Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 Guðfínna Þorvaldsdótt- ir — Minningarorð Fa'dd 12. fcbrúar 1912 Dáin 6. maí 1978 Sem sjálfur drottinn mildum lófum lyki. um lífsins perlu. f Kullnu auunahliki. Tómas Guðmundsson. Fornt spakmæli segir, að maður komi í manns stað. Engum, sem þekkti hana Guju, mun blandast hugur um það, að svö muni aldrei verða. Til þess þarf marga menn, — nei margar konur, með þá fágætu og fjölþættu eiginleika, sem prýddu hana. Það mun áreiðanlega vefjast fyrir okkur ritsnjallari mönnum að minnast hennar sem skyldi í örstuttu máli. Því svo innihalds- ríku, fórnfúsu og kærleiksríku lífi er lokið, að vandfundið mun vera bæði fyrr og síðar. Þetta eru stór orð, og lái mér hver sem kann. Hún nafna hennar, ellefu ára, sagði við móður sína, þegar sárasta grátinn hafði lægt: „Það er líka sagt mamma, að þeir sem guð elskar deyi fljótt." Ekki er þetta forna latneska spakmæli alls kostar rétt í meðferð barnsins. En mér finnst það engu lakara svona við nánari athugun. Getur ekki orðið fljótt stundum þýtt bæði ungur og snöggt. „Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt,“ sagði Saurbæjarskáldið svo listi- lega. Og hver var síung ef ekki Guðfinna Þorvaldsdóttir. Þetta skeði líka allt svo fljótt, svo óvænt, og var svo sárt. Og þó var allt gert, sem í mannlegu valdi var, og á þann hraða og kunnáttusamlega máta, sem beztur gerist í heimi lækna- vísindanna í dag. Enginn tími fór til spillis, naumast sekúndubrot. Ásmundur Brekkan læknir og Helga kona hans, heimilisvinir og sambýlisfólk, voru til staðar sam- stundis. Sjúkrabifreiðin kom taf- arlaust, en allt kom fyrir ekki. Hún var farin, sýnilega þjáningar- laust, með bros á vör frá öllum hlutum í því einstaka ástandi, sem henni einni var lagið. Og ekki átti hún óuppgjört við nokkurn mann. Hins vegar mun áreiðanlega mörgum verða það ljóst, í dag, hve skuldin við hana var orðin stór, bæði hjá okkur fullorðnum og börnunum hennar. Já, börnin hennar. Spyrji sá, sem ekki veit. Öllum er kunnugt um það að hún og Egill Júlíusson áttu engin börn saman. En ég ætla mér ekki þá dul að nefna neina tölu yfir öll þau börn, bæði stór og smá, sem þar nutu móðurkærleika og handleiðslu eins og bezt og fegurst getur orðið. Það er ekki auðveldur leikur, að útskýra fyrir óvitanum staðreynd- ir lífsins og dýpstu rök. Og þegar maður er spurður að því, af fimm ára snáða, hvernig hægt sé að jarða mann þegar sálin er farin til guðs, þá er úr vönduð að ráða. Hugsanir barna verða ekki alltaf betrumbættar af hinum fullorðnu. Þetta grímulausa og tilfinninga- ríka smáfólk var af Kristi kallað fulltrúar guðsríkis. Og Guja frænka var þeim sannarlega ímynd miskunnar og mildi. Ekki verður hér annars minnst, svo að hins sé 'ekki líka getið. Vandfundið var ástríkara hjóna- band en þeirra Egils og Guju, enda gjarnan nefnd í sömu andránni. Hans missir er svo m ikill, að yfir hann ná engin orð. En við vitum að á þessum sorgardegi hverfa til hans hljóðar og heitar bænir um huggun harmi gegn. Vertu svo guði falin, elsku frænka og nafna, og hafðu hjart- ans þökk fyrir mildi þína og fagurt fordæmi. Ilörður, Sigga og börnín. Andlátsfregn Guðfinnu Þor- valdsdóttur kom svo óvænt, að erfitt var að trúa því sem orðið var. En hún lézt að heimili sínu Bugðulæk 1 í Reykjavík að kvöldi dags 6. maí 1978. Þrátt fyrir þá fullvissu að þessi umbreyting er óumflýjanleg öllu jarðnesku lífi, koma slík tíðindi jafnan sem reiðarslag. Þegar þessi raunsæja, glaðlynda og góða kona er horfin af sjónar- sviðinu, hvarflar hugurinn til liðinna tíma og minningarnar streyma fram. Bjartar eru þær myndir minninganna, sem geymd- ar eru frá æsku hennar og uppvexti og lífsstarfi öllu. Þær myndir skarta nú í bjarma liðins tíma. Guðfinna Þorvaldsdóttir hlaut í vöggugjöf heilsteyptan persónu- leika, sem hún varðveitti og þroskaði alla tíð. Hún gladdist með glöðum, hlúði að og greiddi götu þeirra, sem hjálparþurfi voru og lét líknar- og mannúðarmál mjög til sín taka. Hún unni fögrum listum. Söngur og hljóm- list voru henni sannur unaður. Hún átti sjálf sérstaklega næma og fagra söngrödd. Söngnám hlotnaðist henni ekki, en marga hefir hún glatt og hrifið með ljúfum söng sínum á lífsleiðinni. Guðfinna fæddist í Hrísey 12. febrúar árið 1912. Foreldrar henn- ar voru heiðurshjónin Þorvaldur Jónsson og Kristín Einarsdóttir. Henni var' föður og móðurminn- ingin mjög kær allt sitt líf. Ekki verður hér greint frekar frá ætt hennar, en kornin var hún af ættmeiðum, sem skilað hafa íslenzku þjóðinni fjölhæfu dyggða- og dugnaðarfólki og var hún og eiginmaður hennar alla tíð tengd traustum fjölskyldu- og vinabönd- um við þann fjölmenna hóp ættmenna. Á sama hátt voru vináttutengslin óvenju sterk við ættfólk eiginmanns hennar. Guðfinna Þorvaldsdóttir og Eg- ill Júlíusson, síðar útgerðarmaður á Dalvík, voru gefin saman í hjónaband á heimili hennar í Hrísey 18. október 1936. Á sama ári settust þessi glæsilegu, ungu hjón að á Dalvík og þar var starfsvettvangur þeirra lengst af, eða allt til ársins 1965, en alfarið fluttu þau til Reykjavíkur árið 1967 og hafa átt þar heima síðan. Þeim varð ekki barna auðið, en mörg börn og ungmenni hafa átt öruggt athvarf og notið móður- legrar hlýju á heimili þeirra, sum um margra ára skeið. Þaö er hverju byggðarlagi mikil gæfa að þar lifi og starfi traust athafnafólk. Starfsdagur þeirra hjóna Guðfinnu og Egils hefir fyrst og fremst verið tengdur Dalvík. Þar bar athafnaþrá þeirra og dugnaður ávöxt í ríkum mæli í miklum atvinnurékstri þess tíma, við útgerð og fiskvinnslu, byggðar- laginu til heilla og virðingar. Þegar minnst er ævistarfs Guð- finnu verður nafn hennar óhjá- kvæmilega tengt við útgerð og atvinnurekstur, því ekki væri Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.