Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 25 FRÍSKIR NORÐANMENN NAÐU ÖÐRU STIGINU AF BLIKUNUM EKKI verður annað sagt en að nýliðar KA í 1. deildinni hafi komið verulega á óvart í fyrsta leik sínum í henni frá upphafi. Norðanliðið gerði sér lítið fyrir og náðí öðru stiginu í leik sínum viö Breiðablik á fagurgrænum og fallegum Kópavogsvellinum á laugardaginn og KA átti stigið fyllilega skilið, pví ef unnt er að tala um að annað liöið hafi verið hinu betra í pessum jafna leik, pá voru paö Norðanmennirnir. Jóhann skoraði fyrsta markið Það var Jóhann Jakobsson, hinn stórskemmtilegi leikmaður KA-liðsins, sem skoraði fyrsta mark 1. deiidar keppninnar í ár. Það mark kom á 38. mínútu leiksins eftir hornspyrnu KA-liðs- ins, en áður hafði hurð skollið nærri hælum við UBK-markið, er markvörður Blikanna hélt ekki föstu skoti Jóhanns og Óskar Ingimundarson komst í gott færi. Þá náði markvörðurinn að bjarga í horn. Ur hornspyrnunni kom góð fyrirgjöf fyrir mark Breiðabliks, og Jóhann skoraði með föstu skoti. Sókn sú er gaf KA-mönnum þetta mark var raunar fyrsta verulega hættulega sókn þeirra í leiknum, en áður höfðu Breiða- bliksmenn verið meira með knött- inn og nær því að skora. Þeir voru t.d. mjög óheppnir á 18. mínútu er Vignir Baldursson átti skalla að KA-markinu úr góðu færi, en þá lenti knötturinn innan á stöng, og rúllaði síðan eftir marklínunni og út. En eftir mark Jóhanns Jakobs- sonar náðu KA-menn betri tökum á leiknum en þeir höfðu haft áður. Sjálfstraust þeirra og ákveðni varð meiri og það sem eftir lifði leiksins höfðu þeir í fullu tré við Breiðabliksmenn, sem þó náðu að jafna fyrir leikhlé og komast síðan yfir í byrjun seinni hálfleiks. Fyrra mark sitt skoruðu Blik- arnir undir lok fyrri hálfleiksins. Gísli Sigurðsson vann þá einvígi við annan bakvörð Akureyrarliðs- ins á vinstri kantinum og átti síðan góða fyrirgjöf, þar sem Valdimar Valdimarsson kom að- vífandi, og „negldi" knöttinn í mark Akureyrarliðsins. Var fall- ega að þessu marki staðið hjá Blikunum. Menn voru svo tæpast búnir að koma sér fyrir á áhorfendapöllun- um eftir leikhléið þegar Breiðablik hafði náð forystu í leiknum. Vörn KA sofnaði þá illilega á verðinum, og allt í einu var Þór Hreiðarsson kominn í gott færi og sendi knöttinn af öryggi framhjá Þor- bergi Atlasyni í KA-markinu. UBK - KA 2-2 Texti: Steinar J. Lúövíksson Mynd: Friðpjófur Helgason Sigbjörn jafnaði En KA-menn virtust ekki láta það mikið á sig fá þótt svona færi, og fyrri hluti seinni hálfleiks var bezti kafli þeirra í leiknum. Kom líka fljótlega að því að barátta þeirra bar árangur, þar sem þeir fengu dæmda vítaspyrnu á Breiða- blik. Aðdragandi hennar var sá að eftir góða hornspyrnu Sigbjörns Gunnarssonar skallaði Jóhann Jakobsson á Breiðabliksmarkið, og átti Bjarni Bjarnason ekki annars úrkosta en að verja með höndum, þar sem knötturinn var að sigla inn í markhornið. Dómari leiksins, Magnús V. Pétursson, sem maður sá tæpast gera mistök í leiknum, dæmdi vitanlega vítaspyrnu, og úr henni skoraði Sigbjörn Gunnars- son með ágætu skoti. Þegar kom fram yfir miðjan seinni hálfleik dofnaði verulega yfir