Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978 • Velgengni enska liðsins Liverpool hefur verið eftirtektar- verð á síðustu árum. Á hverju ári hefur liðið unnið til einhverra verðlauna og stundum til margra verðlauna á ári. Tvö ár í röð hefur Liverpool orðið Evrópumeistari félagsliða og pannig unnið til hæstu verölauna, sem evrópskt félagsliö getur unnið til. Myndirn- ar tvær eru frá úrslitaleik Liverpool og belgíska liðsins Briigge á dögunum, en eins og kunnugt er vann Liverpool leik- inn 1:0 með marki Kenny Dalglish. Sést hann skora petta mikilvæga mark á efri myndinni en á peirri neðri sjást peir Terry McDermott, Phil Neal og Kenny Dalglish hampa Evrópubikarnum. „Heitt í kolunum hjá þessum ungu mönnum" segir Rafn Hjaltalín, sem var línuvörður á úrslitaleik EM Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, var Rafn Hjaltalín einn 16 dómara sem dæmdi á nýloknu Evrópumóti unglínga í knattspyrnu sem fram fór í Póllandi. Rafn stóð sig svo vel aö hann var valinn í hóp 6 dómara til aö dæma úrslítaleikina í keppninni. í úrslita- leiknum á milli Rússlands og Júgóslavíu var Rafn valinn línuvörö- ur. Það Þótti itðindum sæta að ísland skyldi eiga fulltrúa Þarna á meðal dómara og er Þetta mikil viöurkenning fyrir Rafn. — Dómgæslan í mótinu var ströng og erfið, sagði Rafn, — Það er heitt í kolunum hjá þessum ungu mönnum, því þeir eru skapmiklir eins og títt er með unga menn. Það var mikiö um bókanir og að meðaltali voru 3—4 bókaöir í leik. Þá var þaö athyglisvert hve mikið reyndi á línuverðina í mótinu því aö alloft reyndu menn að beita brögðum og fara saman þegar dómarinn sneri í þá baki og sá ekki til, sérstaklega átti þetta viö um ítali. — Fengum við dómararnir mikið hrós fyrir frammistöðu okkar í mótinu og þótti dómgæslan takast betur nú en oft áöur. — Þó svo Rússland sigraöi í keppninni er það álit mitt að Pólland hafi verið með besta lið keppninnar en það var eins og þeir og fleiri lið væru með minnimáttarkennd fyrir Rússum. Rafn sagði að lokum að íslenska liðið hefði fengið einróma lof fyrir prúöa framkomu á leikvelli. -Þr. Vetrarleikarnir í Sarajevo en sumarleikarnir í Los Angeles ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN, sem hefur þingað í Aþenu að undanförnu hefur ákveðið að vetrarólympíuleikarnir 1984 fari fram í Sarajevo í Júgóslavíu, og sumarleikarnir fari fram í Los Angeles. Þó er ekki alveg víst, að sumarleikarnir verði í Los Angeles, þar sem borgaryfirvöld þar eru að reyna að finna tryggingarfyrirtæki sem vildi taka að sér að tryggja fjárhagsafkomu leikanna, þannig að borgin verði ekki fyrir verulegum fjárhagsskaða. Ekki hefur enn tekist að finna það tryggingarfyrirtæki. Alþjóðaólympíunefndin hefur gert að skilyrði að Los Angeles skrifi undir samning fyrir 31. júlí, annars verði rétturinn tekinn af þeim. Fyrsti sigur Austra á móti Þrótti í 4 ár ÞAÐ ER mikil samkeppni á milli knattspyrnumanna á Eskifirði og Neskaupstað og þarf ekki að hafa mörg orð um að hart er barizt þegar Austri og Þróttur mætast á knattspyrnuvellinum. í fyrrakvöld fór fram á Neskaupstað vináttu- leikur milli liðanna og urðu úrslit þau, að Austri sigraði 1:0. Var þetta fyrsti sigur Eskfirðinganna í leik gegn Þrótti í 4 ár. Það var Sígurður Gunnarsson, sem skoraði eina mark leiksins með miklu þrumuskoti af um 20 metra færi. Leikurinn var nokkuð jafn þegar á heildina er litið og Þróttarar fengu gullið tækifæri til að skora einnig er dæmd var vítaspyrna á Austra. En Helga Ragnarssyni, þjálfara Þróttar, brást bogalistin og Bene- Leiðrétting í BLAÐINU í gær var sagt að leikmenn Barkar hefðu verið í þriðja sæti í firmakeppninni í handknattleik en svo er ekki, þeir urðu í öðru sæti. Leiðréttist það hér með. dikt markvörður Austra varði auðveldlega. — áij. Tölvan spáir Hollandi sigri UPPI eru ýmsar getgátur um hver sigri í HM í Argentínu, ekki eru allir á eitt sáttir um hver sigri eða verði í átta liða úrslitum. ítalir tóku tæknina í þjónustu sína og létu ítalska knattspyrnuþjálfara mata tölvu með upplýsingum um liö þau er keppa í lokakeppninni og úr þeim vann tölvan og hér kemur