Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Minning: Valdimar Sveinbjörnsson menntaskólakennari Fæddur 21. aprfl 1896. Dáinn 8. maí 1978. í dag verður til moldar borinn Valdimar Sveinbjörnsson, fyrrver- andi íþróttakennari, en hann lézt 8. maí, liðlega 82 ára að aldri. Valdimar var fæddur á Hámund- arstöðum í Vopnafirði 21. apríl 1896. Faðir hans var Sveinbjörn Sveinsson, ættaður úr Húnavatns- sýslu, og móðir hans var Guðbjörg Gísladóttir, ættuð af Austurlandi. Valdimar var með eldri börnum í mjög stórum systkinahópi. Er hann stálpaðist ólst hann upp við venjuleg störf til lands og sjávar að þeirrar tíðar hætti. En hann var bókhneigður og að afloknu barnanámi þeirra tima var hann einn vetur í unglinga- skóla á Vopnafirði. Haustið 1915, þá 19 ára, settist hann í Kennara- skólann og stundaði þar nám í tvö ár, 1915-1917, í I. og II. bekk. En næsta vetur, 1917-1918, var engin kennsla í Kennaraskólanum, lík- lega vegna kolaskorts og dýrtíðar af völdum heimsstyrjaldarinnar 1914-1918,, en svo var um fleiri skóla, að þeim var lokað eða mjög dregið úr kennslu þennan vetur. Valdimar fór þá heim til Vopna- fjarðar og stundaði kennslu þar veturinn 1917-1918. Haustið 1918 gerðist hann óreglulegur nemandi í III. bekk Kennaraskólans, en hvarf frá því námi og var um skeið við nám í Samvinnuskólanum. En Valdimar var þá þegar mikill og þekktur íþróttamaður í mörg- um íþróttagreinum og leikfimis- maður ágætur. Haustið 1919 gerð- ist hann leikfimiskennari við barnaskólann í Reykjavík (Mið- bæjarskólann) og var þar þann vetur. Tókst honum kennslan mjög vel. Og þar með var ráðin starfs- braut Valdimars. Næsta haust, 1920, sigldi hann til Kaupmannahafnar, fékk inn- göngu í Iþróttakennaraháskólann þar og lauk þar prófi vorið 1921. Hvarf hann þá heim og tók þá aftur við leikfimikennarastöðunni við Miðbæjarskólann. Voru þá fáir íþróttakennarar hér og hlóðust því fjölmörg aukastörf á Valdimar. Jafnframt kennslunni í barnaskólanum var hann stundakennari við marga skóla, bæði í Reykjavík og Hafnar- firði, og kenndi auk þess ýmsum íþróttafélögum og sömuleiðis lög- reglunni í Reykjavík um skeið. A sumrin kenndi hann sund í sjónum við Örfirisey, og tókst honum með hjálp ýmissa góðra manna að koma þar upp sund- skála. Var þar oft margt manna að synda í sjónum. Þar æfði hann sjómenn í stakkasundi, stóð fyrir rróðraræfingum og kappróðrum o.s.frv. Þá má geta þess, að Valdimar tók á þessum árum mikinn þátt í starfi Sumargjafar og hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta, skipulagði skrúðgöngur og skemmtanir í samvinnu við aðra forystumenn félagsins. Síðla vetrar 1928 hóf Valdimar leikfimikennslu í Menntaskólan- um, jafnframt kennslunni við barnaskólann, og var svo næstu árin. Var vinnudagur Valdimars þá ærið langur. Árið 1935 lét hann af störfum við barnaskólann, en varð fastur íþróttakennari við Menntaskólann. Veturinn 1957-1958 dvaldist Valdimar í Bandaríkjunum til að kynna sér íþróttakennslu þar. Árið 1966 lét Valdimar svo af embætti, sjötugur að aldri. Hafði hann þá kennt leikfimi og aðrar íþróttir svo til óslitið frá 1919, eða í 47 ár, og er það langur tími við jafn erfiða kennslu og íþróttakennsla er. Um íþróttakennslu kann ég ekki að dæma, en hitt veit ég, að Valdimar leit svo á, að hún ætti f.vrst og fremst að miðast við alhliða þjálfun og hreysti til líkama og sálar og efla gleði og góðvild, drengskap og félagsanda. Hann kenndi nemendum sínum ýmsa leiki, svo sem handknattleik, sem kunnugt er, róðraríþrótt var stunduð, gönguferðir og skíðaferð- ir og fleira. Þegar skólinn eignað- ist kassabíl 1930, var Valdimar sjálfsagður aðalbílstjóri hans. Urðu þær ferðir margar. Óþarfi er að geta þess, að öll slík aukastörf við skólann voru þá að sjálfsögðu ólaunuð. Með Valdimari kom eins og nýr, ferskur og glaður andi inn í