Morgunblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA iÞRÓTTABLAÐI Líbýsk íMutun iChad París. IG. maí. Reuter. LÍBÝSKIR herflutningabílar hafa sézt úr frönskum könnunar- flugvélum á leið suður á bóginn í Afrfkurikinu Chad þar sem burgarastríð geisar samkvæmt áreiðanlegum heimildum í París í dag. Frakkar hafa sent 1.700 her- menn til Chad að beiðni stjórnar landsins og þar hafa einnig 10 Jaguarvélar aðsetur. Þrír Frakkar hafa fallið í bardögum Chad-her- manna og skæruliða uppreisnar- hreyfingarinnar Frolinat, sem nýtur stuðnings Líbýustjórnar. Líbýsku herflutningabílarnir sá- ust á svæðinu Faya-Largeau sem Frolinat hefur haft á sínu valdi síðan í síðasta mánuði. Loftvarna- eldflaugar sáust einnig úr frönsku könnunarflugélunum á svæðinu Koro-Toro skammt frá stöðvum stjórnarhermanna. Ekki er ljóst hvort líbýsku herflutningabílarnir voru að flytja vistir til uppreisnarmanna eða hermenn. Andreotti fær traust Róm 16.maí.AP.Reuter. ítalska þingið samþykkti í kvöld með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða ströng lög um baráttu gegn hryðjuverkum og lýsti þar með yfir trausti á ríkisstjórn Giulio Andreotti forsætisráðherra, réttum tveimur mánuðum eftir að Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra var rænt. Lögin kveða á um ráðstafanir sem stjórnin fyrirskipaði fimm dögum eftir að Moro var rænt og þau voru samþykkt með 522 atkvæðum gegn 27. Stjórnin hafði lýst því yfir að atkvæða- greiðslan um ráðstafanirnar Framhald á bls. 30. Orlov storkað Senda liðsauka tíl Shaba-héraðs Lusaka 16. maí. Reuter AP. STJÓRN Zaire sendi liðsauka í dag til námabæjarins Kolwesi í Shabahéraði þar sem harðir bardagar geisa enn samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Her Mobutu Sese Seko forseta á í höggi við bjóðfrelsishreyfingu Kongó (FNLC), sem er með bækistöðvar í Angola og hefur í annað skipti á einu ári ráðizt inn í koparhéraðið Shaba sem áður hét Katanga. í Washington var skýrt frá því í kvöld að fallhlífahermönnum hefði verið skipað að vera við öllu búnir ef nauðsynlegt kynni að reynast að flytja bandaríska borgara á brott frá Zaire. Fyrr í dag sagði Carter forseti á fundi með þingleiðtogum að hann væri að athuga aðrar leiðir en hernaðaríhlutun til að hjálpa vinveittum löndum eins og Zaire til að standast árásir uppreisnar- manna. Hann bað þingmenn að binda enda á takmarkanir á valdi forsetans til að senda erlendum ríkjum hernaðaraðstoð. Framhald á bls. 30. FRÚ IRINA ORLOV kemur til dómshússins í Moskvu þar sem réttarhöld fara fram gegn eiginmanni hennar. eðlisfræðingnum Yuri Orlov. • • Moskvu. 16. maí. AP. ÁHEYRENDUR gerðu óspart gys að andófsmanninum Yuri Orlov sem er ákærður fyrir andsovézka áróðursstarfsemi á öðrum degi réttarhalda hans í dag og lögreglumenn stympuðust við fréttamenn. begar Irina kona Orlovs bar vitni í réttarhöldunum hlógu áheyrendur óspart að honum og hæddust að honum. Jafnframt stjökuðu lögreglumenn við fréttamönnum, reyndu að taka upptöku- tæki af einum þeirra og hrópuðu. „Nóg, nóg.“ Hópur áheyrenda kaliaði andófsmennina „hóruunga" og skítuga Gyðinga." Tass-fréttastofan skýrði frá því að andófsleiðtoginn Andrei Sakharov hefði reynt að fara til Tbilisi í' Grúsíu til að mæta við önnur réttarhöld gegn andófs- mönnum og sakaði hann um ögrun. Þau réttarhöld hófust einnig í gær og eru gegn andófs- mönnunum Zviad Gamsakhúrdia og Merab Kostava. Orlov, Gamsakhurdia og Kost- Framhald á bls. 30. gagnsókn í Eritreu Beirút, 16. maí. Reuter. EÞÍÓPÍUHER hefur hafið sókn í stríðinu við skæruliða aðskilnaðarsinna í Erítreu, 20.000 manna herlið hefur brotizt út úr fylkishöfuðborginni Asmara sem skæruliðar hafa haldið í umsátri síðan í febrúar 1975 og harðir bardagar geisa í héraðinu að því er skæruliðar skýrðu frá í dag. Talsmaður „Frelsisfylkingar Réttarhöldin í Tórínó: Haf ði Rauða her- deildin aðgang að leyniskjölum? Tórínó, Rómaborg, 16. maí. Ap. Reuter. EITT hclzta vitni í réttarhöldunum yfir 15 félögum í Rauðu herdeiidinni í Tórínó sagði í dag fyrir rétti að hryðjuverka- hópurinn hefði í hcilt ár haft aðgang að leyniskjölum í innanrikisráðuncytinu. Silvano Girotto. fyrrverandi prestur sem hefur verið skæruliði í Suður-Ameríku, skýrði frá þessu í réttarsalnum og vakti framburður hans mikla athygli. Hann sagði að Rauða her- deildin hefði haft þennan góða og greiða aðgang megnið af árinu 1974. Sagði hann að samtökin hefðu fengið ljósrit af flestum skjölum ráðuneytisins. Girotto kvaðst hafa ferðast níu þúsund kílómetra leið til að bera vitni við réttarhöldin af fúsum og frjálsum vilja. ítalska lög- reglan hafði árangurslaust leit- að hans vikum saman til að leiða hann fram sem vitni. Girotto hvarf sjónum árið 1974 eftir að hann hafði veitt lög- reglunni aðstoð við að hand- sama Renato Curcio og Alberto Framhald á bls. 30. Francesco Cossiga sem sagði af sér starfi innanríkisráðherra Italíu krýpur hér við legstað Aldo Moros í Torrita Tiberina. Erítreu-Byltingarráðsins" (ELF- RC) sagði í dag að eþíópískt herlið sem nyti stuðnings skriðdreka, stórskotaliðs og flugvéla ætti í hörðum bardögum við herlið skæruliða í At Teklai, um 10 km vestur af Asmara. Talsmaðurinn sagði að bar- dagarnir hefðu byrjað þegar um Framhald á bls. 30. 50 blakkir felldir í Rhódesíu Salisbury, 16. maí. AP. Reuter. Fimmtíu blökkumenn, sem voru sagðir hafa rofið útgöngu- bann, féllu og 24 særðust þegar þeir lentu í skothríð stjórnarher manna og skæruliða blökku- manna að því er rhódesíska herstjórnin tilkynnti í dag. Þetta er talið mesta mannfall óbreyttra borgara í einum bardaga Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.