Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 47 Sólveig Jóhannsdótt- ir — Afmœliskveðja Þetta gerðist 1977 — Verkamannaflokkurinn tapai- í þinnkosningum í ísrael: Fáeinar línur langar mig til að setja á blað í tilefni af því, að frú Sólveig Jóhannsdóttir, Leifsgötu 32 hér í borg, á áttræðisafmæli í dag. Eg man eftir Sólveigu allt frá því ég var smá-drengur, og fannst hún þá einkar falleg kona og hugljúf, og þannig hefur mér alltaf fundizt hún vera. Þrátt fyrir háan aldur sinn ber hún þann fríðleik og reisn sem stafar af þeirri hlýju og kurteisi, sem kemur að innan, og má vel sjá það af mynd þeirri, sem hér fylgir, en hún var tekin fyrir aðeins örfáum misserum. Allt er þetta henni í blóð borið og alls ekki tillært. Hún á rætur sínar í Ljárskógaætt, og þarf varla meira að segja; þar er hið listræna, næma og fagra í ríkum mæli svo sem alþjóð veit. Kona sem búið hefur manni sínum og börnum gott og fallegt heimili um áratugi, í æðrulausri önn, í blíðu og stríðu, og ekki ætlazt til þess að nokkur hefði þar orð um opinberlega, hún á allt hrós skilið, jafnvel þótt ég viti að henni sé þvert um geð að nokkur láti þess getið. Þess vegna hika ég ekki við að senda þessar línur frá mér í heillaóskaskyni, þótt mér sé ljóst að þær eru birtar í nokkurri óþökk hennar sjálfrar. Ég hef svo oft verið gestur á heimili hennar, en hún er gift föðurbróður mínum, Páli Hallbjörnssyni kaupmanni, að ekki má minna vera en ég þakki henni og þeim hjónum báðum fyrir allt gott í minn garð fyrr og síðar. Sólveig er kona með jákvæða lífsafstöðu. Henni gengur alltaf gott til, og hún lítur fremur á það sem hreint er og fagurt en á hitt sem gagnstætt er. Astin á lífinu, ásamt trúnaðartrausti á höfund alls lífs, hjálpaði henni líka gegnum erfiða sjúkdómsraun fyrir allmörgum árum, þá roskinni konu. Henni var af góðri forsjón ætlað að halda áfram að vera hin styrka og verndandi dís þeirra sem næstir henni standa; ljósið í húsinu. Þegar manni verður hugsað til hljóðlátrar, skyldurækinnar og tígulegrar konu eins og Sólveigar, þá getur hvarflað fram í hugann ýmislegt það, sem skáld hafa hvað bezt ort um konur fyrr og síðar, og er þá ekki úr vegi að minnast þess sem hinn vísi Salómon segir í lok Orðskviða sinna: Væna konu. hver hlýtur hana? Ilún er miklu meira virdi en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni. oK ekki vantar aú honum fénist. Ilún gjörir honum ^ott ok ekkert illt alla ævidaKa sína ... Hún finnur aA iðja hennar er arúsöm« á lampa hennar slokknar ei«i um nætur. Ilún breiðir út lófann móti hinum báKstadda ok réttir út hendurnar móti hinum snauða. Maður hennar er mikils metinn í borKarhliðunum. þá er hann situr með öldunKum landsins. Kraftur ok tÍKn er klæðnaður hennar. <>K hún brosir við komandi deKÍ. Synir hennar Kan^a fram ok seKja hana sæla, <>K maður hennar Ken^ur fram ok hrósar hennii „MarKar konur hafa sýnt duKnað. en þú tekur þeim öllum fram.“ Yndisþokkinn er svikull <>k frfðleikinn hverfull, en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið. Gefið henni af ávexti handa hennar. <>K verk hennar skulu lofa hana f borKarhliðunum. Persónulega sendi ég Sólveigu Jóhannsdóttur innilegasta þakk- læti mitt og einlægustu heillaóskir í tilefni þessa merkisdags, með von um allt hið bezta þeim hjónum til handa og fjölskyldu þeirra um ókomin ár. Elías Mar Kæra frænka — aðeins örfáar línur til þín í tilefni af tímamótum í lífi þínu. Leifturmyndir af liðnum dögum koma í huga minn. Heimilið þitt fallega og hlýja, höfðinglegar móttökur þegar litla frændur bar að garði. Píanó í stofunni, sem smáir fingur fengu að leika við. Þar var líka silfurskál sem ávallt var full af góðgæti — ég trúði því þá, að sú skál gæti aldrei tæmst — nú skil ég að góð kona naut þess að gleðja. Já, ég man þessa undurgóðu, fallegu og brosmildu konu, sem fagnaði og kvaddi eins og hún ætti mann allan og stundum stakk hún peningi í lófann á litlum kút að skilnaði. Síðar, þegar árin liðu, tók ég eftir öðrum kostum í fari þessarar frænku minnar á Leifsgötunni, kostum sem barnshugur nemur ekki glöggt. Hún tók ekki undir hnjóðsyrði í annarra garð, en bæri yfirsjónir samferðamanna á góma í hennar hópi, ræddi hún þær af skilningi og með fyrirgefningu