Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 11
Nýtt tæki til hraðamæl- inga á Kefla- víkurflugvelli LÖGREGLAN ð Keflavíkur- flugvelli er um Dessar mund- ir að taka í notkun nýtt tæki til hraðamælinga bifreiða og er Þaö svokölluö radarbyssa. Þorgeir Þorsteinsson lög- reglustjóri sagði í samtali við Mbl. að varnarliðið hefði nýleg fengið nýtt radarmæli- tæki og hefði lögreglunni á Keflavíkurflugvelli veriö boðið aö nota Það einnig. — Um þessar mundir er umferð hér á flugvallarsvæð- inu aö aukast mjög mikið, sagöi Þorgeir, og viidum viö að fólk vissi af því að við förum af stað með þessar mælingar líklega á fimmtudag ( næstu viku. Einkum er umferðin hér í sambandi við aukna flugumferö á sumrin, en líka er alltaf meira um framkvæmdir á sumrin og því meiri umferð í kringum þær. Tækið, sem er eins konar radarbyssa, sagði Þorgeir að væri þannig aö hægt væri aö nota það hvort heldur af lögreglumönnum í bílum eða fótgangandi, það væri eins konar byssa sem beint væri aö bíl sem mældur væri. Sagöi hann það hentugra og fullkomnara en radarspegil sem lögreglan hefði notað í þessu skyni hingað til, tækiö truflaðist ekki af flugumferð- inni eins og hið fyrra gerði, þetta væri handhægt tæki og áreiöanlegt. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 11 Virkur vinnutími vinnuflokka Hita- veitunnar um 60% RAUNVERULEGUR virkur vinnutími vinnuflokka Ilitaveitu Reykjavíkur er nú um 60%. en var áður en flukkarnir voru endur- skipulagðir og tekið upp premíu- keríi um 27%. Þetta kom fram í viðtali. sem Morsunblaðið átti í gær við Geir Thorsteinsson. hag- sýslustjóra Reykjavíkurborgar. I umræðum um borgarmálefni í sjónvarpinu í fyrrakvöld, kom Kristján Benediktsson borgarfuil- trúi fram með ákveðið plagg, sem hann kvaðst af tilviljun hafa komizt yfir. Geir Thorsteinsson hagsýslustjóri sagði aðspurður að Kristján hefði komið til sín og beðið sig um þetta skjal og hafi það að sjálfsöðgu verið auðfengið. Um væri að ræða könnun, sem Ingimar Hansson gerði um virkan vinnu- tíma vinnuflokka Hitaveitunnar. Skipti hann vinnutíma starfs- mannánna í ýmsa þætti og kom þá í ljós að virkur vinnutími flokk- anna var 27%. Bið, akstur og annað var 31%. Efni sótt og sett á bíl, beðið eftir efni, tækjum og verkstjóra var um 22% vinnutím- ans og persónulegur tími, tími vegna þröngrar vinnuaðstöðu o.fl. var um 20% . Með hliðsjón af þessum könnun- um Ingimars var allt vinnuflokka- kerfið stokkað upp — að sögn Geirs Thorsteinssonar og miðað við síðustu athugun var virkur vinnutími flokkanna um 60% , sem teljast má mjög gott. Samhliða endurskipulagningu flokkanna var og tekið upp premíukerfi. LONDON TOWN Bob Marley & The Wailers Kaya Frank Zappa Zappa in New York ippi W Yo Wings London Town Steve Hackett Please don‘t touch Bee Gees 20 Greatest Hits Steeleye Span Storm force ten Genesis And then there were three The Band The Last Waltz Jethro Tull Heavy Horses Kate Bush The Kick Inside /'fíHi ff I t'l # Jackson Browne Running on Empty Jefferson Starship Earth Elvis Costello This Years Model Linda Ronstadt Simple Dreams Rod Stewart Foot Loose & Fancy Free Þetta eru 15 af mest seldu plötunum hjá okkur þessa dagana en aö sjálfsögöu höfum viö jafnan fyrirliggjandi gífurlegt úrval af eldri plötum og erum t.d. nýlega búnir aö fá flestallar plötur Jethro Tull, Genesis, Steve Miller Band, Abba, Fleetwood Mac, Eagles,Lindu Ronstadt,Rod Stewart, Queen og Moody Blues svo aö dæmi séutekin. Jafnframt viljum viö vekja athygli á því aö viö höfum nýlega tekiö upp gífurlegt úrval af kassettum viö allra hæfi. lV SENDUMIPOSTKROFU SAMDÆGURS VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, S. 84670 LAUGAVEGI 24, S. 18670 VESTURVERI S. 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.