Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 23 Sanngjarnt jafn- tefli varð í leik Hauka og Þróttar m HAUKAR Hafnarfirði og bróttur frá Neskaupstað gerðu jafntefli. 1 — 1. í fyrsta leik si'num í 2. deild í knattspyrnu á Hvaleyrarvelli á Iaugardag. Úrslit í leiknum eru sanngjörn eftir gangi hans. Lið Hauka sótti mun meira í fyrri hálfleik, og á köflum brá fyrir sæmilegum samleiksköflum, en þess á milli var leikurinn frekar þófkenndur af hálfu beggja liða. Um miðjan fyrri hálfleik fengu Haukar vítaspyrnu sem Ólafur Jóhannesson tók og tókst honum ekki betur til en svo að hann skaut í þverslá! Það var svo á 37. mínútu leiksins sem fyrsta markið var skorað. Haukar fengu hornspyrnu sem var tel tekin og Guðjón Sveinsson skallaði knöttinn lag- lega yfir markvörðinn. Þróttarar áttu nokkrar ágætar sóknarlotur og þjálfari liðsins, Helgi Ragnars- son, jafnaði svo leikinn á 41. mínútu, eftir hornspyrnu Hauka. Skaut Helgi föstu skoti í bláhorn marksins, sem Axel markvörður Hauka réð ekki við. Síðari hálf- leikur var frekar þófkenndur og lítið bar á samleik, en þess ber að gæta að keppnistímabilið er að hefjast og leikur beggja liða á án efa eftir að stórbatna. Guðjóni Sveinssyni í liði Hauka var vísað af leikvelli í síðari hálfleik og var það mjög strangur dómur. Léku Haukar 10 eftir það en ekki tókst Þrótti að notfæra sér það sem skyldi. Ekki voru umtalsverð tækifæri í síðari hálfleik. Haukar áttu að vísu gott tækifæri á 12. mín. síðari hálfleiks, en skallað var yfir. Lið Þróttar má vel við una að fá 1 stig í sínum fyrsta leik tímabils- ins og það á útivelli, það er spá undirritaðs að liðið eigi eftir að standa sig vel í deildinni og koma á óvart. Leikmenn eru gæddir baráttuvilja og með fleiri leikjum ætti liðið að ná betur saman. Haukaliðið kom all þokkalega frá leiknum, þeirra besti maður var Ólafur Jóhannesson. Er hann lipur leikmaður og gerir ávallt tilraun til að byggja upp samleik. -þr. ÍBV Ársæll Sveinss. Örn Óskarss. Einar Friðþjófss. Þórður Hallgrímss. Friðfinnur Finnbogas. Snorri Rútss. Valþór Sigþórss. Óskar Valtýss. Sigurlás borleifss. Tómas Pálss. Karl Sveinss. Sveinn Sveinss. )vm.) Breiðablikt Sveinn Skúlason Gunnlaugur Ilelgas. Bjarni Bjarnason Ilelgi Helgason Einar Þórhailss. Valdimar Valdimarss. Vignir Baldurss. bór Hreiðarsson Ilinrik bórhallss. Gísli Sigurðss. Ólafur Friðrikss. Sigurþln Randverss. (vm.) Víkinguri 2 Diðrik Ólafsson 3 3 Ragnar Gíslason 2 2 Magnús Þorvaldss. 2 2 Gunnar Ö. Kristjánss. 2 3 Róbert Agnarss. 3 1 Heimir Karlsson 3 2 Helgi Helgason 2 3 Viðar Elfasson 3 2 Jóhann Torfas. 2 2 Arnór Guðjohnsen 2 2 óskar Tómass. 3 2 Lárus Guðmundss. . (vm) . 1 DÓMARL Sævar Sigurðss. . 3 KA> 2 Þorbergur Atlason 3 2 Steinþór Þórarinss. 1 2 Gunnar Gfslason 2 2 Guðjón Harðars. 2 2 Haraldur Haraldss. 2 2 Gunnar Gunnarss. 2 2 Sigbjörn Gunnarss. 2 4 Eyjólfur Ágústss. 2 2 Jóhann Jakobss. 4 2 Óskar Ingumundars. 