Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 21 Eskfirðingar vígja endur- bættan knatt- spymuvöll sinn UNNIÐ heíur verið við brcyting- ar og endurbætur á knattspyrnu- vellinuni á Eskifirði að undan- förnu og í kvöld fer fyrsti ieikurinn fram á hinum endur bætta velli. Austri á Eskifirði fær þá Þrótt frá Neskaupstað í heimsókn og hefst vináttuleikur þessara tveggja 2. deildar liða klukkan 20. Bæjarstarfsmenn hafa unnið gott starf við knatt- spyrnuvöllinn á Eskifirði að undanförnu og í gær unnu þeir ásamt Austramönnum að því að leggja síðustu hönd á verkið í austfirzkri sumarblíðu. Rafn í hópi hinna beztu Svo sem kunnugt er var Rafn Hjaltalín einn 16 dómara, sem dæmdu á nýloknu Evrópumóti unglinga í knattspyrnu í Póllandi. Rafn þótti standa sig mjög vel og var hann valinn í hóp 6 dómara til þess að dæma í úrslitaleikjum keppninnar. Er það ánægjulegt að Rafn skuli hljóta þessa viðurkenn- ingu. • Það var heitt f kolunum í Vestmannaeyjum á laugardaginn í leik ÍBV og Víkings og tvívegis var ráðist að öðrum línuverðinum, Eiði Guðjohnsen. Hér má sjá Eið (sá ljóshærði) eftir að fyrri aðförin var gerð að honum og bak við hann eru öskureiðir áhorfendur. Sævar Sigurðsson dómari er kominn á staðinn að kanna málin. Ljósm. Sigtr. Sigtryggsson. Enn bætir Guðrún metið í kringlunni GUÐRÚN Ingólfsdóttir U.S.Ú. setti glæsilegt íslandsmet í kringlu- kasti kvenna á Burknamóti FH sem fram fór á Kaplakrikavelli á laugardag, kastaði Guðrún 42,18 og bætti gamla mctið verulega, það var 39,24. Er þetta í þriðja skipti á rúmri viku sem Guðrún bætir Islandsmctið í kringlukasti, og virðist hún liklcg til stórafreka í sumar. Guðrún náði einnig ágætis árangri í kúluvarpi, kastaði 11,86, en íslandsmetið á hún sjálf og er það 12,61 m. I>á var einnig sett íslandsmet I spjótkasti. í piltaflokki 14 ára og yngri kastaði Guðmundur Karlsson fullorðinsspjóti 42,85 m og er það frábær árangur hjá svo ungum pilti. Þr. íslandsmótiö byrjar með tilþrífum Lið ÍBV dæmt í heimaleikjabann? KEPPNI 1. deildar íslandsmótsins f knattspyrnu hófst á laugardaginn með tveimur leikjum. í Kópavogi léku Breiðablik og KA og fór þar allt friðsamlega fram en ekki var jafn friðsamlegt í Vestmannaeyjum, þar sem Víkingar unnu heimamenn með tveimur umdeildum mörkum. Var tvívegis gcrður aðsúgur að öðrum línuverðinum. Eiði Guðjohnscn og í seinna skiptið a.m.k. veitti áhorfandi honum þungt högg I andlitið og átti Eiður í átökum við manninn nokkra hríð uns ábyrgir menn komu á vettvang og fjarlægðu hinn reiða áhorfanda. Sævar Sigurðsson var dómari í leiknum og þurfti hann tvíveg- is að gera hlé á leiknum á meðan ólátaseggjum var komið út af vellinum. Vissara þótti að kalla til lögreglu og fylgdu tveir lögreglumenn dómaratríóinu frá vellinum að búningsklefum að leik loknum en ekki kom til átaka þá „Mér ber skylda til þess að gefa nákvæma skýrslu um það sem gerðist í leiknum og mun ég gera það við fyrsta tækifæri," sagði Sævar dómari við blaða- mann Mbl. eftir leikinn. Svo kann að fara að aganefnd KSÍ sjái sér ekki annað fært en dæma ÍBV í heimaleikjabann einhvern tíma þegar hún hefur fjallað um skýrslu dómarans. I starfsreglum aganefndar segir svo m.a.: „Ef áhorfendur gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönn- um, dómara eða línuvörðum, er heimilt að svipta það lið, sem leikurinn