Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JW»r0unblabi& AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JD»r0unbIat>ib MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Samningafundir í dag og á morgun Vorið er komið og þrflembingar bregða á leik. Ljósm. Hermann Stefánsson SAMNINGAFUNDIR verða í dag haldnir milli Vinnuveit- endasamhands íslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna og Alþýðusambands íslands í dag klukkan 14 og klukkan 16 verður síðan fundur með Verkamannasambandi íslands. Þá verður fundur á ísafirði klukkan 11 árdegis í dag milli Vinnuveitendafélags Vestfjarða og Alþýðusam- bands Vestfjarða. í gæ-kveldi var fyrirhugað að halda samningafund í Keflavík milli Vinnuveitendafélags Suðurnesja og verkalýðsfélaganna þar, en fundinum var frestað að beiðni vinnuveitenda þar til á morgun. Síðasti samningafundur á veg- um sáttasemjara ríkisins var haldinn fyrir hvítasunnu og var þá ákveðið að menn íhuguðu á hvern hátt yrði unnt að leysa þann hnút, sem samningamálin eru í. Vinnu- veitendur hafa lýst sig fúsa til þess að bæta láglaun án þess að þær kjarabætur vindi upp á sig og fari í gegnum öll kaupálög, en verkalýðsfélögin vilja eingöngu miða við dagvinnutaxta og segja ósanngjarnt, að skert vísitala komi á laun þeirra, sem leggja á sig nætur- og helgidagavinnu. Stjórnarfundur í Alþýðusam- bandi Vestfjarða hafði verið boð- aður á mánudag, annan í hvíta- sunnu, en óskað var að fundinum yrði frestað og á að halda hann í dag klukkan 14. Var búizt við að ASV muni á fundinum fara þess á leit við aðildarfélög sín að þau undirbúi einhverjar aðgerðir. Deil- an vestra er enn ekki komin á sáttasemjarastig, en sáttasemjari í Vestfjarðaumdæmi er Guðmund- ur Ingi, Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli. Samkvæmt upplýsingum Karls Steinars Guðnasonar hafa vinnu- veitendur á Suðurnesjum haft á orði að búast megi við tilboði frá þeim á næsta fundi. Halda átti fundinn í gærkveldi, en að ósk vinnuveitenda var honum frestað til morguns. Óiafur Björnsson í Keflavík kvað vinnuveitendur gjarnan vilja skoða fiskvinnslu- taxtana og þá taxta, sem lægri laun hefðu. Hann kvað vinnuveit- endur á Suðurnesjum vissulega hafa velt fyrir sér, hvort gera ætti tilboð eða ekki og ef til vill væri þar unnt að ríða á vaðið og leysa málin. Þó taldi hann að ríkis- stjórnin, sem kveikti bálið, ætti að slökkva það, en ef hún léti enn einhvern tíma líða, þá þryti brátt þolinmæði manna því að við svo búið gæti ekki lengi staðið. Menn gætu ekki haft allsherjarverkfall yfir höfði sér, það væri alvarlegur hlutur. Útskipunarbann væri hins vegar aðgerð, sem lítil áhrif hefði. Borgarráð: fyrsti kaflinn fjallaði um fram- kvæmdir við útivistarsvæði og græn svæði í íbúðarhverfum, annar um Ártúns- og Elliðaár- svæðið, síðan eru kaflar um gangstéttir, gangstiga og grænar ræmur í íbúðarhverfum, um aðal- stígakerfi milli hverfa fyrir fót- gangandi, hjólreiðamenn og hesta- menn, um aðalstígakerfi utan byggðar, um fólkvanginn í Blá- fjöllum, um veiðimál, um smá- bátahöfn í Elliðavogi og siglingar í Nauthólsvík og um Heiðmörk. Síðan væri vikið að nokkrum sérstökum verkefnum, eins og golfvelli á Laugarnesi og frágangi Öskjuhlíðar. Framkvæmdir fyrir 422,4 millj. kr. að jafnaði hvert ár í Borgarráði var í gær lögð fram framkvæmdaáætl- un í útivistar- og umhverfis- málum næstu fimm árin. