Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 Ljósm. RAX KR-ingurinn Sverrir Herbertsson skoraði fyrsta mark íslandsmóts- ins í ár. Hér sést hann í strangri gæzlu Bjarna Óskarssonar í leiknum í gærkvöldi. HELLAS SÝNIR HILMARI ÁHUGA Sanngjarn KR-sigur í fyrsta leik íslandsmóts KR-INGAR unnu Fylki 2>0 í (yrsta leik íslandsmótsins í knattspyrnu á Melavellinum í ga'rkviildi. I>að var Sverrir Ilerbertsson. sem skoraði fyrra mark leiksins og var það jafnframt fyrsta mark KR fyrr og síðar í 2. deild í knattspyrnu og fyrsta mark íslandsmótsins í ár. Síðara mark KR-inga gerði Stefán Örn Sigurðsson og voru ba-ði miirkin skoruð í seinni hálfleiknum. Ba'ði voru laglega skoruð eftir góðar fyrirgjafir. KR-ingar voru hetra liðið í leiknum <;g verðskulduðu sig- urinn. KR-liðið lék' á undan norðan-strekkingi í fyrri hálf- leik. en þó sókn liðsins væri þung á köflum tókst liðinu ekki að skora. Ottó Guðmundsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er hann skaut i' stöng. Leik þessara liða í Reykjavíkurmótinu lauk með marklausu jafntefli og Magnús Jónatansson hefur örugglega messað yfir sínum mönnum í leikhléi. I>að var allt annað KRlið. scm mætti til leiks í seinni hálfleiknum. þó svo að við vindinn og 11 Fylkismenn væri að etja. var Vesturbæjar liðið áfram sterkara. Lið Fylk- is lék þarna eins og KR sinn fyrsta leik í 2. deild. en Reykjavíkurmeistararnir eru enn ofjarlar Arbæinga. —áij ÚRSLITÍn í SKÓLAKEPPNI ÚRSLITALEIKIRNIR í skóla- keppni HSÍ hefjast í íþróttahús- inu í Hafnarfirði klukkan 19 í kvöld. í karlaflokki leika til úrslita Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Iðnskólinn í Reykja- vík og Flensborg í Hafnarfirði. í kvennaflokki leika Verzlunar- skólinn, Flensborg og Fjölbraut í Breiðholti. IIINN kunni handknattleiks- þjálfari Ililmar Björnsson sem starfað hefur í Svíþjóð í vetur og þjálfað 3. deildar lið í Ilamerby. mun að öllum líkind- um dvelja áfram í Svíþjóð. Fregnir hafa borist um að sænska liðið Ilellas sýni þvf mikinn áhuga að fá Hilmar til liðs við sig. Hilmar lék á si'num tíma með liðinu er hann stund- aði nám við sænska íþrótta- kennaraskólann. .... Viðar Si'monarson lék í vetur með Hamerby. og er óvíst hvort hann kemur heim eða tekur einhverju tilboði í Svíþjóð. - br. SM-2700 Stereo-samstæðan Verð kr. 162.800.- Stórfallegt hljómflutningstæki á einstaklega góóu verói Allt i einu tækl; Stereo-útvarp, cassettusegulband, plötuspilari og 2 stórir hátalarar. Magnarinn er 28 wött. Tveir hátalarar eru í hvorum kassa. Stór renndur 28 sm plötudiskur. Útvarpiö er meö langbylgju, miöbylgju og FM Stereo. CR 0 Selektor. Komiö og skoðiö þetta stórfallega tæki og sannfærist um aö SM 2700 Toshiba-tækiö er ekki aðeins afburöa stílhreint í útliti heldur líka hljómgott. SM 2700 gefur yöur mest fyrir peningana. Háþróaöur magnari, byggður á reynslu Toshiba í geimvísindum. EINAR FARESTVEIT «. CO. HF IERGSTADASTRATI I0A - SlMI I699S Útsölustaóir: Akranes: Bjarg h.f. Ðorgarnes: Kaupf. Borgf. Ðolungarvík: Verzl. E.G. Hvammstangi: Verzl. S.P. Sauöárkróki: Kaupf. Skagf. Akureyri: Vöruhús KEA. Hljómver h.f. Húsavík: Kaupf. Plng. Egilsstööum: Kaupf. Héraösb. Ólafsfiröi: Verzl. Valberg. Siglufiröi: Gestur Fanndal. Hvolsvelli: Kaupf. Rangæinga. Vestmannaeyjum: Kjarni s.f. Keflavík: Stapafell h.f. Skarðsmótiö lokapunktur s kíð a ve rtíð a r SKARÐSMÓTIÐ á skíðum fer að vcnju fram í Siglufirði nú um hvítasunnuna. Er þetta síðasta punktamót vetrarins í alpagreinum. en einnig verður keppt í göngu þó úrslit séu ráðin þar í keppninni um bikar skíðasambandsins. Þar bar Ólafsfirðingurinn Ifaukur Sigurðsson sigur úr býtum. Auk venjuhundinnar keppni í svigi og stórsvigi á Skarðsmótinu um helgina verður einnig lokið síðari hluta punktamóts, sem hófst í Húsavík snemma í vetur. I>á tókst ekki að ljúka stórsvigkeppninni vegna veðurs og vcrður það því á Skarðsmótinu. Nægur snór er nú nyrðra og hyggja skíðamenn gott til glóðarinnar um helgina er þeir sctja punktinn aftan við