Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 7 Stangast á viö staöreyndir Á framboðsfundi í sjónvarpi um borgarmál Reykjavíkur héldu tals- menn minnihlutaflokka, einkum Alpýðuflokks, pví m.a. fram, aö straumur unga fólksins lægi frá Reykjavík og til ná- grannabyggða og ann- arra landshluta en straumur aldraöra og öryrkja til höfuðborgar- innar. Skoðum pessa staðhæfingu nokkru nán- ar. Engin mælir pví í mót að byggðahverfin í Breið- holti séu einkum sam- félag ungs fólks. Þar hefur á rúmum áratug risið byggð ungs fólks, sem aö mannfjölda til er nokkru stærri en Kópa- vogur, sem hefur verið að byggjast í nær prjá ára- tugi, eða Akureyri og Hafnarfjörður, sem hafa veriö að byggjast alla öldina. í Breiðholti eru nú 16—18 púsund manns og veröa yfir 20 púsund innan fárra missera. Þá verður pessi byggö ungra Reykvíkinga helmingi fjölmennari en sá kaup- staður, sem næstur kem- ur höfuðborginni aö stærö. Staðhæfing minnihlutamanna stang- ast pví gjörsamlega á við staðreyndir. Aldrei í sögu Þjóðarinnar hefur jafnt margt ungt fólk setztá jafn skömmum tíma að á einum stað eins og í Breiðholti undanfarin ár. Þar hefur unga fólkið unnið prekvirki í eigin húsnæðismálum. Það er einnig rangt, að pað sé ungt fólk, flúið frá Reykjavík, sem einkum byggir einbýlishúsin í nágrannabyggðum Reykjavíkur. Þau dýru hús byggja eldri árgang- ar, sem komið hafa sér vel fyrir í lífinu. Þetta vita allir, hvað sem líður stað- hæfingum um annað. Borg aldraöra og öryrkja Talsmenn minnihluta- flokkanna töluðu um pað í lítilsvirðingar- og gagn- rýnistón, aö Reykjavík væri að verða borg aldr- aðra og öryrkja. Rétt er pað, að hér búa um eða yfir 8000 ellilífeyrispegar og að fólk, sem á við ýmiss konar fötlun að búa hefur fremur kosið að setjast hér að en annars staðar. Þetta byggíst á pví fyrst og fremst, að pótt margt sé enn ógert í öldrudarpjón- ustu og fyrirgreiðslu við fatlaða í Reykjavík, hefur borgin sýnt meiri vilja og framtak en nokkurt ann- að sveitarfélag á íslandi til að sinna pörfum pess- ara pjóðfélagspegna. Aldrað fólk, sem hefur skilað Þjóðfélaginu langri starfsævi, á pað inni hjá samfélaginu, aö pví sé búið sómsamlegt ævi- kvöld. Það er lofsvert en ekki gagnrýnivert, að Reykjavík hefur sýnt við- leitni öðrum fremur í pessa átt. Fatlað fólk á og rétt til sambærilegra lífs- kjara og annað fólk. Reykjavík er sómi að pessu fólki, að pað kýs hér að búa, pótt vera pess sé gerö ámælisverð í munni talsmanna minni- hlutaflokka í borgarstjórn Reyjavíkur. Slík afstaða er lítilmannleg og lág- kúruleg og sýnir hörmu- lega málefnafátækt. Eng- inn heiðarlegur maður getur tekið undir hana með atkvæöi sínu. Fyrirtæki,fram- leiðsia, atvinnuöryggi og lífskjör Táknrænt dæmi um málefnaárekstra minní- hlutaflokkanna í um- ræddum sjónvarpspætti var mismunandi gagnrýni peirra á afstöðu borgar- stjórnar til fyrirtækja í borginni. Guðrún Helga- dóttir úr Alpýðubanda- laginu lét að pví liggja að borgarstjórnarmeirihlutinn ysi fé og fyrirgreiðslu yfir fyrirtækin í borginni. Það væri hans ær og kýr. Síðan kom Björgvin Guðmundsson talsmaður Alpýðuflokks og stað- hæfði, að svo illa væri gert viö fyrirtækin í borg- inni, að pau heföu tugum saman flúið í önnur sveitarfélög. Ekki kemur nú pessi gagnrýni heim og saman frekar en ann- að í málflutningi minni- hlutaflokkanna. Hið sanna er að Sjálf- stæðisflokkurinn leggur áherzlu á að atvinnufyrir- tæki hvers konar geti skotið traustum rótum í borgarsamfélaginu, öðl- ast rekstraröryggi og vaxtarmöguleika. Verð- mætasköpun í pjóðfélag- inu, sem lífskjör okkar byggjast á, hvílir á pess- um fyrirtækjum, sem og atvinnuöryggi borgarbúa. í pessu efni má enn betur gjöra til að tryggja rekstraröryggi fyrirtækja og atvinnuöryggi borgar- búa. Efla parf frumatvinnu- greinar, einkum sjávarút- veg og fiskvinnslu. Reykjavíkurhöfn er eina höfn landsins, sem ekki nýtur stofnkostnaöar- framlags við hafnargerð og útgerðaraðstöðu. Allar aðrar hafnir fá 75% til 100% stofnkostnaðar greidd úr sameiginlegum sjóði landsmanna, er Reykvíkingar greiða peim mun meira til sem peir eru fleiri en aörir. Minnihlutaflokkarnir hafa allir staðið meira eða minna gegn leiðréttingu í pessu efni. Sama má segja um ýmsa opinbera fjárfestingarlánasjóði, s.s. byggðasjóð, sem sníðgengið hafa Reykja- vík með pegjandi sam- pykki peirra flokka, sem nú vilja hnekkja meiri- hlutastjórn sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Þessa alls munum við minnast í kjörklefanum eftir rúma viku. Nokkur eintök af jólaplatta Wiinblads 1978 frá Rosenthal eru nú komin til landsins. Þeir, sem eiga pantaða platta fyrir árið 1978 eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band hið allra fyrsta. Allt frá árinu 1971, þegar fyrsti jóla- platti Björns Wiinblads kom á markað inn frá Rosenthal, hefur gífurleg eftirspurn hækkað plattana í verði — langt umfram allar verðbólgu- tölur. Arið 1971 var útsöluverð jólaplatta Wiinblads 145.00 þýzk mörk. í dag er safnaraverð hans 3950.00 mörk ef hann þá fæst. studio-line A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 ■ pi r Ww'á k 1 *a Xi' I fÆ.' i/ , í fénF v ÆM ' i ‘7'^' - WBmasm&Lá ». ” » ; - ^ 1- .mm ■ 'Wv* > JkvftL JfimÆ f H * hW I J Vorkappreiðar félagsins verda haldnar á Skeiövelli félagsins á Víðivöll- um, laugardaginn 27. maí. Keppnisgreinar sem hér greinir: Skeið 250 m Stökk 250 m, 350 m og 800 m. Brokk 800 m Skráning kappreiöahesta fer fram laugardaginn 20. þ.m. á Skeiðvellinum og á skrifstofu félagsins 22. maí frá kl. 13—18, sími 30178. Ath. Firmakeppnin fer fram á laugardaginn. Hestamenn mæti kl. 14. Hestamannafélagið Fákur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.