leiknum, og virtist sem úthald leikmanna beggja liðanna væri ekki sem skyldi. Leikurinn fór þá að mestu fram á vallarmiðjunni, þar sem hann gekk mótherja á milli, og aðeins sárasjaldan greiddist úr flækjunni. Eina um- talsverða tækifærið átti Ólafur Friðriksson Breiðabliksmaður, sem skaut framhjá úr góðu færi sem kom eftir aukaspyrnu. KA-menn frískir Sem fyrr getur kom KA-liðið á óvart í leik þessum og sýndi oft skemmtilega takta. Áberandi bezti leikmaður liðsins var Jóhann Jakobsson, sem hefur næmt auga fyrir möguleikum sem bjóðast og barðist af gífurlegum krafti leik- inn út. í heild má hrósa KA fyrir dugnað í leiknum, og þegar fram í sækir og liðið verður búið að komast yfir þann skrekk sem því fylgir óhjákvæmilega að vera að stíga fyrstu skrefin í 1. deild, þá segir undirrituðum svo hugur, að það geti orðið erfitt viðureignar fyrir hvaða lið í deildinni sem er. Helzti veikleiki liðsins í þessum leik, að mati undirritaðs, var það hvað það henti oft að varnarleik- fslandsmóHð i. delld •í-' j- -/, s*- menn þess „dekkuðu" mótherjana stundum illa upp, og eins hvað lítið var gert til þess að dreifa spilinu í sóknarleiknum. Alltof oft var sótt upp miðjuna. Hið sama má segja um lið UBK. Það sótti alltof mikið upp miðjuna og auðveldaði þannig KÁ vörnina. Eini maðurinn sem gerði eitthvað til þess að reyna að dreifa spilinu var Þór Hreiðarsson, sem jafn- framt var langbezti leikmaður Breiðabliks í leiknum. Það verður að segjast eins og er, að Breiða- bliksliðið virkaði nokkuð óöruggt í leiknum, og það vantaði neista til þess að ná meiru út úr leik sínum. I STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Kópavogsvöllur 13. maí. ÚRSLIT: UBK — KA 2—2 (1-1). MÖRK UBK: Valdimar Valdimars- son á 42. mínútu og Þór Hreiðars- son á 47. mín. MÖRK KA: Jóhann Jakobsson á 38. mínútu og Sigbjörn Gunnars- son á 51. mín. ÁMINNING: Engin. ÁHORFENDUR: 989. • Hinn kornungi Arnór Guðjohnsen er þarna kominn inn fyrir vörn Eyjamanna og skorar annað mark Víkings með því að vippa boltanum yfir Ársæl markvörð og í markið. Vörn ÍBV er víðsfjarri eins og sjá má og leikmenn ÍBV og áhorfendur héldu því fram eftir leikinn að Arnór hefði verið rangstæður. Tvö umdeild mörkfærðu Víkingi sigur yfir ÍBV TVÖ UMDEILD mörk færðu Víkingi óvæntan sigur yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í islandsmótinu en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum á laugardaginn.Áhorfendum hitnaöi mjög í hamsi eftir að Víkingunum tókst að skora mörkin tvö og bitnaði reiði peirra fyrst og fremst á öðrum línuverðinum, Eiði Guðjohnsen. Tvívegis var ráöist aö Eiði með hnefahöggum og pótti vissara að kalla til lögreglu og veitti hún Eiði fylgd til búningsherbergjanna eftir leikinn. Kann pessi framkoma áhorfenda aö hafa pær afleiöingar að lið ÍBV fái heimaleikjabann. • Valdimar Valdimarsson sækir að marki KA en gamla kempan Þorbergur Atlason er fljótari til og handsamar knöttinn. Fyrra mark Víkings koma á 59. mínútu leiksins. Víkingarnir léku þá vel saman í áttina að marki Eyja- manna og var knötturinn síðan gefinn inn í vítateig ÍBV. Þeir Friðfinnur Finnbogason