Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 97. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ilátíðahöldin í tileíni 30 ára afmælis Ísraelsríkis náðu hámarki sínu í gær og var þá haldin mikil hersýning í Jerúsalem. Vegna hátíðahaldanna voru miklar öryggis- ráðstafanir viðhafðar víða um land. Herþotur voru á sveimi yfir stærri borgum iandsins, varðbátar gættu strandlengjunnar og hermenn fóru víða í jeppum, Myndin sýnir einn af fyrstu skriðdrekum Israelsmanna. Ilotchkiss skriðdrekanna frönsku. sem notaðir voru í frelsisstríðinu, við hlið nýjasta skriðdreka landsins. Merkava-skriðdrekans, sem Israelsmenn byggja sjálfir. Ilermennirnir eru í einkennisklæðum síns tíma. Símamynd Al* Fundið fylgsni Rauðu herdeildanna í Torínó Rómahorg. 11. maí. Reuter. AP. ÍTALSKA lögreglan fann í dag yfirgefið fylgsni Rauðu herdeildanna í Torínó og segir lögreglan að fylgsnið hafi verið höfuðstöðvar her- deildanna í Tórínó. Mikið af skjölum var í íhúðinni ásamt útbúnaði til hryðjuverka og bókum um sögu komm- únistaflokks Albanfu. Talið er að deildin í Tórínó hafi ekki komið nálægt ráninu á Aldo Moro, en ljóst er þó, að frá þessu fylgsni var stjórn- að aftöku á fangaverði í Tórínó í apríl og morðinu á Carlo Casalengo aðstoðarrit- stjóra La Stampa í fyrra. Lögreglan sagði að leigjandi íbúðarinnar í Tórínó hefði verið Cristofor Piancone sem særðist í árásinni á fangavörðinn og var handtekinn skömmu síðar. Meðal skjala í íbúðinni var eitt með lista yfir fólk sem lögreglan telur að hafi verið væntanleg fórnarlömb Rauðu herdeildanna. Ennfremur Framhald á bls. 12 Þingið hafnar ekki þotusölu Washington. 11. maí. AP. UTANRÍKISNEFND öldunga- deildar Randaríkjaþings neitaði í dag að koma í veg fyrir fyrirhug- aða sölu Jimmy Carters forseta á herflugvélum að verðmæti 4.8 milljarða dollara til ísraels, Saudi-Arabíu og Egyptalands. Úrslit atkvæðagreiðslu um til- lögu þar sem lýst er vanþóknun á sölunni urðu 8—8 og þar með var tillagan felld. Málið kemur fyrir öldungadeildina í heild 1' næstu viku. Úrslitin eru sigur fyrir Carter forseta sem áður hafði fallizt á að fjölga um 20 fjölda þeirra F15S herflugvéla sem hann vill selja ísraelsmönnum. Ilann tjáði sig jafnframt reiðuhúinn til að taka til vinsamlegrar athugunar beiðni um fleiri herflugvélar handa ísraelsmönnum. Þoturnar verða seldar nema því aðeins að þingið leggist gegn sölunni. Talsmaður Hvíta hússins spáði því í dag að öldungadeildin samþykkti söluna með 12 til 15 atkvæða mun. Hann kvaðst einnig gera ráð fyrir að utanríkisnefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti söluna með tveggja atkvæða meirihluta. Nefndin mun greiða atkvæði um tillögu um að hafna sölunni á þriðjudaginn. Beiðni Carters hafnað \\ ashinuton. 11. maí. AP. UTANRÍKISNEFND öldungar deildar Bandaríkjaþings hafn- aði í dag beiðni Jimmy Carters forseta um að þingið aflétti þriggja ára gömlu banni við hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Tyrkland. Nefnd fulltrúa- deildarinnar. scm fer með al- þjóðamálefni. samþykkti beiðn- ina með einu atkvæði fyrr í mánuðinum. en nefnd öldunga- deildarinnar hafnaði beiðninni með átta atkvæðum gegn fjór- um. Þcssi úrslit eru talin meiri háttar áfall fyrir utanríkis- stefnu Cartcrs. Kínverjar ásaka Rússa um innrás Tókýó. 11. maí. Rcuter. — AP. KÍNVERJAR sögðu í dag að sovézkir hermenn hefðu ráð- ist yfir landamæri landanna fyrir tveimur dögum og skotið og sært fjölda Kín- verja og misþyrmt öðrum. Innrásinni hefur verið harð- lega mótmælt við Sovétmenn sem ekkert hafa látið uppi um atburðinn. Kínverjar segja að ein sovézk þyrilvængja, 18 bátar og 30 hermenn hafi farið allt að fjóra kílómetra inn fyrir landamærin í Heilungkiang-héraði við Ussuri- ána þar sem síðast kom til harðra átaka árið 1909. „Þeir eltu og reyndu að safna saman kínversk- um íbúum héraðsins. Þeir skutu í sífellu á fólkiö og drógu 14 manns að bakka Ussuri, og börðu og spörkuðu í það í sífellu. Það var aðeins vegna mótstöðu íbúanna að Framhald á bls. 18 Olof Palme krefst afsagnar Fálldins Stokkhólmi, 11. maí. Frá Jakobi S. Jónssyni frétta- manni Mbl. OLOF Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar krafðist í dag, að Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra Iandsins segði af sér em- bætti að því er Aftonbladet skýrir frá í dag. Fálldin, sem nýverið gaf í skyn að hann væri að velta þeim möguleika fyrir sér að segja af sér, lýsti því hins vegar yfir við fjölmiðla í kvöld, að hann ætlaði að halda áfram starfi sínu sem forsætisráðherra. Olof Thorbjörn Palme Falldin í tæpa viku hefur Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra Sví- þjóðar og formaður Miðflokks- ins velt fyrir sér þeim mögu- leika að segja af sér embætti. Forsaga málsins er sú, að fyrir nokkru birtist háðgrein í Aftonbladet um Fálldin þar sem honum var lýst m.a. sem sjúklingi á geiðveikrahæli og alkóhólista. Fálldin tók greinina afskaplega nærri sér og höfðaði mál gegn blaðinu sem hann tapaði. Fyrir tæpri viku sagði Fálldin í viðtali við Dagens Nyheter að bæði greinin og málslokin hefðu haft afskaplega slæm áhrif á sig, og hann hefði farið að velta fyrir sér hvort það þyrfti að kosta svona mikla sálræna áreynslu að vera for- Frainhald á bls. 18 Frá átökum Sovétmanna og Kínverja við Ussuri ána 1969. Kólombískri flugvél með 119 manns rænt Willemstadt. Curacao. 11. maí. Rcutcr. LÖGREGLUMENN og flug- liðar réðust í kvöld um borð í kólombíska farþegaflugvél sem var rænt í innanlands- flugi í dag og neydd til að lenda á eynni Curacao í Karabíska hafinu og tóku flugvélarræningjana sem voru þrír til fanga. Skömmu áður höfðu 110 farþegar sem voru í vélinni verið látnir lausir en alls voru 119 Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.