Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 13 Fiskimenn bíða átekta Kaupmanahöfn 1 gær FISKIMENN frá Borjíundar- hólmi liggja aftur við Löngulínu og bíða þcss hvað stjórnin ætlar að bjóða þeim. Þcir hafa þannig með aðgerð- um sínum og lokun hafna komið af stað samningaviðræðum um hugsanlega lausn á vandamálum þeirra. Jafnframt hyggst lögreglan kæra þá fyrir ólöglegar aðgerðir, og ferjufélög munu krefjast skaða- bóta. Fiskimenn láta sér þetta í léttu rúmi liggja og segja: Það er ekki feitan gölt að flá. feir hafa veitt 23.000 lestir upp í 43.000 lesta kvóta, kvótinn hefur verið minnk- aður um 40% og tekjur þeirra rýrna um um það bil 70 milljónir danskra króna á ári. Fréttaritari Spánn; Eigendur opnuðu hótel sín Malaga. 10. maí. Reuter. EIGENDUR hótela á sólarströnd- inni spánsku. (Costa del Sol). opnuðu f dag hótel sfn fyrir starfsfólki þeirra og er vonast til þess að það verði til þess að lausn fáist á launadeilu sem varð til þess að hótelgestir voru án þjónustu í fjóra daga. Starfsfólk hótelanna lagði niður vinnu á laugardag og sunnudag til að leggja áherzlu á kröfur sínar um launabætur, en þegar starfs- fólkið sneri til vinnu á mánudags- morgun ráku eigendur það heim. Lokun hótelanna varð til þess að hótelgestir urðu sjálfir að þrífa herbergi sín og þeim var aðeins boðið upp á kaldan mat. Talið er líklegt að starfsfólkið gangi að síðasta tilboði atvinnurekenda, en ræða átti það á fundi á miðviku- dag. Sendiherra rænt í Kólumbíu HoKota. 10. maí. AP. SENDIHERRA Nicaragua í Kolombíu var rænt skömmu eftir sólarupprás í morgun, en síðdegis létu ræningjarnir hann lausan, að því er lögregluyfirvöld í Bogota skýrðu frá í dag. Fjórir menn vopnaðir byssum réðust inn í bústað sendiherrans árla í morgun og höfðu hann á brott með sér. Tveir ræningjanna voru klæddir eins og rómversk-ka- þólskir prestar. Þetta er fyrsta ránið á meiri háttar opinberum embættismanni í Kólombíu, þó að mannrán í auðgunarsk.vni séu fleiri þar en í nokkru öðru landi heims. A síðasta ári voru framin að minnsta kosti 93 mannrán í Kólombíu og það sem af er þessu ári hefur 26 mönnum verið rænt í landinu. osrttwaháti meo ungu jolki 2m0aí0-c veröur haldin mánudaginn 15. maí aö Hótel Sögu kl. 20.00—01.00 Viö, ungir Sjálfstæöismenn í Reykjavík, viljum stuöla aö kynnum milli frambjóöenda D-listans til borgarstjórnar og ungra kjósenda. Þess vegna efnum viö til kosninga- hátíöar, þar sem bæöi gefst kostur á góöri skemmtan og á því aö hitta og kynnast frambjóöendum D-listans. Kynnist frambjóðendum D-listans, ungu fólki á öllum aldri. Birgir isleifur Gunnarsson Bessý Jóhannsdóttir Björgvin Björgvinsson. Viö bjóöum upp á fjölbreytta og skemmti- lega dagskrá: 1. Baldur Brjánsson sýnir töfrabrögð. 2. Modelsamtökin sýna föt frá Karnabæ. 3. Ómar Ragnarsson fer með gamanmál. 4 *> 5. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 01.00. 6. Fjöldasöngur, 2ja mínútna ávörp o.fl. o.fl. Ungir Sjálfstæðismenn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.