Morgunblaðið - 21.05.1978, Side 1

Morgunblaðið - 21.05.1978, Side 1
64 SÍÐUR Brzezínski og Huang Hua ræða ástandið í Zaire Peking — 20. maí ZBIGNIEW Brzezinski. öryggis- málaráðgjafi Bandaríkjaforseta. er nú í Peking til viðræðna við kínverska ráðamenn. Ilann átti f morgun fund með Huang Ilua utanríkisráðherra og var ástand- ið í Zaire ofarlega á baugi í þeim umraeðum. Kínverjar fylgjast náið með framvindu mála í Zaire og hafa sakað Sovéta og Kúbu- menn um að standa að baki innrás uppreisnarmanna í Shaba- hérað. auk þess sem kínverski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir cindregnum stuðningi Pekingstjórnarinnar við stjórn Mobútús í Zaire. Brzezinski verður í Kína í þrjá daga, en erindi hans er fyrst og fremst það að ræða horfur í alþjóðamálum við Pekingstjórn- ina. Hefur sérstaklega verið tekið fram að öryggismálaráðgjafinn muni ekki ræða samskipti Banda- ríkjanna og Kína í heimsókninni en Kínverjar hafa margsinnis ítrekað þá afstöðu sína að sam- skipti ríkjanna verði ekki aukin fyrr en Bandaríkjamenn hafi rofið hernaðarleg og stjórnmálaleg tengsl við stjórnina á Formósu. Rauda herdeHdin við völd í Sovét - segir Grígorenko Toronto — 20. maí — AP. PJOTR Grígorenko, sovézki hers- höfðinginn, sem nýlega var svipt- ur sovézkum ríkisborgararétti vegna stjórnmálaskoðana sinna, segir í tilefni af dómnum yfir Yuri Oriov, að enda þótt „Rauða Barizt um Narita- flugvöll Japan 20. maí Narita, Reuter UM 14 þúsund lögreglumenn eru nú á verði á Naritaflugvelli í Japan, sem tekinn var í notkun í gær, en í morgun gerðu um 300 vinstri sinnaðir öfgamenn enn árás á völlinn, og beittu þar meðal annars benzínsprengjum. Táragasi og vatni er beitt gegn árásar- mönnum, og fjórar lögreglu- þyrlur eru á sveimi yfir hliðinu þar sem kömið hefur til mikilla átaka, en öfgamennirnir hafa reynt að ná vellinum á sitt vald með það fyrir augum að vinna skemmdarverk á tækjabúnaði og koma þar með í veg fyrir að umferð hefjist um völlinn. Þúsundir öfgamanna tóku þátt í mótmælagöngu vegna opnunar flugvallarins í gær, og réðst 40 manna skipulagður hópur þá að lögreglu við hliðið. Lagði hópurinn á flótta eftir að vatnsslöngum hafði verið beint að honum, en eftir að skyggja tók lögðu öfgamenn enn til atlögu og voru þá um 150 talsins. herdeildin hafi enn ekki náð undirtökunum á Ítalíu hafi hún vissulega náð völdum í Sovétríkj- unum“, og líkir hann frelsissvipt- ingu Orlovs og dómnum yfir honum við frelsissviptingu Aldo Moros og morð Rauðu herdeildar- innar á honum. Grígorenko lét þessi ummæli falla á fjölmennum útifundi, sem í gær var haldinn í Toronto til að mótmæla ofsókn sovézkra yfir- valda á hendur andófsmönnum og gerviréttarhöldunum og dómnum yfir Orlov. Grígorenko var harð- orður í garð stjórna í vestrænum lýðræðisríkjum og sagði meðal annars, að það væri ekki nóg að tala fagurlega um mannréttindi, það þyrfti einnig að berjast fyrir þeim, og væri linkind vestrænna ríkja í garð Sovétstjórnarinnar vegna vanefnda á samningum um mannréttindi ein ástæða þess hvernig málum sovézkra andófs- manna væri nú komið. Sólskinsdagur í Reykjavík. (Ljósm. ól. K. Magn.) Kolwesi í höndum franska fallhlíf aliðsins — brottflutningur útlendinga gengur erfiðlega ^Kinshasa — 20. maí — Reuter SÍÐUSTU fregnir af bardögum í borginni