skólann, enda varð Valdimar fljótlega mjög vinsæll bæði hjá nemendum og kennurum, og hélzt svo alla tíð. Ég kynntist Valdimari fyrst síðari hluta vetrar 1920 á hlaupa- æfingum undir víðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta, sem við báðir tókum þátt í ásamt fjölmörgum öðrum. Urðum við brátt góðir kunningjar, þó að hann væri fjórum árum eldri en ég og miklu lífsreyndari. Ári síðar hitti ég hann aftur í Kaupmannahöfn, þegar hann var á íþróttakennara- háskólanum, vorum við þá oft saman. Sem samstarfsmenn við Menntaskólann urðu samskipti okkar mikil. Mér varð fljótt ljóst, að Valdi- mar var drengur góður og heil- lyndur, velviljaður og hjálpfús, góðlyndúr og jafngeðja, hæglátur og orðvar, og man ég ekki eftir að hafa séð hann skipta skapi eða heyra hann mæla ónotalega til nokkurs manns. I 44 ár vorum við saman í spilaklúbb, og í þessum leik sem öðrum kom fram sama prúð- mennskan og tillitssemin sem annars staðar. Valdimar var mjög bókhneigður og las mikið, einkum hin síðari ár, og var hann mjög vel að sér í bókmenntum. Hann var líka ágætavel hagmæltur og kastaði fram skemmtilegum vísum. Og nú er Valdimar farinn, og við söknum hans. Hinn 31. desember 1922 gekk Valdimar í hjónaband með Herdísi Maju Brynjólfsdóttur, ágætri konu og vinfastri, og lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum þeirra Fæddur 25. ágúst 1923. Dáinn 8. maí 1978. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt." Þessi hluti úr fallegri bæn fer um hugann, þegar ég kveð minn góða vin í hinsta sinn. Það þarf mikinn manndóm og kærleika til þess að geta kallast mannrækt- armaður, en slíkan titil hefði þessi góði vinur minn getað boriö með sanni. Er ég kynntist Baldri fyrst á síðastliðnu ári, var ég á sjúkra- húsi hér í borg. Strax þá varð mér ljóst að þar var sannur vinur, óþreytandi í einlægni sinni var hann við að miðla mér og öðrum af því góða, sem hann átti. Því fór það svo, að eftir nokkurra mánaða kynni mín af þessum góða dreng og fjölskyldu hans, fannst mér sem um áraraða kynni væri. Baldur Ingimar Ulfarsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur þann 25. ágúst 1923 á Grettisgötu 48 hér í borg. Þegar Baldur var 5 ára fluttust foreldrar hans að Þjórsárgötu í Skerjafirði, þar sem hann síðar bjó sína tíð. Árið 1943 kvæntist Baldur eftirlif- andi konu sinni, Ingibjörgu Hjálmarsdóttur, en þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin. Elst þeirra barna er Stefanía, gift Haraldi Þorvaldssyni netagerðar- manni, ættaður frá Siglufirði, en þau eru búsett hér í borg. Næst- elstur er Hjálmar, sem er vélstjóri og býr nú hjá móður sinni. Þá næstur er Gunnar, en hann er auglýsingateiknari hjá Sjónvarp- inu, kvæntur Þóru Baldursdóttur, hjóna. Eru fjögur þeirra búsett hér í borg, en einn sonur stundar sjómennsku í Bandaríkjunum. Gestkvæmt hefur alla tíð verið á heimili þeirra Maju og Valdi- mars, enda bæði hjónin sérstak- lega gestrisin og einstaklega alúðleg. Þar höfum við hjónin átt margar skemmtilegar stundir. Við þökkum Valdimari samfylgdina um margra áratugaskeið og vott- um konu hans og börnum innilega samúð okkar. Einar Magnússon Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þegar öldungur deyr, maður, sem ávallt var hvers manns hugljúfi jafnt á vinnustað sem utan hans, maður, sem vann það afrek að starfa sem íþróttakennari í nálega 50 ár, þar af í næstum 40 við Menntaskólann í Reykjavík, og njóta síðan lífsins í meira en áratug í helgum steini, er ekki ástæða til að sýta, heldur taka undir hið fornkveðna: Engum manni var Kári líkur, — og þakka innilega fyrir samfylgdina. Valdimar Sveinbjörnsson menntaskólakennari, sem kvaddur er hinztu kveðju í dag, hóf íþróttakennslu við Menntaskólann 1929, um leið og Pálmi rektor Hannesson kom að skólanum, og starfaði því með þremur rektorum. Aðrir eru til