Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 SYNIR 75 MYND- IR í HVERAGERÐI Elfar Þórðarson listamaóur opnar í da>f sýna 3. oinkasýninsu í FólaKshoimili ÖlfusinKa í Hvora- KPrði. þar som hann sýnir 75 myndir. 40 vatnslita- ok 35 oliumyndir. Flest oru myndefnin frá sjávarsíðunni. Sína fyrstu sýningu hélt Elfar 1976, en hann hefur fengist við listmálun s.l. 7 ár og er sjálf- menntaður. Sýningin verður opin til 21. maí n.k. og er opin daglega kl. 20— 22 og um helgar frá 14—22. kannske hefði ég frekar átt að nota orðið þakklát, — þakklát fyrir það, að þeir sem að þessu vali stóðu áttu þann metnað — fyrir hönd íslenzku kirkjunnar — að velja aðeins það sem bezt er, létu ekki titlatog og rembing villa sér sýn, heldur horfðu aðeins til vinnu og getu. Víst höfum við, sem kirkju sækjum, vitað um hið frábæra starf sem Jón Stefánsson og lið hans réttir fram kirkjunni til framdráttar, en það gleður okkur, að aðrir taka líka eftir því og kunna að meta það. Stundum, þegar ég horfi á Jón hvetja lið sitt til klifs á þann tind er það stefnir á, þá hefir undrunin og efinn setzt að í brjósi mér: Þola nokkrir slíkt erfiði til lengdar? Þrisvar í viku þriggja tíma æfing- ar, — nótnalestur, — raddþjálfun, — samæfingar, — þrennir tónleik- ar á ári, og svo auðvitað, eins og allir kirkjukórar aðrir, söngur í kirkju á helgum dögum. Bjartsýni Jóns hefir vissulega ekki orðið sér til skammar, miklu fleiri, en þeir sem söngpallurinn okkar rúmar, vilja taka þátt í ævintýrinu með honum. „Er það ekki að vinna fyrir kaupi sínu?“ spýrð þú. Nei, ekki kórinn í Langholtskirkju. Hann á þann metnað, að organistinn hljóti eitt sinn boðlegt hljóðfæri til þess að leika á, — og því leggur kórinn í sjóð þessu til styrktar. Þú, sem kirkju sækir, þú veizt það, að oft eru listamenn, — söngvarar og hljóðfæraleikarar, fengnir til þess að flytja í messunum tónverk við hlið kórsins. Þetta greiðir hann sjálfur. Nótnakaup og hljóðfæra- leik við flutning stærri verka úr heimi kirkjunnar greiðir kórinn líka. Sjálfum sér ætlar hann ekki neitt af framlagi safnaðarins, — ekki krónu. Þetta er gjöf þessa fólks til kirkjunnar, ekki aðeins til sinnar kirkju — heldur kirkjunnar allrar. Það læðist að mér sá grunur, að væri slík gjöf úr timbri eða grjóti eöa tæki til líknar þætti slíkt tilefni til ' myndatöku og lofræðna. Sá kemur kannske dag- ur, en meðan gleðjumst við yfir þeim heiðri sem kórnum er sýnd- ur, með því að fela honum að halda utan og kynna, — að þessu sinni —, ný verk eftir listamennina og tónskáldin Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Asgeirsson. Söngur frá brjósti íslenzkrar menningarerfð- ar mun hljóma í Helsinki við hlið klassíkra tinda, eins og til dæmis motetturnar Jesu meine Freude eftir Bach. Hver greiðir þessa för? Hver er sá sjóður, er kynning íslenzkrar listar á tilkall til? Hann er ekki til. Hér er heldur ekki um söluvöru að ræða, ferðalögum hægt að velta á kostnað, — það er munur á ilmvatni og list, munur á menning og tyggigúmí. Kostnaðinn af utan- förinni verða kórfélagar að greiða sjálfir. Þetta vita velunnarar Réttu þeim væng hrærivélar sínar og ofna, þær eru að baka kökur, sem þær ætla að bjóða falar á laugardaginn, þaö er á morgun, kl. 2 í safnaðarheimil- inu við Sólheima, utanförinni til styrktar. Getur þú lagt þeim lið? — gefið köku? — hvatt vinu þína til þess? — komið og keypt þér lostæti til hvítasunnuhelgarinnar? Það er tekið á móti kökum í safnaðarheimilinu, föstudaginn 12. maí kl. 5 til 7 og laugardaginn kl. 10 til 13. Kannske finnst þér þú hafir lítið áð rétta fram og tími þinn naumur, en mundu það, að flugvængur er ekki gerður úr stórum fjöðrum aðeins, í honum eru margar smáar líka. Sértu ekki þegar styrktarfélagi kórsins, þá gefst þér tækifæri til þess á laugardaginn. Rödd íslenzkrar tónmenningar á skilið að heyrast í Helsinki í sumar, — Jón og liðið hans skal utan, — hjálpaðu okkur til þess að rétta þeim væng til þeirrar farar. Gleðiríka hátíð. Sig. Ilaukur. Eitt af því, sem við hér inná Langholti Re.vkjavíkur erum ákaf- lega stolt af á þessum fögru vordögum 1978, er það, að kór kirkjunnar, okkar hefir öðru sinni verið valinn til þess að halda utan og kynna íslenzkar tónsmíðar á norrænu kirkjutónlistarmóti í Helsinki í sumar. Stolt, já, kórsins og það er gaman að geta sagt frá því, að Bræðrafélag safnaðarins rétti kórnum hálfa milljón í ferðasjóðinn hér um daginn. Hafi félagið þökk íslenzku kirkjunnar fyrir. En enn er átaka þörf, því að 6 milljónir röskar kostar kynningin. Nokkrar skilningsríkar konur rauðhita nú Ertu ekki sannfærður ? ? ? Látlausir litir. 50—100% ull. lEPPfíLfíND Gensásvegi 13, Símar 83577 og 83430. Sama hvaða smekk þú hefur Berber-teppin henta öllum .. . og sjáðu bara Meó rókkókóstílnum einfaldleikanum, viröuleikanum, og nútímanum. iíí '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.