Kolwesi herma að í morgun hafi nýr flokkur franskra fallhlifarhermanna komið á vettvang. en franska varnarmálaráðuneytið skýrir svo frá að borgin sé nú að mestu á valdi fallhh'farliðsins. Belgískt fallhlífarlið náði flugvellinum við Ný hafréttarráðstefna í New York í ágúst Genf — 20. maí — AP í LOK hafréttarráðstefnunnar í Genf var samþykkt að kalla ráðstefnuna saman í áttunda sinn í New York hinn 21. ágúst næstkomandi. Gcnfarfundinum lauk seint í gærkvöld og fór siðasti dagurinn nánast allur f deilur um hvar og hvenær ráð- stefnan skyldi kölluð saman að nýju. Enginn áþreifanlegur árangur hefur orðið af fundum ráð- stefnunnar nú, en þeir hafa staðið í átta vikur. Ekki náðist samstaða um eitt einasta atriði nýs haf- réttarsáttmála, en eina málið sem fulltrúar þeirra eitt hundrað fjörtíu og tveggja þjóða sem þátt taka í ráðstefnunni, hafa ekki deilt um er að þær auðlindir hafsins sem eru utan 200 mílna lögsögu strandríkja skuli vera sameiginleg arfleifð mannkynsins og sé í nýjum hafréttarsáttmála nauðsynlegt að tryggja réttláta skiptingu hennar. Af fréttum af ráðstefnunni má ráða að óvissa um nýjan hafréttar- sáttmála sé nú jafnvel meiri en hún var þegar fundirnir hófust í marz, en óánægja landluktra og landfræðilegra afskiptra ríkja er nú enn meira áberandi en verið hefur, og hafa þessi ríki látið að því liggja að þau muni leggjast gegn 200 mílna reglunni verði þeim ekki með ákvæðum í sátt- málanum tryggður aðgangur að fiskimiðum innan auðlindalögsögu strandríkja. Kolwesi á sitt vald í nótt og er flutningur óbreyttra erlendra borgara þaðan nú hafinn. Franska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest þá fregn að fundizt hafi til viðbótar 60 lík Evrópu- manna. sem fallið hafi fyrir innrásarliðinu í Kolwesi, en 44 lík fundust þegar fyrstu fall- hlífarhermennirnir komu á vett- vang í gær. Útlendingar í Kolwesi eru milli 2.500 og 3.000 talsins, og eru þeir nú sem óðast að yfirgefa heimili sín. Astandið í borginni er mjög ótryggt og er enn barizt af hörku á nokkrum stöðum þar sem á annað hundrað innrásarmenn verjast enn frönsku fallhlífasveit- unum. Segjast Frakkarnir hafa lagt milli 20 og 30 innrásarmenn að velli í bardögum í morgun. Fregnir af fjölda frönsku fallhlíf- arhermannanna í borginni stang- ast verulega á en nýjar heimildir herma að í borginni sjálfri séu nú um 600 Frakkar. Hin opinbera fréttastofa Zaire og franska sjónvarpið hafa flutt fregnir af því að innrásarmenn hafi farið herskildi í borginni, og meðal annars hafi þeir nauðgað fjölda evrópskra kvenna síðan þeir náðu borginni á sitt vald fyrir viku. Belgíska stjórnin skýrði svo frá í morgun að brottrflutningur Evrópumanna frá Kolwesi væri hafinn en gengi mjög erfiðlega, meðal annars af þeirri ástæðu hve dreift fólkið væri um borgina þar sem heita megi að öngþveiti sé ríkjandi. Segja Belgar að sam- vinna Frakka og Belga á bardaga- svæðinu beinist einungis að brott- flutningi Evrópumanna af þessum slóðum. Um sameiginlegar hern- aðaraðgerðir sé ekki að ræða, en svo virðist sem þessi samvinna beinist að því að halda opnum veginum milli Kolwesi og flugvall- arins, sem er í 10 kílómetra fjarlægð frá borginni, þannig að hægt sé að halda áfram brott- flutningi útlendinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.