Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 19 Vemdun gamafla húsa Húsin við Tjarnargötu 33 og 35 munu standa óbreytt að utan um ókomna framtíð og setja svip sinn í Tjarnarsvæðið. Þessi hús við Tjörnina verða friðlýst er járnvarið timburhús, kjallari, tvær hæðir og ris. Rögnvaldur Ólafsson teikn- aði húsið, sem er dæmigert, stórt einbýlishús. Uppi voru sjö herbergi auk bað- herbergis, en niðri fjögur herbergi, í kjallara var eldhús (með lyftivél). Mið- stöð og vatnssalerni voru í húsinu frá upphafi. Á síð- astliðnu ári lét Reykjavík- urborg gera endurbætur á húsinu. Utanhússtigi (frá 1948) á suðurhlið hefur verið fjarlægður, en vegg- svalir á sömu hlið verða, endursmíðaðar. Kjallari hefur verið endurgerður og eru þar leikherbergi, en skrifstofur á efri hæð. Hitt húsið, við Tjarnar- götu 35, er af öðrum toga, og væri kannski ekki eins mikil ástæða til að vernda það öðru vísi en í bygging- arsamþykkt, ef það væri ekki þarna við Tjörnina og á svæði því, sem fengur er í að halda óskertu. Jón Laxdal kaupmaður lét reisa þetta hús árið 1913 á lóð úr Melkotstúni. Var húsið í eigu fjölskyldu hans til 1946. Við suðvesturhorn Tjarnarinnar standa tvö hús í eigu Reykjavíkur- borgar, sem borgarstjórn hefur nú ákveðið að skuli standa og verða vernduð með friðlýsingu. Þetta eru húsin við Tjarnargötu 33 og 35. í öðru hefur lengi verið rekið barnaheimilið Sum- argjöf. Hitt þekkja margir af því að þar var sjúkra- húsið Sólheimar rekið um árabil, en frá 1970 hefur verið þar eitt af svonefnd- um fjölskylduheimilum Reykj avíkurborgar. Húsið við Tjarnargötu 33 er bæði sögulega og bygg- ingarsögulega merkilegt hús. Hannes Hafstein, bankastjóri, lét byggja hús- ið árið 1909 á lóð, sem hann hafði keypt úr Melkotstúni. 1904 eignaðist Hið ísl. steinolíufélag húsið. Lárus Fjeldsted bjó þar lengi ásamt fjölskyldu. Um 1940 keypti barnavinafélagið Sumargjöf húsið og þar hefur síðan verið rekið barnaheimilið Tjarnar- borg. Reykjavíkurborg keypti húsið 1955. Húsið Sinfóníutónleikar Tónleikarnir hófust með frum- flutningi Konsertkantötu fyrir þrjár karlraddir og hljómsveit eftir Guðmund Hafsteinsson. í heild er verkið lágt kveðið og ofið úr grönnum þráðum. Hægferðugt ferli tónhugmyndanna er mjög ljóst og þróun þeirra í endurtekn- ingum gera verkið skýrt í formi. Aðalgallar verksins eru tímaskip- an hugmyndanna og of klofin framsetning textans. Yfir verkinu er listrænn bokki ov alvara. Höfundi liggur ekki sterk og hávaðasöm boðun á hjarta. Verkið er hljóðlát og innhverf tónskoðun. Friðbjörn G. Jónsson, Halldór Vilhelmsson og Kristinn Hallsson fluttu verkið mjög vel, sem víða reynir á tónheyrn og tónmótun söngvaranna. Það er engu líkara en rödd Halldórs sé að vakna af dvala og hann sem söngvari að skilja sjálfan sig. Annað viðfangs- efni tónleikanna var víðluverk eftir Bela Bartok. Víólukonsertinn Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON er eitt af fjórum meiriháttar verkum, sem Bartok samdi síðustu æviár sín í Bandaríkjunum, en hin eru Konsert fyrir hljómsveit, Sónata fyrir sólófiðlu og Þriðji píanókonsertinn. Bartok lauk ekki við Viólu-konsertinn og er í rauninni ekki vitað, að hve miklu leyti hann taldi sig vera endanlega búinn að ganga frá fyrstu köflun- um. Einleikarinn í þessu sérstæða verki var einn bezti listamaður okkar Islendinga, ung stúlka, Unnur Sveinbjörnsdóttir. Yfir leik hennar var alvara og festa og túlkunin gædd mikilli spennu og slökun og óvenjulega sterkri til- finningu fyrir formi. Unnur er mikill listamaður. Tónleikunum lauk með Pini di Roma eftir Respighi. Sem tónskáld er hann sérkennilegt sambland af Korsakov, Strauss, Debussy og Stravinsky, ofið saman við forna ítalska tónlist og sléttan gregor- íanskan söng. Pini de Roma er ekki aðeins tónræn túlkun á stemningu upplifaðri í skugga furutrjáa Rómaborgar, heldur og Framhald á bls. 18 Timbur er líka eitt af því sem þú færð hjá Byko • Móta - og sperruviður í hentugustu þykktum, breiddum og lengdum. • Einnig smíðaviður. • Þilplötur hvers konar úr upphituðu geymsluhúsi. • Góð aðstaða til skjótrar og öruggrar afgreiðslu. • Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt. BYKO BYGGINGAVÚRUVERSLUN KÓPAVOGS SF. SÍMI 41000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.