Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAI 1978 5 „Prúðu leikararnir" eru samkvæmt venju í sjónvarpi í kvöld klukkan 20.35. Gestur þeirra í þættinum er söngkonan góðkunna, Cleo Laine, en hún kom á síðustu listahátíð í Reykjavík. Myndin hér að ofan var einmitt tekin þá, en með Cleo á myndinni er eiginmaður hennar, John Danksworth. Þegar njósnaflug- vélerskotin niður Klukkan 22.00 í kvöld er í sjónvarpi bandarísk sjónvarps- kvikmynd sem byggö er á bók flugmannsins Francis Gary Powers, „Operation Overflight". Myndin segir frá því er banda- rísk U-2 njósnaflugvél var skot- in niður yfir Sovétríkjunum í maí 1960. í dagblöðum frá þessu tíma- bili er sagt rækilega frá þessu máli og þar segir að Nikita Krúsjeff hafi tilkynnt hinn 5. maí á fundi æðsta ráðs Sovét- ríkjanna að bandarísk flugvél hafi verið skotin niður sunnu- daginn 1. maí, er hún flaug yfir rússneskt landsvæði. Sagði Krússjeff þá að slík árás á lofthelgi Rússa samsvaraði illa síðustu stefnuyfirlýsingu Vesturveldanna. Samkvæmt fregnum fögnuðu rúmlega 1300 fulltrúar á fundi æðsta ráðsins ákaft þegar Krús- jeff tilkynnti um bandarísku flugvélina og sumir þeirra hróp- uðu vígorð. Frá Bandaríkjunum bárust þær fréttir að Eisenhower for- seti hefði skipað fullkomna rannsókn á málinu. Hermdu fregnir þaðan að álitið væri að flugvélin hefði komið niður nálægt Van-vatni, sem er við rússnesku landámærin. Var álitið í Bandaríkjunum að flug- maðurinn hefði misst meðvit- und vegna súrefnisskorts og óviljandi flogið inn fyrir landa- mæri Sovétríkjanna. Sovétmenn vildu náttúrulega ekki heyra skýringar Banda- ríkjamanna á villu flugmanns- ins og út af þessu spannst mikið mál. En það er víst bezt að leyfa sjónvarpsáhorfendum að njóta myndarinnar í kvöld og hafa orð þessi ekki fleiri. Kvikmyndin hefst eins og fyrr sagði klukkan 22.00 og er hún rúmlega 90 mínútna löng. Hún er í litum. Le Majors fer með hlutverk Francis Gary Powers í sjónvarpskvikmyndinni sem sýnd verður í kvöld. UNDIRBÚNINGUR að Listahá- tíð er í fullum gangi. Um helgina komu málverk Errós til landsins með skipi frá Rotterdam. 12 stórir kassar. sem vega langt á annað tonn. Erró kemur sjálfur til iandsins um helgina til þess að undirhúa sýningu sína á kjar- valsstöðum. — Myndin var tekin af honum fyrir nokkru í prent- smiðju í Bergamo á Ítalíu. I>ar var verið að prenta bókina. sem Almenna bókafélagið og Iceland Review standa að í sameiningu. og var Erró að líta á síðustu litaprófarkir. í bókinni eru lit- prentanir af verkum listamanns- ins. yfirlit frá síðustu 20 árum. sem Erró valdi sjálfur. Bókin er va-ntanleg tii landsins í næstu viku. Mikiö af nýjum vörum teknar uop í dag. TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.