Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 101. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Belgískt f allhlíf alið til hjálpar hvítum í Zaire Belgískir fallhlífaher- menn á herflugvellin- um í Melsbroeck skammt frá Brússel við því búnir að verða sendir til Kolwezi að bjarga Evrópumönn- um. kinshasa. 18. maí. AP. Reuter. BELGÍSKIR fallhlííahermenn fóru flugleiðis til Zaire í dag til að taka þátt í björgun 2.000 landa sinna. mörg hundruð annarra Evrópumanna og 14 Bandaríkja- manna sem eru einangraðir og í hættu staddir í koparbænum Kolwezi vegna innrásar uppreisn- armanna í Shaba-hérað. En óstaðfest frétt frá Kolwezi gaf til kynna í dag að fyrirhugað- ar björgunaraðgerðir kynnu að reynast óþarfar. Talsmaður belg- íska utanríkisráðuneytisins sagði að samkvæmt útvarpsfrétt frá Kolwezi sem væri ekki hægt að fá staðfesta „geisuðu bardagar ekki lengur í Kolwezi". í Washington tilkynnti Carter forseti í kvöld að hann hefði fyrirskipað loftflutninga á hjúkrunargögnum, fjarskipta- tækjum. eldsneyti og varahlutum í 0130 flutningaflugvélar alls að verðmæti 17.5 milljónir doll- ara. Loítflutningarnir hefjast í næstu viku en ekkert er um það sagt hvort bandarískar flugvélar verði notaðar. Fréttastofa Zaire sagði í kvöld að Mobutu Sese Seko forseti hefði sjálfur flogið bandarískri flutningaflugvél til flugvallarins í Kolwezi til að sýna að Zaireher hefði flugvöllinn á sínu valdi. En fréttamenn sem ferðuðust með forsetanum sögðu að enn mætti heyra sprengingar og skothríð frá Kolwezi og mikinn reyk lagði upp frá bænum. Fréttastofan skýrði frá loftárásum Zaire- manna á bæinn. Belgísku hermennirnir fóru frá flugstöðinni í Melsbroeck skammt frá Briissel til ótiltekinnar bæki- stöðvar í Afríku til undirbúnings hugsanlegum björgunaraðgerðum og vistir voru einnig sendar flugleiðis. Ein flugvélin flutti 12 lestir af matvælum og 1,5 lestir af. hjúkrunargögnum handa Evrópu- mönnunum í Kolwezi og læknar og hjúkrunarliðar voru í vélinni að Framhald á bls. 18 Hæg sókn í Erítreu Beirút. ÍH. maí. Ueutor. AI\ SKÆRULIÐAR í Erítreu áttu í hörðum hardögum í dag við eþíópískt herlið sem nýtur stuðnings skriðdreka, stór- skotaliðs og flugvéla vestur af fylkishöfuðborginni Asmara og flugvélar og herskip Eþfópíumanna héldu áfram árásum á stöðvar skæruliða meðfram strönd Rauðahafs. Jafnframt sakaði leiðtogi byltingarstjórnarinnar í Eþíópíu, Mengistu Haile Mariam ofursti, Sómalíumenn í dag um að hafa flutt leifar Ogaden-hers síns að landamær- um smáríkisins Djibouti og að hafa sent nokkra hermenn á laun inn í landið. Hann sagði að þessar aðgerðir gætu leitt til nýrra árekstra Sómalíumanna og Eþíópíumanna. Fréttastofa Frelsisfylkingar Erítreu (ELF-RC) í Beirút hélt því fram í dag að herliði Eþíópíumanna hefði ekki tekizt að rjúfa umsátrið um Asmara eða sækja frá borginni og sagði Framhald á bls. 18 Fundu tvö fylgsni og tóku tíu höndum Róm. 18. maí. ltmtrr. AI'. LÖGREGLUMENN sem leita að norðingjum Aldo Moros, fyrrver- andi forsætisráðherra, hafa fund- ið tvö af fylgsnum Rauðu her- deildanna í Róm og handtekið 10 manns sem hún segir of snemmt að fullyrða um hvort viðriðnir voru ránið og morðið á Moro þótt það sé hugsanlegt. Lögreglustjórinn í Róm Emmanuele de Francesco sagði að hvorugt fylgsnið sem fannst hefði verið notað fyrir „alþýðu- fangelsi" það sem Moro var hafður í haldi í. Hann sagði að sumir hinna handteknu kynnu að vera stuðningsmenn Rauðu her- deildanna en ekki liðsmenn þeirra. Dómurinn yfir Orlov vekur