Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjórí Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 2000.00 j lausasölu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. kr. á mánuði innanlands. 100 kr. eintakíð. Yfirlýsing for- sætisrádherra Fyrir nokkrum vikum hvatti Geir Hallgrímsson for- sætisráöherra til þjóöarsáttar, samstööu en ekki sundrungar, í ræöu er hann hélt á Alþingi við eldhúsdagsumræöur og undirstrikaöi sérstaklega, að endurskoðun á reglum um veröbótaákvæöi launa mætti ekki hafna, ef fram kæmu skynsamlegar tillögur til úrbóta í þágu láglaunafólks. í viðtali við ríkisútvarþiö í fyrrakvöld lýsti forsætisráðherra því síöan yfir, að ríkisstjórnin væri reiöu- búin til þess aö breyta lögum um efnahagsráðstafanir frá því í febrúar sl. til hagsbóta fyrir hina lægstlaunuðu, ef aöilar vinnumarkaðarins kæmu sér saman um á hvern hátt unnt yrði aö ná til þess fólks. Næöu samningsaðilar samkomulagi mundi ríkisstjórnin ekki standa í vegi fyrir því, svo að vinnufrið- ur yröi tryggður í landinu. í ræðu, sem forsætisráðherra hélt á aðalfundi Vinnuveitenda- sambands íslands sl. þriðju- dag, hvatti hann aðila vinnu- markaðarins til samstarfs viö ríkisvaldið með það markmið í huga að ná fram kjarabótum til láglaunafólks, sem hann taldi, að væri fólk meö laun á bilinu 115—150 þús. kr. og yrði unnt að breyta lögum, ef launþegar og vinnuveitendur kæmu sér saman um leiðir aö þessu marki. í viðtali viö dagblaðið Tím- ann í gær tekur Ólafur Jóhann- esson dómsmálaráðherra í sama streng og segir, að ríkisstjórnin sé vissulega opin fyrir því, að gerðar veröi breytingar á 2. gr. efnahags- laganna, sem hafi það aö markmiði, að verðbætur á laun allt aö 150—160 þús. kr. verði óskertar. Dómsmálaráðherra sagði jafnframt, aö æskilegt væri að fá það fram hjá aðilum vinnumarkaðarins, hvort það mundi hjálpa til að leysa þessa deilu, ef ríkisstjórnin tæki þarna frumkvæöi. Þessar yfirlýsingar forsætis- ráðherra og dómsmálaráð- herra taka af öll tvímæli um, aö ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa frið á vinnumark- aðnum og bæta hag þeirra, sem við lægst laun búa. Eftir aö þessi afstaða liggur fyrir með afdráttarlausum hætti hlýtur næsta skrefið að vera hjá aðilum vinnumarkaöarins og er þess aö vænta, að fulltrúar verkalýðssamtaka og vinnuveitenda leggi nú áherzlu á að finna þær leiðir til samkomulags, sem forsætis- ráðherra talar um og greiöa þar með fyrir þjóðarsáttum í þeim kjaradeilum, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Framkvæmdir í dagvistunarmálum Ilok þessa árs er talið, aö um 48% barna á for- skólaaldri í Reykjavík muni eiga kost á dvöl á dagvistunar- stofnun, en fyrir 4 árum var þetta hlutfall 32%. Á síðustu fimm árum hefur verið gert mikið átak í byggingu dagvist- unarstofnana og hefur Reykja- víkurborg varið til bygginga þeirra á þessu tímabili um 1400 millj. kr. miðaö við núgildandi verðlag. Á árunum 1974 — 77 voru teknar í notkun í Reykjavík 7 nýjar dagvistun- arstofnanir með rými fyrir um 480 börn og á þessu ári verða teknar í notkun tvær slíkar í viðbót með samtals rými fyrir 127 börn. Þá hafa á þessu tímabili veriö endurbyggðar þrjár dagvistunarstofnanir, sem að öðrum kosti hefði orðið aö leggja niður. í viðtali viö Morgunblaðið í gær skýrir Markús Örn Ant- onsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, frá því aö félagsmálaráð hafi samþykkt teikningar og staösetningu 4 nýrra dagvistunarstofnana, jggja í Seljahverfi, einnar við gissíðu og einnar við öndubakka, sem muni koma a eft'r þeim þremur stofnunum, sem byrjað verður á á þessu ári og lokið verður við á því næsta. Markús Örn segir enn- fremur: „Við vonum, að með jöfnum framkvæmdahraða sé alls ekki óraunhæft að ætla, aö þaö takist að fullnægja þörfum forgangshópanna á dagvistun- arrýmum á næstu 4—5 árum. Borgarfulltrúinn skýröi enn- fremur frá því, að nú væru um 440 börn á biölista forgangs- flokkanna, en þar er um að ræða einstæða foreldra, náms- fólk og fjölskyldur, sem eiga við sérstök vandamál að stríða, en rúmlega 1200 börn eru á leikskólabiðlista, þar af nokkur hluti, sem enn hefur ekki náö 2ja ára aldri. Þær samfélagsbreytingar, sem orðiö hafa á undanförnum árum og áratugum er báöir foreldrar hafa í auknum mæli leitað út til vinnu hafa kallað á auknar framkvæmdir á þessu sviöi. Með því myndarlega átaki, sem gert hefur verið á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg komið til móts við þarfir og óskir borg- arbúa. í framkvæmdum og þjónustu í dagvistunarmálum hefur Reykjavík jafnan haft forystu og aðrir fylgt í kjölfariö. Viðbrögd MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær umsagnar nokkurra forsvarsmanna ingu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, sem sagt var