Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Oliver Steinn Jóhannesson: Fræðsluumdæmi fyrir Hafnar- fjörð og dauðagildrumar þrjár Það vakti nokkra athygli einn síðustu dagana sem Alþingi sat að störfum að þessu sinni, að menntamálaráðherra lýsti því yfir í þinítræðu er fjallað var um frumvarp til laíía um breytinfju á nrunnskólalönunum, að ef hann væri ráðherra í öðru iandi en Islandi, þá sæi hann sig til þess knúinn að segja af sér vegna hins mikla kapps, sem að hans mati var lafít á að fá fram breytinftu á téðum fírunnskólalöfíum. Ræða ráðherrans var löng og sitt hvað í henni vakti furðu, en þó kannski almennast það, að menntamálaráðherranum, sem í raun er siðgæðismálaráðherra þessarar þjóðar, skyldi svo ákveðið halda fram, að á íslandi gildi annað siðgæðismat í þessum efn- um en með nálægum þjóðum, og því hygðist hann þrátt fyrir allt sitja sem fastast. Fannst mörgum mikið sagt og meira en tilefni gaf til. En hver var rót þessa máls, sú litla þúfa, er nær hafði velt svo þungu hlassi? Rót málsins er, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafði frá árinu 1969 rekið eigin fræðslu- skrifstofu, en var með grunnskcla- iögunum frá 1974 svipt þeim rétti. Hafði bæjarstjórn samþykkt, ekki einu sinni heldur tvisvar og í bæði skiptin með samhljóða atkvæðum allra 11 bæjarfulltrúanna, að óska eftir því að sú breyting yrði gerð á grunnskólalögunum er löghelg- aði rekstur þessarar fræðsluskrif- stofu á ný. Hún taldi að fræðslu- málum Hafnarfjarðar væri betur komið með þeim hætti að stýra þeim svo sem verið hefði, frá eigin fræðsluskrifstofu, sem bein skipti hefði við menntamálaráðuneytið, heldur en að nota fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis — sem hún taldi sér algerlega óviðkom- andi — til að annast milligöngu við ráðuneytið fyrir bæjarins hönd. Þótt einhugur og óvenjuleg samstaða hafi verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um þetta mál, gerðu allir bæjarfulltrúar sér ljóst að armur bæjarstjórnar, þótt styrkur sé, náði ekki lengra en að dyrum Alþingishússins. Þar innan dyra varð því að leita liðsinnis. Lá þá beinast við að leita til þing- manna kjördæmisins, sem raunar ber skylda til að fylgja eftir svo samhljóða ósk sem hér var uppi höfð. Hvort hér var unnið af þeim krafti og dug, sem ráðherrann gaf í skyn í ræðu sinni, getur menn að sjálfsögðu greint á um, en ég verð að játa að ég er honum þar ósammála eins og á fleiri sviðum þessa máls. Með grunnskólalögunum frá 1974 var landinu skipt í 8 fræðslu- umdæmi: Reykjavíkurumdæmi, Reykjanesumdæmi, Vesturlands- umdæmi, Vestfjarðaumdæmi, Norðurlandsumdæmi vestra, Norðurlandsumdæmi eystra, Austurlandsumdæmi og Suður- landsumdæmi. Sjá allir að hér er viðhöfð sama skipting og er á kjördæmum landsins, skipting, sem er þegar orðin úrelt og stórlega óvinsæl hjá miklum hluta þjóðarinnar, m.a. Hafnfirðingum, sem þykir illt að una því að njóta við kosningar til Alþingis aðeins um fimmtungs þeirra mann- réttinda, sem ýmsir aðrir lands- menn hafa. Og með grunnskóla- lögunum voru þeir enn sviptir réttindum. Stórskertir voru mögu- leikar þeirra til að hafa afskipti af stjórnun skólamála bæjarfélags- ins, þegar þeir með