Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 „Ætlum ekki að slátra allri einkastarfsemi” — segir Adda Bára Sig- fúsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins „Nei — ég túlkaði ekki þá skoðun, að við alþýðu- bandalagsmenn ætluðum að slátra allri einkastarf- semi í borginni,“ sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, er Morgun- blaðið spurði hana út úr um ræðu þá, er hún flutti í sjónvarpinu í fyrrakvöld. „Slík bókstafstrú er ekki við hæfi. Grundvallarsjón- armið okkar er að heiidar- atvinnureksturinn verði byggður upp á félagslegum grundvelli,“ sagði Adda Bára. Adda Bára sagði í ræðu sinni, að við hlið félagslegs reksturs yrði einnig rúm fyrir einkafyrirtæki. Morgunblaðið spurði hana af því tilefni, hvort Alþýðu- bandalagið væri með þess- ari yfirlýsingu fallið frá þeim grundvallarsjónar- miðum í kenningum Marx, að þjóðnýta atvinnurekstur. Adda Bára kvaðst ekki vera svo kunnug kenningum Marx, að hún gæti fullyrt, hvort hann tæki fyrir að nokkur einkaatvinnurekst- ur gæti þrifizt í sósíalist- ísku kerfi, en hún kvaðst hins vegar hafa verið í ræðu sinni að ræða um niðurstöð- ur embættismanna, sem komizt hefðu að því ' að einkareksturinn væri því marki brenndur, að þar væru óeðlilega miklar fjár- festingar í húsum. Af þessu mætti vera ljóst að það er ekki afkoma einkareksturs- ins eingöngu, sem menn bæru fyrir brjósti. Á slíkum grunni vildi Sjálfstæðis- flokkurinn byggja, en al- þýðubandalagsmenn vildu nýjan grunn og á þeim grunni yrði að sjálfsögðu einnig rúm fyrir einka- rekstur við hlið hins félags- lega. Grásleppu- veiði að ljúka Siglufirði, 18. maí. GRÁSLEPPUVEIÐI er nú að Ijúka hér og eru flestir bátar búnir að taka upp net sín. Þaö er mál manna, að vertíðin hafi verið frekar léleg og mun verri en í fyrra. Aflahæstur aö pví er frétzt hefur er bátur með um 90 tunnur af hrognum. Bátur, sem hér hefur verið á línu, hefur gert það mjög gott og hefur fengið allt upp í 10 og 11 tonn í róðri. Færabátar, sem hafa komizt fram að Kolbeinsey hafa fengið upp í eitt tonn yfir daginn. — m.j. 1,2 milljónir rúmmetra af atvinnuhús- næði í Rvik LOKIÐ hefur verið við byggingu 1.150.000 rúmmetra iðnaðar- OK' verksmiðjuhúsnæðis á síðastliðn- um sjö árum í Reykjavík. bá hefur á árunum 1972 til 1977 verið úthlutað lóðum til 177 fyrirtækja í Reykjavík eða ein- staklinga, sem stunda atvinnu- rekstur. Áætluð stærð þessara 1977 lóða er 830.400 fermetrar og áætlaðir gólfflatarmetrar, sem hægt er að byggja á þessum lóðum samkvæmt skipulagi eru 355.300 fermetrar. Þetta nemur á hvern íbúa í höfuðborginni 10 fermetrum á lóð, en í húsnæði 4 fermetrum. Fyrirspurn- ir til borg- arstjórans BIRGIR ísl. Gunnarsson borg- arstjóri mun á næstu vikum svara fyrirspurnum frá les- endum Morgunblaðsins um borgarmál. Tekið verður við fyrirspurn- um í síma 10100 frá kl. 10—12 frá mánudegi til föstudags. Fyrlrspurn ásamt svari borg- arstjóra mun birtast skömmu sfðar. Fundur eft- ir eina viku SAMNINGAFUNDUR milli full- trúa Féiags Loftleiðaflugmanna og Flugleiða h.f. hefur verið boðaður næstkomandi fimmtudag klukkan 13.30. Verður það fyrsti viðræðufund- ur aðila eftir að stjórn Félags Loftleiðaflugmanna hefur fengið heimild til verkfallsboðunar. Að sögn Skúla Guðjónssonar, for- manns félagsins, munu flugmenn ekki boða til vinnustöðvunar fyrr en þeir hafa a.m.k. heyrt hljóðið í viðsemjendum sínum — Flugleið- um. skipamálning er fær í allan sjó Á stýrishús: Hempalin >> >» Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Lahkmálning. Á vélarúm: Hempalin » » Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Vélalakk eða Lakkmálning. Á vélar: Hempalin »» Ryðvarnargrunnur. Vélalakk. Á trélestar: Hempalin »» Grunnmálning. Lakkmálning. Á stállestar: Hempalin »» »» Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Lakkmálning. Á þilfar: Hempalin »» Ryðvarnargrunnur. Þilfarsmálning. Á stálsíður: Hempalin >» >> Ryðvamargrunnur. Grunnmálning. Lakkmálning. Á trésíður: Hempalin >> Grunnmálning. Lahkmálning. Á lakkað tréverk: Hempels Bátalakk no. 10. Á málað tréverk: Hempalin >> Grunnmálning. L akkmálning. Á trébotn: Hempels >> >> Botngrunnar A. Koparbotnmálning eða Bravo botnmálning. Á stálbotn: Hempels • >> Botngrunnur A. Botnmálning Norður B. Slippfélagið íReykjavíkhf Sími 33433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.