Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 3
MORpUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAI 1978 3 Ólafur Jónsson, forstjóri VSÍ, óskar nýkjörnum formanni, Páli Sigurjónssyni, til hamingju með kjörið á aðalfundinum í gær. Milli þeirra stendur Einar Árnason, lögfræðingur hjá Vinnuveitendasambandinu. Páll Sigurjónsson, kjörinn formaður VSÍ NÝKJÖRIN stjórn Vinnuveit- endasamhands fslands hélt sinn fyrsta fund eftir lok aðalfundar samhandsins í gær. Formaður samhandsstjórnar var kjörinn Páll Sigurjónsson, verkfra;ðingur, framkvæmda- stjóri ístaks — íslenzks verk- taks h.f.. en varaformaður var kjörinn Hjalti Einarsson, for- maður Sambands fiskvinnslu- stöðvanna. Voru þeir báðir einróma kjörnir. Fráfarandi formaður, Jón H. Bergs, sem gegnt hefur for- mennsku í Vinnuveitendasam- bandi íslands í 7 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Það gerði Gunnar Guðjónsson, vara- formaður, heldur ekki. Voru þeir endurkjörnir í sambandsstjórn engu að síður, en litlar sem engar breytingar urðu á stjórn- inni. Aðalfundur Vinnuveitenda- sambandsinS, sem hófst 9. maí og stóð í þrjá daga, samþykkti ályktanir um efnahagsmál og um vísitöluna. Jafnframt voru samþykktar breytingar á lögum sambandsins. Fráfarandi formaður Vinnuveitendasambands íslands, Jón H. Bergs (t.v.), og nýkjörinn formaður, Páll Sigurjónsson, við lok aðalfundar sambandsins í gær. — Ljósm.: Ól. K.M. Guðmundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambandsins: Magnaðri aðgerðir verkalýðshreyfing- ar á viðræðustigi VERKALYÐSHREYFINGIN er með í undirbúningi magnaðri aðgerðir vegna kjaramálanna og eru þær á viðræðustigi — að sögn Guðmundar. J. Guðmundssonar. formanns Verkamannasambands íslands. Guðmundur sagði að aðgerðir þessar væru ýmist tíma- bundnar eða bundnar við einstak- ar greinar. Guðmundur vildi ekki skýra nánar frá því í hverju þessar aðgcrðir væru fólgnar, en hann tók fram. að þær væru ekki verkföll í líkingu við aðgerðir Iðju. dagsverkföll, heldur væru aðgerðirnar bundnar við þreng- ingu á einstökum greinum. Guðmundur kvað útflutnings- bannið ganga vel, nýlega hefðu verið veittar mjög takmarkaðar undanþágur til útskipunar í Vest- mannaeyjum, þar sem þar var orðið mikið öngþveiti og nauðsyn- legt að hliðra þar eilítið til, svo að frystihús stöðvuðust ekki og verkafólk missti atvinnu sína. Guðmundur kvað víða á landinu orðið þröngt fyrir dyrum, t.d. væru erfiðleikar í sambandi við saltfisk- inn og mörg frystihús væru í þann mund að fyllast eða þyrftu afskip- un til þess að létta'fjárhag sinn. Guðmundur kvað orðið algengt að skip sigldu tóm eða með hluta af farmi. Atvinnurekstur stöðvað- ist ekki, en Guðmundur kvaðst gjarnan vilja fá að sjá reikninga fyrirtækjanna og hvernig kaup- greiðslur og óheftur útflutningur kæmu í samanburð við skert kaup og heftan útflutning. Kvaðst hann vera hræddur um að hið síðar- nefnda væri fyrirtækjunum dýr- ara. Ef fólk yrði atvinnulaust Hólmatindur seldi í Hull TOGARINN Hólmatindur frá Eskifirði seldi í Hull í gær 89,6 tonn af fiski fyrir samtals 20.5 milljónir króna. Meðalverð er 230 krónur íslenzkar. teldist það frétt, en greiddi fyrirtæki hins vegar 10 milljónir króna í vexti, þá teldist það ekki frétt. Guðmundur kvað enga ákvörðun hafa verið tekna enn um framleng- ingu olíuinnflutningsbanns í Reykjavík, Hvalfirði og Seyðis- firði, en Guðmundur kvaðst per- sónulega vera mjög eindregið þeirrar skoðunar að það yrði framlengt. Um það myndu hins vegar viðkomandi félög fjalla og taka ákvörðun um það. Enn hefur Dagsbrún ekki tekið afstöðu til málsins og heldur ekki Hörður í Hvalfirði eða Fram á Seyðisfirði. Hvítasunnu- kappreiðar Fáks HINAR árlegu kappreiðar Fáks fara fram 2. i hvítasunnu á skeiðvellinum að Viðivöllum. Keppt verður í eftirtöldum greinum, A og B flokki gæðinga, unglingaflokki, 800 m brokki, 800 m stökki, 250 m skeiði, 350 m stökki, 250 m unghrossahlaupi. I þessum greinum keppa á annað hundrað hross. Þarna munu koma fram margir af helstu gæðingum og hlaupahrossum landsins. Búast má við mjög harðri keppni í öllum greinum mótsins. Aðstaða öll á áhorfendasvæði hefur batnað, og getur fólk staðið í grænni brekkunni og horft á það sem fram fer. Að venju verður veðbanki starfræktur. Búast má við miklu fjölmenni, þar sem áhugi fyrir hestaíþróttum fer stöðugt vaxandi. FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR ÍSLANDS Hugurinn reiloir til Pansar Hvað kemur þér helst í hug þegar þú sérð orðið París? List, tíska, garðar, götulíf eða góður matur og vandaðar verslanir? Effelturninn, Sigurboginn, Signubakkar? Lengi má telja. París er mótuð af langri, sögu mitt í rás viðburðanna. Enn er París miðstöð starfs og tilrauna sem hafa víðtæk áhrif - háborg menningar og skemmtanalífs. Enda finnst mörgum eitthvað vanta hafi þeir ekki komið til Parísar. París, einn fjölmargra staöa í áætlunarflugi okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.