Morgunblaðið - 20.05.1978, Side 1

Morgunblaðið - 20.05.1978, Side 1
48 SÍÐUR 102. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Frönsku fallhlífaher- mennirnir fluttir um borð í flutningavél franska flug- hersins á Kinshasa-flugvelli í gær. Fremst á myndinni er lúðrasveit Zaire-hers, sem lék hátíðalög við brottförina til Kolwesi. (AP-síma- mynd). Bandaríkjamenn flytja Frökkum og Belgum hergögn til Zaire Briissel - Kinshasa - 19. maí - AP - Reuter LEO Tindemans, forsætisráð- herra Belgíu. lýsti því yfir í kvöld að belgíska stjórnin hefði fyrir- skipað belgískum fallhlífaher- mönnum að taka flugvöllinn við Kolwesi í Shaba-héraði í Zaire á Þrír Rauða krossmenn myrtir í Rhódesíu Nvamaropa — 19. maí. Reuter. LÍK ÞRIGGJA Rauðakross starfsmanna í Rhódesíu fund- ust í dag skammt frá landa- mærum Mósambique. en ljóst þykir að þjóðernissinnaðir skæruliðar, sem halda til í Mósambique, hafi gert árás á bifreið þeirra í gær. Tveir Rauða krossmannanna voru af svissnesku þjóðerni. en hinn þriðji var rhódesískur biökku- maður. Líkin voru sundurtætt eftir skotárás skæruliðanna, og segir lögreglan að byssugöt séu á bifreiðinni. sem er hvitmálaður jeppi. merktur stórum rauðum krossum í bak og fyrir. Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins, sem kom á vettvang og hafði umsjón*"með brott- flutningi líkanna í dag, lét svo um mælt að hér væri um að ræða morð af yfirlögðu ráði. Þetta væri í fyrsta skipti síðan Framhald á bls. 27 sitt vald, og hefðu nauðsynlegar ráðstafanir verið gerðar til þess að tryggja brottflutning þeirra Beiga. sem að undanförnu hafa verið í hættu staddir vegna hernaðarástandsins í borginni og nágrenni hennar. Tindemans sagði að 1750 manna belgískt herlið væri nú á leið til Kolwesi frá bækistöðvum sínum í Kamina, og hefði það fengið ströng fyrir- madi um að haga hernaðarað- gerðum sínum% samræmi við „mannúðarástæður“. Sagði Tindemans vonir standa til að fyrstu Belgarnir, sem fluttir yrðu frá Kolwesi undir hervernd, ka>mu til Briissel á laugardags- kviild. Þá sagði belgíski forsætis- ráðherrann að harðir bardagar geisuðu enn á strætum Kolwesi, um leið og hann staðhæfði að belgi'ska stjórnin fengi stöðugt nákva-mar fregnir af framvindu mála á bardagasvæðinu. Framhald á bls. 2G. Nýdæmdur andófsmaður í sovézka sjónvarpinu: „Fordæmi harðlega þann glæp, sem ég hef drýgt” Moskvu 19. maí — AP. „ÉG iðrast sárlega þess sem ég hef brotið af mér og óska þess eins að mér hefði aldrei orðið þetta á og ég fordæmi harðlega þann glæp, sem ég hef drýgt,“ sagði Zviad Gamsakhurdia, leið- togi andófsmanna í Gerogíu, þegar hann kom fram í sovézka sjónvarpinu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp yfir honum og féiaga hans, Merab Kostava, í Tbiiisi í Georgíu í dag. Báðir foru dæmdir í þriggja ára þrælkunarvinnu og tveggja ára útlegð fyrir „andsovézka starf- semi og undirróður“. Gamsakhurdia var augsýnilega Haldið áfram að fletta ofan af Rauóu herdeildinni; Þriðja fylgsnið fund- ið — Triaca ákærður Róm — 19. maí — AP — Reuter LÖGREGLAN í Róm skýröi frá því í dag að fundizt heföí nýtt fylgsni