Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 41 félk í fréttum Einn af hverjum fjórum leikur á hljóðfæri Þjóðverjar hafa löngum verið þekktir fyrir tónlistaráhuga sinn. Og þessi áhugi virðist frekar fara vaxandi en hitt. Þrátt fyrir að hljómflutnings- tæki séu orðin almenningseign fer áhuginn fyrir að leika á hljóðfæri vaxandi þar í landi. Samkvæmt rannsóknum, sem Federal Assoeiation of Musical Instrument Markers gerði, leika 1 af hverjum fjórum á flautu, fiðlu, gítar eða píanó. Það eru að minnsta kosti 20 milljón hljóð- færi í einkaeign í V-Þýskalandi og um 400.000.000 mörkum er varið árlega til hljóðfærakaupa. Þeir 500 tónlistarskólar, sem starfandi eru í landinu anna engan veginn eftirspurn, svo að einkakennarar hafa meira en nóg að starfa. Barnaheimili og skólár leggja mikla rækt við tónlist og talið er fullvíst að þessar stofnanir eigi sinn þátt í að auka tónlistaráhuga lands- manna. + Fyrrverandi fegurðardrottning Svíþjóðar. Anita Ekberg, hefur lítið látið á sér kræla undanfarin ár. Hún hefur húið ein í Róm og átt í sífelldri baráttu við auka- kílóin. en sú barátta hefur lítinn árangur borið. En nú hefur hún neyðst til að snúa aftur til lífsins. ef svo má segja. Ilún á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða og til að rétta fjárhaginn við hefur hún ákveðið að fara að vinna aftur. Ekki hyggst hún þó ieggja heiminn að fótum sér, enda heíur hún varla hæfileika til þess. Ileldur mun hún á næstunni skemmta í næturklúbb í Miinchen. + Margaret Trudeau. eigin- kona Pierre Trudeaus. for- seta Kanada. sagði fyrir stuttu í viðtali við ítalskan blaðamann, að eiginmaður henn- ar hefði verið sér ótrúr frá upphafi hjónabands þeirra. Hún sagðii „Maðurinn minn var dæmi- gerður trúður. hann eltist við hvert pils sem hann sá og gat ekki einu sinni staðist hina hjólheinóttu Barböru Streisand með boxaranefið...“ + Debby Boone. sem syngur lagið „You iight up my life“ er dóttir söngvarans Pat Boone. En hann naut mikilla vinsælda hér fyrr á árum. En lítið hefur heyrst til kappans upp á síðkastið. + Paul Newman og Robert Redford hafa ekki leikið saman í kvikmynd síðan árið 1973. Og ekki er útlit fyrir að þeir geri það á na'stunni. Redford sagði nefnilega nei takk við tilboðum um að leika í kvikmynd með Newman. Myndin átti að fjalla um frægan hlaupara (Rcdford) og þjálfara hans (Newman). Ilugmyndin var Newmans. en Redford líkaði ekki handritið og þáði því ekki boðið. + Söngkonan Tina Turn- er er orðin 39 ára gömul. Hún hefur nú nýlega lokið við hljómleikaferð um Evrópu og var alls- staðar vel tekið. Áhorf- endur og heyrendur sögðu þó að aldurinn væri farinn að segja til sín hjá henni. Og þá aðallega hvað sviðsframkomuna snerti. Hún væri yfirveg- aðri og ekki eins tryllt og meðan hún var yngri. Málverk óskast milliliðalaust Kjarval — Ásgrímur — Jón Stefánsson. Staögreiösla. Uppl. í síma 35656 á kvöldin. Skínandi pottar og pönnur með Brillo stálull með sánu Höfum nú aftur fyrirliggjandi velour rúmteppin RIMTEPPI Tilbúin og í metramáli Sendum gegn póstkröfu r4 SKIPHOUI17A-SIM117563 \w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.