Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 48
V AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |H*r0unfriabt& AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jnargunbUbiÍ) FIMMTUDAGUR lí. MAÍ 1978 Forsætisráðherra um afstöðu ríkisstjórnarinnar: Tilbúin að breyta lögunum, náist sam- komulag milli aðila GEIR Ilalljírímsson forsætisráö- hcrra sagöi í >íær. aö ríkisstjórn- in væri rciöubúin til þcss að brcyta löxunum um cfnahaKsráð- stafanir. scm samþykkt voru hinn 17. febrúar síðastliðinn. til hagsbóta fyrir hina lægst laun- uöu. cf aöilar vinnumarkaðarins kæmu sér saman um á hvern hátt unnt yrði að ná til þessa fólks. Næðu samninKsaðilar samkomu- lasi. myndi ríkisstjórnin ckki standa í vegi fyrir því. svo að vinnufriður yrði tryBKður í land- inu. Á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands, sem hófst í fyrra- dag OK lýkur í dag, flutti forsætis- Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Fyrirspurnir til borgarstjóra um borgarmál BIRGIR ísl. Gunnarsson borgar- stjóri mun á næstu vikum svara fyrirspurnum frá lesendum Morgunblaðsins um borgarmál. Tekið verður við fyrirspurnum frá lesendum í si'ma 10100 frá kl. 10-12 frá mánudegi til föstudags. Fyrirspurn ásamt svari borgar- stjóra mun birtast skömmu si'ðar. I síðustu viku efndi'borgarstjóri til hverfafunda víðs vegar um borgina, þar sem hann svaraði m.a. fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna um ýmsa þætti borgarmála. Með þessari þjónustu við lesendur nú vill Morgunblaðið veita þeim, sem ekki sóttu þessa fundi, tækifæri til að koma á framfæri við borgarstjóra fyrir- spurnum um það sem þeim kapn að liggja á hjarta varðandi borgarmálin, framkvæmdir á veg- um borgarinnar, þjónustu eða annað. Vorið 1974 gafst lesendum Morgunblaðsins kostur á að koma fyrirspurnum á framfæri við borgarstjóra með þessum hætti og reyndist sú þjónusta mjög vinsæl og notfærðu fjölmargir Reykvík- ingar sér þessa þjónustu þá. Morgunblaðið hvetur lesendur sína til þess að koma á framfæri við Birgi Isl. Gunnarsson borgar- stjóra fyrirspurnum um borgar- málefni sem þeim kann að liggja á hjarta. ráðherra ræðu og hvatti m.a. til aukins samstarfs aðila vinnu- markaðarins og ríkisvalds með það markmið í huga að ná fram kjarabótum til láglaunafólks, sem hann nefndi að væri með laun á bilinu 115 til 150 þúsund krónur. Unnt yrði að breyta lögunum að því tilskyldu að launþegar og vinnuveitendur kæmu sér saman um leiðir að þessu marki. Forsætisráðherra sagði í sam- tali við ríkisútvarpið í gær, að ýmsar álagsreglur, sem giltu í launakerfi landsmanna, gerðu það erfitt að laga svo verðbótafyrir- komulagið að það næði eingöngu til hinna lægst launuðu. Um verðbótaákvæði vísitölukerfisins sagði Geir, að hann teldi mjög æskilegt, að unnt væri að miða við þjóðhagsvísitölu í tengslum við breytingar á kaupi og kjörum launþega í landinu. Hann minntist á ræðuna, sem hann flutti við sctningu aðalfundar VSI og sagð- ist hafa komið þar nokkuð inn á verðbótaákvæði kjarasamninga, m.a. að óbeinir skattar yrðu teknir Framhald á bls. 27 í dag er 11. mai', lokadagur, sem kallaður hcfur verið frá fornu fari. Var það síðasti dagur vetrarvertíðar. Nú á dögum eru ekki eins skörp skil vertíðar, þótt enn sé þess minnzt í almanökum. Um leið hefst 4. vika sumars. Meðfylgjandi mynd sýnir Eyjasjómenn af Stíganda II, sem verið hefur á spærlingsveiðum. Eitthvert smáóhapp hefur hent með nótina og þá er að grípa til nálarinnar og gera klárt fyrir næsta kast. — Ljósm.i Sigurgeir. Vetrarvertíðin: Höfnmgur 3. aflahæst- ur annað árið í röð Suðumesjamenn ræddu við ríkisstjómina í gær NEFND sú. scm vcrkalýðsfélög og vinnuveitendur á Suðurncsjum mynduðu síðastliðinn laugardag til þcss að eiga viðræður við ríkisstjórnina. átti í gaT viðræð- ur við Geir Ilallgrímsson for- sætisráðhcrra. Ólaf Jóhannesson viðskiptaráðhcrra og Matthías A. Mathiescn fjármálaráðherra. Fundurinn stóð í klukkustund. