Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 38

Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Jóhann Oskar 01- afsson — Minning Fa-ddur 4. maí 1914 Dáinn 3. maí 1978 í dag fer fram frá Fríkirkjunni útför Jóhanns Ó. Ólafssonar fyrrv. lögregluþjóns, Leifsgötu 26, Reykjavík. Jóhann lézt í Borgarspítalanum hinn 3. maí s.l. og vantaði þá einn dag á 64. aldursárið. Veikindi Jóhanns bar brátt að í desember- mánuði á síðastliðnu ári og hrakaði heilsu hans smátt og smátt, unz yfir lauk. Með Jóhanni er fallinn frá góður og gegn borgari þessa bæjar. Jóhann var fæddur í Reykjavík 4. maí 1914 sonur hjónanna Bjargar Helgadóttur og Ólafs Guðnasonar, sem lengst af var starfsmaður hjá Olíuverzlun ís- lands. Björg lifir son sinn og dvelur nú um þessar mundir á Reykjalundi. Jóhann lauk barnaskólaprófi og vann jafnframt fyrir sér sem fullgildur kaupamaður i sveit á sumrin. 15 ára gamall hóf Jóhann störf hjá Olíuverzlun íslands. Þar lagði hann um árabil gjörva hönd á margt verkið við hlið föðUr síns. E]n hugur Jóhanns stefndi til meiri menntunar á sviði vélfræði og í frítímum sínum fór hann í vél- stjóranám og fékk réttindi til að stjórna mótorbátum. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja, því aö 1937 réðist hann í þjónustu Lögreglunnar í Reykjavík og er þar við hin ýmsu störf i nær 32 ár eða þangað til í árslok 1968, að hann lætur af störfum þar vegna nokkurra véikinda. Ásamt störfum sínum í Lögreglunni hafði Jóhann á höndum ökukennslu um áratuga- skeið og eru þeir ótaldir, sem hann hefur hjálpað og leiðbeint út í + Konan mín, móðir okkar og tengdamóöir, GUDRÚN JOHANNESDÓTTIR, frá Akureyri, andaöist 9. þ.m. Jaröarförin ákveöin síöar. Jens Eyjólfsson, Unnur Jensdóttir, Viktor Jakobsson, Kristín J. Þór, Arnaldur Þór, Jóhannes Jensson. Jóhanna Heiódal, Margrét Jensdóttir, Sigfús Örn Sigfússon. Útför eiginmanns míns, JENS GUOBJÖRNSSONAR, veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag fimmtudaginn 11. maí kl. 13.30 e.h. Þeím, sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Þórveig S. Axfjörö. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, PAULINE JÓNASSON, fndd RASMUSSEN, Jökulgrunni 1, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 3 e.h. Hákon Jónasson, Anna Hákonardóttir, Jónatan Aöalsteinsson, Katrín Hákonardóttir, Haraldur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, ÖLMU SiGRÍÐAR NORMANN. "**■ _ Kristinn B. Þórólfsson, Eva K. Þórólfsdóttir, Már Þórólfsson, Almar V. Þórólfsson, Sveinn T. Þórólfsson. + Alúöar þakkir fyrir samúö og hluttekningu viö andlát og útför JÖKULS JAKOBSSONAR. Þóra Einarsdóttir, Jakob Jónsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Elisabet Kristin Jökulsdóttir, lllugi Jökulsson, Hrafn Jökulsson, Magnús Haukur Jökulsaon og aörir vandamenn. Skrifstofur okkar og matstofa aö Funahöföa 7, veröa lokaðar eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 11. maí, vegna jaröarfarar JÓHANNS ÓSKARS ÓLAFSSONAR. Miðfell h.f. Matstofa Miöfells s.f. Funahöföa 7. umferðina. Jóhann undi illa sínum hag að sitja aðgerðarlítill heima, er hann hætti í Lögreglunni, svo að enn á ný hélt hann ótrauður út í atvinnulífið. Það var í ársbyrjun 1970, að hann réðst sem starfs- maður hjá verktakafélaginu Mið- felli h/f hér í borg. Var hann fyrst ráðinn til að annast vara hluta- kaup