þess hæfari en ég að segja frá kennslu hans, en þó verð ég að minna á, að í Menntaskólan- um hóf hann fyrstur að kenna þá flokkaíþrótt, sem nú er hvað ættaðri frá Akureyri, en þau búa í Hafnarfirði. Yngstur þeirra systkina er svo Skæringur, en hann er ásamt Hjálmari einnig búsettur hjá móður sinni. Þar sem Baldur heitinn var hagleiksmaður á járn sem tré, réðst hann árið 1944 í að reisa sitt heimili sjálfur að Þjórsárgötu 7 og fékk í stað þess notið að tengja saman sínar æskuslóðir og fram- tíðarheimili fjölskyldu sinnar. Við járnsmíðastörf vann Baldur um sinn í Vélsmiðju Sigurðar Einars- sonar hér í borg, en þar sem vinnuveitendur hans mátu hans störf og sáu hans fagteiknihæfi- leika var stuðlað að því að hann lærði þá iðn, en örlög réðu að af því varð ekki. Síðustu 14 árin vann hann hjá Hafskip h/f, en það fyrirtæki var honum mjög kært, en í sínum veikindum var hugur hans oft bundinn því og sínum mætu vinnufélögum þar. Okkar sameiginlegu áhugamál gáfu okk- ur margar góðar stundir að ræðast við, og kom þá oftlega fram hjá honum, að gera enn betur þeim sem hann ann. Þó Baldri væri gefið, sem svo mörgum traustum mönnum, að dylja tilfinningar sínar, þá varð hverjum það ljóst, sem vildi sjá og reyna, að innra með honum bjó göfugmennskan og kærleikurinn í ríkum mæli. Níð og hvers kyns óheilindi voru utan hans lífs- ramma. Það er því ekki tóm, sem hann skilur eftir hjá mér, heldur styrkur, þakklæti og stolt yfir því að hafa fengið að vera samvistum við hann Það var aðdáunarvert að vinsælust hér á landi, handknatt- leikinn. Ljúfmennska Valdimars og ró- leg kímni gerðu hann að einstak- lega þægilegum félaga á kennara- stofu, og minnist ég þess sérstak- lega, hve hann lagði sig fram um að taka vel á móti nýliðum í kennaraliði og lét þeim líða vel. Fór ég ekki varhluta af þessum ágæta eiginleika hans, er ég kom fyrst í skólann fyrir 27 árum. Annars fifinst mér ég alltaf hafa þekkt Valdimar, því að strákur í Þingholtunum var ekki hár í loftinu, þegar hann gerði sér ljóst, að Menntaskólinn var merkileg stofnun, sem m.a. átti kassabíl, er nefndist Gráni, og að sá, sem hvað oftast ók þessum bíl með nemend- ur og kennara, hét Valdimar. Það er ómetanlegt hverri stofn- un að eiga á að skipa góðu og vel menntuðu starfsliði, en samvizku- semi, fórnfýsi og gott hjartalag eru ekki síður mikilvæg í kennslu- stofnun, kannski hið veigamesta, og þessa eiginleika átti Valdimar ómælda. I frímínútum og öðrum tóm- stundum sat Valdimar gjarna að tafli á kennarastofujni við Sigur- karl og aðra kennara, og veitti ýmsum betur. Nú hefur hann leikið sínu „röskleikapeði" upp í borð, og hefst nú ný skák á nýju taflborði. Hann kemur ekki síður vel út úr henni. Valdimars mun ávallt verða minnzt með gleði og þökk í Menntaskólanum í Reykja- vík. Guðni Guðmundsson. Kveðja frá samkennurum. Mikill heiðursmaður hefur kvatt okkur. Þakklæti er efst í huga á þessari skilnaðarstundu. Valdimar var einn þeirra fágætu manna, sem öllum vildi vel, og öllum var vel við, sem höfðu af honum nokkur kynni. Hann lagði ætíð gott til málanna, var hlýr og notalegur, gæðamaður í orðsins fyllstu merkingu. Samvinnan var því auðveld og aldrei hljóp snurða á þráðinn í þau mörgu ár, sem við deildum með honum íþrótta- kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík. Fór þar saman einlæg virðing okkar fyrir honum sem kennara og einstökum sómamanni og lipurð hans við okkur yngri kennarana og hlýjar móttökur, sjá hvernig einn maður má af eigin verðleikum áskapa sér þá ástúð, sem hann var umvafinn í sínum veikindum af fjölskyldu sinni. Það er okkur, sem eldri erum, oft ekki fært að túlka á réttan hátt, hvað fram fer í þeirri barnssál, sem missir það, sem hún á sinn einlæga hátt hefur samein- að sér. — Barnabörnin hans hafa því í dag sinn sérstaka boðskap að flytja, er þau kveðja