Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 29 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Áskriftargjald 2000.00 kr. i mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Friðun og vernd- un gamalla húsa Ræktarsemi og alúð við fortíðina og það sem gamalt er einkennir í auknum mæli lífsviðhorf æskunnar. Eftir umbyltingar síðustu 10 ára og tilraunir ungs fólks með breytta lífshætti og tilhneigingu til þess að rífa upp með rótum og leggja jafnvel í rúst þá þjóðfélagsskipan, sem smátt og smátt hefur þróazt og náð að festa sig í sessi á Vesturlöndum, virðist æskufólk nú hallast að hægfara þróun og varðveizlu þess, sem vel hefur gefizt á fyrri tíð. Til marks um þessar breytingar á lífsviðhorfi æskunnar er margt, en m.a. áhugi ungs fólks á því að varðveita gamlar og fallegar byggingar í Reykjavík, sem eiga sér langa og merka sögu. Ahugi á húsfriðun, verndun gamalla húsa hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum. Hugmyndir hafa verið settar fram um varðveizlu Bernhöfts- torfu og Grjótaþorps, skipulag Hallærisplansins og framtíð Fjalakattarins, svo dæmi séu nefnd. Unga fólkið, sem hefur beint athygli borgarbúa að sögulegum verðmætum í gömlum húsum, sérstaklega í miðbænum, hefur unnið þarft verk. Miðbærinn býr yfir sérstæðum svip og þokka og sérstöku andrúmi vegna tengsla við fyrri tíma. Enginn Reykvíkingur gæti hugsað sér að gömul bygging á borð við Iðnó t.d. sem hýsir leiklistarsögu íslands í hálfa öld hverfi og svo er um fjölmargar fleiri byggingar í miðbænum. Borgarbúar eru einnig viðkvæmir fyrir nýbyggingum í miðbænum eins og t.d. ráðhúsi, sem jafnan hefur sætt miklum andmælum. Þær mótmælaraddir, sem jafnan koma fram, þegar rætt er um meiriháttar nýbyggingar í miðbænum eða niðurrif gamalla húsa sýna fyrst og fremst, hve vænt Reykvíkingum þykir um þennan elzta hluta borgarinnar og hversu áfram þeir eru um að varðveita svip gamla miðbæjarins. Borgar- yfirvöld Reykjavíkur hafa fylgt þessum sjónarmið- um borgarbúa eftir á margan hátt. Nýlega var ákveðið að friða nokkur gömul hús í eigu borgarinnar sjálfrar. Það er orðið tímabært að taka endanlegar ákvarðanir um mikilvæga þætti gamla miðbæjarins eins og framtíð Bernhöftstorfunnar og Grjótaþorpsins og margt fleira. Bezt fer á því að hæfilegrar íhaldssemi gæti í þeim ákvörðunum. Hér þarf að fara saman varðveizla gamalla húsa, sem eiga sér mikla sögu og hafa menningarlegt gildi og eðlileg uppbygging, sem tryggir að líf verði í gamla miðbænum. Göngugatan í Austurstræti hefur haft geysilega þýðingu. Þar kemur margt fólk, sem unir vel sínum hag. Sú framkvæmd er vísbending um, hvernig vinna á að því að festa gamla miðbæinn í sessi sem miðstöð borgarlífsins. En það hlýtur alltaf að vera álitamál og sitt sýnist hverjum um varðveizlu húsa og uppbyggingu gamalla hverfa. Stundum láta menn fremur stjórnast af tilfinningum en raunsæi. Sá mikli áhugi sem nú er á verndun gamalla húsa og friðun miðbæjarins er fyrst og fremst verk ungs fólks. Það á miklar þakkir skilið fyrir að hafa beint áhuga og athygli borgarbúa að þessu viðfangsefni. Með því að varðveita gamla miðbæinn eins vel og nokkur kostur er, geymum við hluta af fortíðinni fyrir framtíðina og þannig á það líka að vera. UNGT FÓLK í FRAMBOÐI... UNGT FÓLK í FRAMBOÐI... UNGT FÓLK í FRAMBOÐI... UNGT FÓLK í FRAMBOÐI... »Bý Öll mín riffíl- skot til sjálfur’ g er mikill veiðimaður, hef alla tíð haft gaman af stangveiði og byssum, sagði Guðmundur J-Á Sigurðsson en hann skipar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnarkosninga á Selfossi. Guðmundur er kvæntur Þóru