Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 3 „Nýi tíminn“ „Gamli tíminn“ „Gamli tíminn“ l IJ J | j M Núverandi stjórn Félags íslenzkra stórkaupnanna ásamt framkvæmdastjóra og skrifstofstjóra. Félag íslenzkra stórkaup- manna minnist þess um þessar mundir að 50 ár eru liðin frá stofnun félagsins 21. maí, 1928. Stofnfundur FÍS var haldinní Kaupþing- salnum í Eimskipafélags- húsinu. í lögum sem sam- þykkt voru á stofnfundin- um segir að markmið félagsins sé að efla sam- vinnu meðal stórkaup- manna, framleiðenda og umboðssaia búsettra á ís- landi og stuðla að því að verzlun í landinu sé rekin á heilbrigðum grundvelli. 20 fyrirtæki gengu í félagið við stofnun, í dag eru það um 200 fyrirtæki sem í félaginu eru, fiest þeirra í Reykja- vík, Hafnarfirði og Kópa- vogi, einnig eru nokkrir meðlimir á Akureyri, Isa- firði og Vestmannaeyjum. í tilefni afmælisins er í dag haldinn hátíðarfundur FÍS og árshátíð félagsins er í kvöld. Skrifstofa félagsins sem starfrækt er í Tjarnargötu 14, hefur þau aðalverkefni að veita félagsmönnum, erlendum aðil- um og opinberum stofnunum sem fyllstar upplýsingar um það sem getur komið að gagni í starfsemi þeirra. Félagið veitir félagsmönnum þjónustu með ýmsum hætti og verða hér á eftir rakin nokkur þeirra: Félagið veitir upplýsingar um launamál og tollamál og er félagið fulltrúi félagsmanna í kjarasamningum og gagnvart opinberum aðilum. Það gefur út fréttabréf sem fjallar um ýmis efni sem snerta félagana og Félag íslenzkra stórkaupmanna 50 ára: „Heilbrigðari grundvöll- ur verzlunar markmiðið með stofnun félagsins” skýnr frá því hvað er á dagskrá stjórnar svo og sendir upp- lýsingar um helztu lög og opinber fyrirmæli sem snerta innflutnings- og heildverzlun. Félagið gætir hagsmuna félaga í gjaldþrotamálum og veitir upplýsingar um lánstraust fyr- irtækja. Innan félagsins er sérstakur lánasjóður, Fjárfest- ingarsjóður stórkaupmanna, og er um helmingur félaga aðilar að sjóðnum og hefur lánastarf- semi hans vaxið mjög á undan- förnum árum. Innan félagsins starfa nú 5 fastanefndir, en þær eru: hag- ræðingarnefnd, útbreiðslunefnd, skuldaskilanefnd, tolla- og skattanefnd og útflutnings- nefnd. Á skrifstofu félagsins eru nú fimm manns starfandi, Jónas Þór Steinarsson framkvæmda- stjóri, Örn Guðmundsson skrif- stofustjóri og þrír ritarar. Á vegum félagsins eru haldnir fræðslufundir og námskeið um ýmis málefni m.a. hafa verið haldnir fræðslufundir um tolla- mái, skattamál, verðlagsmál og ýmislegt í sambandi við bókhald og fleiri þess háttar. Auk fastra nefnda sem starfa í félaginu, en af þeim hafa hagræðinganefnd, útbreiðslu- nefnd og skatta- og tollanefnd verið atkvæðamestar, eru starf- andi sérstakir sérgreinahópar innan félagsins, svo sem lyfja- vöruhópur, vefnaðarvöruhópur o.fl. Þar koma menn saman og ræða málefni hinna einstöku greina svo sem greiðslukjör og vexti. Skuldbindingar félagsmanna eru þær helztar að hlíta lögum félagsins og öðrum samþykktum sem kunna að vera gerðar. Félagið gefur út árlega ýtarlegt féjagatal þar sem upp eru taldir allir félagsmenn og þeir vöru- flokkar sem þeir eru með, svo og helztu viðskiptalönd. Þessu félagatali er dreift til allra kaupmanna, kaupfélaga, verk- fræðinga og fleiri aðila um allt land, alls um 2000 eintök. Þá eru og send eintök til sendiráða erlendis bæði Islands og ann- arra og erlenda sendiráða hér á landi. Félagatalið er mikið notað í sambandi við erlend viðskiptasambönd og fleiri. Af öðrum verkefnum sem felagið hefur unnið að má nefna t.d. að heildsölumiðstöðin við Sunda- borg, Heild hf., fór á stað fyrir tilstuðlan félagsins og eru uppi hugmyndir um áframhaldandi hyggingarhópa innan félagsins. Þá hefur félagið unnið að upplýsingaöflun um heildverzl- un m.a. í samvinnu við Seðla- Framhald á bls. 30. Verð frá kr. 87.300. Verð frá kr. 93.400. Verð frá kr. 129.500. Austurstræti 17, II hæð, símar 26611 og 20100 Verð frá kr. 88.600. Verð frá kr. 87.200. Grikkland Vouliagmeni Brottför: 1. júní — nokkur sæti laus 22. júní — laus sæti 6. júlí — örfá sæti 27. júlí — laus sæti 10. ágúst — laus sæti 24. ágúst — örfá sæti laus 14. sept. — laus sæti eru Útsýnarferðir óðumað seljast upp Italía Lignano „Gullna Ströndin“ — Vinsælasti fjölskyldu- staöurinn. Hinir alþekktu gististaöir Útsýnar: Luna — Bláa Höllin — Hótel International. Brottför: 1. júní t— uppselt 22. júní — örfá sæti laus 6. 13. 20. júlí — laus sæti 27. júlí — uppselt 3. 10. 17. ágúst — uppselt 24. og 31. ágúst og 7. sept. — laus sæti Spánn Costa Del Sol Sólríkasta baöströnd Evrópu Hinir rómuöu gististaöir Útsýnar: El Remo — Santa Clara — La Nogalera Tamarindos — Agulia. Brottför: 4. júní — uppselt 25. júní — laus sæti 9. júlí — uppselt 23. júlí —laus sæti 30. júlí — örfá sæti laus 6. ágúst — örfá sæti laus 13. og 20. ágúst — uppselt 27. ágúst — nokkur sæti 3. 10. 17. Iaus 24. sept. — laus sæti 8. okt. — laus sæti Spánn Costa Brava glaöværasti baöstaöur Spánar. Gististaöir Útsýnar: Conbar — Hotel Gloría — Hotel Montserrat. Brottför: 4. júní —uppselt 25. júní — laus sæti 9. júlí — örfá sæti laus 30. júlí — uppselt 20. ágúst - örfá sæti laus. Júgóslavía Portoroz/ Porec Brottför: 9. júní — uppselt 30. júní — örfá sæti laus. 13. júlf > 3. agúst / 17. ágúst ( uPPselt 7. sept. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.