er leikinn hjá, næsta eða næstu heimaleikjum, þar til öryggi leikmanna og starfs- manna leiksins telst tryggt." Aganefnd KSÍ heldur fundi á þriöjudögum klukkan sex og var fundur haldinn í nefndinni í gær. Að sögn Hilmars Svavars- sonar, formanns aganefndar KSÍ, hafði skýrsla dómarans ekki borizt fyrir fundinn í gær og verður málið því varla tekið fyrir fyrr en næsta þriðjudag 23. maí en næsti heimaleikur IBV er 27. maí gegn FH samkvæmt leikjabók KSÍ. Hilmar Svavars- son sagði að fram til þessa hefði lið aldrei verið dæmt í heima- leikjabann vegna agabóta en Siglfirðingum var í fyrra veitt alvarleg áminning vegna at- burða, sem gerðust eftir leik Siglfirðinga og Leifturs frá Ólafsfirði. í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag eru frásagnir af knatt- sp.vrnuleikjum helgarinnar svo og öðrum íþróttaviðburðum. - SS. MAGNÚS BEZTURIFAXAKEPPNINNI SVEIT GR SIGRAÐI i AÐMÍRÁLSKEPPNI MAGNÚS Halldórs- son, ungur kylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, varö sig- urvegari í Faxakeppn- inni í golfi sem háö var í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum yffir hvítasunnuhelgina. Þetta var fyrsta stór- mótiö í golfi á árinu og pátttaka í henni mjög góö, alls 86 kylfingar og par á meöal allir bestu golfmenn landsins, pví keppnin gaf stig til landsliös- ins. Komu til útdeil- ingar 165 stig og fyrir sigurinn hlaut Magnús 31,35 stig. Strax fyrri dag keppninnar stefndi í harða og spennandi keppni um efstu sætin, lands- liðsstigin og hin veglegu verð- laun sem Flugfélag Islands gaf til keppninnar. Eftir fyrri dag- inn var Geir Svansson GR inni á fæstum höggum, 73, Einar L. Þórisson GR var á 74 höggum, Magnús Halldórsson GK á 75 höggum, Sigurður Hafsteinsson GR var á 76 höggum og síðan komu jafnir á 77 höggum kapparnir kunnu Björgvin Þor- steinsson, Islandsmeistarinn frá Akureyri, og Þorbjörn Kjærbo GS. Seinni daginn stóð síðan keppnin milli þeirra Geirs og Magnúsar og GunnarÞórðarson GA skaust fram á sjónarsviðið en eftir fyrri daginn var hann í 8—12. sæti. Lokastaðan í Faxakeppninni var síðan þessi: Án forgjafar: högg 1. Magnús Halldórsson GK 150 2. Geir Svansson GR 152 3. Gunnar Þórðarson GA 153 4. Sigurður Hafsteinsson GR 155 5. -7. Atli Aðalsteinsson GV 156 5.-7. Björgvin Þorsteinss. GA 156 5.-7. Haraldur Júlíuss. GV156 Með forgjöf: högg 1. Atli Aðalsteinsson GV 142 2. Sigurður Hafsteinsson GR 144 3. Jóhann Einarsson N 144 Sérstök Faxakeppni var fyrir kvenfólk og þar urðu úrslit þessi: Án forgjafar: högg 1. Sigurbjörg Guðnadóttir GV 190 2. -3. Sjöfn Guðjónsd. GV 201 2.-3. Kristín Pálsd. GK 201 Með forgjöf: 1. Karolína Gunnlaugsd. GA 166 2. Kristín Einarsdóttir GV 181 3. Elín Hannesdóttir GL 222 Aðmírálskeppnin. Jafnframt Faxakeppninni fór fram svokölluð Aðmírálskeppni sem er sveitakeppni milli golf- klúbba. Hver sveit er skipuð átta mönnum en skor þeirra fimm bestu telja. Átta golf- klúbbar sendu sveitir í keppnina og voru það kylfingar úr GR sem báru sigur úr býtum og hlutu hin veglegu verðlaun sem varnarliðið hefur gefið til þess- arar keppni. Úrslit keppninnar urðu annars þessi: 1. Sveit GR 2. Sveit GK 3. Sveit GS 4. Sveit GV 5. Sveit GA 6. Sveit NK 7. Sveit GL 8. Sveit Varnarl. 471 högg 477 högg 481 högg 500 högg 522 högg 540 högg 593 högg 579 högg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.