Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 13 * sprang Eftír Arna Johnsen í samtali við söngvarana kom það fram að þeim finnst mjög góður andi í starfi Söngskólans og gott fyrirkomulag. Það er í raun- inni enginn munur á nemendum og kennurum. Þau kváðu við það miðað að fólk gæti unnið með náminu en auðvit- að væri bezt að geta helgað sig því eingöngu þegar komið væri í efri stig námsins. Þau kváðust vona það að starf Söngskólans yrði tekið inn í skólakerfi landsins og nyti þá sömu möguleika og þeir skólar sem þar eru. Jónína sem er undirleikari fór í skólann fyrst og fremst til þess að læra á hlið söngvarans, en hún ætlar í kennaradeild skólans næsta vetur. Eyjólfur sem er skólastjóri Tónlistarskólans í Grindavík kvaðst einnig ætla í kennaradeildina, en Ragnheiður kvaðst vera að hugsa um að fara til söngnáms í Austurríki. Hún lagði áherzlu á það að söngurinn væri bara vinna og til þess að ná árangri yrði að leggja sig allan fram, nótt og dag, því röddin væri erfiðasta hljóðfæri sem leikið væri á. maí kl. 5. Undirleikarar voru Jórunn Viðar og Krystyna Cortes. Söngvararnir eru að ljúka prófi úr Söngskólanum í Reykjavík og er þetta í fyrsta skipti sem 8. stig er tekið þar. I stuttu samtali við Mbl. sögðu þær stöllur, að 8. stigið veitti þeim rétt til náms í kennara- deild og einsöngvaradeild Söng- skólans sem tekur fyrst til starfa næsta haust. Þær kváðust allar hafa hug á að komast til útlanda til frekara söngnáms og til þess að kynnast breidd í tónlistarlífi. „Það er eins og maður þurfi líka að fara út og koma heim og jafnvel ekkert annað til þess að vera viðurkennd- ur hér heima og fá tækifæri til að taka þátt í því sem verið er að taka fyrir", sagði Kristín og Hrönn tók undir það og bætti við: „Það er þessi kotungshugsunarháttur hér, vantrúin á getu Islendingsins miöað við útlendinga." „Við fáum svo lítið af lifandi músíkk," sagði Jóhanna," hér er í rauninni gagnrýnt eftir hljómplöt- um sem eru meira og minna fullkomnar en til slíks er aldrei hægt að ætlast í lifandi músíkk, því þar getur alltaf eitthvað gerzt. Við þurfum að fá meira af lifandi tónlist." • • Oldrunarþjónusta: Heimilisþjónusta við eitt þúsund heimili — 300-350 heimili með heimahjúkrun YFIR 1000 heimili í Reykjavík njóta meiri eða minni aðstoðar heimilisþjónustu Reykjavíkur- borgar. Þar af eru um 660 heimili aldraðra og um 350 heimili með annars konar erfiðar aðstæður. Við heimilishjálp á vegum Félags- málastofnunar borgarinnar vinna um 250 konur, ýmist í heilsdags- eða hlutastarfi. í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1978 er áætlað að verja 232 milljónum króna til heimilishjálpar. Þar af fara um tveir þriðju hlutar til heimilis- þjónustu við aldraða. Markmið heimilisþjónustu við aldraða er fyrst og fremst að gera öldruðu fólki kleift, ef það óskar þess, að dvelja sem lengst í heimahúsum, rjúfa einangrun aldraðs fólks og koma í veg fyrir ótímabæra vistun á stofnunum og sjúkrahúsum. Slík þjónusta svarar í senn óskum fjölmargra aldraðra og sparar annars óhjákvæmilegan kostnað- arauka í byggingu og rekstri stofnana. Aldraðir, sem ekki njóta ann- arra tekna en ellilífeyris, greiða ekkert fyrir heimilisþjónustu. Þeir, sem hafa betri fjárhagsaf- komu, greiða um 300 kr. á klst. Að öðru leyti greiðir Reykjavíkurborg útlagðan kostnað vegna heimilis- aðstoðar. Heimahjúkrun hefur einnig ver- ið rekin af Reykjavíkurborg um margra ára skeið. Hún er nú til húsa í Heilsuverndarstöð Reykja- víkurborgar. Heimahjúkrun er í þágu allra aldursflokka og er veitt Aldraðir Reykvíkingar á fundi félagsmálastofnunar borgarinnar. þar sem ræddur er undirbúningar að ferð til sólarlanda. þeim, sem sjúkir veröa en þurfa að dvelja í heimahúsum. Mjög náin samvinna er á milli heimilisþjón- ustu og heimahjúkrunar. í dag njóta milli 300 og 350 heimili í Reykjavík heimahjúkrunar. Heimahjúkrun getur verið allt frá vikulegum heimsóknum upp í heimsóknir tvisvar á dag. Þessi þjónusta byggist einvörðungu á heimsóknum en ekki yfirsetu yfir sjúkum. Um 10 hjúkrunarfræðing- ar og sjúkraliðar sinna þessum þætti í starfsemi borgarinnar. Öll heimahjúkrun er viðkomandi sjúklingum endurgjaldslaus. Framanritaðar upplýsingar voru látnar í té í stuttu viðtali Mbl. við Hildi Geirþrúði Bernhöft, ellimálafulltrúa borgarinnar. |á„annad var í minni tíð Ekki fengu þá New York búar haldið þá vertíðina. ferskan íslenskan fisk á disk- inn sinn. Já, ferskan, segi ég. En nú er þetta allt breytt. Sem sagt: með FLUGFRAKT. Og ekki fengum við krakkarnir nýtínd jarðarber,vínber, ferskj- ur og plómur. Eða alls konar grænmeti, sem ég kann ekki einu sinni nöfnin á. fcfifrakt Bilaði gír eða spil, svo maður tali nú ekki um sveifarás, þá FLUCFÉLAC /SLAJVDS LOFTLEIDIR var eins víst að búið væri út- Suöurlandsbraut 2 Sími 84822 (i Hótel Esju húsinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.