Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 27 Ýmsar framkvæmdir eru á döfinni hjá GR GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur kynnti ný- lega fyrir fréttamönn- um starfsemi sína árið 1978. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefur fullan hug á því að komast sem næst því að fullgera völlinn og í því sambandi hefur stjórn G.R. haft samráð við stjórn íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjavík og Reykjavíkurborg, svo sem borgar- stjóra og íþróttafulltrúa Reykja- víkurborgar og hafa þessi yfirvöld tekið mjög vel í málaleitan G.R. Það eru mikil átök að fullgera golfvöllinn í það horf, með lág- markskröfur í huga. Verða margar flatir endurbyggðar, nýir teigar settir upp og ýmsar sandglompur settar. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ráðið til sín kennara í sumar þ.e. John Nolan, breskan golfkennara, er starfaði hér á vegum Golfsam- bands íslands s.l. sumar og náði mjög góðum árangri. Aður hafði hann starfað bæði í Danmörku og Bretlandi. Hugmynd stjórnar G.R. og John Nolan er að byggja upp sérstakt unglingastarf innan G.R. og hefur hann alla forgöngu um það mál. Nú í sumar verður tekinn í notkun sérstakt æfingasvæði, sem hefur verið í undirbúningi s.l. ár, er það svæði um 9000 fm að stærð og verða leigðir út boltar til æfinga. Það hefur komið mjög til álita að Golfklúbbur Reykjavíkur taki að sér Evrópumeistaramót 1980 í golfi. Hefur Golfsamband íslands haft milligöngu um það mál við Evrópugolfsambandið. En það stendur og fellur með því hvort G.R. tekst að framkvæma þá hluti, sem fyrirhugaðir eru á þessu sumri. Slíkar framkvæmdir er ekki hægt að gera nema með sameiginlegu átaki félagsmanna og svo að sjálfsögðu yfirstjórn Reykjavíkurborgar og rikisins. Það væri óneitanlega skemmtilegt fyrir golfíþróttina að halda hér fyrsta Evrópumeistaramót hér á landi og það í golfi. Svæði það er Reykjavíkurborg hefur úthlutað G.R. er kjörið útivistarsvæði innan borgarmark- anna og ekki nema 10 mín. keyrsla frá hjarta borgarinnar. Þarna sér hver og einn yfir borgina frá einhverjum fegursta sjónarhóli innan borgarmárkanna. Vill stjórn Golfklúbbs Reykja- víkur hvetja alla þá, er una útivist og leik, að koma og skoða þá aðstöðu er upp á er að bjóða, félagslega sem aðra. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 1934, svo hann verður 45 ára á næsta ári. Það voru framsýnir menn, er áttu hlutdeild í stofnun Golf- klúbbs Reykjavíkur á sínum tíma, menn er höfðu áhuga á útiveru og sameinuðu hana í leik. Skilyrði þessara manna voru heldur léleg til rþróttaiðkana á þeirn tíma. Höfðu þeir smáspildu í Laugardal til ráðstöfunar, nánar til tekið þar sem stúka Laugar- dalsvallar stendur núna. Síðar fengu þeir til áfnota svæði í Eskihlíð. Það svæði var síðan tekið af Golfklúbb Reykjavíkur um 1962 — 63 og félagið fékk hjá Reykja- víkurborg svæði í Grafarholti. Þetta svæði var ekkert nema grjót og aftur grjót er félagsmenn tóku við svæðinu. Félagsmenn hafa unnið mikið starf í sjálfboða- vinnu til þess að koma þessu svæði í það horf, eins og það er í dag. Jafnframt hafa félagsmenn lagt mikla peninga að mörkum, til þess að gera aðstöðuna sem besta, bæði í félagsheimili og úti á velli. John Nolan við kennslu. Erlendar íþróttafréttir Ender og Mathes í heilagt hjónaband • A-þýsku sundstjörnurnar Kornelia Ender og Roland Mathes gengu í heilagt hjónaband síðast- liðinn