Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAl 1978 15 Frá íundi íorseta Alþingis með blaðamönnum um nýstárlegar tillögur um Alþingishverfi í miðborginni. Talið frá vinstri. Fíiðjón Sigurðsson skrifstofustj. Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti efri deildar, Ragnhildur Helgadóttir forseti neðri deildar, Ásgeir Bjarnason forseti S.Þ., Garðar Halldórsson yfirarkitekt, Magnþs Sigurjónsson arkitekt og Jörundur Pálsson arkitekt. VEÐUR víöa um heim Amsterdam Apená Berlín BrUssel Chicago Frankfurt Genf 19 sólskin 27 sólskin 18 skýjað 18 bjart 20 skýjað 19 skýjað 15 skýjað Helsinki Jóh.borg Kaupm.höfn Lissabon London Los Angeles Madrid Málaga Miami Moskva New York Ósló Palma París Róm Stokkh. Tel Aviv Tokýó Vancouver Vinarborg 16 sólskin 18 sólskin 17 sólskin 20 sótskin 15 skýjað 31 bjart 22 sólskin 26 léttskj. 30 skýjað 21 bjart 15 rigning 15 skýjaö 21 léttskj. 19 léttskj. 22 skýjað 13 skýjað 23 heiðskírt 23 rigning 16 skýjað 17 skýjað vitnað til þess, sem segir í fréttatilkynningu um sjálfa til- lögugerðina: „Sé mið tekið af framangreind- um verndunar-, umhverfis- og skipulagssjónarmiðum Reykja- víkurborgar verður tillaga að framkvæmdum á lóðum Alþingis á athugunarsvæðinu eftirfarandi. • 1. Viðgerð fari fram á húsa- kosti Alþingis á athugunar- svæðinu og húsnæðið verði sem best aðlagað starfsemi þingsins. • 2. Ef nýbyggingar rísa síðar á lóðunum Kirskjustræti 8, 8a og 10, þá verði byggingarlínu Kirkjustrætis í aðalatriðum haldið, þannig að rýmismyndun Kirkjustrætis breytist ekki. • 3. Nýbyggingar verði fremur lágar, einkum hið næsta Al- þingishúsinu (1—2 hæðir). Þegar nær dregur Tjarnargötu ætti húsahæð að fara í 3—5 hæðir. • 4. Tengsl við Alþingishúsið eru vandmeðfarin og fer sennilega best á, að þau verði ekki gerð ofan jarðar. Ef tengsl verða talin nauðsynleg, þá verði þau um kjallara. • 5. Fyrstu áfangar nýbyggingar rísi meðfram Tjarnargötu, og verði þar til húsa skrifstofuhald Alþingis og þingmannaaðstaða. Tjarnargata 3c yrði að víkja. • 6. Á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis og allt að vestur- gafli Oddfellow-hússins verði síðar áframhald þeirrar skrif- stofubyggingar, en þá yrðu húsin Tjarnargata 5a og Vonar- stræti 12 að víkja. Valkostur er, að halda Vonarstræti 12 á núverandi stað, eða hugsanlega flytja það hús á horn Kirkju- strætis og Tjarnargötu. • 7. Stefna ber að því, að gömlu húsin, sem koma til með að víkja fyrir nýbyggingum, verði flutt á aðrar lóðir í gamla miðbænum, t.d. í Grjótaþorp, ef slíkt þætti jákvætt af þeim sem um þá uppbyggingu munu fjalla. • 8. Vonarstræti 8 verði um næstu framtíð látið standa, en austur af því og sunnan Al- þingishússins verði óbyggt. Síðar skal að því stefnt, að bifreiðastæðunum, sem þar eru, verði komið fyrir á svæðinu. Yrði það í bifreiðageymslum neðangjarðar, eða í nýbygging- •um við Tjarnargötu. Mætti þá að hluta opna gamla Alþingis- garðinn til suðurs eða vesturs, þótt varlega verði að fara með skerðingu á steingarðinum. • 9. Um næstu framtíð yrði að því stefnt, að þingfundir verði áfram í gamla Alþingishúsinu, sem hugsanlega yrði tengt um kjallara við skrifstofusvæðið. Möguleikar á byggingu nýrra þingsala eru þó fyrir hendi á baklóðum Kirkjustrætis 8b og 10.“ Blöndumrtœki fyrir böö, eldhús, kkmstofur rannsókmrstofur, skó/a oghótd. Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 • Símar82033 ■ 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.