Grétarsdóttur og eiga þau eitt barn. Ég hef haft gaman af stangveiðinni frá því ég var stráklingur, og veiði ég jafnt lax og silung, alveg eftir því hvað bítur á hjá mér. Mest hef ég veitt í Hvítá og svo Veiðivötnunum. Að mínu mati er stangveiði ódýrasta íþrótt sem hægt er að stunda, og svo er þetta spennandi íþrótt og heilsusamleg, því það er heilmikið trimm í íþróttinni. Nú þá hef ég einnig gaman af fuglaveiði og hef skotið bæði rjúpu og gæs. Ég hef farið á rjúpnaskytterí í kringum Þingvallavatn og svo upp á Ingólfsfeil. í fyrra reyndi ég einnig að fá leyfi til að skjóta hreindýr á Austurlandi, en fékk ekki. Ætli ég sæki þá bara ekki um leyfi aftur og sjái hvað setur, en ég held að það sé afargaman að skjóta hreyndýr. Nei, það er enginn kostnaður samfara fuglaveiðinni, því að ég bý öll mín riffilskot til sjálfur. Ég keypti fyrir 3—5 árum, tæki til að hlaða notuð skothylki með púðri og hvellhettu og hef verið að dunda við þetta. Þannig hefur mér tekist að halda kostnaðinum nokkuð niðri og nú ætla ég að færa út kvíarnar og hlaða einnig mín eigin haglaskot. Á ég von á tækjum til að hlaða skothylkin einhverja næstu daga. Annars vinn ég dagsdaglega í Trésmiðju Sigurðar Guðmundssonar, en þar eru framleidd einingahús úr timbri. Eftirspurnin eftir einingahúsunum fer sífellt vaxandi, og er nú 20—30% meiri en í fyrra. I trésmiðjunni vinna 27 menn, og hafa feikinóg að gera. Kosturinn við einingahúsin er sá að alltaf er hægt að bæta við einu herbergi eða einni álmu og eru möguleikarnir því miklir. Það er gott að búa á Selfossi," sagði Guðmundur ér hann var inntur eftir því hvernig honum líkaði þar. „Við erum lausir við allar þær sveiflur í atvinnuiífinu, sem eiga sér stað í sjávarplássunum. Atvinna er jöfn og góð, en nú stendur til að fara að byggja upp iðnað á Selfossi, og þá aðallega framleiðsluiðnað. Sérhvert fyrirtæki í framleiðsluiðnaðinum getur skapað ótal möguleika í þjónustuiðnaði," sagði Guðmundur að endingu. Júlíus Rafnsson er 4. maður á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjar- og sveitarstjórnarkosninga í Njarðvík í vor. Júlíus er kvæntur Guðrúnu Greipsdóttur og eiga þau hjónin þrjú börn. Aðspurður kvaðst Júlíus vera fæddur og uppalinn fyrstu árin í Njarðvík, en þaðan fluttist hann til Akraness og Flateyrar. „Ég kunni vel við mig á öllum þessum stöðum, en ástæðan fyrir því að ég var alltaf að flytja var sú að föður mínum buðust stöður við frystihúsin á Akranesi og Flateyri," sagði Júlíus. „Það var allsérstætt að vera á Akranesi á þessum árum, því þetta var jú gullöld þeirra í knattspyrnunni, og óneitanlega varð ég var við hinn mikla knattspyrnuáhuga sem var á staðnum. Það var líka allt öðru vísi að fara á völlinn þá en nú. Áhorfendur tóku miklu virkari þátt í leiknum og stemmning var öll mun meiri." „Nú svo fluttist ég til Njarðvíkur aftur er ég var 21 árs og síðan hef ég búið þar. Faðir minn og ég stofnuðum fyrirtæki 1972, R.A. Pétursson h/f, og var flutningur fisks til útlanda í flugvélum aðalviðfangsefni félagsins, þó við höfum auðvitað fryst fisk einnig.