lögunum voru sviptir fræðsluskrifstofu sinni, sem þó hafði starfað um fimm ára skeið áður en grunnskólalögin tóku gildi. Hafnarfjörður átti á sínum tíma þátt í því ásamt öðrum sveitarfélögum að stofna Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi, skammstafað SASÍR. Var þar um að ræða frjáls samtök, sem æltað var að auðvelda hugsanleg skipti sveitarfélaganna á þessu svæði með frjálsu samstarfi þeirra á milli, eftir því sem mál krefðust samvinnu og samstarfs hverju sinni, þótt þróun mála yrði önnur en til var ætlazt er fram liðu stundir og Hafnfirðingar segðu sig úr samtökunum, svo sem að verður vikið síðar. Reginmunur er á slíku frjálsu samstarfi og því lögþving- aða samstarfsformi, sem grunn- skólalögin gera ráð fyrir. Augu meirihluta alþingismanna hafa nú opnazt fyrir þessum sannindum og Alþingi hefur nú með samþykkt umræddrar breytingartillögu við grunnskólalögin viðurkennt hver óhæfa er að þvinga sveitarfélög til samstarfs, alls að óþörfu. Hafnar- fjörður og grannbyggðalögin hafa með hinu mikla frjálsa samstarfi sínu á hinum breytilegustu verk- efnasviðum sannað, að óþarft er að lögþvinga samstarf sveitarfélaga. Meirihluti alþingismanna hefur þannig orðið við ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og samþykkt heimildarlög til handa Hafn- firðingum og öðrum þeim byggðar- lögum, er svipaðan íbúafjölda hafa, til að ráða fræðslumálum sínum svo sem kostur er og landslög leyfa. Hljóta allir að viðurkenna hve miklu eðlilegra það er að heimamenn, sem öllum hnútum eru kunnir, hafi meiri möguleika en fjarstýrð fræðslu- skrifstofa til að vinna þar að af festu, framsýni og skynsemi. Skv. 11. grein grunnskólalag- anna skal fræðsluráð skipað 5—7 mönnum, sem kjörnir eru af hlutaðeigandi landshlutasamtök- um og um kosningu og starfshætti fer samkvæmt lögum um starfs- hætti landshlutasamtaka sveitar- félaga, en að öðru leyti eftir meginreglum sveitarstjórnarlaga, nr. 58/1961. En þótt grunnskóla- lögin geri þannig ráð fyrir lögum um starfshætti landshlutasam- taka og fræðsluskrifstofurnar 8 séu til' orðnar með þessi lög sem bakhjarl, þá hafa slík lög aldrei verið samþykkt á Alþingi og margra von er að svo verði heldur ekki síðar. Er því harla veik stoðin, sem þessar skrifstofur standa á, — og að margra mati vafasamt hvort þær hafa við lög að styðjast. Árið 1975 gekk Hafnarfjörður úr SASÍR. Ástæðan var, að á aðalfundi samtakanna vildu fulltrúar Hafnarfjarðar sporna við eyðsluþróun sem þar stefndi í, en viðhalda og treysta hina frjálsu, upphaflegu mynd samtakanna. Fulltrúar Hafnarfjarðar voru ofurliði bornir og hin sterku eyðsluöfl, sem þarna voru að verki, munu seint fyrirgefa þessa afstöðu þeirra. Engu að síður hefur samstarf Hafnarfjarðar og grann- byggðanna eftir sem áður verið með ágætum, svo sem áður er sagt, og alltaf verið byggt á frjálsu samstarfi og án lagaboða. Hafa fulltrúar Hafnarfjarðar með þessu sparað bænum milljónaútgjöld, — og öðrum sveitarfélögum í Reykja- nesumdæmi hliðstæðar fúlgur, því allt starf SASÍR breyttist er eyðsluöflin sáu áð þau léku ekki lausum hala. Og enn eiga Hafn- firðingar eftir að spara sér stórfé þegar sú lagabreyting kemur til framkvæmda, sem nú hefur