Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Tvö mörk I lokin tryggðu Englandi sigur yfir Wales TVÖ MÖRK á síðustu mínútum leiksins tryggðu Englendingum sigur yfir Wales í leik þjóðanna í Bretlands- eyjakeppni landsliða, sem hófst á laugardag- inn. Leikið var í Cardiff í Wales og urðu úrslitin 3*1 Englendingum í hag eftir að staðan hafði verið 1:0 í hálfleik Eng- lendingum í vil. Sigur Englendinga var ekki jafn auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Landsliðsmenn Wales börðust hetjulegri baráttu og það var ekki fyrr en seint í seinni hálfleik að Englendingar náðu loks tökum á leiknum enda höfðu tveir sterkustu varnarmenn Wales þá orðið að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Englendingar tóku forystuna á 8. mínútu þegar markakóngurinn Bob Latchford skallaði boltann glæsilega í markið. Hann varð nokkru síðar að fara meiddur af velli og kom Paul Mariner inn í hans stað. Þrátt fyrir að Wales fengi mark á sig svona fljótt í leiknum gáfust leikmenn ekki upp og á 56. mínútu jafnaði Phil Dwyer metin fyrir Wales. Meiðsli áttu enn eftir að setja mark sitt á leikinn. Fyrirliði Wales, Terry Yourath, varð að V.#' v.#- * • V.#' v.#' V..#' • * #' yfirgefa völlinn vegna meiðsla í seinni hálfleik og skömmu síðar varð miðvörðurinn David Jones einnig að víkja af velli vegna meiðsla. Loks meiddist bakvörður Englands, Trevor Cherry, og fór þá Ray Wilkins í vörnina en Tony Currie kom á miðjuna í hans stað. Currie hafði ekki verið á vellinum lengi þegar hann skaut þrumuskoli að velska markinu af 25 metra færi og kom Davies engum vörnum við. 2:1 fyrir England. Þetta var á 81. mínútu. Og einni mínútu fyrir leikslok skoraði Peter Jíarnes þriðja mark Englands með góðu skoti eftir sendingu Steve Coppell, en Barnes hafði átt mestan heiður af fyrsta markinu, sem Latchford skoraði. En þrátt fyrir sigurinn var það ekki enskur landsliðsmaður, sem mesta athygli vakti í leiknum heldur hinn smávaxni velski út- herji Carl Harris frá Leeds, en hann plataði bakvörðinn Mick Mills upp úr skónum, eins og sagt er á nútímamáii. Lið Wales: Dai Davies, Joey Jones, Malcholm Page, Leighton Phillips, David Jones, Terry Your- ath, Carl Harris, Bryan Flynn, Alan Curtis, Phil Dwyer og Mickey Thomas. Varamenn John Mahoney og Gereth Davies. England: Peter Shilton, Trevor Cherry, Mick Mills, Brian Green- hoff, David Watson, Ray Wilkins, Steve Coppell, Trevor Francis, Bob Latchford, Trevor Brooking og Peter Barnes. Varamenn Tony Currie og Paul Mariner. Áhorfendur: 18,698. Enska ' ♦ knatt- spyrnan • Bob Latchford skoraði sitt fyrsta mark fyrir England. Skotar náðu aðeins jöfnu gegn N-írum SKOTLAND, sem ætlar sér stóra hluti í Heims- meistarakeppninni í Argentínu, náði aðeins jafntefli gegn landsliði Norður-írlands í keppni brezku landslið- anna á laugardaginn og var þó leikið á heima- velli Skota, Hampden Park í Glasgow. Ally McLeod, framkvæmda- stjóri og einvaldur skozka liðsins, reyndi nýja uppstiilingu í leiknum en það gafst ekki vel og liðið náði aldrei vel saman í leiknum. Réðu Irarnir lengi vel lögum og lofum á vellinum enda þótt marga af beztu mönnum liðsins vantaði að þessu sinni vegna meiðsla. Norður-Irar fengu tvö góð tæki- færi í byrjun og það kom ekki á óvart þegar þeir tóku forystuna á 27. mínútu með marki Notting- hamleikmannsins Martin 0‘Neill eftir sendingu frá Armstrong. Miðjumenn Skota, þeir Masson, Rioch og Gemmill, reyndu mjög hásendingar inn í vítateig íra, þar sem Skotar höfðu staðsetta tvo hávaxna framherja, þá Jordan og Johnstone. En þetta lukkaðist ekki • Archie Gemmill og félagar hans f skoska landsliðinu áttu í hinu mesta basli með Norður-íra á laugardaginn. nema einu sinni. Á 37. mínútu sendi Rioch háa sendingu inn í vítateig íranna og Rangersleik- maðurinn Johnstone stökk hærra en aðrir og skallaði boltann í markið. Danny Blanchflover, einvaldur írska liðsins, var mjög ánægður með sína menn eftir leikinn en McLeod var ekki jafn ánægður. Hann sagði að írska liðið hefði verið betra í leiknum „en það er þó eftirtektarvert að við töpum ekki þótt við leikum