Morgunblaðið - 11.05.1978, Page 39

Morgunblaðið - 11.05.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 39 Þorleifur Guðnumdssm Hafnarfírði — Muming Fæddur 1. september 1902 Kristín í Hafnarfirði og Hjördís í Dáinn 2. maí 1978. Keflavík. í dag verður Þorleifur Guðmundsson, fyrrum verkstjóri, Arnarhrauni 13, Hafnarfirði, til moldar borinn. Þorleifur fæddist hinn 1. september 1902 aö Steina- nesi við Arnarfjörð og var því 75 ára er hann lést eftir stranga sjúkdómslegu, Foreldrar Þorleifs voru Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Asgeirsaon, sem bæði voru Vestfirðingar í húð og hár og komin af þekktum vestfirskum ættum. Að Steinanesi stunduðu þau búskap, þaðan var sótt á sjóinn og stunduð selatekja, eins og títt var á þeim tíma á Vestfjörðum. Árið 1913 fluttust þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar æ síðan. Kristínu og Guðmundi fæddust 10 börn og komust sjö þeirra til fullorðinsára. Að Þorleifi gengnum eru nú einungis tvær systur eftirlifandi, í Hafnarfirði settust þau Kristín og Guðmundur fyrst að í Grund og síðan að Re.vkjavíkur- vegi 14 B. Fjölskyldan var stór, húsakostur þröngur og ekki alltaf úr miklu að spila, eins og verða vildi á þessum árum Þorleifur fékk því strax í barnæsku að kynnast kjörum hins vinnandi manns og fór snemma að vinna fyrir sér. I fyrstu stundaði hann almenna verkamannavinnu, einkum í fiski, en fljótlega réðst hann til Ásgríms Sigfússonar og Þórarins Egilsson- ar í fyrirtæki þeirra Akurgerði og var þar verkstjóri í mörg ár. Þaðan lá leiðin í vegavinnu og gatnagerð. Þorleifur var verkstjóri við lagningu Krísuvíkurvegarins og að því loknu var hann um áratugaskeið verkstjóri í bæjar- vinnunni í Hafnarfirði. Síðustu árin var hann svo við eftirlitsstörf á vegum brunavarnanna í Hafnar- firði. Hinn 16. júní 1923 kvæntist Þorleifur Sigurlínu Jóhannes- dóttur, sem lést árið 1969. Sigurlín og Þorleifur eignuðust fimm börn: Guðmund, mælingafulltrúa, Kristínu, gifta Hauki Magnússyni, húsasmið, Margréti, gifta Sigurði Jónssyni, bifreiðarstjóra, Sigrúnu, gifta Gísla Jóni Egilssyni, kaupmanni, sem er nýlátinn og verður jarðsunginn um leið og Þorleifur og Gyðu, sem lézt í •barnæsku. Síðast en ekki síst tóku þau Þorleifur og Sigurlín eitt barnabarna sinna að kjörsyni, Grétar Þorleifsson, formann Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Það er fjölmennur hópur, sem sér nú á bak föður, tengdaföður, afa og langafa. Um þennan hóp var Þorleifi annt og bar velferð þeirra allra fyrir brjósti. Þau hafa því mikils að sakna. Þorleifur var starfsamur og tryggur verkmaður. Hann vann bæ sínum vel og vildi honum aðeins hið besta. Allur sá tími sem fór í verkstjórnarstörfin var ekki mældur svo nákvæmlega. Höfuð- atriðið var að inna verk sín sem best af hendi. Þorleifur var félagslyndur, án þess að vilja þó trapa sér fram. Hann hafði líka mikla unun af söng og var meðal stofnenda karlakórsins Þrasta og var síðar kjörinn heiðursfélagi hans. Þor- leifur hafði kynnst kjörum alþýðunnar í landinu