“ „Eg sjálfur er járnsmiður að mennt, svo segja má með sanni að ég sé á rangri hillu, þegar ég er kominn í fiskiðnaðinn," segir Júlíus. „Annars er það staðreynd að það eru óvenjumargir iðnlærðir menn í Njarðvík, en iðnað þarf að örva með ýmsu móti á staðnum. Þessa stundina er töluvert talað um iðngarða, sem ætlunin er að rísi innan skamms, og vænta menn mikils af þeim. Atvinna er annars næg í Njarðvík, en nálægðin við Keflavíkurflugvöll háir okkur mikið, því fólk leitar þangað mikið eftir vinnu. Bæði er að vinna þar er yfirleitt betur borguð og svo hitt að hún er oftast nær þægilegri en vinna í Njarðvík. Með minnkandi vinnuafli í Njarðvík kann að reynast erfitt að manna báta á vertíðina, þegar fram í sækir," sagði Júlíus að lokum. Margir iðnað- armenn r i Njarðvík „Hraun- iðhefur alltaf heillað 11 Eg hef alla tíð kunnað vel við mig í Hafnarfirðinum, bæði er að fólkið er gott og svo hitt að bærinn er fallegur. Það er mikil náttúrufegurð í Hafnarfirði, sagði Hildur Haraldsdóttir, en hún skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði. „Hraunið hefur þó alltaf heillað mig mest, erida er mér annt um umhverfismál og finnst umhverfið í Firðinum heillandi. Við eigum að varðveita það, en ekki eyðileggja eins og gert hefur verið sums staðar. Það er helzt í nýju hverfunum, eins og Norðurbæ, sem umhverfismálunum hefur ekki verið sinnt nægilega mikið. Önnur mál sem ég hef látið talsvert til mín taka eru íþrótta- og æskulýðsmál. Ég hef gaman af skíðaíþróttinni og fer á skíði þegar tækifæri gefst, en einnig hef ég lagt handknattleik fyrir mig, en aðeins sem áhugamanneskja. Ég á stutt að sækja áhuga minn á handknattleik, bræður mínir þrír, Sturla, Ingimar og Guðmundur léku allir í meistaraflokki hjá Haukum, og frá því ég man eftir mér hefur alltaf verið mikið talað um handknattleik heima hjá mér. Nálægðin við Reykjavík er Hafnarfirði í mörgu fjötur um fót, sérstaklega er þetta þó áberandi í sambandi við verzlun og þjónustu, en Hafnfirðingar sækja hana mikið til Reykjavíkur. Mér finnst að við eigum ekki að sækja þessa þætti til Reykjavíkur heldur byggja upp okkar eigin þjónustu því það er íbúunum til hagsbóta. Þá er einnig brýn nauðsyn að bæta menningar- og félagslífið hér, þau mál hafa oftlega verið vanrækt hér því að fólk sækir skemmtanir og sýningar til höfuðborgarinnar.. Verklegar framkvæmdir eru talsverðar í Hafnarfirði um þessar mundir og hafa framkvæmdirnar verið látnar ganga fyrir bættri þjónustu. En atvinnuhorfur eru nokkuð góðar í Hafnarfirði í dag, og ef hægt er að breyta hugsanagangi fólks, fá það til að skipta við fyrirtæki í Firðinum í stað þess að sækja sömu þjónustu til Reykjavíkur, held ég að Hafnarfjörður eigi góða framtíð fyrir sér.“ Aðalfundur fslenzka járnblendifélagsins h.f.; Ætla má að selja megí allt kísiljárnið, þegar framleiðsla heÉst ÞRÁTT fyrir samdráttarstefnu, sem ríkt hefur í stáliAnaðinum, og að ýmsir framleiðendur hafi orðið að draga saman seglin hefur eftirspurn eftir kísiljárni frá verksmiðjum í Noregi farið vaxandi að undanförnu og má búast víð verulegri magnaaukningu á sölu frá Elkem-Spigerverket á árinu 1978 frá Því sem var í fyrra. Er Þetta m.a. árangur af Því, að norsku sölusamtökin hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum utan Vestur-Evrópu, sem hefur verið hinn hefðbundni aðalvettvangur peirra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu íslenzka járnblendifélagsins h.f., Þar sem skýrt er frá aðalfundi félagsins, sem nýlega var haldinn í Noregi. í fréttatilkynningunní segír: „Aðalfundur íslenska járnblendi- félagsins hf. árið 1978 var haldinn í Ósló miðvikudaginn 26. apríl s.l. í tengslum við stjórnarfund í félaginu, sem haldinn var í Kristiansand sama dag. Dr. Gunn- ar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, sat fundinn af hálfu ríkisstjórnar- innar, og með honum Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu. Af hálfu Elkem-Spigerverket a/s sátu fundinn þeir Karl Lorck, aðalfor- stjóri, og Kaspar K. Killand, aðstoðarforstjóri. Á fundinum var einnig viðstaddur Árni Tryggva- son, ambassador íslands í Noregi. Hjörtur