sinn elskulega afa, en í þeirri ást, sem millum þeirra spannst, verður fegursta minningin geymd. Guð blessi hann og ástvini hans. Árni Sigurðsson. Þá er hann farinn yfir móðuna miklu. Eitt getum við þó alltaf verið sammála um hvað sem úrskeiðis fer í okkar þjóðlífi, að það er að lokum allra okkar vegur. Baldur I. Úlfarsson var fæddur hér í borg 25. ágúst 1923 sonur hjónanna Margrétar Halldórsdótt- ur og Úlfars Ingimundarsonar. þegar við hófum kennslu við hlið hans. En það var ekki síður gott að vera nemandi hans en samkennari. Valdimar var nefnilega gæddur slíkri góðvild, að hann vann alla á sitt band, hvort sem þeir höfðu gaman af leikfimi og handbolta, eða voru andsnúnir íþróttum. Að sjálfsögðu gengu ýmsir á lagið og notuðu sér góðvild hans til þess að skjóta sér undan leikfim- inni, en þá var annað viðhorf til íþrótta og líkamsræktar en í dag. Þá fannst mörgum það jafnvel fyrir neðan virðingu sína að taka þátt í íþróttum og mikluðu sig af því „að hafa vottorð". Það var því ómetanlegt að hafa mann með jafnheilbrigða lífsskoð- un og Valdimar á þessum stað. Hann skipti það meginmáli að koma nemendum sínum til nokk- urs þroska. Hann einskorðaði sig ekki við íþróttakennslu. Vann hann ötull að félagsmálum nem- enda, einkum þeim sem lutu að ferðalögum og hollri útivist. Má þar nefna skíðaferðir, róður, knattleiki og göngur. Einnig skal hér minnst þess, að Valdimar átti sinn góða þátt í því, að Mennta- skólaselið varð til. Vinsældir Valdimars sem kenn- ara sjást mest á því, að nemendur hans frá 1940 létu gera af honum lágmynd, sem þeir gáfu skólanum á 25 ára stúdentsafmæli sínu, og stúdentar frá 1953 eru nýbúnir að láta mála af honum mynd í tilefni af 25 ára stúdentsafmæli í vor. Hafði Benedikt Gunnarsson list- málari rétt lokið við myndina, þegar kempan kvaddi. Kveðjum við nú kæran vin með söknuði og sendum hans góðu eiginkonu og fjölskyldu innileg- ustu samúðarkveðjur. Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð Eiríkur Haraldsson Valdimar Örnólfsson. Iþróttakennarar kveðja í dag Valdimar Sveinbjörnsson íþrótta- kennara, fyrsta formann íþrótta- kennarafélags íslands og heiðurs- félaga þess. Valdimar Sveinbjörnssonar verður minnst sem eins þeirra íþróttakennara og forustumanna er hæst ber á fyrri hluta þessarar aldar. Á löngum og giftudrjúgum Framhald á bls. 35 Baldur var fáskiptínn og dag- farsprúöur maður í allri fram- göngu, handlaginn og tryggur verkmaður og sívinnandi enda mjög vel þokkaður af sínum samstarfsmönnum. Á sínum yngri árum vann hann lengi hjá Efnagerð Reykjavíkur en hafði nú um margra ára skeið unnið hjá Hafskip hf. Eftirlifandi konu sinni giftist hann 23. október 1943 og hafa þau allan sinn búskap búið við Þjórs- árgötu hér í borg en þar reistu þau sér vinalegt hús þó af litlum efnum væri gert í fyrstu. Þau eignuðust 4 börn sem öll eru uppkomin myndarbörn, tvö gift og mörg barnabörn komin sem mjög voru hænd að afa sínum. Menn leita gleðigjafa þessa heims á ýmsa vegu og fara þá sumir yfir lækinn til að sækja vatnið. Á stundum verður sá gleðigjafi beiskur sem átti að verða sætur og lítill hnoðri getur þá orðið að stórum steini, en ekki er karlmannlegt að kvarta yfir sínum örlögum og þannig var skapgerð Baldurs háttað. Hann tók lífinu eins og það kom fyrir á hverjum tíma með ró og stillingu en bar ekki erfiðleika sína á torg. Við hlið hans stóðu eiginkona hans og móðir eins cg styrkir stólpar í ölduróti lífsins og sýndu þann manndóm sem góðum konum er einlægur. Mannkærleikur og fórnarlund verða oft skærustu perlurnar í mannlífinu. Ég sendi konu hans, börnum og barnabörnum mínar innileg- ustusamúðarkveðjur. Þá vil ég biðja aldraðri móður hans Guðs blessunar. Guð styrki þig á þinni braut Baldur minn. Björn Guðmundsson s- Baldur I. Ulfarsson — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.