illa“. Búist er við breytingum á skozka liðinu fyrir leikinn við Wales í kvöld. Liðin voru þannig skipuð: Skotland: Álan Rough, Sandy Jardine, Martin Buchan, Tom Forsyth, Gordon McQueen, Don Masson, Bruce Rioch, Árchie Gemmill, Joe Jordan, Derek John- stone og John Robertsson frá Nottingham Forest, sem lék sinn fyrsta landsleik. Kenny Dalglish kom inn fyrir Jordan og Kenny Burns inn fyrir Buchan. N-írland: Jim Platt, Brian Hamilton, Chris Nicholl, Jimmy Nicholl, Peter Scott, Martin 0‘Neill, David McCreery, Sammy Mclllory, Trevor Anderson, Carry Armstrong og Chris McGrath. Áhorfendur: 64,433. Erlendar íþróttafréttir Nýtt heimsmet Rono í 3000 m hindrunarhlaupi • KENYAMAÐURINN Henry Rono setti nýtt glæsilegt heims- met í 3000 metra hindrunarhlaupi á móti í Seattle í Bandaríkjunum á laugardaginn. Hljóp Rono vega- lengdina á 8.05.4 mínútum en gamla heimsmetið átti Svíinn Anders Gerderud, 8.08.0 mínútur sett 1976. Rono hafði gífurlega yfirburði í hlaupinu en næsti maður hljóp á 8.36.1 mínútu. Fyrir nokkrum dögum setti Rono nýtt heimsmet í 5000 metra hlaupi, 13.08.4 mínút- ur, og hann á einnig bezta árangurinn í 10.000 metra hlaupi í ár, 27.40.6 mínútur, og er þvi óhætt að fullyrða að hann sé nú mesti langhlaupari, sem uppi er í heiminum þessa stundina. Rono er 24 ára gamall og á meðfylgjandi mynd sést hann í keppni. Enn skor- ar Platini • NANCY varð franskur bikar- meistari í knattspyrnu á laugar- daginn en félagið sigraði Nissa í úrslitaleiknum 1:0. Sigurmarkið skoraði Michel Platini, helsta stjarna frönsku knattspyrnunnar um þessar mundir. Hann lék á þrjá menn og skoraði síðan úr þröngri aðstöðu. Hraðakstur, sem stendur undir nafni • Hinn frægi Indianapolis-kapp- akstur fer fram 28. maí n.k. en vegalengdin sem ekin verður er 5000 mílur. Kappaksturshetjurnar eru þegar byrjaðar að undirbúa sig fyrir keppnina. Bandaríski kapp- akstursmaðurinn Andretti reynslukeyrði í brautinni um helgina og náði þá bezta tíma, sem náðst hefur á þessari frægu braut. Meðalhraðinn var 203 mílur rúmar á klukkustund eða hvorki meira né minna en 327 kílómetra hraði á klukkustund! Ljósmynd þurfti til að skera úr um úrslit í maraþonhlaupi! • Maraþonhlaup er alls 42 km og 373 metrar. Hver skyldi trúa því að það þyrfti ljósmynd til að skera úr um úrslit í slíku hlaupi? En það var það sem gerðist í keppni í maraþonhlaupi í Kanada um helgina. Maxwell, kanadískur hlaupari, sigraði landa sinn Bann- on á sjónarmun, báðir hlutu tímann 2 klst. 16 mín. og 2 sek. Stórsigur hjá sovézku unglingunum • Sovétríkin sigruðu Júgóslavíu 3:0 í úrslitum í Evrópukeppni unglingalandsliða, sem fram fór í Póllandi. Pólland varð í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Skotland 3:1. Svo sem kunnugt er tók íslenzka unglingalandsliðið þátt í keppninni en komst ekki í úrslitin. Sovézka Unglingalandsliðið hafði gífurlega yfirburði í keppn- inni. Það vann alla sína leiki og markatala liðsins í keppninni var 15:0. Sovétmenn leggja gífurlega áherzlu á keppnina og nokkrum mánuðum áður en hún hefst er öllum efnilegustu piltunum safnað saman á einn stað or þeir látnir æfa saman fyrir keppnina. Pólska lands- liðið undirbýr sig vel fyrir Argentínu • Pólska landsliðið í knattspyrnu sigraði a-þýska liðið Halle 5-1 í vináttuleik í Póllandi. Pólska landsliðið undirbýr sig nú af kappi undir heimsmeistarakeppnina í Argentínu. Liðið mun á næstunni ieika við Alicante frá Spáni og Sochaux frá Frakklandi. í mars og apríl lék Pólland alls fimm vináttulandsleiki við Luxem- borg, Grikkland, írland, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu og sigraði í þeim öllum. Þjálfarinn Jacek Gmoch er enn að leita að sterkasta liðskjarn- anum. Pólska liðið heldur til Argentínu 23. maí. Friðarverð- laun tíl Pele • Knattspyrnusnillingurinn Pele fékk í gærkvöldi afhent sérstök friðarverðlaun Sameinuðu þjóð- anna. Verðlaunin voru afhent á dansleik í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í New York og var það John Lindsay fyrrum borgarstjóri New York, sem afhenti Pele þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.