1 1 Elmar Geirss. (vm.) 1 1 DÓMARIi Magnús V. Péturss. ...........................4 ÞRÓTTUR. Rúnar Sverrisson 3 Guðmundur Gíslason 2 Úlfar Hróarsson 2 Jóhann Ilreiðarsson 3 Sverrir Einarsson 2 Daði Ilarðarson '2 Árni Valgarðsson 2 Ársæll Kjartansson 1 Halldór Árason 3 Sverrir Brynjólfsson 2 Þorgeir borgeirsson 2 borvaldur Þorvaldss. (vm.) 2 Kefiavíkt borsteinn Bjarnason Óskar Færset Kári Gunnlaugsson Gísli Grétarsson Gísli Torfason Sigurður Björgvinsson Einar Ólafsson Hilmar Hjálmarsson Rúnar Georgsson Hilmar Hjálmarsson Þórður Karlsson Þénrir Sigfússon Ómar Ingvarsson (vm) Skúli Rósantsson (vm) ÍA. Jón Þorbjörnsson 2 Guðjón bórðarson 1 Kristinn Björnsson 1 Sigurður Ilalldórsson 2 Jón Gunnlaugsson 2 Jón Áskelsson 2 Karl Þórðarson 4 Jón Alfreðsson 3 Pétur Pétursson 3 Matthfas Hallgrfmsson 1 Árni Sveinsson 3 Guðbjörn Tryggvason (vm.) 1 Dómarii Guðmundur Haraldsson 3 FII. Þorvaldur Þórðarsson 1 Jón Ilinriksson 2 Gunnar Bjarnason 2 Pálmi Sveinbjörnsson 2 Viðar Halldórsson 2 Pálmi Jónsson 2 Logi Ólafsson 2 Janus Guðlaugsson 3 Ásgeir Arnbjörnsson 1 Jóhann Rfkharðsson 2 Andrés Kristjánsson 2 Benedikt Guðbjartsson (vm) 2 Dómari Ilreiðar Jonsson 3 ■p t-* S* *** m ■ ■v,. ?;%«.<. . -i. JsggaPÍSS wwtnMBlillwBrWPwBi Austramenn sækja að marki Ármanns, en hættunni er bægt frá. Frá vinstri. Stefán, Hjálmar, óskar Smári, Gunnar, Bjarni, Egill. (Ijósm. Friðþjófur). Ósigur hjá Austra í fyrsta leiknum ÁRMANN fékk tvö dýrmæt stig í fyrsta leik sfnum í 2. deild knattspyrnu í ár er liðið vann Austra frá Eskifirði 1.0 á Melavellinum á laugardag. bað var Smári Jósafatsson sem skoraði mark Ármenninga á markamínútu fyrri hálfleiksins, þ.e. 43. mfnútu. Eftir mistök í vörn Eskfirðinga náði Smári knettinum og lyfti honum laglega yfir Sigurð Gunnarsson markvörð Austra. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Ármenningar þó sterkari og í síðari hálfleiknum réðu þeir alveg gangi leiksins. Þeir voru þó klaufskir að skapa sér tækifæri og mark Austra komst sjaldan í hættu. I ákafanum í sókninni gættu Ármenningar ekki að sér í vörninni og Bjarni Kristjánsson komst tvívegis í dauðafæri en tókst ekki að skora að þessu sinni. Miklar breytingar hafa orðið á liði Ármanns frá því í fyrra. Þrátt fyrir þennan sigur verða Ármenn- ingar að gera betur ætli þeir sér einhvern hlut í 2. deildinni í ár. Beztu menn liðsins voru Gunnar Andrésson, Halldór Sigurðsson, sem hefur mikla knatttækni þó yfirferðin sé ekki mikil og Einar Guðnason, sem gerði mikinn usla í vörn Austra. Lið Austra lék nú sinn fyrsta leik í 2. deild fyrr og síðar og er ljóst að liðið vantar meiri reynslu og samæfingu. Segja má að þetta hafi verið fyrsta samæfing liðsins á keppnistímabilinu og bætti ekki úr skák að þrjá menn vantaði úr fyrirhuguðu byrjunarliði. í liði Austra eru þó nokkrir ágætir leikmenn og að þesu sinni voru þeir beztir Sigurður Gunnarsson markvörður, Steinar Tómasson, Björn Árnason og Jón Baldursson. Leikinn dæmdi Kjartan Ólafs- son og slapp hann allvel frá leiknum. - Aij. Heppnissigur hjá Þór í