laugardag í þorpinu Bitter- feld í A-Þýzkalandi. Samanlagt höfðu brúðhjónin hlotið 8 gull- verðlaun, 6. silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun á Ólympíuleikum. Þau hafa bæði hætt keppni, Ender hætti eftir Ólympíuleikana í Montreal, en þar hlaut hún fjóra gullpeninga og tvenn silfurverð- laun. Hún bætti heimsmetið í 100 m skriðsundi alls 10 sinnum. Besti tími hennar í 100 m skriðsundi er 55.65. Ólympíumeistar- inn mætir Ali • Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur upplýst að unnið sé að því að koma á nokkrum sýningar- kappleikjum í hnefaleikum á milli Muhammad Ali og Teofilo Steven- sson frá Kúbu. Það var hinn frægi fréttamaður ABC, Barbara Walt- ers, sem sagðist hafa þessar upplýsingar eftir áreiðanlegum heimildum frá Kúbu. Leikirnir verða um 15. september eða á líkum tíma og Ali reynir að endurheimta titil sinn í keppni við Spinks. Stevensson frá Kúþu hefur margoft verið boðin atvinnu- mennska í hnefaleikum en ávallt neitað, hann sigraði í þungavigt í hnefaleikum í Múnchen og síðan í Montreal. Sovétmenn meistarar í íshokkí • Sovétríkin sigruðu í heims- meistarakeppni í íshokkí sem fram fór í Prag. Var þetta í 15. sinn sem þeir hljóta titilinn síðan 1954. Tékkóslóvakía varð í öðru sæti og Kanada í þriðja. Sovétríkin sigruðu Tékka 3—1 í úrslitaleiknum. Kanadamenn hlutu nú verðlaun í fyrsa sinn síðan á vetrarolynpíu- leikunum í Grenoble 1968. Finni sigr- ar í velska rallinu • FINNINN Mikkola sigraði í velska alþjóða rallakstrinum sem fram fór um hvítasunnuna, ók | hann á Ford Escort. í öðru sæti var Bretinn Roger Clark, einnig á Escort. Finninn Markku hreppti svo þriðja sætið, hann ók á Fiat | Abarth. Itali varði trtil sinn • ROCKY Mattioli frá Ítalíu varði heimsmeistaratitil sinn í milli- þungavigt er hann rotaði Spán- verjann Duran í fimmtu lotu í keppni sem fram fór í Pescara á Italíu á sunnudaginn. Ve.ik: O E-:HALDiwVl 1 , STOKwHáLKÍ |_e.ÍKTOÍ.il-ilO C RL UA.K.T HAPIVllJ ioeUA.ii vAV*. FÍvJrooce. vat 0 uöejo'KsWi oo CT&itie haa.»oc.. peAjOSKA Úfe'OO oövocoo, e*> oö tpescAiE Þenc , eiso Ae>eiiJ5 rio ifjw X oetocxH Þeie 'i tT&OO C><* sáicio 'Vi.TA peiE. seAsiL.- VSIfJOM. VACTVWÍ.- VAjOHAklvJM gEH EJ&O 3WU STB.«CCÍte SÓVCMATE.- MÍIUOllOOVA ■ V66«AIC FKÍXKAC OW.LJ Afc> tHCOTotH ICOHAPOÍR., tSÍrerisT Hivjo O«o0li CoOOOOOC PeLE ’l FRgM6TO v/cd-ÍOO OCt PÍAojrosJÍ L.írtica*fj$ ffJNJ0tilTUA.fi. ðSOTA Ulte>\ HSiMð- S'—JZ Heimsmeistarar í góöri gæzlu • 10 vestur-þýskir öryggisverðir, þar á meðal meðlimir GSG-9, hinnar frægu v-þýsku öryggislög- reglu, munu sjá um að heims- meistararnir í knattspyrnu lendi ekki í vandræðum í Argentínu. Kostnaður er áætlaður í kringum 60,000 dollarar vegna gæslu þessarar. Mjög ströng öryggisgæsla verður í Argentínu á meðan á heimsmeistarakeppninni stendur, en Þjóðverjarnir ætla ekki að hætta á neitt. Það voru meðlimir GSG-9 sem frelsuðu gíslana úr Lufthansa-vélinni sem rænt var og flogið til Mogadishu í Sómalíu, þar sem tókst að frelsa gíslana. Yfirmaður v-þýsku öryggislög- reglunnar, Rupprecht, hefur farið til Argentínu og kynnt sér ræki- lega allar ráðstafanir sem gerðar verða meðan á keppninni stendur. Sovétrlkin sigruðu Rúmeníu 1-0 • SOVÉTRÍKIN sigruðu Rúmeníu í vináttulandsleik í knattspyrnu 1-0, sem fram fór í Búkarest. Það var Olin Blokhin sem skoraði fyrir Sovétríkin. Áhorfendur 40.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.