Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 21 Kappreiðar Gusts á Kjóavöllum HINAR árlegu kappreiðar hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi verða haldnar næstkomandi sunnudag á Kjóavöllum. Hefjast þær kl. 14.00 með hópreið félags- manna. Góðhestar í A- og B-flokki verða sýndir og dæmdir. Keppt verður í 250 metra skeiði, 250 metra folahlaupi, 300 metra stökki og 1500 metra brokki. Sýnd verða og dæmd unghross í tamningu og einnig fer fram unglingakeppni. Á annað hundrað hestar eru skráðir til keppni og eru það nokkuð fleiri hestar en hafa áður verið skráðir á kappreiðum félags- ins. I vetur voru um 850 hestar á fóðrum í hesthúsum félagsmanna í Glaðheimum. Að undanförnu hefur félagið lagt í nokkrar framkvæmdir og má þar einkum nefna æfingavöll, sem nýverið var vígður. I fjáröflunar- skyni hefur félagið efnt til happ- drættis. Aðalvinningur er 7 vetra gæðingur, ættaður frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Aðrir vinningar eru utanlandsferð fyrir tvo, fimm grafíkmyndir eftir Baltasar og beisli. Dregið verður í happdrætt- inu 23. þ.m. 309 viðurkenn- ingar fyrir ör- uggan akstur Klúbbarnir Öruggur akstur héldu sérstaka umferðamála- íundi dagana 5,—12. maí s.l., þar sem m.a. var úthlutað viður- kenningar- og verðlaunamerkjum Samvinnutrygginga 1977, fyrir 5, 10, 20 og 30 ára öruggan akstur. Að þessu sinni voru veitt 174 verðlaunamerki fyrir 5 ára öruggan akstur, 85 fyrir 10 ára, 30 fyrir 20 ára og 20 fyrir 30 ára öruggan akstur, segir í frétt frá Landssambandi klúbbanna Öruggur akstur. Fyrir utan umræður um um- ferðaröryggismál aimennt og sér- mál viðkomandi byggðarlaginu, var á fundunum minnst sérstak- lega 10 ára afmælis hægri umferð- ar á íslandi. Á þessum fundum mættu frá Samvinnutryggingum, Baldvin Kristjánsson og Þorsteinn Bjarna- son, en aðrir framsögumenn voru Jónína Jónsdóttir, Hörður Valdi- marsson og Friðjón Guðröðarson, segir að lokum. Færeyska sjómannaheimilið: Starfinu lokið á þessu vori STARFINU í Færeyska sjómanna- heimilinu á þessu vori er nú lokið og halda þau heim til Rituvíkur í dag, Johann Olsen forstöðumaður og kona hans, frú Amy. Bað Jóhann Mbl. fyrir kveðjur þeirra hjóna til vina og kunningja. — Þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt hafa veitt mér hjálp og aðstoð vil ég þakka, svo og öllum almenningi. Mér virðist fólk hafa fullan hug á að hjálpa okkur til að koma upp góðú sjómannaheimili hér í Reykjavík, sagði Johann. Átti hann hér við þá mörgu er stutt hafa byggingarsjóð sjómann- heimilisins með að kaupa happ- drættismiða sjóðsins. í júníbyrjun verður byrjað að selja happ- drættismiða úr bílnum, sem er vinningurinn á þessu ári. Er það Chevrolet Nova af nýjustu gerð. En auk þess eru tveir vinningar Færeyjaferð með ferjunni Smyrli. II Takt Við Tímann The Stranglers □ Black and White Stranglers hófu hljómleikaferð sína um heiminn í Reykjavík 3. mai s.l. og í þakkarskyni fyrir hinar frábæru móttökur sem þeir og forráðamenn United Artists fengu, var einnig ákveöið aö ísland skyldi verða fyrsta landiö þar sem nýja platan „Black and White" yrði gefin út. En þessi plata var kynnt heimspressunni ! Skíðaskálanum í Hveradölum á hljómleikadaginn við mikla hrifningu og við efum ekki að hið sama verður uppi á tengingum hjá þér þegar þú leggur leiö þína í Hljómplötudeild Karnabæjar, fyrstu hljómplötuverslun í heimi sem hefur „Black & White" á boðstólnum. Fyrstu 75.000 eintökunum af þessari plötu fylgir ókeypis Iftil 3 laga plata með lögum ófáanlegum fyrr og síöar. 20 úrvals listamenn Nick Lowe Stranglers Stranglers □ Rattus Norvegicius tyrsta plata Stranglers loksins komin aftur. 25 úrvals listamenn □ Disco Stars 20 ný lög tekin sjóðheit af enska vinsældarlistanum. □ No more heros Önnur plata Stranglers líka komin attur. 40 úrvals listamenn □ Jesus of Cool Hafirðu fordóma gagnvart nýju bylgjunni, er þetta platan fyrir Lipstique H 40 No 1. Hits 40 lög sem öll hafa endaö á toppi enska vinsældalistans þverskurður af því besta í popp- inu s.l. 10 ár. □ Juke box 25 lög frá mesta blómaskeiði rokksins. □ The Stranger Einhver besta og eigulegasta platan fáanleg. □ At the Discoteque Öllum stjörnunum í Hollywood finnst þetta besta piatan á svæöinu. Lummurnar Aörar vinsælar plötur □ Brunaliðið — Úr öskunni í eldinn □ Stanley Clarck — Modern Man □ Bee Gees — Saturday Night Fever □ Les Dud ek — Ghost Town Parade □ Ýmsir — Feelings □ Santana — Moon Flower □ Gerry Rafferty — City to City □ Genisis — Then there where three □ Bob Marley — Kaya □ The Band — Last Waltz □ Leif Garrett — Leif Garrett □ Rainbow — Long Live Rock ‘n‘ Roll □ Jethro Tull — Heawy Horses □ Elvis Costello — This Years Model □ Linda Ronstadt — Simple Dreams □ Andrew Gold — All this and Heven too □ Frank Zappa — Live in New York Að vera í takt við tímann er ekki aö eiga eingöngu alltaf til allar nýjustu og vinsælustu plöturnar, heldur og aö geta einnig boðið upp á gífurlegt úrval af alls kyns öörum tónlistar tegundum og síðast en ekki síst aö vera alltaf fyrstir meö aö kynna athyglisveröar nýjungar í tónlistarheiminum. □ Lummur um land allt Vinsælasta plata á íslandi í dag Karnabær Hljbmplötudeild Þess vegna skalt Þú hringja eða kíkja inn í hljómplötudeild Karnabæjar, já eða krossa við pær plötur hér sem hugurinn girnist og senda listann. Við sendum samdægurs í póstkröfu. Heimilisfang Laugavegi 66 s. 28155 Austurstræti 22 S. 28155. Karnabær 11 K Vil I III Fyrir 2 plötur ókeypis buróargjald Fyrir 4 plötur10% afsláttur og ókeypis buröargjald. TheStranglers 20 ORIG/NAL DISifOH/TS „0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.