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að þegar slík áætlun til 10 ára var samþykkt 1974 hefði verið gert ráð fyrir því *að hún yrði endurskoðuð og ný áætlun gerð um fram- kvæmdirnar eftir 1977, sem yrði þá til viðmiðunar við Framkvæmdaáætlun i útivistar- og umhverfismálum næstu 5 ár Hægt miðar í flug- m annasamningum Næsti stórskjálfti norður af T jömesi? Ekki taldar miklar líkur á nýjum stórskjálftum við Kópasker FÉLAG Loftlciðaflugmanna hef- ur gefið stjórn félagsins heimild til boðunar vinnustöðvunar og samkvæmt upplýsingum Baidurs Oddssonar 1 samninganefnd félagsins var heimildarinnar afl- að vegna þess hversu stirt samn- ingaumleitanir hefðu gengið. Kvað hann Loftleiðaílugmenn vonast til þess að samningafund- ur yrði haldinn einhvern næstu daga. Baldur kvað litla hreyfingu hafa orðið á viðræðunum og samninga- urnleitanir vegna starfsaldursstig- ans hefðu verið stirðar. Þá kvað Baldur einnig lítt hafa verið rætt um Bahamaflugið, en aðkallandi væri fyrir Loftleiðaflugmenn að fá það, m.a. tii þess að tryggja atvinnuöryggi sitt. Til þessa hefðu viðræður þó ekki strandað á neinn hátt á kaupliðum samninga. Félagið veitti fyrir helgina sérstaka heimild til leiguflugs, þar sem KFUM-börnum var boðið í flugferð um landið. Hjá Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna, FÍA, sem er umbjóð- andi flugmanna, sem fljúga fyrir Flugfélag íslands, fékk Morgun- blaðið þær upplýsingar að félagið hefði aflað sér verkfallsheimildar fyrir hálfum öðrum mánuði, en henni hafi ekki verið beitt enn. Björn Guðmundsson, formaður félagsins, vildi ekkert segja um gang viðræðnanna, en kvað hlé myndu verða gert á viðræðum við Flugleiðir nú á meðan aðalsamn- ingamenn félagsins væru erlendis þessa viku. gerð fjárhagsáætlana ár- anna 1979—83. Borgarstjóri sagði, að samkvæmt kostnaðaráætlunum væri um að ræða framkvæmdir fyrir 422,4 milljónir króna að jafnaði hvert þessara fimm ára. Borgarstjóri sagði, að áætlunin skiptist í nokkra kafla, þar sem fyrst væri gerð grein fyrir því sem framkvæmt hefði verið í þessum málaflokki á árunum 1974—77 og síðan hvað gera ætti á árunum 1979—83. Nefndi borgarstjóri að SÉRFRÆÐINGAR telja ekki miklar Iikur á stórskjálftum á því svæði í grennd Kópaskcrs, þar sem vart varð við nokkrar jarðhræringar á hvitasunnudag og fram undir hádegi í fyrradag. Þá mældist snarpasti kippurinn um 3,4 stig á Richterskvarða en eftir það hefur verið nánast alveg kyrrt að sögn Friðriks Jónsson- ar. oddvita á Kópaskeri. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði í samtali við Mbl. í gær, að menn ættu ekki von á því að nýr stórskjálfti kæmi á norð- ur-suðursprungunni rétt við Kópa- sker en á því svæði kom stór- skjálftinn á Kópaskeri á sínum tíma og á svipuðum slóðum áttu einnig upptök sín skjálftar þeir sem komu á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu. Ragnar sagði að talið væri að næsti stórskjálfti, sem vísinda- menn gerðu fastlega ráð fyrir að hlyti að koma í ljósi þeirra landbreytinga sem verið hefðu að eiga sér stað á þessu landsvæði, myndi frekar verða á sprungu þeirri sem gengi úr Öxarfirðinum til norðvesturs. Þar hefði spennan undanfarið verið að safnast fyrir og mætti ímynda sér áð næsti stórskjálfti gæti orðið norðarlega í sprungunni — í hafinu norður af Tjörnesi. 16 ára stúlka stórslasaðist í Borgarnesi SEXTÁN ára stúlka úr Borgarnesi slasaðist alvarlega á vélhjóli þar í þorpinu nú um hvítasunnuhelgina. Hún hafði fengið að taka í vélhjól félaga síns, sem hún síðan reiddi á hjólinu en þegar þau komu að gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu missti hún stjórn á hjólinu og lenti á steinvegg. Stúlkan hafði ekki höfuðhjálm og Framhald á bls. 30. Kosningadagskrá í sjónvarpinu í kvöld SÉRSTÖK dagskrá verður í sjónvarpinu í kvöld vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík, þar sem fram munu koma frambjóðendur flokk- anna er bjóða fram til borgar- stjórnar 28. þ.m. Þessari kosningadagskrá verður þannig háttað að fyrst verða framsöguræður í 20 mínútur í tveimur umferðum en síðan hringborðsumræður í 40 mínútur þar sem mættur verður einn fulltrúi frá hverjum flokki. Gúnnar G. Schram stjórnar þessum umræðum. Fulltrúar flokkanna verða sem hér segir. Af hálfu Sjálf- stæðisflokksins verða fram- bjóðendurnir í 8 efstu sætunum að Albert Guðmundssyni und- anskildum, þar sem hann hefur verið erlendis. Þeir eru: Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri, Ólafur B. Thors, Davíð Oddsson, Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.