Torfason, stjórnarfor- maður, er gegnt hefur því starfi að undanförnu í forföllum dr. Gunn- ars Sigurðssonar, flutti skýrslu félagsstjórnar um starfsemi Járn- blendifélagsins á liðnu ári, en Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir reikningum félagsins fyrir árið 1977. Voru reikningarnir samþykktir á fundinum. Á fundinum var stjórn félagsins öll endurkjörin, en hana skipa þeir dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræð- ingur, formaður, Eggert G. Þor- steinsson, alþingismaður, dr. Guð- mundur Guðmundsson, verkfræð- ingur, Jósef H. Þorgeirsson, lög- fræðingur, og Gunnar Viken, framkvæmdastjóri. Varamenn eru þeir Hjörtur Torfason, hrl., vara- formaður, Helgi G. Þórðaarson, verkfræðingur, Húnbogi Þor- steinsson, sveitarstjóri í Borgar- nesi, Hörður Pálsson, bæjarfull- trúi á Akranesi, Leif Kopperstad, framkvæmdastjóri, J.K.L. Ander- sen, aðstoðarframkvæmdastjóri, og Knut Nygárd, deildarstjóri. Starfsemi íslenska járnblendi- félagsins hf. var endurskipulögð veturinn 1976—1977 á grundvelli aðalsamnings milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar og Elkem-Spiger- verket og nýrra laga frá Alþingi um járnblendiverksmiðju í Hval- firði. Með samningum og öðrum ráðstöfunum, sem félagið og hlúthafar þess hafa gert á þessúm grundvelli á árinu 1977, hefur félaginu verið tryggð fullkomin aðstaða til að takast á hendur það verkefni, sem því er ætlað, en það er að byggja verksmiðju með tveimur 30 MW rafbræðsluofnum að Grundartanga í Hvalfirði til framleiðslu í kísiljárni, með samanlagðri afkastagefu sem svarar 50.000 tonnum á ári. M.a. hefur félaginu verið tryggt fjár- magn til að ljúka byggingu þessarar verksmiðju, níeð samn- ingi um fjárfestingarlán frá Norr- æna fjárfestingarbankanum í Helsinki, samningu um út- flutningslán frá A/S Eksportfin- ans í Noregi og samningum um bankalán, er gerðir voru fyrir tilstilli Den Norske Creditbank og Landsbanka íslands. Má óhikað telja samninga þessa hagkvæma eftir atvikum, og unnt var að gera þá án þess að ríkissjóður gengi í ábyrgð fyrir lánunum til félagsins. Á árinu 1977 var Jón Sigurðs- son, lögfræöingijr, ráðipn ^ fram- 'kvæmdástjón félagsíns. Fredrik T. Schatvet, verkfræðingur, var ráðinn tæknilegur framkvæmda- stjóri og John Fenger, viðskipta- fræðingur, sem fjármálastjóri. Skrifstofa félagsins hefur haft aðsetur að Grundartanga síðan í júlíbyrjun 1977, og voru starfandi hjá félaginu sjálfu um 18 starfs- menn um s.l. áramót. Ráðning á frekara starfsliði til reksturs verksmiðjunnar mun hins vegar fara fram á yfirstandandi ári. Mannvirkjagerð við járnblendi- verksmiðjuna að Grundartanga hefur verið skipulögð á útboðs- grundvelli og verið í höndum allmargra verktaka, er annast byggingarframkvæmdir, en félag- ið og ráðgjafarverkfræðingar þess, norskir og íslenzkir, hafa séð um hönnun mannvirkja og eftirlit með framkvæmdum. Byggingar- stjóri félagsins er Hans J. Skau, verkfræðingur, og hefur hann haft aðsetur í fyrri húsakynnum félagsins að Lágmúla 9 í Reykja- vík. Með honum þar starfar Jón Steingrímsson, verkfræðingur, að stjórn á hönnunarvinnu, en stjórn á byggingarstað að Grundartanga annast Guðlaugur Hjörleifsson, verkfræðingur. Starfsmenn við framkvæmdirnar urðu flestir um 140 á síðari hluta árs 1977. Framkvæmdaáætlun félagsins er við það miðuð, að fyrri bræðsluofn járnbeldniverksmiðj- unnar verði tilbúinn til starf- rækslu um mánaðamótin marz- apríl 1979, en síðari ofninn fyrir haustið 1980. Er þetta m.a. í samræmi við rafmagnssamning milli félagsins og Landsvirkjunar. Kostnaður við fyrri byggingar- áfangann