verið samþykkt á Alþingi, að ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Og þá er þetta ekki síður mikilvægt sjálfstæðismál fyrir bæjarfélagið og sigur lýðræðishugsunar yfir miðstýringu og valdsjúku embættismannakerfi. Þar sem Hafnarfjörður er ekki aðili að SASÍR hafa Hafnfirðingar engan þátt átt í kosningu í fræðsluráð Reykjanesumdæmis og mjög er vafasamt að það eigi stoð í lögum að önnur sveitarfélög eða aðilar í Reykjanesumdæmi geti kosið eða skipað fulltrúa í þetta fræðsluráð fyrir Hafnarfjörð. En jafnvel þótt Hafnarfjörður væri aðili að SASÍR ætti bærinn þar ekki nema mest einn fulltrúa í fræðsluráðinu, og vegna kosninga- fyrirkomulags gæti kosning í fræðsluráð Reykjanesumdæmis farið þannig að hvorki Hafnar- fjörður eða Kópavogur, með sína 25 þúsund íbúa, ætti þar neinn fulltrúa. Sjá allir hvílík firra þetta er og hve réttmæt þessi breytingartillaga við grunnskóla- lögin var, sem Alþingi hefur nú nýverið samþykkt. Menntamálaráðuneytið hefur talið Hafnfirðingum nóg að hafa EYJOLFUR GUÐMUNDSSON skrifar fréttir frá NOREGI: Rán í bönkum og pósthúsum - Auk- in oliuframleiðsla Olíuframleiðslan eykst í marzmánuði sl. komst olíu- framleiðslan á Ekkofisksva'ðinu á Norðursjónum upp í 11 millj. tunnur, sem mun vera metfram- leiðsla á mánuði. Þess ber og að geta að gasfrantleiðslan á fyrsta 'jórðungi þessa árs er rúmlega 2,5 ntillj. tonn, en þá er um að ræða gas frá bæði Frygg- og Ekkofisksvæðinu. Ekkofisk- svæðið er, sem kunnugt er, sunnarlega á svæði Norðmanna, eða því sem næst miðsvæðis milli Danmerkur, Noregs og Englands. Það sem nefnt hefur verið Fryggsvæðið er hins vegar norðar, eða á sömu breiddar- gráðum og Bergen. Nú vinna um 6800 manns á olíupöliunum á Norðursjónum, þar af unt 2700 útlendingar. Aukin olítiframleiðsla við norsku ströndina hefur að vísu vaxandi mengunarhættu í för með sér, en m.a. af þeim ástæðum hefur ekki verið borað eftir olíu fyrir norðan 62. breiddarbaug. Sérfræðingar telja þó fullvíst að olía finnist í.ieðfram allri norsku strönd- inni, og norður eftir Barents- hafi, allt norður til Svalbarða. Það eru nijög skiptar skoðanir um það hvort hefja eigi olíuleit neöfram allri Noregsströnd, og I.efir þetta verið hitamál, sem nt.a. hefir verið rætt á norska þinginu. Telja má sennilegt að nokkurra ára dráttur verði á olíuvinnslu á norðurslóðum, eða þar til tæknin við olíuvinnslu verður kornin á hærra stig. Bankarán og byssukóngar Rán í bönkum og pósthúsum hafa ntjög færst í vöxt, og má segja að þetta séu daglegir viðburðir sem almenningur er fainn að venjast. Þetta skeður venjulega þannig að maður með klút fyrir andlitin^, vopnaður skamntbyssu eða haglabyssu snarast að gjaldkera og hrifsar til sín alla tiltæka peningaseðla. Þetta skeður helst strax eftir opnun viðkomandi stofnana, eða á þeim tímum sem fæstir viðskiptavinir eru á staðnum. I mörgum tilvikum tekst ráns- manninum að komast undan, og þá venjulega í stolnum bíl, sem lagt hefur verið í nágrenninu. Lögreglan hefur haft talsvert að gera í sambandi við slík mál. og hefir nú tekið í noktun bæði skotvopn og hunda gegn þessum ófögnuði. Fyrir fáum dögum gerðu tveir byssuóðir unglingar í Drammen tilraun til að drepa