Sandgerði Sandgerði 15. maí. ÞÓR frá Akureyri byrjaði baráttu sína fyrir að endurheimta sæti sitt í 1. deild með miklum heppnissigri gegn Reyni í Sandgerði á laugar- daginn. Eina mark leiksins var gert úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks af Sigurði Lárussyni, en vítaspyrnan var dæmd er varnar- maður Reynis og sóknarmaður Þórs börðust um knöttinn á markteigs- horni og féllu báðir viö. Dómarinn flautaði og eftir pví sem virtist eftir talsverða umhugsun benti á víta- punktinn. Að dómi heimamanna mjög vafasamur dómur. En gangur leiksins var annars sá, að í byrjun var leikurinn í jafnvægi en er leiö á hálfleikinn sóttu Reynismenn í sig veðriö og áttu talsvert meira í leiknum en erfitt reyndist þeim að finna leiðina í markið, þrátt fyrir allmörg góð færi og hefði ekki verið ósanngjarnt að þeir hefðu haft yfir 1-2 mörk í hálfleik. Á 4. mínútu sfðari hálfleiks kom svo markið eins og áður er lýst en eftir það sóttu Reynismenn mun meira til leiksloka en gekk eins og í fyrri hálfleik illa að koma knettinum í markið. það tókst þó þegar um 5 mínútur voru til leiksloka er Hjörtur Jóhannsson skallaði mjög laglega í markið en dómarinn dæmdi markið af, sagði leikmönnum sem mótmæltu að Hjörtur hefði ýtt við varnarmanni en eftir leikinn að rangstaða hefði verið rétt áður. í þrjú skipti önnur komust Reynismenn í góð færi en skutu beint í fang markvarðar Þórs og einu sinni munaöi hársbreidd aö liggjandi Reynismaður næði til knatt- arins um metra frá marklínu. Rétt fyrir leikslok gættu Reynismenn ekki að sér í sóknarákafanum og komst ast í kvöld SÍÐASTI loikur fyrstu umferðar í 1. deild íslandsmótsins í knattspvrnu fer fram á Laugar- dalsvellinum í kvöld klukkan 20 <>K mætast þá Rcykjavikurliðin Valur og Fram. Samkvæmt leikjabók mun Grétar Norðfjörð dæma leikinn. Jón Lárusson einn inn fyrir í dauðafæri en skot hans var óná- kvæmt og Jóni Örvari markverði Reynis tókst að koma fingrum í knöttinn þannig að hann lenti í stöng. Um það bil 10 síðustu mínútur leiksins léku Þórsararnir einum færri, en Arna Gunnarssyni var sýnt rauöa spjaldið og vísað af velli. Fannst áhorfendum það vonum seinna að dómarinn sýndi að hann hefði ekki gleymt spjöldunum heima þó mönn- um fyndist að mun grófari brot hefðu áður sést án refsingar, sérstaklega þó brot Sigurðar Lárussonar á Ara Arasyni í f.h. Dómari í leiknum var Hinrik Lárusson, Akureyringur og fyrrver- andi Þórsari, og voru heimamenn mjög óánægðir með dómgæzlu hans og gerðu nokkrir áhorfendur aösúg að Hinrik eftir leikinn en því lauk þó slysalaust en þeir settu Ijótan blett á áhorfendur í Sandgerði. Leikmenn Þórs voru jafnir og skar sig enginn úr nema þá helst Sigurður Lárusson, sem var mjög sterkur í vörninni en óþarflega grófur á köflum. f liði Reynis vakti mikla athygli kornungur leikmaður, Jó- hannes Sigurjónsson, sem lék þarna sinn fyrsta meistaraflokksleik en mun áreiöanlega leika fleiri. — Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.