og aðrar útréttingar fyrir verkstæði félagsins. Sökum mann- kosta svo og samviskusemi og árvekni í starfi, féllu honum fljótlega í skaut margs konar trúnaðarstörf hjá félaginu, þannig að stundum var hann í gamni af samstarfsmönnum nefndur sendi- herra félagsins. Það getur undirritaður vottað, að þau störf leysti Jóhann af hendi með kostgæfni og mikilli prýði allt þar til í desember s.l. að heilsan brast skyndilega vegna hjarta- áfalls. Jóhann ávann sér óskert traust samstarfsmanna og við- semjenda með prúðmannlegri framkomu og þægilegu viðmóti. Árið 1934 kvæntist Jóhann eftirlifandi eiginkonu sinni Díönu Einarsdóttur. Reyndist hún hon- um góður ævifélagi, áttu þau einn son Ólaf, sem starfar hjá Kassa- gerð Reykjavíkur. Heimili þeirra á Leifsgötu 26 ber þeim fagurt vitni, þangað var öllum ljúft að koma1 seint eða snemma, húsráðendur ávallt glaðir og gestrisnir. Jóhann var mikill heimilisfaðir, dró marga björg í bú. Hann vildi hvers manns vanda leysa, er að garði bar. Fyrir utan öll þessi miklu og margvíslegu störf átti Jóhann sér mörg önnur áhugamál, safnaði bæði bókum, mynt og frímerkjum Minning: Gísli Jón Egilsson Fæddur 31.3. 1921. Dáinn 22.4. 1978. Sunnudaginn 23. apríl bárust mér þau sorgartíðindi að vinur minn Gísli Jón Egilsson væri látinn. Hann hafði farið í ferð sem ætluð var honum til heilsubótar. En enginn veit sitt skapadægur. Sú von sem borin var í brjósti um að líta hann hraustari en hann hafði verið undanfarið, breyttist í sorg, og áætlanir okkar um sumarið að engu orðnar. Svo hverfult getur lífið verið. Gísli Jón Egilsson var fæddur í Hafnarfirði 31. marz 1921. Frá tólf ára aldri stundaði hann sjómenn- sku. En 1958 missir hann heilsuna aðeins 37 ára gamall. Sjórinn átti alltaf sterk ítök í Gísla Jóni. Þrátt fyrir alvarlegan heilsubrest lifði hann alltaf í þeirri von að geta stundað sjóinn með öðru. Þrjá báta keypti hann hvern á eftir öðrum, smíðaði upp og snyrti, í þeim tilgangi, en þegar til átaka kom varð sú von að engu. Það hlýtur að vera hverjum ungum manni mikið áfall að missa heilsuna á besta aldri, ekkí síst manni sem var annálaður fyrir hreysti og harðfylgi á sínum yngri árum. Árið 1950 hafði honum hlotnast sú gæfa að giftast Sigrúnu Þorleifsdóttur Guðmundssonar, verkstjóra hjá bænum í árabil. Fjögur börn eignuðust þau, á lífi, Gyðu, Þóri og Sigríði, en dreng sem þau eignuðust fyrst misstu þau aðeins tíu mánaða gamlarn. Hann hét einnig Þórir. Bátana sína lét hann alla bera nafn þessa drengs, svo sterk var ást þessa mæta manns til sonar síns. Þegar heilsan brestur, getur aðeins samheldni, skilningur og þrautseigja bjargað, og með það eitt í fórum sínum settu þau Gísli Jón og Dúna á stofn Blóma- verslunina Burkna í Hafnarfirði. 10. nóvember varð gæfu dagur í lífi Afmælis- og minningar- greinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar, sem birtast skulu í MhL, og greinarhöfundar óska að birtist i blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingar dag. þeirra en þann dag opnuðu þau sína fyrstu verzlun. Fyrst í leiguhúsnæði við Strandgötu, síðan í eigin húsnæði við Linnets- stíg. Þar komu fljótt í ljós listrænir hæfileikar Dúnu, sem margir hafa notið góðs af. Það húsnæði inn- réttaði Gísli Jón allt sjálfur, og var þá oft lögð nótt við dag, þótt frekar væri af vilja en mætti. Gísli Jón bar ekki