í huga. Hún var hins vegar ætíð hreinskiptin, og þætti henni nokk- uð, kom hún framan að þeim sem í hlut átti og sagði skoðun sína. Það er höfuðkostur sem ég veit að hefur gert hana að svo góðum vini vina sinnsem raun ber vitni. Mér hefur líka lærst með árunum að skilja hversu sterk þessi kona er, og styrkur hennar er ekki fólginn í stóryrðum og fyrirgangi heldur í hlýju og kærleika. Sú framganga á löngum starfsdegi hefur enda gert hana að þeim „styrka staf“ sem aðrir hafa stutt sig við í gegnum tíðina. Veiga mín — að lokum þetta. Brosið þitt yljar mér alltaf. Það bros minnir mig á bros þeirrar konu sem mest hefur gott lagt mér til um dagana, ég veit af því hlýja þeli sem frá þér geislar, að sálirnar ykkar eru mikið skyldar. Til hamingju með daginn elsku frænka, fyrirgefðu fátæklegar línur. Við hjónin sendum þér okkar beztu kveðjur, við gleðjumst með þér og þínum þó úr fjarlægð sé. Guð blessi ykkur öll! J.Þ. Begin boðar stjórnarm.vndun. 1972 — Samningar Vest- ur-Þjóðverja við Rússa og Pól- verja samþykktir á þingi. 1970 — Heyerdahl leggur upp í aðra ferð sína í papýrusbáti yfir Atlantshaf til að sanna að Forn-Egyptar fóru til Nýja heimsins. 19fi0 — Karíbastíflan í Rhódesíu vígð. 191fi — Antonescu marskálkur dæmdur til dauða í RúmeWíu. 1940 — Þjóðverjar taka Brússel. 1933 — Kirkjueignir þjóðnýttar á Spáni og skólum kirkjunnar lokað. 1885 — Þjóðverjar innlima Norður-Nýju Guineu og Bismarck-eyjaktasann. 1848 — Ferdinand I fiýr frá Vín. 1809 — Napoleon f.vrirskipar innlfmun páfaríkjanna. 1803 — Bretar kyrrsetja frönsk og hollenzk skip. 1750 — Bretar segja Frökkum stríð á hendur. — Frakkar taka Minorca. Ifi32 — Gústaf Adolf sækir inn í Múnchen og Jóhann Georg kjörfursti Saxlands tekur Prag. 1579 — Filippus II Spánarkon- ungur fær suöurhluta Niður- landa samkvæmt Arras-friðn- um. 1536 — Cranmer erkibiskup ógildir giftingu Hinriks VIII og Önnu Boleyn. Afmæli dagsinsi María Theresía keisaraynja (1717—1780) — Birgit Nilson, sænsk óperusöng- kona (1922—...) — Edward Jenner, enskur eðlisfræðingur (1749-1823). Orð dagsinsi Við fáum litlu áorkað með trú en engu án hennar — Samuel Butler, ensk- ur rithöfundur (1835—1902). IRLAND S5?*' Æska • Enskunám • Golf KomiÖ og fáiö eintak af stóra fallega feröabæklingnum okkar. Yfir sumartímann er skrifstofan líka opin frákl. 10-12 á laugardögum. Enskunám FerÖ fyrir kylfinga Námsdvöl í einn mánuð. Gist er á góðum heim- ilum undir eftirliti umsjónarmanna og auk þess að umgangast enskumælandi fólk, verða taltímar einu sinni á dag þar sem kennarar fá nemendur til að tjá sig á enskri tungu. Verð kr. 145.000.- Brottför 1. júníogfyrstu vikuna í júlí og ágúst. Æskufjör Ævintýraferðtil írlandsfyrirunglingaáaldrinum 14-17 ára. 13 daga ferð til írlands ásamt ofsafjörugri ferð innan írlands sjálfs. Dvalið verður ítjaldbúðum og á farfuglaheimilum. Verð aðeins kr. 68.000.- fyrir manninn. Innifalið er flug, ferðir innan írlands, fararstórn, leiga á tjaldstæðum, önnur gisting, viðleguútbún- aður sem samanstendur af tjaldi, svefnpoka, vind- sæng, eldunar- og mataráhöldum. Þú þarft aðeins að hafa með þér hlý föt, gott skap og peninga fyrir hráefni til matargerðar. Komdu með í ofsaskemmtilegt ferðalag til írlands með jafnöldrum þínum. íslenskir fararstjórar, sem tryggja foreldrum að börn þeirra séu í góðum höndum. Þetta er ferðin fyrir ykkur. 13 dagar á írlandi fyrir aðeins kr. 98.000.-. Spilað á bestu golfvöllum'sem völ er á. Golf- keppni síðasta daginn. Glæsileg verðlaun. Þetta er besti tíminn til að fara og ná aftur upp tækninni frá því ífyrra rétt áðuren stórátök sumar- ins byrja hér heima. 1. júní eru skólarnir búnir og því er hægt að taka makann og börnin með og ef þau ekki spila golf þarf þeim ekki að leiðast fyrir það. Það þarf engum að leiðast í írlandsferð. Fararstjóri verður Kjartan Pálsson. Brottfðr 1. júní: 21. júní: 1. vika í júlí: 20. júlí: 1 vika í ágúst: 17. ágúst: 7. sept.: Enskunám 1 eða 2 mánuðir Kylfingar 13 dagar Æskufjör 13 dagar 8 daga ferð Enskunám 1 eða2mánuðir 15 daga ferð Enskunám 1 mánuður 15 daga ferð 8 daga ferð iSamvinnu- LANDSYN feróír %/IH# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SÍMI 28899 AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.