skíðavertíð sína. Trúlega verður knattspyrnukeppni heimamanna og gcsta á Skarðsmótinu að venju á mánudaginn og verðlaun verða afhent í hikarkeppni Skíðasambandsins. Haukur Jóhannsson írá Akureyri hefur náó 48 sti»?a forystu í keppni karlanna um hikar Skíðasamhandsins. en stadan í hikarkeppninni er þessii ALPAGREINAR KARLA. Haukur Jóhannsson. A 123 stig — 7 mót. Einar Valur Kristjánsson. í 75—5. Árni ódinsson. A 70—3. Karl Frímansson. A 67.5—7, Hafþór Júliusson. í 63—4. SÍKurður Jónsson, í 50—2, Björn OlKeirsson. II 50—4, Bjarni SÍKurösson. H 47—5, Átta mót eru talin med hjá hverjum keppenda. ALPAGREINAR KVENNA. Ásdís Alfreðsdóttir. R 120—5. Steinunn Sæmundsdóttir. R 115—5, Mar«rrét Baldvinsdóttir. A 84—6. Halldór Björnsdóttir. R 79—8 Kristín Úlfsdóttir. í 73—.5, Ása Hrönn Sæmundsdóttir. R 64—5. Sigríður Einarsdóttir, í 56—5, Jónína Jóhannsdóttir. A 48—6. í skíðaKönKU urðu úrslit þessi. en mótum er lokið. Efstu menn tóku aílir þátt í a.m.k. 4 mótum. nema Magnús Eiríksson. sem aðeins var með á tveimur KönKumótum. Ilaukur SÍKurðsson. Ó 100 Ilalldór Matthíasson.R 85 InKÓlfur Jónsson, R 70 Þröstur Jóhannesson. í 49 Björn Þór ólafsson. ó 44 Magnús Eiríksson, S 35 - áij. ÞESSIR piltar urðu íslandsmeistarar í 3x5 kflómetra skíðagöngu á íslandsmótinu á Akureyri fyrr í vetur. Þeir eru frá vinstrii Einar Ólafsson, Ingvar Ágústsson, Hjörtur Iljartarson og Guðjón Höskuldsson. þjálfari þeirra. Þessir ísfirzku göngugarpar þykja mjög efnilegir í íþrótt sinni og fór sænski ski'ðaþjálfarinn Kurt Ekross. sem dvaldi á ísafirði á dögunum. mjög lofsamlegum orðum um hæfileika piltanna og ástundun þeirra.________________ ÁRSÞING HSÍ HALDIÐ í HAUST SIGURDUR Jónsson, formaður HSÍ sagöi í viötali viö Morgun- blaöið aó senn liði aö því aö ráðstefna sú er fyrirhuguð hefói veriö um landsliðsmálin í hand- knattieik fari fram innan skamms. Landsliðsnefnd sam- bandsins skilaöi skýrslu sinni væntanlega fyrir næsta stjórnar- fund, og þá væri ekkert lengur til fyrirstöðu. Á síðasfa ársþingi HSÍ var samþykkt að halda pingið í nóvember í stað júní eins og venja hefur verið. Sambandió á viö mikla fjárhagsörðugleika aö stríða vegna hins mikla kostnaö- ar vió HM í Danmörku, en væntanlega rætist úr pví fyrir haustið sagöi formaðurinn. Albjóðaþing veróur hór í haust 5.—6. september og gert er ráó fyrir um 150 fulltrúum vtós vegar aö. — Þr. Mikiö um að vera hj'á FRÍ HANDBÓK Frjálsiþróttasambands íslands er nú komin út og fæst hún á skrifstofu ÍSI. UMFÍ og í bókaverslun ísafoldar. kostar hún kr. 1000. Handbókin er vel úr garði gerð og er í henni að finna ýmsan fróðleik. Mótaskrá er í hókinni, íslensk mctaskrá. símaskrá FRÍ ofl. Senn líður að því að mót frjálsíþróttamanna hefjist en þeir fá mörg stórverkefni við að glíma í sumar. í fyrsta skipti í sögunni fer nú ekkert frjáls- íþróttamót fram á gamla Mela- vellinum heldur færast mótin inn á Laugardalsvöll. Fyrsta stórmót sumarsins er Meistara- mót íslands í tugþraut og fimmtarþraut 3. júní, síðan koma mótin hvert af öðru. Helstu mót sumarsins eru: Kastlandskeppni ísland—Dan- mörk í Danmörku 24. júní, Norðurlandamót unglinga í fjöl- þrautum 8. júlí á Laugardals- velli, Meistaramót íslands fer fram 15.-17. júlí hugsanlega á Akureyri, Norðurlandabikar- keppni kvenna fer fram í Danmörku 23. júlí og Kalott- keppnin verður að þessu sinni í Umeá í Svíþjóð 29. júlí. Eitt stærsta mót sumarsins verður svo Reykjavíkurleikarnir 9.-10. ágúst. Nú þegar hafa tilkynnt þátttöku ýmsir kunnir frjálsíþróttamenn, t.d. sprett- hlauparinn Larry Jessee, sem keppti hér á síðustu leikum. Evrópumeistaramótið fer fram 2.-3. september í Prag, og 16. september tekur ísland þátt í tugþrautarlandskeppni í Frakklandi ásamt Frökkum, Svisslendingum og Bretum. FRÍ hefur fengið boð um að senda menn á mót í Tékkó- slóvakíu 9. júní og ákveðið er að senda tvo keppendur. Ymislegt fleira er á döfinni og má búast við fjörmiklu sumri í frjálsum íþróttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.