miðvörður ÍBV og Jóhann Torfason miöherji Víkings böröust þar um boltann en Jóhann haföi betur og náði að spyrna að markinu alveg úti við stöng. Mikili darraðardans var á marklínunni en þeim Ársæli markverði ÍBV og Einari Friðþjófssyni bakverði tókst að koma boltanum frá í sameiningu. Sævar Sigurösson dómari var ekki í aöstööu til að sjá nákvæmlega hvað gerðist og lét hann leikinn halda áfram. En Eiður línuvörður veifaði óspart og stöðvaði Sævar þá leikinn, hljóp til Eiðs og dæmdi markiö gilt eftir að hafa ráðfært sig við hann. Gífurleg gremja brauzt út á áhorfendapöll- unum og réðst einn áhorfenda að Eiði. Varð að gera hlé á leiknum á meðan ró var að komast á. BOLTINN FÓR INN FYRIR LÍNUNA Eins og vænta mátti var þetta mark mikið umrætt eftir leikinn en enginn vafi leikur á því að ákvörðun Eiös var rétt. Boltinn fór yfir marklínuna. Undirritaður blaðamað- ur stóð við markiö og var í mjög góöri aöstööu til þess aö sjá hvaö fram fór. Ég get fullkomlega staðfest að boltinn fór 20—40 sm inn fyrir marklínuna áður en þeim Ársæli og Einari tókst að koma boltanum frá. Eftir leikinn voru varnarmenn ÍBV spurðir um þetta atvik, þeir Einar Friðþjófsson, Þórður Hallgrímsson og Örn Óskarsson, og bar þeim öllum saman um að boltinn hefði farinn inn fyrir marklínuna, „líklega einar 2—3 boltabreiddir" eins og Þórður orðaði þaö. Eiður línuvörður kvaðst alveg hafa verið viss í sinni sök. „Ég var í mjög góöri aöstööu til þess að sjá hvað fram fór. Boltinn fór vel inn fyrir marklínuna í umræddu tilviki." VAR ARNÓR RANGSTÆÐUR? Seinna markið kom svo á 74. mínútu og það var einnig mjög umdeilt. Viðar Elíasson sendi þá háan snúningsbolta fyrir markið frá hægri kantinum. Varnarmenn ÍBV hikuðu, hafa líklega haldið að Víkingarnir væru rangstæðir. Ársæll markvörður hikaði líka í fyrstu en stökk síðan út í teiginn og reyndi að ná boltanum en hinn ungi framherji EHI Textii Sigtryggur Sig- tryggsson Myndir. Sigurgeir Jónas- son og Sigtr. Sigtryggsson, Víkings, Arnór Guðjohnsen, var fljótari til og í markið skoppaði boltinn eftir laust skot Arnórs. Áhorfendur urðu nú ævareiðir í annaö sinn í leiknum og töldu að Arnór hefði verið rangstæður þegar boltinn var gefinn fyrir. Eftir leikinn sagöi Eiður línuvörður að enginn Víkingur hefði variö rangstæður þegar boltanum var spyrnt og það sama sagði Sævar dómari. Hann kvaöst hafa fylgst sérstaklega meö Arnóri í þessu tilviki og hann hefði tekið sprettinn eftir að boltanum var spyrnt og hefði hann veriö orðinn fremsti maður þegar boltinn barst niður í teiginn. í sínum huga hefði ekki verið neinn efi um það að hann hafi ekki verið rangstæöur þegar boltanum var spyrnt. Aftur á móti héldu varnarmenn ÍBV því fram eftir leikinn að Arnór hefði verið rang- stæður ( þessu tilviki. Eftir þetta mark skundaöi einn áhorfenda inn á völlinn og réðst á Eiö línuvörð og sló hann í andlitiö. Lenti Eiður í áflogum við áhorfandann en ábyrgir menn komu að og fjarlægöu ólátasegginn. Í ALLRA ÞÁGU AD SLÍKT ENDURTAKI SIG EKKI Aðsúgurinn, sem gerður var að Eiöi Guðjohnsen, setti leiöinlegan blæ á leikinn. En reiði áhorfenda var aö einu leyti skiljanleg. Sonur