skoðanir síhar á torg, en áhugamál átti hann þó fjölda- mörg. Fiskirækt átti hug hans allan. Hann byrjaði að skoða þau mál löngu áður en almennar umræður urðu um þau. Það sem hann spáði um ýmsa þætti þessa máls hefur allt séð dagsins ljós og sannast þar að framsýni hafði hann til aö bera. Það gleymdist bæði staður og stund þegar þessi mál voru rædd. Veiðitúrar okkar í Haukadalsá var orðin föst hátíð í okkar almanaki. Og var það okkur mikið tilhlökkunarefni, þegar leið á sumarið og Haukan var framund- an, eins og oft var komist að orði. Mannkostir og rólyndi Gísla Jóns voru þess valdandi að ferðin gat ekki orðið öðruvísi en skemmtileg. í tuttugu ár höfum við Gísli Jón verið nágrannar og tel ég það í tómstundum sínum. Átti hann t.d. mjög gott frímerkjasafn. Jóhann var mikill áhugamaður um hvers kyns þjóðmál, sem hann ræddi af kappi á góðra vina fundum. Jóhann var víðlesinn og stálminnugur á atburði og ártöl. Hann kunni frá mörgu skemmti- legu að segja, en stilli þó ætíð frásögn sinni í hóf. Hann hafði sérstakt yndi af að lesa eða hlýða á valin verk heimsbókmenntanna. Jóhann var þrekmaður mikill á sínum yngri árum, frábær sund- maður og vann marga fagra bikara og heiðursmerki fyrir sundafrek sín á árum sínum í Lögreglunni. Jóhann var einnig söngmaður góður og var einn af stofnendum Lögreglukórsins. Nú hefur Jóhann eða Hanni eins og hann var ávallt kallaður haldið til annarra heima, við munum sakna vinar í stað, en þetta er leiðin okkar allra, einn fer í dag, annar á morgun. Samstarfs- mennirnir þakka honum fyrir samfylgdina og kveðja hann með söknuði í huga, um leið og þeir votta eiginkonu hans, syni og aldraðri móður samúð sína. Blessuð sé minning hans. Leifur Hannesson. mikla gæfu að hafa kynnst slíkum manni. Eg vil bera honum þakkir fyrir hve vel hann hefur reynst mér og fjölskyldu minni og fyrir einlæga og trausta vináttu. I hugum okkar geymum við mynd af góðum dreng sem árin munu ekki ná að eyða. Og nú hefur okkur borist sú fregn að faðir Sigrúnar sé látinn, aðeins örfáum dögum eftir lát manns hennar. Maður stendur orðfár gegn slíku. Við vottum okkar kæru vinkonu Dúnu og börnunum dýpstu samúð okkar, og biðjum að Guð leiði þau í gegnum þunga sorg sem slíkur missir veldur. Örn Ingólfsson og fjölskylda SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað cr nauðsynlegast að yðar álitii Bæn, lestur Biblíunnar, tilbeiðsla cða þjónusta? Það er ekki auðvelt að segja, hvað af þessu skiptir mestu máli, því að allt er það nauðsynlegt. En þar sem kristin trú er samfélag Krists og þess, sem trúir, lít ég svo á, að hið stöðuga samband við hann ætti að sitja fyrir öllu öðru. Henry Drummond sagði einhverju sinni: „Tíu mínútur í samfélagi við Krist á degi hverjum, já, tvær mínútur, ef það er samfélag hjartans, gjörbreytir lífinu." Stundum týnist Kristur sjálfur í helgisiðum tilbeiðsl- unnar, í flókinni guðfræði og í baráttu þjónustunnar. Því aðeins fær þetta merkingu og innihald, að við eigum persónulegt samfélag við hann. Þegar hann dvelur í hjörtum okkar, verður bænin ekki aðeins óskir, sepi við viljum fá fullnægt, heldur gefum við Guði tækifæri til þess að gera það, sem hann vill. Tilbeiðslan verður lifandi lofgjörð um hann, sem einn er verður elsku okkar, og þjónustan verður fremur réttur en skylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.