Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Ungur maður lamaður eft- ir slagsmál Samþykkt borgarráds: Forkaupsrétti borgarinnar verdi aflétt af íbúðunum - þar sem 20 ár eru frá afhendingu og sami eigandi hefur verid í 15 ár UNGUR maður skaddaðist alvarlega á mænu og lamað- ist að hluta eftir að hafa lent í handalögmálum fyrir utan Klúbbinn aðfararnótt laugardags. Eftir dansleikinn fór þessi maður ásamt öðrum bak við húsið og tóku þeir þar að tuskast á, sennilega í gríni til að byrja með en fljótlega æstist leikurinn og urðu úr þessu hörkuáflog. Lyktaði þessu þannig að annar pilturinn lá eftir í valnum. Þriðji maðurinn kom nú þarna að og lenti hann í átökum við þann sem eftir stóð. Urðu enn hörku- áflog en þeir voru síðan skildir. Pilturinn sem fyrst var sleginn niður var fluttur hálfmeðvitundar- laus í slysadeildina og kom þá í ljós að hann var hálsbrotinn og sennilega skaddaður á mænu. Liggur hann á gjörgæzludeild og er að öllum líkindum meira og minna lamaður að því er fyrstu athuganir lækna benda til. Rannsóknarlögreglan hefur yfirheyrt hinn manninn sem lenti í átökunum en hann meiddist á handlegg og ökkla. Rannsóknar- lögreglan biður þá sem urðu vitni Utankjör- staðarkosning: 662 búnir að kjósa IIELDUR hefur lifnað yfir utan- kjörstaðakosningunni vegna borg- arstjórnarkosninganna í Reykja- vik. Að sögn Jóns Gústafssonar hjá borgarfógetaembættinu þar sem kosningin fer fram höfðu í gær kosið 662 manns en það er liðlega 100 færra en um svipað leyti fyrir sfðustu borgarstjórakosningar. Þarna kann þó að valda nokkru um að fátt fólk kom tii að kjósa í annan í hvítasunnu, enda þótt skrifstofan væri þá opin. Kosning fer nú fram hjá borgarfógetaembættinu dag- lega kl. 10-12. 2-6 og 8-10 sd. en á sunnudögum er opið frá kl. Friðrik í 2. sæti FRIÐRIK Ólafsson er nú í öðru sæti á skákmótinu á Kanarícyjum en Tukmakov er enn efstur með 9 og Vs vinning, hálfum vinningi meira en Friðrik. I gær sigraði Friðrik Spán- verjann Dominques, Wester- inen vann Padron, og Corral vann Medina. Jafntefli gerðu Sax og Mariotti frá Italíu, Larsen og Pachienko og Tukmakov og Sanz. í bið fóru skákir þeirra Czon og Stean og er Bretinn þar með tapaða skák að sögn Friðriks og einnig Rodriguez og Miles og hefur Miles þar betri stöðu. Efstur er nú eins og áður segir Tukmakov með 3 og 'k vinning, Friðrik er annar með 9, Stean hefur 8 og Vi og líklega tapaða biðskák, Sax 8 og V2 og Miles 8 og biðskák, Larsen og Mariotti 8 og Westerinen 7 og V2 vinning. Friðrik vann Cson í tíundu umferð en gerði jafntefli í hinum tveimur næstu við Westerinen og Corral. Tvær umferðir eru nú eftir og teflir Friðrik fyrst við Sanz en síðan Larsen. að þessum atökum að gefa sig fram, þar sem hún vill gjarnan fá greinarbetri lýsingu á atburðinum. Báðir mennirnir eru fæddir 1955, hinn slasaði búsettur í Garðabæ en hinn úr Kópavogi. Sinfónían: Emil Gilels einleikari á fimmtudag SÍÐUSTU áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar á þessu starfsári verða á fimmtudagskvöld og verður Karsten Andersen stjórnandi en einleikari rússneski píanó- leikarinn Emil Gilels. Á efnis- skránni eru Sinfónía nr. 12 eftir Sjostakovitsj og píanó- konsert eftir Grieg, en þeir Andersen og Giiels munu leika þennan sama konsert á opnun- artónieikum tónlistarhátíðar- innar í Bergen innan fárra daga. Sinfóníuhljómsveit Islands hefur aldrei á einu starfsári haldið jafnmarga tónleika og nú, en þeir eru nú orðnir 52 að meðtöldum tónleikaferðum út á land og til Færeyja. Framund- an eru svo þrennir tónleikar á Listahátíð. Gllels. Andersen. Akureyri, 16. maí SÍÐASTI fundur