Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 „Á þeirri stundu tók ég ál um að afhenda ekki fleiri formaður dómsmálanefndarinnar, að 21 demókrati nefndarinnar myndi greiða atkvæði með máls- sókn. Þetta staðfesti það sem enginn hafði áður þorað að segja opinberlega. Ákvörðunin hafði verið tekin áður en vitni yrðu leidd fram og verjendur hefðu fengið tækifæri til að tala. Á þeirri stundu var ég fullviss um að dómsmálanefndin myndi sam- þykkja málssókn. Afgerandi áfall 12. júlí fór ég í tveggja vikna vinnufrí til Kaliforníu og um borð í forsetaþotunni fékk ég þær fréttir, að John Erlichman hefði verið fundinn sekur um meinsæri og samsæri til að brjóta borgara- leg réttindi sálfræðingsins Daniels Ellsberg. Þetta var mikið áfall fyrir mig. Ellsberg hafði lekið ríkisleyndarmálum og fór frjáls ferða sinna, en Erlichman, sem reynt hafði að koma í veg fyrir lekann var sekur fundinn. Að morgni 24. júlí var okkur tjáð að- þrír demókratar frá Suðurríkjun- um í dómsmálanefndinni hefðu lýst yfir stuðningi við málssókn. Þetta var afgerandi áfall. Ég hafði átt von á að einn myndi bregðast mér, en aldrei allir þrír. Það var ljóst að málssókn var óumflýjan- leg. Um kvöldið reyndi ég að vinna að ræðu um efnahagsmál, sem ég átti að flytja í sjónvarpi tveimur dögum síðar, en erfitt var að einbeita sér. Hæstiréttur, sem enn hafði ekki kveðið upp úrskurð sinn í sambandi við segulbandsspólurn- ar var eina von mín. Sú von stóð þó ekki nema til næsta morguns. Haig kom til mín snemma og er ég spurði um úrslit sagði hann: „Ákvörðun hæstaréttar var ein- róma og ekkert svigrúm til túlkunar." „Herra forseti ég fæ ekki séð. “ Ég vildi reyna að gera mér grein fyrir hve alvarlegur skaðinn væri og bað lögfræðing minn Fred Buzhardt að hlusta á spóluna frá 23. júní. Hann hringdi til mín skömmu síðar og sagði m.a. að hún væri byssukúlan rjúkandi. Haig hlustaði einnig á hana og sagði: „Herra forseti ég fæ ekki séð hvernig við lifum þetta af.“ Ziegler blaðafulltrúi var sama sinnis. 1. ágúst skýrði ég Haig frá því að ég hefði ákveðið að segja af mér. Ég settist við skrifborð mitt og skrifaði á gula örk „Afsagnar- ræða.“ Ég vann hratt og lengi og skrifaði tugir síðna með minnis- punktum og aðalatriðum. Ég kallaði Haig og Ziegler til fundar og skýrði þeim frá því að ég hefði ákveðið að segja af mér 8. ágúst og gera það án biturleika og með virðingu. Fjölskylda mín, dætur, tengdasynir og Pat voru mér ómetanlegur styrkur og höfðu hvatt mig til að gefast ekki upp. Þegar ég kom til skrifstofu minnar að morgni 7. ágúst biðu David Eisenhower og Ed Cox eftir mér og hvöttu mig til að bíða enn og berjast áfram. Ég sagði þessum góðu tengdasonum að ég teldi að ógerlegt yrði fyrir mig að stjórna landinu gegnum ríkisréttarhöld og að slíkt gæti valdið óbætanlegum skaða. Haldeman biður um náðun Ég hringdi til Kaliforníu til Haldemans og tjáði honum ákvörðun mína. Hann hvatti mig einnig að hugsa málið lengur, en ef ég hefði tekið endanlega ákvörðun bað hann mig að íhuga Vorið 1974 byrjaði dómsmála- neínd Bandaríkjaþings að yfir vega málssókn á hendur Nixon forseta fyrir ríkisrétti. Ljóst var þá að hið „ómerkilega* Watergateinnbrot var að grafa svo undan Nixon, að líkurnar fyrir því að hann sæti út seinna kjörtímabil sitt minnkuðu með degi hverjum. Nixon féllst á í örvæntingu að afhenda dóms- málanefndinni orðrétt afrit af segulbandsupptökum í Hvíta húsinu. Það var í kringum 18. apríl, að nefndin fékk í hend- urnar Bláu bókina, sem var upp á 1200 vélritaðar síður. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr frásögn Nixons í endur minningum sínum, af aðdrag- anda og endalokum forsetatíðar hans. „Ég fékk í hendurnar miða, skömmu fyrir míðnætti 20. apríl og á honum stóð „D-dagur, fleiri segulbandsútskriftir munu fella forsetann." í Hvíta húsinu reyndu menn að bera sig vel, töluðu digurbarkalega og komu rólega fram. En, það var einnig ótti, áhyggjur og reiði í andrúmsloft- inu, en umfram allt einkenndist það af köldum raunveruleika, sem svo oft kemur fram, er menn ræða stjórnmál og berjast fyrir lífi sínu á stjórnmálasviðinu. I bláu bók- inni sagði ég Bandaríkjamönnum hluti, sem þeir vildu ekki vita. Þetta var greinilegt, er við snérum til Washington úr ferðalagi um nokkur fylki. Andúðarbylgja gekk yfir landið og æ fleiri repúblikan- ar, flokksbræður minir, höfðu orð á því að ég ætti að segja af mér. Ég var harður á að halda mínu striki. Ég var tilbúinn til aö hlusta á álit hvers og eins og leyfa honum að hafa það, en ég var líka ákveðinn í að láta ekki af embætti. Blaðafulltrúi minn, Ron Ziegler, sendi nokkrum dögum seinna út tilkynningu til fjölmiðla, sem ég hafði samið persónulega. Þar sagði: „Washington er íull af kviksögum. Allt það sem ég er> sakaður um er ósatt og efst á listanum yfir ósannindin er að Nixon ætli að segja af sér.“ Jaworski vill semja 5. maí, er andúðarbylgjan vegna Bláu bókarinnar reis hæst, átti Alexander Haig hershöfðingi og yfirmaður starfsliðs Hvíta húss- ins, fund með Leon Jaworski, sérlegum Watergatesaksóknara, þar sem Jaworski sagði honum að rannsóknarkviðdómur hefði úrskurðað að ég væri samsæris- maður í Watergatemálinu, en þó ekki gefið út formlega ákæru á hendur mér. Jaworski sagði Haig að hann myndi halda þessu leyndu, ef ég féllist á að afhenda 18 af 64 segulbandsupptökum, sem hann hefði beðið um. Hann myndi ekki fara fram á fleiri spólur. Ég vann langt fram á nótt og svo aftur næsta morgun við að hlusta á spólurnar. Ég hlustaði á spóluna frá 23. júní af viðræðum mínum við HaldemSn, sem gerð húsið. Pat Nixon kissir Betty Ford á kinnina. Tricia, Ed Cox, Julie Kveðjustundin fyrir framan Hvíta og David Eisenhower fjær. var opinber þremur mánuðum síðar og kölluð síðasta byssukúlan sem og hin afgerandi sönnun. Ég heyrði Haldeman segja mér að John Dean og John Mitchell hefðu gert áætlun um hvernig við ættum að taka á málum þannig að óþægilegir hlutir kæmu ekki fram í dagsljósið. í henni var gert ráð fyrir að fá CIA til að halda aftur af alríkislögreglunni FBI. Á þeirri stundu tók ég ákvörðun um að afhenda ekki fleiri spólur. 22. maí sendi ég dómsmálanefndinni bréf þess efnis. Tveimur dögum áður hafði Jaworski gert opinbera kröfu um að fá fleiri segulbandsspólur en ég áfrýjaði og Jaworski ákvað þá að biðja hæstarétt að fjalla um málið án tafar. 31. maí féllst hæstiréttur á að taka málið fyrir og gert ráð fyrir úrskurði fyrir júnílok. Um miðjan júni hélt ég í ferð til Miðausturlands og snéri heim aftur 19. og tveimur dögum síðar lauk dómsmálanefndin störfum sínum og gaf út skýrslu í 34 bindum. Heldur þótti mér sannan- irnar léttvægar og lítið samhengi milli niðurstöðu skýrslunnar og minna eigin gerða. Nokkrum dögum síðar hélt ég til Sovétríkj- anna, en heima fyrir var haldið áfram að undirbúa ríkisréttarmál- sókn. 27. júní skýrði Peter Rodino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.