gagnrýni og megna gremju Moskvu, 18. maí. AP. Reuter. SOVÉZKI andóísmaðurinn Yuri Orlov var í dag dæmdur þyngstu refsingu, sjö ára þrælkunarvinnu og fimm ára útlegð, fyrir andsovézka starf- semi og áróður sem fólst í því að hann samdi skjöl um sovézk mannréttindi og dreifði beim til vestrænna fréttaritara og sendiráða að sögn fréttastof- unnar Tass. Friðarverðlaunahafinn Andrei Sakharov og Yelena kona hans voru fimm tíma í lögregluvarðhaldi í dag eftir stympingar við lögreglu sem meinaði þeim að fara inn í dómshúsið þar sem réttarhöld- ín fóru fram. Tass sakaði hjónin um „óíyrirlcitin skríls- læti." í Washington gagnrýndi bandaríska utanríkisráðuneytið harðlega dóminn gegn Orlov og kvað hann gróft brot á alþjóð- lega viðurkenndum reglum um mannréttindi. Talsmaðurinn sagði að málið væri þeim mun alvarlegra vegna þess að reynt hefði verið að nota réttarhöldin til að auðmýkja Orlov og konu hans. En hann sagði að Cart- er-stjórnin setti viðræður um nýjan samning um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar ekki í sambandi við aðra atburði. Jafnframt samþykkti full- trúadeild Bandaríkjaþings ein- róma ályktun þar sem þess er farið á leit við sovézk stjórnvöld að Orlov verði látinn laus. í Irina. kona andófsmannsins Yuri Orlov, umkringd stuðningsmönnum og fréttamönnum við lok réttarhaldanna í gær. Lengst til vinstri er eðlisfræðingurinn Yuri Golfand, vinur Orlov-hjónanna og lengst til hægri er frú Ida Milgroa, móðir Anatoly Shcharanskys. ályktuninni er harmað að Rúss- ar standi ekki við mannrétt- indaákvæði Helsinki-samnings- ins. Ályktunin fer nú fyrir öldungadeildina sem talið er víst að samþykki hana fljótlega. Dómurinn hefur vakið mikla reiði í Bretlandi þar sem stjórn- málamenn jafnt til hægri sem vinstri þar á meðal kommúnist- ar fóru um hann hörðum orðum í dag og kváðu hann „smán" og „svívirðu". James Callaghan forsætisráð- herra fordæmdi dóminn og sagði að engan veginn væri hægt að réttlæta hann ef hann væri fyrir það að fylgjast með mannréttindum. Hann sagði að Bretar mundu ekki hika við að halda fram þessari skoðun sinni, en tók ekki undir kröfur um að Bretar slíti stjórnmálasam- bandi við Rússa og sagði: „Við verðum annað hvort að lifa saman eða deyja saman." Tass-fréttastofan svaraði Framhald á bls. 18 Hann sagði að annað fvlgsnið hefði verið lítil prentsmiðja og hitt íbúð í úthverfunum. Hann sagði að meðal útbúnaðar sem hefði fundizt væru lítil prentvél, ljósritunarvél og rafmagnsritvél af sömu tegund og hryðjuverkamenn notuðu til að prenta fréttatilkynningar sínar á. Hann gat ekki staðfest að þetta væri sama ritvélin en kvað það sem fundizt hefði mjög mikilvægt, þar á meðal flugmiðar og peninga- seðlar. De Francesco lögreglustjóri sagði að sjónarvottar. að ráni Moros og fólk, sem tilkynnti að það hefði séð ljósleita bílinn með líki Moros í, mundu reyna að kanna við sakbendingu hvort þeir könnuðust við einhvern hinna handteknu. Hann sagði að eigandi prentvél- Framhald á bls. 18 ítölsk lög um fóstur- eyðingar líóm. IX. maí. Kcutcr. ÍTALSKA þingið samþykkti í dag liig um nánast ókeypis fóstureyðingar og batt þar með endi á miklar pólitískar deilur sem kristilegir demókratar og vinstrisinnar hafa háð um málið um árabil. Öldungadeildin samþykkti frumvarpið með 160 atkva>ðum gegn 148. og þar með hafa kristilegir demókratar beðið ósig- ur og þar með verður frumvarpið að lögum. Fulltrúadeildin sam- þykkti frumvarpið í síðasta mán- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.