spáin. Hollend- ingar verða heimsmeistarar eftir úrslitaleik viö Brasilíu, Argentína sigrar V-Þjóðverja í leik um 3. til 4. sæti. Hin liðin fjögur sem komast í átta liða úrslitin eru Skotland, Frakkland, Pólland, og ítalía. ítalskir íþróttafréttamenn og knattspyrnu- þjálfarar höföu áöur spáö Brasilíu sigri og V-Þjóðverjum öðru sæti. Línuvörðurinn svarar fyrir sig Morgunblaðið hafði samband við Rafn og bað hann um að segja frá dómgæslunni í mótinu. — Ferð þessi var mjög ánægjuleg og er ég þakklátur þeim sem veittu mér tækifæti til að fara hana. Ég er að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir að hafa fengið þetta tækifæri og heim kem ég reynslunni ríkari. • Rafn Hjaltalín. Brasilía vann 2:0 BRASILÍA og Tékkóslóvakía léku vináttulandsleik í knattspyrnu á Maracana- leikvellinum í Rio de Janero á miðvikudagskvöldið. Brasilíumenn unnu 2:0 og skoruðu Reinaldo og Zico mörkin. Maður- inn bak við mörkin var gamla kempan Roberto Rivelino, en hann er einn eftir úr heimsmeistaraliði Brasilíu frá 1970. Eiður Guöjohnsen, sem var línu- vörður í hinum umrædda leik ÍBV og Víkings á dögunum, hefur beðið Mbl. aö birta eftirfarandi athuga- semd. Það er föst regla hjá íÞrótta- síðu Mbl. aö birta ekki athuga- semdir víð skrif í öðrum blöðum en vegna Þess aö Eiður víkur í seinni hluta greinar sinnar að atriði, sem Mbl. gerði að umtalsefni í frásögn af leiknum s.l. miðvikudag, Þykir rétt að birta athugasemdina frá honum: Ég vil með nokkrum orðum svara níðskrifum í Vísi og Þjóðviljanum um línuvörslu mína í leik ÍBV og Víkings sl. laugardag. Ég kom til Vestmanna- eyja með það eitt í huga að gæta línuvaröarstööunnar eins vel og mér væri unnt. í þessum skrifum er það seinna mark Víkings sem aðallega er til umræðu mér til mikillar furðu. Um það hef ég það að segja, að umræddur leikmaöur var V4—1 metra fjær marki ÍBV en aftasti varnarmaður Vestmannaeyja, þegar hann fékk langa sendingu fram völlinn sem endaöi með 100% löglega skoruðu marki. Það var ánægjulegt fyrir mig að dómarinn var í mjög góðri aöstöðu til að sjá staðsetningu öftustu leikmanna við umrædda sendingu, hann þurfti því ekki einu sinni aö líta út á línuna til mín. Þá ætla ég að minnast á fyrra markiö, sem ég aðstoðaði dómarann viö aö dæma réttilega. Þá fór knötturinn 2 til 3 boltalengdir inn fyrir marklínu. Það var þþessi dómur sem var raunverulega stóra sprengjan á áhorfendur og sem allt snerist um þangað til að leikslokum að tveir varnarmenn ÍBV báru hversu langt boltinn hefði farið inn fyrir marklínu, en þá sneru áhorfendur sér að seinna markinu því að eitthvað varð það að vera. Þá fyrst fór ég að heyra háværar raddir um rangstöðu við markið. Ég tel mig hafa komið heilan frá þessum leik og frá línuvörslunni, en í framhaldi af þessu má segja, aö umdeilanlegt er hvort rétt er að skipa í dómgæslu mann sem á son í öðru liðinu, sem um ræðir. Þar eru eflaust skiptar skoðanir og sjálfsagt aö fjalla um það frá heilbrigðu sjónarmiði en ég vil taka fram aö ég heföi ekki tekið að mér umrætt starf ef ég hefði ekki treyst mér fullkomlega til aö fram- kvæma þaö hlutlaust og rétt. Þaö sama held ég aö megi segja um línuvörðinn sem gegndi starfi á hinni línunni, en það hefur hvergi komiö fram í greinum blaöanna að hann er fæddur og uppalinn Vest- manneyingur og gegndi starfi sem formaður knattspyrnudeildar ÍBV í einhvern tíma en fluttist þaöan fyrir nokkrum árum. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á starf kollega míns á hinni línunni, síður en svo, ég er aöeins að benda lesendum þessara sóðalegu skrifa í Vísi og Þjóðviljanum á einstefnuskrif, sem stafa af múg- æsingu. Það er annars merkilegt að hvergi í Vísisgreininni er fjallaö um óafsakanlega framkomu áhorfenda, hún virðist fréttamanni vera afsakan- leg vegna aðstæðna? Aö lokum vil ég taka fram aö ég er reiðubúinn aö láta réttsýna áhorfendur dæma um ágæti mitt í dómara- og línuvarðarstöðu. Eiður Guöjohnsen lns'ioucc PeöAlt POMTMue Ee AFHífMT I3VSSA, ÍBtA vlfooek e*.ltovvi t? V- V'ir II?.. HA-T (WA.K_tOVrou.OKjA . 13> KA.ditl.VC.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.