frá í blaðir búin til þess að beita sér fyrir lagabreytingu, ef aðilar vinnumar þess að bæta kjör hinna lægst launuðu. Fara svör þeirra hér á ef Hallgrímur Sigurðsson: „Mikið bil á milli skoðana forsætisráð- herra og verkalýðs- hreyfingar” HallKrímur Sigurðsson, for- maður Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, hafði eftirfarandi að segja: „Það verður sáttafundur á föstu- dag og þá verður væntanlega látið reyna á það hvort hægt er að ná samkomulagi. Persónulega hef ég ekki trú á því að þetta gangi saman í einum hvelli og mér virðist sem mikið bil sé milli skoöana forsætisráðherra og verkalýðshreyfingarinnar." Magnús L. Sveinsson: „Spor í rétta átt” Magnús L. Sveinsson, varafor- maður Verzlunarmannafélags Magnús L. Sveinsson Reykjavíkur og formaður samn- inganefndar félagsins, sagði: „Eg fagna þessari stefnubreyt- ingu ríkisstjórnarinnar og tel að þetta sé spor í rétta átt. Ég hef haidið því stöðugt fram frá því er lögin voru sett, að enda þótt nauðsynlegt hafi verð að gera ráðstafanir í efnahagsmálum, þá réttlætti þaö ekki, að vegið væri að þeim launatöxtum, sem almennu verkalýðsfélögin sömdu um 22. júní. Ég vil hins vegar benda á það í samhandi við laun verzlunar- og skrifstofufólks, að það fólk hefur alimikla sérstöðu í þessum málum, þar sem opinberir starfsmenn hafa gert kjarasamninga við ríkisvaidið, sem byggðir eru á upplýsingum um raunverulegar launagreiðslur á hinum almenna vinnumarkaði, þar sem félagsfólk VR vinnur. Launataxtar BSRB fyrir samsvarandi störf og við höfum samið fyrir eru frá 10 til 60'7< hærri en okkar taxtar. Það verður ekki til lengdar hægt að una við slíkan ójöfnuð og órétt- læti.“ Ólafur Jónsson: Engin yfir- lýsing fyrr en eftir samn- inga&md í dag Morgunbiaðið leitaði í gær umsagnar forráðamanna Vinnu- veitendasambands Islands um yfirlýsingu forsætisráðherra, sem birt var í blaðinu í gær, um að ríkisstjórnin væri tilbúin til þess Snorri Jónsson að breyta lögunum um efnahags- ráðstafanir — ef aðilar vinnu- markaðarins kæmu sér saman um á hvern hátt unnt yrði að tryggja láglaunafólki kjarabætur. Ólafur Jónsson, forstjóri Vinnuveitenda- sambandsins, sagði að á fundi í gærmorgun hefðu vinnuveitendur rætt málið og hefði þar verið samþykkt, að sambandið myndi ekki gefa yfirlýsingu um málin, fyrr en að loknum samningafund- um, sem haldnir væru í dag. Samningafundur með vinnuveit- endum og ASI er boðaður klukkan 14 og með Verkamannasamband- inu klukkan 16. Snorri Jónsson: „Þetta er allt skilyrt. . .” „Það þarf nú líklega tvo til þess að svara því,“ sagði Snorri Jóns- son, varaforseti Alþýðusambands íslands, í samtali við Morgunblað- ið í gær er það spurði hann, hvað honum fyndist um yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar, forsætis- ráðherra, sem birt var í blaðinu í gær. „Þetta er allt skilyrt hjá Geir — skilyrt um að aðilar vinnu- markaðarins komi sér saman." „Okkar afstaða hefur verið alveg klár,“ sagði Snorri, „og hún hefur margoft komið fram. Krafa okkar stendur enn — samningana í gildi. — Við hins vegar höfum lýst því yfir að við lokum engum leiðum, en teljum að atvinnurekendurnir eigi að konia með einhverjar tillögur og hugmvndir á móti. Við Alþjóðadagur hjúkrt í DAG. 12. maí. er alþjóðadagur hjúkrun- aríra‘ðinga. en þessi dagur heíur verið valinn sem slíkur þar sem hann er faAingardagur Florence Nightingale. Alþjóðasamhand hjúkrunarfræðinga var fyrsta alþjóðlega stéttarsamband kvenna. stofnað 1899. og tolur nú yfir eina milljón meðlima frá 87 löndum. Iljúkrunarfclag Islands gerðist aðili að samhandinu árið 1933. Aljjjóðasamband hjúkrunarfræðinga hefur gefið út kjörorð dagsins: Bættar aðstæður hjúkrunarfræðinga — lykill að betri heilsugæzlu og hjúkrun. Telur sambandið að hjúkrunarfræðingar séu mikilsverðir þátttakendur í mótun heil- brigðisþjónustu hvers lands, að öllum hjúkrunarfræðingum beri skylda til að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir og að það sé til almenningsheilla að laða sem flesta hjúkrunarfræðinga til starfa. í samantekt frá Hjúkrunarfélagi ís- lands kemur m.a. fram að heimildir um hjúkrunarmál frá fyrri tímum eru fremur fátæklegar en sumir hafi nefnt Kvæða-Onnu, sem uppi var á tímabilinu 1390—1440, fyrstu hjúkrunarkonuna á Íslandi. Hjúkrunarfélag Reykjavíkur var slofnað árið 1902 og hafði það einkum með hjúkrun í heimahúsum að gera og var það lagt niður 1937. Árið 1915 var Hjúkrunar- félagið Líkn stofnað og var ntarkmið þess auk hjúkrunar í heimahúsum að efla almenna heilsuvernd m.a. ungbarnavernd og lagðist félagið niður er Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur tók til starfa. íslenzkri hjúkrunarstétt var það metn- aðarmál, segir í samantektinni, að hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.