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðiö í gær að á fundinum hefðu verið rædd viðhorfin í kjaramál- unum og menn hefðu borið saman Framhald á bls. 27 LOKADAGURINN er í dag 11. maí. en þennan dag hættu vertíðarbátar vciðum allt fram á síðasta áratug. er þeir fóru að stunda veiðarnar lengur fram eftir vori. og nú hætta margir vertíðarbátarnir ekki fyrr en 15.—20. maí, Vctrarvertíðin sem nú cr að ljúka ætlar að vcrða ein sú lélegasta í manna minnum í öllum vcrstöðvum nema þrem. þ.c. á Ilöfn í Hornafirði. Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Á þessum stöðum öllum er vertíðar- aflinn til muna bctri en í fyrra. Á öllu svæðinu fyrir vestan Þorlákshöfn bera menn sig iila og segja að jafnléleg vertíð hafi vart komið áður. Aðeins er vitað um einn bát, sem virðist ætla að fá 1000 lestir eða meira á þessari vertíð. Er það Höfrungur 3. frá Þorlákshöfn sem í gær hafði landað 984 lestum og var væntanlegur til Þorlákshafnar í nótt með góðan afla. Höfrungur 3. var einnig aflahæsti báturinn á landinu í fyrra, þá með rösklega 1000 lestir. Skipstjóri á Höfrungi 3. bæði þessi ár, er Þorleifur Þorleifsson. Morgunblaðið hafði samband Slysadeild Borgarspítalans í nýtt húsnæði á þessu ári TVÆR heilsugæzlustöðvar hafa nú tekið til starfa í Reykjavík, í Árbæ og Domus Medica, og sú þriðja er tilbúin í Breiðholti. Slysa- deild Borgarspítalans flytur að nokkru leyti á þessu ári í nýja þjónustuálmu við Borgarspítalann og göngu- deild spítalans og heilsu- gæzlustöð síðar. Á síðasta ári var hafin bygging B- álmu Borgarspítalans, nýtt vistmannahús hefur verið byggt að Arnarholti og í Hafnarbúðum er að hefjast rekstur dagspítala fyrir aldraða. Þá hefur starfsemi dcilda Heilsuverndarstöðv- arinnar verið endurskipu- lögð og aukin á undanförn- um árum. Til byggingar- framkvæmda vegna heil- brigðismála hefur á árunum 1974 — 77 verið varið sam- tals 723,1 milljón króna, þar af voru framlög ríkisins 334,1 milljón en hlutur Reykjavíkurborgar 389 milljónir króna, en þessar upphæðir eru miðaðar við verðlag hvers tima. Á fjár- hagsáætlun Reykjavíkur- borgar f ár eru 372 milljónir vegna byggingarfram- kvæmda í heilbrigðismálum, þar af er hlutur ríkisins 187 milljónir, en hlutur Reykja- víkurborgar er 185 milljónir króna. Á árunum 1974—77 var varið til þjónustuálmu Borgarspítalans 312 milljónum króna, þar af komu 129 milljónir frá ríkinu. Þessi þjón- ustuálma verður 15000 rúmmetr- ar. Á síðasta ári var hafin bygging B-álmu Borgarspítalans, en þar verða 180 sjúkrarúm í byggingu, sem verður 20.000 rúmmetrar á 7 hæðum. Til B-álmunnar lagði Reykjavíkurborg 11,6 milljónir króna og ríkið 20 milljónir. Á Arnarholti á Kjalarnesi var byggt nýtt hús fyrir 45 vistmenn, en deildin er hluti geðdeildar Borgar- spítalans. Til þessara fram- kvæmda var varið 246,4 milljónum Framhald á bls. 30. við nokkrar helztu verstöðvar landsins í gær og spurðist fyrir um vertíðina. Keflavík Um s.l. mánaðamót var heildar- aflinn í Keflavík orðinn 9.200 lestir á móti 11.200 lestum í fyrra, eða 2000 lestum minni en þá. Af þessum afla var bátaafli 5070 lestir, en í fyrra 6352 lestir, afli togaranna var orðinn 4131 lest um mánaðamótin en í fyrra 4856 lestir. Bátafjöldinn í Keflavík er svipaður og í fyrra, en meðalafli í róðri er miklu minni en þá. Var Morgunblaðinu sagt að um það bil 1/3 af bátaflota Keflvíkinga væri nú kominn á söluskrá, þar sem menn væru hreinlega að gefast upp á útgerð. Aflahæstur báta í Keflavík ei Framhald á bls. 27 Þorleiíur Þorleifsson aflakóngurinn í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.