í borginni, Þar sem talið væri aö moröingjar Aldo Moros hefðu hafzt viö. Heföu fundizt bar fimm bækur bar sem rituð væru nöfn, heimilis- föng og símanúmer, en ekki vildi lögreglan skýra nánar frá pessum sönnunargögnum. Þá hefur lögregl- an skýrt frá pví aö Rauðu her- deildirnar viröist hafa komið sér upp premur hreiörum á Róm- ar-svæöinu, einu í háskólanum, ööru í símakerfinu og hinu priöja í suöurhluta borgarinnar. Einn hinna tíu, sem handteknir voru í gær grunaðir um aöild að morðinu á Aldo Moro, var í dag ákærður, og hefur veriö fyrirskipuð sérstök rannsókn á þætti hans í ráni Moros, mörgum moröum og skot- árásum á síöustu tveimur árum, að Teodoro Spadacchini og Antonio Marini pegar fariö var meö pá út úr aöallögreglustöðinni í Róm í gærkvöldi í fangelsi par í borginni, sem kennt er viö „himnadrottninguna." Þessir menn eru meðal peirra tíu, sem handteknir hafa veriö og ákæröir um aðild að Rauöu herdtildinni. AP-símamynd því er áreiðanlegar heimildir segja. Hér er um að ræða Enrico Triaca, sem er eigandi lítillar prentsmiðju þar sem yfirgnæfandi líkur benda til að ýmis gögn Rauðu herdeildarinnar hafi veriö útbúin. Triaca er meðal annars grunaður um hlutdeild að morðinu á Riccardo Palma dómara, sem Rauöa herdeildin skaut í febrúarmánuði s.l. Lögleglan segir að með hand- tökunum í gær hafi tekizt að ráða niðurlögum „suður-klíkunnar" í Róm, sem hafi veriö einn illskeyttasti hópur hryðjuverkamanna í landinu, en „suður-klíkan" er einn armur Rauðu herdeildarinnar, sem greinist í fjöl- margar deildir, og hefur hver um sig sérstöku hlutverki að gegna. Fréttamönnum, sem voru í grennd- inni þegar lík Moros fannst á dögunum, ber saman um að símar á Framhaid á bls. 26. miður sín þegar hann birtist á skjánum. og átti erfitt um mál. en meðal annars lét hann svo um- mælti „Ég heí gerzt sekur um að útbúa og dreifa á kerfisbundinn hátt ritum þar sem Sovétríkin og hið sósíaliska kerfi hafa verið rægð með slúðri og þvættingi." Andrei Sakharov, Nóbelsverð- launahafi og leiðtogi sovézkra andófsmanna. sagði þegar hann var spurður álits á þessari óvenjuiegu sjónvarpsútsendingui „Þetta veldur mér mikilli sorg. Það er þungbært að sjá mann svona niðurbrotinn. Það er erfitt fyrir okkur að gera okkur í hugarlund þann þrýsting og einangrun. sem hann hefur orðið að þola. en það furðulega gerist samt að fólk stenzt siíkan þrýst- ing. fólk eins og Orlov og Kostava. Það að Gamsakhurdia skyldi ekki gera það líka. er hans eigin ógæfa. harmleikur og sekt." Dómarnir yfir Gamsakhurdia og Kostava eru liður í þeirri herferð, sem Sovétstjórnin hóf nýlega gegn andófsmönnum í landinu, og koma í beinu framhaldi af dómnum yfir Yuri Orlov í gær. Víða um lönd hefur dómurinn yfir Orlov verið harðlega fordæmdur og franski kommúnistaflokkurinn hefur látið frá sér fara yfirlýsingu þar sem segir, að „dómurinn geti ógnað framtíð sósíalismans hvar sem er í heiminum". Bandaríska utan- ríkisráðuneytið sagði í dag, að dómurinn væri frekleg afskræm- Framhald á bls. 26. Belgískt herlið á leið til Kolwesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.