra tíma sem einstakl- ingar og opinberir fulltrúar." „Nauðsyn ber til,“ sagði páfi, “að góðsemi hugmynda og starfs allra beri meiri ávöxt í hciminum og hlífi honum við úrkynjun. Oréttlát endalok kyrrláts, góðs, fágaðs og guð- hrædds stjórnmálaleiðtoga cins og Aldo Moros er ábend- ing sem vekur með okkur ótta og blygðun.“ Vatikan útvarpið útvarpaði beint frá báðum athöfnunum sem er óycnjulegt. injjnuá^Sirí li-tvT 5;n i Ll i i:i g fi'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.