Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAI 1978 Utankjörstað- arkosning Adeins óúthlutað lóðum í efsta hluta Seljahverfis „ÞAÐ er búið að skipuleggja nokkurn hluta íyrir einbýiishús og raðhús í framhaldi af því, sem úthlutað var í vor í Seljahverfinu og í sumar verður unnið að áframhaidi þess verks fyrir næstu 16ðaúthlutun,“ sagði Iljörleifur Kvaran hjá skrifstofu borgarverkfræðings, er Mbl. spurði hann f gær um lóðaúthlutunarmál í Reykjavfk. Utankjörstaðarkosning á vegum borgarfógetacmbættisins er í Mið- bæjarbarnaskóianum, inngangur að norðan. Kjörstaðurinn er opinn alla daga frá klukkan 10 til 12, 14 til 16 og frá klukkan 20 til 22, nema sunnudaga og heigidaga. þá er kjörstaðurinn opinn frá klukk- an 14 til 18. Utankjörstaðarkosningin er fyrir þá, sem verða ekki heima á kjördag, 28. maí. í Reykjavík er kosið í Miðbæjarbarnaskólanum eins og áður segir, en annars staðar á landinu geta menn kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum. Það eru tilmæli borgarfógetans í Reykjavík, að menn, sem ekki verða heima á kjördag, kjósi sem allra fyrst til þess að forðast öngþveiti síðustu daga fyrir kjördag. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu kosningar kusu helmingi fleiri síðustu vikuna fyrir kjördag og vikuna áður og mynduðust þá biðraðir á kjörstað og urðu menn jafnvel að bíða upp undir klukku- stund til þess að komast að. í Kópavogi er utankjörstaðar- kosning í Lögreglustöðinni að Auð- brekku 57, 1. hæð og er kjörstaður- inn opinn alla virka daga frá klukkan 10 til 15 og frá klukkan 18 til 20, laugardaga er opið frá 10 til 12, 13 til 15 og frá 18 til 20, og sunnudaga frá klukkan 10 til 12. Á Akureyri fer utankjörstaðar- kosning fram að Hafnarstræti 107, 2. hæð og er opið allan daginn og fram til klukkan 22 á kvöldin. Lokað er á tímabilinu frá 15.30 til 16.30 og milli klukkan 19 og 20. Utankjörstaðarkosning fyrir Hafnarfjörð og Garðabæ fer fram að Strandgötu 31 í Hafnarfirði og er opin frá klukkan 08.45 til 20 alla virka daga, laugardaga frá klukkan 10 til 20 og helgidaga frá klukkan 13 til 19. Utankjörstaðarkosning á Sel- tjarnarnesi er á skrifstofu bæjar- fógeta í Mýrarhúsaskóla og er opið alla daga frá klukkan 17 til 20. í ár var úthlutað lóðum undir 92 einbýlishús og 44 raðhús í Selja- hverfi, en Hjörleifur sagði ekki ljóst, hversu margar slíkar lóðir kæmu til úthlutunar næst, þar sem deiliskipulagi væri ekki lokið. Þá sagði Hjörleifur að framkvæmdir við annan áfanga Eiðsgranda gætu hafizt á næsta ári, en þar var í ár úthlutað í 1. áfanga 125 íbúðum í fjölbýlishúsum. Sagði Hjörleifur, að þótt ekki væri búið að ganga frá skipulagi allra fjögurra áfanga Eiðsgrandasvæðisins, lægi nokkuð ljóst fyrir að fjölbýlishús yrðu ríkjandi í byggðinni þar. Þá var í ár úthlutað lóðum undir 15 einbýlishús í austurdeild Hóla- hverfis og í Mjóumýri í Seljahverfi fengu sex byggingameistarar út- hlutað lóðum undir 205 íbúðir í fjölbýlishúsum og raðhúsum. Nú eru aðeins í Breiðholti eftir til úthlutunar lóðir í efsta hluta Seljahverfisins og sagði Hjörleifur, að reiknað væri með að landrými þar dygði til næstu þriggja ára, allavega 1979 og 80 og ef til vill til 1981. Borgfirding- ar leika á Sel- tjarnarnesi UNGMENNAFÉLAGIÐ Skalla- grímur í Borgarnesi kemur í leikför með tvo einþáttunga og sýnir í félagsheimiiinu á Seltjarn- arnesi á laugardagskvöld. Þetta verður síðasta sýningin á þessu verkefni, en fimm sýningar hafa verið í Borgarnesi og einnig var farið í leikferð og sýnt í Búðardal, á Lýsuhóli og í Röst á Hellissandi. Ferming Ferming í Súðavtkurkirkju á þrenningarhátíð 21. maí 1978. Prestur sr. Jakob Iljálmarsson. Anna Lind Ragnarsdóttir, Nesvegi 2. Halldór Magnússon, Aðalgötu 48. Heimir Barkarson, Túngötu 10. Margrét Guðrún Elíasdóttir, Aðalgötu 44. Sólveig Guðmundsdóttir, Aðalgötu 4. EVAN PARKER SAXAFÓN EINLEIKSTÓNLEIKAR Laugardaginn 20. maí kl. 16 f Norræna húsinu. Sunnudaginn 21. maí kl. 21 á Kjarvalsstöðum. Forsala aðgöngumiða í Faco. GALLERÍ SUÐURGATA 7. Hagstæð matarkaup Heilir dilkaskrokkar 2,verð,fl, 883 kr/kg Súpukjöt 925 kr/kg Dra grænar baunir 1/1 ds. 289 kr Cheerios 7 oz 259 kr Bugles 385 kr Rauð Flðridaepli 379 kr/kg Flóridaappelsinur 219 kr/kg OpiÓ til kl.10 í kvöld HAGKAUP SKEIFUNN115 Fylgisí með á yðar sviði og lesið Frjálsa verzlun 3. tbl. 1978 FRJALS VERZLUN 8 Peir vísa veginn FRJÁLS VERZLUN nJóti rétt/, Frjáls verzlun fjallar mánaöarlega í föstum þáttum blaðsins um viðskipti og athafnalíf hér á landi og erlendis. Frjáls verzlun heimsækir mánaðarlega ýmsar byggðir landsins og birtir frásagnir af því sem þar er að gerast og ræðir við forsvarsmenn í viðskipta- og athafnalífi. Frjáls verzlun birtir reglulega stjórnunarþátt þar sem kynnt eru ýmis málefni sem geta komiö stjórnendum að notum í starfi þeirra, aukið afköst og auöveldað stjórnendum og starfsmönn- um vinnuna. Frjáls verslun gefur út sérblöö um viöskiptalönd íslendinga og birtir sérefni með upplýsingum um viðskipti við Islendinga við aðrar þjóðir. Greint er frá efnahag, stjórnmálum og ýmsum fleiri þáttum úr þjóölífi þeirra. Frjáls verzlun segir reglulega frá fyrirtækjum, framleiðslu og þjónustustarfi þeirra. Sagt frá merkum tímamótum eða nýjungum í starfi þessara aöila. i----------------------; i | Frjáls verzlun, Ármúla 18 símar 82300 og i | 82302 I Óska eftir aö gerast áskrifandi aö Frjálsri verzlun: Nafn;..................................................... | Heimilisfang:............................................. | I ........................... sími:........................... I I_____________________________________________________________I Frjáls verztun birtir reglulega fjölda auglýsinga sem eru hagnýtar stjórnendum og vekur athygli á sérstööu markaðsþátta þar sem lesendum eru kynntar sérvörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.