Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 13
13 Þettagerðist aðar í Kenya vegna ofveiði. 1974 — Giscard d'Estaing kosinn forseti Frakklands. i 1973 — Rússar og Vest- ur-Þjóðverjar undirrita 10 ára samstarfssamning. 1970 — Árásir á 80 stöðvar í Suður-Víetnam á áttræðisaf- mæli Ho Chi Minh. 1968 — Allsherjarverkfall lamar Frakkland. 1967 — Rússar staðfesta samning um bann við kjarn- orkuvopnum í geimnum. 1945 — Rúm 400 „fljúgandi virki“ ráðast á Tokyo. 1897 — Vopnahlé undirritað í stríði Grikkja og Tyrkja. 1798 — Leiðangursher Frakka siglir frá Toulon til Egypta- lands. — Wellsesley skipaður landstjóri á Indlandi. 1792 — Rússar ráðast inn í Pólland. 1635 — Frakkar segja Spán- verjum stríð á hendur. 1588 — 130 skip „Flotans ósigrandi" sigla frá Lissabon til Engiands. 1585 — Hald lagt á ensk skip í spænskum höfnum: jafngildir stríösvfirlýsingu. 1554 - Hinrik II af Frakk- landi ræðst inn í Niðurlönd. 1536 — Anna Boleyn, önnur drottning Hinriks VIII, háls- höggvin. Afmæli dagsinst Johann Gott- lieb Fichte, þýzkur heimspek- ingur (1762-1814) - Nellie Melba, áströlsk óperusöngkona (1861-1931). Orð dagsinst Það skaðar engan að borða lítið og tala lítið — Sir John Lubbock, enskur stjörnu- fræðingur (1803—1865). Talningu haldið áfram Santo Domingo, 18. maí. AP. STJÓRN Dóminikanska lýð- veldisins tilkynnti í dag, að talningu atkvæða í forseta- kosningunum yrði haldið áfram um leið og atkvæði hefðu borizt alls staðar að, en í gær stöðvaði herinn í landinu talningu þegar ljóst varð að mótframbjóðandi Balaguers forseta, Guzman, hefði hlotið yfirgnæfandi fylgi. Guzman skoraði í gær á Carter Bandaríkjaforseta að hlutast til um að lýðræði í landinu yrði ekki kastað fyrir róða, og bendir allt til þess að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í því að talningu yrði haldið áfram. Óstaðfestar heimildir benda til þess að valdabar- átta eigi sér stað innan hersins og að verulegar líkur hafi í gær verið á því að herinn sölsaði undir sig stjórn landsins, en herinn er talinn styðja Balaguer for- seta. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 Lítil kjörsókn í aukakosning- um á Spáni Madrid, 18. maí. AP. SÓSÍALISTAR unnu í dag tvö þingsæti í aukakosningum, sem fram fóru í Asturias og Alicante. Af hálfu Mið- flokkasambands Suerezar forsætisráö- herra hefur því veriö lýst yfir að þessi úrslit eigi rætur aö rekja til lélegrar kjörsóknar, en hún var aöeins 50 af hundraði. i fyrstu almennu þingkosning- um sem efnt var til á Spáni í 40 ár og fram fóru fyrir t'æpu ári var kjörsókn 84 af hundraöi. i þessum kosningum hlutu sósíalistar þrátt fyrir sigurinn hlutfallslega minna fylgi en í þingkosningunum í fyrra, Miöflokkasambandiö tapaöi einnig fylgi, en kommúnistaflokkurinn og Þjóöarbandalagiö, flokkur hægri- manna, unnu á. Bæöi björdæmin hafa veriö talin vígi vinstrisinna, og var annaö þingsætiö í höndum kommúnista þegar þessar aukakosningar voru boðaðar, en hitt sætiö skipaöi sósíalisti. Chaplin í þjófhelda gröf Lausanne, 18. maí. AP. CHAPLIN-fjölskyldan hefur látið boð ganga um það að jarðneskum leifum hins látna leikara verði senn komið fyrir á sama stað og þeim var. rænt af í byrjun marz s.l. Tveir pólitískir flóttamenn, Búlgari og Pólverji, sem fengið höfðu hæli í Sviss, voru í fyrradag handteknir, og höfðu þeir í hyggju að heimta lausnargjald fyrir líkið. Kröfur þeirra á hendur fjölskyldunnar báru þó ekki annan árangur en þann að koma lögreglunni á sporið. Lík Chaplins er nú komið í líkhús í Lausanne þar sem það verður þar til greftrunin fer fram, en áður en af því getur orðið ætlar Chaplin-fjöl- skyldan að búa svo um hnútana að gröfin verði þjófheld. Ekki er fyrirhugað að efna til athafnar þegar lík Chaplins verður grafið á ný. Garðplöntusala TRE OG RUNNAR Nú er rétti tíminn að planta Limgerðisplöntur Birki Brekkuvíöir Alaskavíöir ViÖja Glansmispill Sígrænt Sitkagreni Stafafura Broddfura Himalajaeinir ísl. Einir „Stakstæð tré“ Birki ýmsar stæröir Alaskaösp ýmsar stæröir Reyniviöur ýmsar stæröir Gullregn ýmsar stæröir Lerki Heggur Sírena Álmur Skrautrunnar Birkikvistur Rósakvistur Stórkvistur Japanskvistur Síberíukvistur Alparibs Vaftoppur Fullsópur Gullsópur Skriömispill Clematis ÞETTA ER AÐEINS LÍTIÐ BROT AF ÚRVALINU. FJÖLÆRAR ro PLONTUR TEGUNDIR GARÐ RO*SIR 30 TEGUNDIR. IPOTTUM V. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.