Eiðs, hinn stórefnilegi Arnór Guðjohnsen, leikur í framlínu Víkings og enda þótt Eiður dæmi fyrir Ármann er hæpið að setja hann sem línuvörð á leiki sonar si'ns. Eiður vann verk sitt vel og samvizkusamlega í þessum leik, um það efast enginn en það er ætíð hætta á því að umdeild atvik komi upp eins og gerðist aö þessu sinni. Það spurðist fljótt út meðal áhorf- enda hver tengsl þeirra Eiðs og Arnórs væru og þá var ekki að sökum aö spyrja eftir mörkin tvö, allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum. Það er í allra þágu að dómarar og línuverðir séu ekki settir á leiki þegar tengslin við leikmenninna eru jafn náin og í þessu tilviki. MIKIL BARÁTTA EN LÍTIL KNATTSPYRNA En snúum okkur að leiknum sjálfum. Hann var í heild fremur slakur. Mikil barátta var í báðum liðum en hvorugu liðinu tókst aö ná upp samleik á mjúkum grasvellinum við Hástein. Þess meira var um langspyrnur, sem varnarmenn beggja liöa réöu auöveldlega við. Vestmanneyingar léku undan strekk- ingsvindi í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér umtalsverö tækifæri. Víkingarnir náðu af og til sóknarlot- um í átt að Eyjamarkinu en þeim tókst heldur ekki að skapa sér tækifæri. Vestmanneyingarnir léku á móti vindinum í seinni hálfleik og þegar á hálfleikinn leið þyngdist sókn þeirra heldur meira og virtust þeir vera að ná góöum tökum á leiknum þegar fyrra mark Víkings kom. En þegar þeir komust að marki Víkings stóð Diðrik markvöröur þar sem klettur og hirti alla bolta af öryggi. Beztu tækifærin fengu Eyjamenn undir lokin. Á 91. mínútu var dæmd vítaspyrna á Víking og kom sá dómur mörgum á óvart en Sævar dómari var ekki í vafa, sagði að varnarmaður Víkings hefði hrint sóknarmanni ÍBV inni í teignum. Sigurlás Þorleifsson tók spyrnuna en mistókst herfilega, spyrnti langt framhjá. Afram hélt lelkurinn í nokkrar mínútur enn þótt komið væri fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurlás átti hörkuskot í stöng og á síðustu mínútu leiksins komst Arnór Guðjohnsen einn inn • Sigurlás Þorleifsson reynir að koma boltanum í markið framhjá Diðrik markverði og Ragnari bakverði en ekki tókst Sigurlás að skora að þessu sinni. fyrir vörn IBV en Arsæll varði laust skot hans án erfiðismuna. Víkingarnir voru að vonum mjög ánægðir í leiksiok og kváöust horfa björtum augum til mótsins eftir þessa góðu burjun. Eyjamenn voru von- sviknir eins og viö var aö búast. Mátti heyra á þeim eftir leikinn að það hefði verið slæmt fyrir „móralinn“ í liöinu aö Ólafur Sigurvinsson skyldi fara í óvænt frí til Spánar aðeins tveimur dögum áöur en mótið hófst. En Eyjamenn hafa löngum byrjað illa í íslandsmóti en samt orðið í fremstu röð í mótslok og sögðust þeir því engu kvíða. LIÐIN Erfitt er að dæma liðin eftir þessum fyrsta leik. Þau eiga bæði vafalaust eftir að leika betri knatt- spyrnu þegar á mótið líður. En eitt er víst að ekki skortir leikmenn liðanna baráttugleði. í liði Víkings var Diðrik Ólafsson mjög öruggur í markinu. Ætti hann að vera sjálfsagður í landsliðshópinn. Vörninn var sterk fyrir og kom mest á óvart frammi- staða 17 ára pilts, Heimis Karlssonar, sem þarna lék