þegar á uppvaxtarárum sínum og skildi gildi jafnaðarstefnunnar og verka- lýðshreyfingarinnar fyrir fólkið í landinu, enda skipaði hann sér ótrauður í raðir Álþýðuflokksins og var dyggur stuðningsmaður hans og þeirra hugsjóna, sem hann vinnur að. Mér er Þorleifur minnisstæður á verkstjóraárum hans hjá bænum. Við strákarnir fundum ósjaldan hvöt hjá okkur til þess að hnýsast í þau verk sem bæjarvinnan var að fást við. Aldrei tók Þorleifur því illa. Hann var þvert á móti gamansamur og hafði skilning á þessari forvitni okkar strákanna. Síðar kynntist ég Þorleifi nokkuð á efri árum, einkum vegna pm- gengni og vináttu við son hans Grétar. Þá fann ég glöggt, hve traustur maður Þorleifur var og heilsteyptur, og hve sterkum böndum fjölskyldan var bundin og hve annt hann lét sén um hana. Allri þessari fjölskyldu votta ég innilega hluttekningu mína og minna. Kjartan Jóhannsson. r c Viðtalstímar frambjóóenda Frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins viC borgarstjórnarkosningarnar munu skiptasl á um aö vera til viötals á hverfisskrifstofurr Sjálfstæöismanna næstu daga. Frambjóöendur veröa viö milli kl. 18—1S e.h. eöa á öörum tímum, ef þess er óskaö Fimmtudaginn 11. frambjóöendur til hverfisskrifstofum: maí verða eftirtaldii viðtals á eftirtöldum Nes- og Melahverfi, Ingóifsstræti 1 a Sigurjón Á. Fjeldsted, skólastjóri Vestur- og Miðbæjarhverfi, Ingólfsstræti 1 a Sveinn Björnsson, kaupmaöur Austurbær og Noröurmýri, Hverfisgötu 42, 4. hæð Markús Örn Antonsson, ritstjóri Hlíöa- og Holtahverfi, Valhöll, Háaleitcs- braut 1 Bessí Jóhannsdóttir, kennari Laugarneshverfi, Bjargi v/ Sundlaugaveg Páll Gíslason, læknir Langholt, Langholtsvegi 124 Sveinn Björnsson, verkfræöingur Háaleitishverfi, Valhöll, Háaleitisbraut 1 Davíö Oddsson, skrifstofustjóri Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi, Langagerði 21 (kjallara) Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri Árbæjar- og Seláshverfi, Hraunbæ 102 b (aö sunnanverðu) Margrét S. Einarsdóttir, ritari. Bakka- og Stekkjahverfi, Seljabraut 54, 2. hæð Fella- og Hólahverfi, Seljabraut 54, 2. hæð Elín Pálmadóttir, blaöamaöur Skóga- og Seljahverfi, Seljabraut 54, 2. hæð Hulda Valtýsdóttir, húsmóöir 11-lisfinn ■ VORUM AÐ TAKA UPP MIKIÐ ÚRVAL AF VOR- OG SUMAR- FATNAÐI Bergstaðastræti 4, sími 14350. VANTAR ÞIG TAPPA SEM GETUR HALDIO þá þarflu að blðja um sterka tappann Irá 1. Vænglrnlr hlndra tappann frá því að •núast í gatlnu. 2. Kraglnn aftrar tapp- anum að fara of langt Innl gatlð. 3. betta svæðl þenst ekkl út sem kemur ( vag fyrir sprungumyndanir ( pússn- Ingu. 6. i lokastððu verður skrúf- an að fara 3— 9 mm i gogn- um tappann til þess að ná hámarksfestu. 4. benst út í fjórar áttlr tll þoss að ná (trustu fastu. 5. Yflrborölð er slétt og gefur þar af lelðandi mesta viðnám (stærsti snertlflöt- ur). Ath.: Höfum einnlg bora sem eru sérstaklega merktir miðað vlð lengd tappa. Fæst í flestum byggingavöruverzlunum 51 Sundaborg Siml: 84000 - Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.