er áætlaður sem svarar 320 milljónum norskra króna, þ.e. um 13 milljörðum ísl. króna miðað við áramót, en heildarstofn- kostnaður félagsins að síðari ofninum með töldum um 21 milljarði (500 milljónum norskra króna). Af þessu fé hafði um 6 milljörðum króna verið ráðstafað í árslok 1977, þar af tæplega 3 milljörðum fneð beinum greiðsl- um. Framkvæmdir að Grundar- tanga hafa gengið mjög vel til þessa, og eru góðar vonir um, að kostnaðaráætlun og fram- kvæmdaáætlun fyrri byggingar- áfanga muni standast, ef svo heldur fram sem horfir. Jafnhliða framkvæmdum á ár- inu 1977 var haldið áfram undir- búningi og vinnu að umhverfis- rannsóknum í nágrenni Grundar- tanga, sem fram eiga að fara á kostnað félagsins samkvæmt ákvæðum laganna um járnblendi- verksmiðju. Á yfirstandandi ári hefur verið gengið endanlega frá skipulagi og fjármögnun þessara rannsókna. Vegna þeirrar samdráttar- sveiflu, sem ríkt hefur í stáliðnað- inum, var árið 1977 erfitt ár fyrir kísiljárnframleiðendur, þannig að samkeppni var hörð og mikill þrýstingur á söluverð. Þessa ástands gætti enn á fyrstu mánuð- um ársins 1978, og hafði verð þá enn lækkað nokkuð. Vegna þessa hafa ýmsir framleiðendur kísil- járns orðið að draga saman seglin eða stöðva framleiðslu, og hefur þannig smám saman náðst meira jafnvægi á markaðnum milli framboðs og eftirspurnar. — Meginforsendurnar fyrir bygg- ingu verksmiðjunnar að Grundar- tanga standa hins vegar óhaggað- ar þrátt fyrir þetta tímabundna ástand. Á aðalfundinum var m.a. lögð áherzla á það af hálfu iðnaðarráð- herra, að hyggja vandlega að umhverfismálum járnblendiverk- smiðjunnar. Jafnframt voru markaðsmál verksmiðjunnar sér- staklega r§edd. Gáfu fyrirsvars- menn Elkem-Spegerverket skýrslu um núverandi markaðs- horfur, og upplýstu í því sam- bandi, að eftirspurn eftir kísil- járni frá verksmiðjunum í Noregi hafi farið vaxandi að undanförnu, og megi búast við verulegri magnaukningu í sölu frá þeim á árinu 1978 frá því sem var á fyrra ári. M.a. sé hér um að ræða árangurinn af því, að norsku sölusamtökin hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum utan Vest- ur-Evrópu, sem verið hefur hinn hefðbundni aðalvettvangur þeirra. Með tilliti til þessarar þróunar er það mat hinna norsku sam- starfsaðila, að ástæða sé til að ætla, að unnt verði að selja allt það kísiljárn, sem járnblendiverk- smiðjan að Grundartanga muni framleiða þegar hún tekur til starfa á næsta ári. Með timanum eigi einnig að vera unnt að fá hærra söluverð, þótt því verði ekki slegið föstu að svo stöddu, hversu ör þróunin muni verða að því leyti. Að áliti samstarfsaðilanna eru allar likur til þess, að framtíðar- þróun í járnblendiiðnaðinum verði verksmiðjunni til hagsbóta, og sé þess að vænta að hún eigi sér öruggan starfsgrundvöll, þegar litið sé til lengri tíma. Daginn eftir aðalfundinn var iðnaðarráðherra og fyrirsvars- mönnum íslenska járnblendi- félagsins hf. boðið að skoða verksmiðju Elkem-Spigerverket í Brimangri í Firðafylki á vestur- strönd Noregs, en áður höfðu stjórnarmenn einnig heimsótt verksmiðju þess í Kristiansand í Suður-Noregi. Við verksmiðjur þessar eru m.a. starfrækt reykhreinsitæki af sömu gerð og þau, sem ráðgert er að nota að Grundartanga. í verksmiðjunum standa einnig yfir tilraunir með nýja tilhögun á gerð bræðsluofna, sem miðar að því að starfrækja ofninn lokaðan. Hér er um mikil- væga tækninýjung að ræða, sem Járnblendifélagið muri e.t.v. síðar geta fært sér í nyt, ef tilraunirnar bera góðan árangur. (Fra ísh'nska járnrilondifólaKÍnu hf.)'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.