sinn fyrsta meistara- flokksleik. Þar er á ferðinni efni í góðan varnarmann. Á miöjunni var Viðar Elíasson góður og í framlínunni skapaðist oftast hætta þegar Óskar Tómasson fékk boltann. Arnór Guð- johnsen gerði margt laglegt. Örn Óskarsson var nú í fyrsta skipti reyndur í stöðu hægri bakvarð- ar í liði ÍBV og var hann bezti maður liðsins, fastur fyrir í vörninni og sókndjarfur ef svo bar undir. Víkingarnir reyndu mikið hábolta fram miöjuna og þar stóð Friðfinnur Finnbogason fyrir sem klettur og hirti alla bolta. Var hann öruggur í þessum leik. Á miðjunni var ðskar Valtýsson ódrepandi sem fyrr en framliðnumennirnir voru með dauf- ara móti. í STUTTU MÁLI, íslandsmótið 1. deild, grasvöllurinn við Ilástein í Vestmannaeyjum 13. maí, ÍBV—Víkingur 0,2 (0,0). Mörk Víkings, Jóhann Torfason á 59. mínútu og Arnór Guðjohnsen á 74. mínútu. Áminningar, Karl Sveinsson ÍBV og Ragnar Gíslason Víkingi bókað- ir. Áhorfendur. 498. Haukur og Ásdís urðu SÍÐASTA skíöamótiö á keppnistímabili skíöa- manna fór fram í Siglufiröi um síöastliöna helgi. Var par um að ræða Skarösmótiö og svo stórsvigskeppni „Húsavíkurmótsins“ sem varð að fresta á sínum tíma. Keppni pessi var liður í stigakeppni Skíðasambands íslands en stiga- hæstu einstaklingarnir hljóta svo skíöabikar íslands. Haukur Jóhannsson Akureyri hlaut nú bikarinn í priðja skipti í röð, en hann hefur hlotið hann fjórum sinnum alls. Kornung stúlka, Ásdís Alfreðsdóttir, sem enn keppir í unglingaflokki sigraði í kvennaflokki. íslandsmeistararnir hlutu annað sætið, en í báðum tilvikum hafa pau dvalið erlendis og pví ekki getað tekið pátt í jafnmörgum mótum hér heima, sem gefa stig. Þá var einnig afhentu Göngubikarinn og hann hlaut Haukur Sigurðsson Olafsfirði, í öðru sæti varð Halldór Matthíasson Reykjavík og Ingólfur Jónsson, Reykjavík í priðja. Úrslit á Skarösmótinu: Svig karla Stig: Sigurður Jónsson, I. 77,34 Björn Olgeirsson, H. 80,15 Karl Frímannsson, A. 80,73 Svig kvenna, Ásdís Alfreðsdóttir, R. 74,62 Ása Hrönn Sæmundsdóttir, R. 76,10 Nanna Leifsdóttir, A. 88,56 Stórsvig karla, Sigurður Jónsson, I. 102,80 Einar Valur Kristjánsson, í. 107,86 Björn Olgeirsson, H. 108,78 Stórsvig kvenna, Ásdís Alfreðsdóttir, R. 89,16 Halldóra Björnsdóttir, R. 92,52 Kristín Úlfsdóttir, í. 92,57 „Húsavíkurmótið“ Stórsvig karla Sigurður Jónsson, I. 89,12 Haukur Jóhannsson, A. 90,30 91,68 71,65 77,29 77,50 Einar Kristjánsson, I. Stórsvig kvenna, Steinunn Sæmundsd., R. Ása Hrönn Sæmundsdóttir, R. Nanna Leifsdóttir, A. Úrslit í bikarkeppni Skíðasam- bands íslands 1978 urðu þessi: Alpagrcinar karla, Haukur Jóhannsson, A. 15! Sigurður Jónsson, í. 12! Einar Valur Kristjánsson, í. 11! Karl Frímannsson, A. 89,! Björn Olgeirsson, H. 8! Árni Óðinsson, A. 7l Alpagreinar kvenna, Ásdís Alfreðsdóttir, R. Steinunn Sæmundsdóttir, R. Ása Hrönn Sæmundsdóttir, R. Halldóra Björnsdóttir, R. Kristín Úlfsdóttir, í. Margrét Baldvinsdóttir, A. 170 156 SO/ÞR • Sigurður Jónsson sigraði með yfirburðum í alpagreinum karla á Skarðsmótinu í Siglufirði um helgina. Hann varð annar í stigakeppni Skíðasambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.