skautakapp- ann Sten Stensen. Unglingar þessir miðuðu hlaðinni skamm- byssu á Stensen, en þótt tekið Berge Furre og Finn Gustavsen. Verða þeir dregnir fram fyrir dómstóla, vegna brots á þagnar- skyldu þingmanna? væri í gikkinn, hljóp skotið ekki af. Voru þessir „byssukóngar" á flótta undan lögreglunni, og hugðust stela vörubíl, sem Sten- sen var að dytta að. Unglingar þessir komust þó ekki langt á bílnum, þar eð lögreglubílar komu fljótlega á vettvang og sendu regn af skotkúlum gegn- um dekk vörubílsins. þingmenn fyrir lög og dóm? ,,Ég hef ekki tíma til að standa í svona vitleysu," sagði Stensen, sem kastað hafði sér niður á því augnabliki sem unglingarnir hugðust skjóta hann. Verða þingmenn Sósíalíska vinstri- flokksins drengir fyrir lög og dóm? Sérstök þingnefnd vinnur nú að athugun á því hvort höfða eigi mál á hendur þeim Berge Furre og Finn Gustavsen, vegna hrota á þagnarskyldu þing- manna sem varða við norsk hegningarlög varðandi uppljóstranir á ríkisleyndar- málum, er snerta öryggi landsins. Uppljóstranir þær sem þeir komu með voru varðandi svo- kallaðar Loran c miðunarstöðv- ar, sem nota má m.a. fyrir kafbáta, bæði norska og eins fyrir kafbáta NATO. Um þessar stöðvar vissi almenningur lítið, og ekki víst að sovéskir njósnar- ar hafi fengið upplýsingar um þennan útbúnað. Þeir félagar leystu hins vegar rækilega frá skjóðunni og gerðu það nokkrum vikum f.vrir síðustu kosningar, augljóslega til að reyna að hressa uppá fylgi flokks síns. Urslit kosriinganna sl. haust urðu hins vegar þau að flokkur þeirra beið miklar hrakfarir, en það sýnir að almenningur í Noregi kærir sig ekki um uppljóstranir á hernaðarmikil- vægum málum, sem varða örvggi landsins ogsamvinnuna í NÁTO. Þeir Berge Furre og Finn Gustavsen eiga nú á hættu að verða kallaðir fyrir ríkisrétt, sjálfum sér til skammar, en öðrum til athlægis. Heyerdahl kominn heim Fornleifafræðingurinn og ævintýramaðurinn Thor Heyer- dahl kom fyrir nokkrum dögum til Ósló eftir nýafstaðna siglingu á sefbát, frá Mesapótamíu til Austur-Afríku. Sefbátur þessi, sem hann nefndi „Tigris", var gerður úr seigum seftágum, sem vaxa á sléttlend- inu við samnefnt fljót. Stærð bátsins var um 6x18 m og var hann settur saman á svipaðan hátt og álitið er að sæfarendur í Mesópótamíu hafi gert f.vrir 5000 árum. Bátur þessi var á floti í 132 daga, og sigling hans var framkvæmd til að sanna þá skoðun Heyerdahls að slíkir bátar gætu haldist á floti í fleiri daga, en til voru menn sem dregið höfðu slíkt í efa. Endalok siglingarinnar urðu þau að Heyerdahl og félagar kveiktu í bátnum fyrir utan A-Afríku, og vildu á þann hátt „mótmæla" hernaðarátökunum á horni Afríku. Ekki er laust við að Norðmenn, sumir hverjir, séu óánægðir með þessi endalok, enda augljóst mál að bátsbrenn- an bre.vtir í engu þróun styrjald- arinnar á umræddu svæði. Hvað sem því líður, slappar fornleifa- fræðingurinn nú af hjá fjöl- skyldu sinni í Ósló, og tilkynnt hefur verið að fyrstu dagana vilji hann hvílast og vera í friði fyrir blaða- og fréttamönnum. Verkföll og kjaradómur í aprílmánuði stóð yfir verk- fall bifreiðastjóra vöru- og Framhald á bls. 62.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.