Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Knattrekstur og leikbrellur Sérhverjum leikmanni í nútíma knatt- spyrnu er nauðsynlegt að hafa góð tök á knattrekstri og leikbrellum. Með sterkri gæslu mótherja takmarkast það svæði sem við höfum og um leið sá tími er við höfum knöttinn undir okkar stjórn. Við lendum því oft í þeirri aðstöðu að sendingamöguleiki er okkur lokaður, svo eina ráðið til að komast fram hjá mótherjanum er að rekja knöttinn að honum og „leika á hann“. Knattrekstur Þegar talað er um knattrekstur er honum oft skiþt í tvo hluta: 1. Knattrak (hægt knattrak) 2. Hlaup með knött (hratt knattrak) í fyrsta lagi er knattrak þar sem við rekjum knött fremur hægt (ekki mestur hraði) að ákveðnu marki, m.a. til að ná betri staðsetningu með knöttinn á vellinum eða að finna bestan sendingamöguleika. En hið seinna, eða að hlaupa með knöttinn (hratt knattrak) er hann knúinn áf. am með miklum eða mestum hraða. Tækni þessara tveggja atriöa er í meginatriðum það sama. Við komum knettinum á hreyfingu með litlum og mjúkum snertingum, líkist því að ýta við honum, þó svo að þessar snertingar tilsvara raunar sþyrnum. Bolurinn er frekar álútur, fætur vel bognir, heldur meira en í venjulegu hlaupi og sjóninni beint fram völlinn (2—5 m fram fyrir knöttinn). Leikmaður hefur þá bæði knött og næsta umhverfi innan sjónmáls. Athugið að festa ekki augun um of á knettinum, heldur að bera höfuðið hátt. Gott getur verið að horfa á knöttinn um leið og hann er snertur en síðan að líta upp. Mynd 64 sýnir m.a. líkamsstöðuna við knattrak með innanverður fæti. 1. Með innanverðum fæti. 2. Meðristinni. 3. Með utanverðum fæti. Athugiö vel stöðu líkamshlutanna á myndunum við æfingarnar hér á eftir. Knattrakið æft 1. Æfið sjálf hægt og hratt knattrak. Notið bæði hægri og vinstri fót og allar 3 aðferöirnar. Reynið að halda knetti eins nálægt fótum og hægt er, missið hann ekki of langt frá ykkur. 2. Viö rekjum knöttinn að ákveðnu merki (10—15 m) með vinstra fæti og til baka með hægri. Mynd 65. 3. Sama fyrirkomulag og við æfingu 2, en nú er knötturinn rakinn innan og utanfótar til skiptis, í hvert skipti og fóturinn er færður fram, athugið vel að spyrna knettinum ekkí of langt frá ykkur heldur að „ýta“ honum mjúkt áfram. Sjá mynd 66 um þetta atriði. Knatt- spyrnu- þættir Janus Gudlau^sson tók sainan 4. Leikmenn rekja knött í ákveðinn hring. Hér er aöeins notaður innanverður fóturinn, sbr. mynd 67. 5. Sama æfing og 4, en nú er rekiö með utanveröum fæti sbr. mynd 68 sýnir okkur. 6. „Knöttur rekinn í áttu“, og bæði notuð innanverður og utanverður fótur sem og ristin. Sjá mynd 69. 7. Nú æfa nokkrir saman í hóp. Einn stjórnar hreyfingum, hinir fylgja stefnu hans sbr. mynd 70. Hér verðið þið því að líta uþp öðru hvoru. 8. Hópur leikmanna rekur knött á af- mörkuðu svæði, t.d. í markteig miðjum hringnum eða helmingi hans. Leikmennirnir mega ekki rekast á og missa stjórn á knettinum. Þessi æfing krefst tilfinningar fyrir knettinum og einnig að leikmenn líti öðru hvoru upp og átti sig á hreyfingum hinna leikmannanna, sbr. mynd 71. Mynd 71 Knettinum skýlt fyrir mótherjanum Viö veröum einnig að læra að skýla knettinum fyrir mótherjanum samfara knattrakinu. Ef mótherjinn hleypur vinstra megin við þig, þá leikum við knettinum með hægra fæti (utanfótar), og svo öfugt ef mótherjinn fer hægra megin. Leikmaður skal alltaf gæta þess að hafa líkamann milli knattarins og mótherjans, sbr. mynd 73 sýnir okkur. 9. Knattrak æft með mótherja eins og lýst var hér að framan. Mótherjinn færir sig til skiptis sitt hvorum megin við leikmanninn, sbr. mynd 72 sýnir okkur. 10. Einn á móti einum. Þetta er góð æfing viö að þjálfa uþp tæknina við að skýla knettinum. Æfið ykkur á afmörkuðu svæði. Sjá mynd 73. Knattrekstur meö leikbrellum (gabbhreyfingum) — Einleikur — Þetta er eitt af þeim tækniatriðum sem ■ hvað mest heillar leikmenn og ekki síður áhorfendur — ef vel er framkvæmt. Tækni einleiksins er samantvinnað af knattrekstri, viðbrögðum og stöðvunum, snúningum, vindum og fótsveiflum og síðast en ekki síst gabbhreyfingum. Að skýla knettinum rétt er enn meira áríðandi nú en í knattrekstrinum. Grunntækni Til að ná góðum tökum á knattrekstri með leikbrellum, einleik, verðum við að hafa góð tök á gabbhreyfingum. Með gabbhreyf- ingum tælum viö mótherjann til rangra viðbragða. Við verðum að framkvæma gabbhreyfinguna vel og rólega í upphafi, eða þannig að mótherjinn fái tíma til að ánetjast. Síðan kemur hin fyrirhugaða hreyfing — leyftursnöggt, svo mótherjinn situr eftir. Þetta virðist ekki flókið, en það krefst títímasetningar og réttrar fjarlægðar frá mótherja, auk góðrar knattmeðferðar. Áður en við tökum fyrir nokkur mismun- andi afbrigði varðandi leikbrellur — einleik, getur verið gott að fara í nokkrar æfingar er sýna okkur þjálfun gabbhreyfinga. Æfingar: 1. Eltingaleikur á litlu og afmörkuðu svæði, mynd 74. 2. Hlauþið milli prika sem sett eru upp í einni röð, sbr. mynd 75 sýnir okkur. 3. Stokkið á milli hringja eins og mynd 76 sýnir okkur. Leogja eða stytta má bil milli Nokkrar leikbrellur 1. Ein auöveldasta leiðin viö aö leika á - mótherjann er einfaldlega að breyta hraðanum í knattrekstrinum. Leikmaður rekur knöttinn, læst ætla aö stööva, en tekur þess í stað snöggt viðbragð með knöttinn, mynd 77. 2. Tveir leikmenn hlauþa samhliða, sbr. æfing 1. Sá sem rekur knöttinn læst ætla að spyrna aftur fyrir sig með hælnum, en þess í stað flytur hann fótinn yfir knöttinn og dregur hann áfram með snöggum rykk. Mótherjinn situr eftir. Sjá mynd 78. 3. Skotbrellan er algengt bragð í leik. Leikmaður lyftir fætinum, líkt og hann búi sig undir að skjóta. Mótherjinn reynir að hindra fyrirhugað skot og lyftir öðrum fætinum (þungi hans því á öðrum fæti). Mynd 79 Þetta hagnýtir sóknarleikmaðurinn sér, og rekur knött fram hjá varnarmanninum (þeim megin sem stuðningsfóturinn er). Mynd 79 sýnir okkur áöurnefnt atriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.