núverandi bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn í dag. Fjórir hinna 11 bæjarfulltrúa hafa ákveðið að draga sig í hlé og verða ekki í framboði við næstu hæjarstjórn- arkosningar. Það eru þeir Bjarni Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær til- lögu um að létta forkaups- réttarákvæði til handa borg- inni af íbúðum, sem Reykja- víkurborg byggði og seldi á sínum tíma, þar sem liðin eru 20 ár frá upphaflegri afhendingu íbúðar og sami eigandi hefur verið sl. 15 ár. Rafnar, Jón G. Sólnes, Stefán Reykjalín og Valur Arnþórsson. Þrír þeir síðastnefndu hafa allir verið forsetar bæjarstjórnar. Einn þeirra, Jón G. Sólnes, hefur lengst allra, bæjarfulltrúa fyrr og síðar setið í bæjarstjórn. Hann var fyrst Framhald á bls. 30. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn at- kvæði Sigurjóns Péturs- sonar og kemur málið til endanlegrar ákvörðunar á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði í samtali við Mbl. í gær, að á sínum tíma hefði Reykjavíkurborg byggt og selt með hagstæðum kjörum íbúðir í nokkr- MEGINSTRAUMUR íslenzkra fcrðamanna mun eftir sem áður leggja ieið sína til Spánar, að því fram kom hjá talsmönnum helztu ferðaskrifstofanna hér á landi í samtali við Morgunblaðið í gær. Búast þeir við aukningu 1 hóp- ferðunum suður á bóginn frá því sem var í fyrra. Eftir því sem Guðni Þórðarson hjá Sunnu tjáði Mbl. er nú að verða erfiðleikum bundið að út- vega sómasamlegt gistirými til viðbótar á Spáni vegna þess hversu ýmis önnur Evrópulönd eru farin að sækja þar á og átti hann ekki von á verulegri aukningu íslendinga á Spáni aðallega af þeim sökum. Steinn Lárusson hjá Úrvali taldi að aukning yrði í hópferðum suður á bóginn en að þessi aukning mundi aðallega koma fram í nýjum ferðamanna- stöðum, svo sem Grikklandi og Portúgal. Sunna hóf fastar ferðir til Grikklands í fyrrasumar og gáfust þær vel, en nú hefur Útsýn fylgt í kjölfarið með fastar ferðir þangað einnig. Guðna í Sunnu og Kristínu Aðalsteinsdóttur hjá Útsýn bar saman um að fólk færi til Grikklands með nokkuð öðru hugarfari en til Spánar og þá ekki um byggingaflokkum. Sú kvöð fylgdi, að borgin hefði forkaups- rétt samkvæmt ákveðnu mati og sagði borgarstjóri að í reynd hefði það mat verið lægra en almennt markaðsverð. „Þetta skapaði óánægju íbúanna og vaxandi þrýsting á borgaryfirvöld að af- létta þessum forkaupsrétti borgar- innar,“ sagði borgarstjóri. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins báru því fram tillögu um að létta forkaupsréttarákvæðinu af íbúðum, þar sem liðin eru 20 ár frá upphaflegri afhendingu, enda hafi íbúðin verið samfellt í eign sama aðila í 15 ár.“ endilega til að liggja í sól heldur fremur til að skoða sig um. Enn er mikill áhugi á Ítalíuferð- um og bæði Sunna og Úrval bjóða nú upp á ferðir til Portúgals. Þá kvað Eysteinn Helgason hjá Sam- vinnuferðum að mestu uppselt í fyrstu ferðirnar á vegum þeirra ferðaskrifstofu til Júgóslavíu og hann kvað einnig mikinn áhuga vera að vakna fyrir írlandsferðum sem Samvinnuferðir stæðu fyrir. Fyrirspurn- ir til borg- arstjórans BIRGIR ísl. Gunnarsson borg- arstjóri mun á næstu vikum svara fyrirspurnum frá les- endum Morgunblaðsins um borgarmál. Tekið verður við fyrirspurn- um í síma 10100 frá kl. 10—12 frá mánudegi til föstudags. Fyrirspurn ásamt svari borg- arstjóra mun birtast skömmu síðar. Stefán Reykjalín og Jón G. Sólness — báðir hætta nú í bæjarstjórn Akureyrar. Jón Sólnes og Stefán Reykjalín hætta: Þökkuð áratuga þjónusta í bæjar- stjórn Akureyrar Meginstraumurinn ennþá til Spánar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.