Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 29 Sigurlína Björnsdótt- ir frá Hofi áttræð Sigurlína Björnsdóttií fyrrum húsfreyja að Hofi á Höfðaströnd verður áttræð á morgun 22. maí. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“. Fáir gestir hafa um aldaraðir verið Islendingum kærkomnari en vorið. Venjulega kemur það ver- mandi, græðandi og gleðjandi allt sem lífsanda dregur. Þróttmiklir og göfugir menn auðugir af kærleika og skilningi, virðast mér skyldir vorinu, líklegir til að gefa þjóðarsálinni dýrmætar gjafir, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Minnumst þess að hugar- far mannanna myndar að miklu leyti hamingju þeirra og hagsæld. Einu sinni var vordagur fyrir áttatíu árum, sem tók nýfædda bóndadóttur í Brekku í Skagafriði í faðm sinn og virti hana fyrir sér með ánægju, því hann vissi að hún yrði alltaf eign vorsins og jafn- framt prýði og sæmd skagfirskra kvenna. Hún var síðar skírð Sigurlína, vaxinn upp úr góðum jarðvegi. Foreldrar hennar, Björn Bjarnason og Stefanía Ólafsdóttir, voru bæði góðum gáfum gædd og mannkostum búin. Erfði Sigurlína og öll systkyni hennar þá eigin- leika í ríkum mæli. Björn faðir þeirra var tvíkvæntur. Fyrri kona Margrét Andrésdóttir, systurdótt- ir Péturs Pálamasonar í Valadal (d. 1885), með henni eignaðist hann Andrés Björnsson eldra, gáfaðan og skemmtilegan náms- mann, sem andaðist í blóma aldurs síns, og þegar var kunnur af skáldskap sínum. Milli kvenna eignaðist Björn Sigurbjörgu hús- freyju í Deildartungu í Borgar- firði. Kunn er hún fyrir mannvit mikið og göfugmennsku. Börn Björns og Stefaníu talin eftir aldri eru: Margrét, Sigurlína, Kristín, Anna, Jórunn, Sigurlaug, Andrés núverandi útvarpsstjóri. Sigurlína hefur alla tíð haft glæsilegan höfðingsbrag, prúðmannleg og yfirlætislaus í allri framgöngu. Með myndarbrag var hún húsmóð- ir á mannmörgu og gestkvæmu heimili Hofi á Höfðaströnd. Bóndi hennar var Jón Jónsson, hagsýnn og duglegur sæmdarmaður, er Skafirðingar treystu til margskon- ar forystu opinberra starfa. Faðir Jóns á Hofi var einn af hinum mörgu börnum Jórunnar og Péturs í Valadal, sem öll voru talin mannval mikið. Jón Pétursson var þekktur fyrir snjalla hagmælsku og hestamennsku. Eru niðjar þeirra Valadalshjóna margir þjóð- kunnir menn, má þar til nefna Þorstein son Halldóru Pétursdótt- ur pg Ólafs Bríem alþingismanns á Alfgeirsvöllum. Þorsteinn var prófastur á Akranesi og síðar ráðherra. Björn Hannesar Péturs- sonar og Ingibjargar á Skíðastöð- um í Lýtingsstaðahreppi voru Jórunn, búsett á Sauðárkróki, skáldmælt mælskukona, sem vann mikið að kvenfélagsmálum og leiklist. Pálmi rektor, sem alþjóð dáði fyrir mannkosti og orðsnilld. Pétur listrænn maður, búsettur á Sauðárkróki, og mikill hugsuður, sonur hans er Hannes Pétursson skáld, Helgi Hálfdanarson skáld er sonur Herdísar Pétursdóttur og Hálfdanar Guðjónssonar prófasts á Sauðárkróki síðar Vígslubiskup. Halldóra Pétursdóttir á Álfgeirs- völlum var tvígift, með Þorsteini fyrri manni sínum átti hún dóttur, Guðrúnu að nafni, varð hún fyrri kona hins þjóðkunna manns Bjarna frá Vogi. Börn þeirra þrjú Eysteinn, Sigríður og Þórsteinn, voru öjl góðum mannkostum búin. Þorsteinn var stofnandi Blindra- vinafélagsins og hefur fórnað ævistarfi sínu að mestu leyti í þágu blindra manna á íslandi, sem eiga honum mikið gott upp að inna. Þetta er aðeins lítið brot af niðjatali Péturs Pálmasonar frá Valadal. Móðir Jóns á Hofi hét Sólveig Eggertsdóttir Jónssonar Sveinssonar prests að Mælifelli. Kona séra Jóns hét Hólmfríður Jónsdóttir af Reykjahlíðarætt, stóðu að þeim prestshjónum merkir þjóðkunnir ættsofnar. Sigurlína frá Hofi er kona, sem ekki hefur grafið pund sitt í jörðu. Börn þeirra Hofshjóna eru: Sól- veig, gift Ásbergi Sigurðssyni borgarfógeta í Reykjavík, og Pálmi, lögfræðingur og forstjóri í Hagkaup, kvæntur Jónínu Sigríði Gísladóttur. Bera þau systkini glöggt svipmót traustra ættstofna, er að þeim standa. Nokkru eftir andlát manns síns fluttist Sigur- lína til Reykjavíkur ásamt móður sinni, sem var þá á tíræðis aldri. Einhver fegursti þáttur í æviferli Sigurlínu var umhyggja og ástúð er hún veitti háaldraðri, blindri og heyrnarvana móður sinni í lang- varandi veikindum hennar. Má telja hana í því efni sanna fyrirmynd annarra Islandsdætra. Stefanía móðir Sigurlínu er í huga mínum konan með stóra og hlýja hjartað og hugann fullan af kærleiksríku sólskini vorsins. Alla vildi hún verma og gleðja, sem á þurftu að halda. Sigurlína er lík henni að innræti. Megi margradd- aður dýrðaróður vorsins — lof- söngurinn um lífið og gróandann óma inn í sálu hennar alla tíð. Þakkir fyrir áttræðu skagfirsku sæmdarkonuna. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri. Amma mín og nafna, Sigurlína Björnsdóttir Ásenda 14, Rvík, fyrrum húsfreyja á Hofi á Höfða- strönd, er áttræð á morgun og langar mig að senda henni kveðju af því tilefni. f hartnær hálfa öld var amma húsmóðir á stóru sveitaheimili, sem var ailt í senn barnaheimili, elliheimili og gisti- hús í þjóðbraut. Amma stjórnaði heimili sínu af myndarbrag og rausn og hygg ég að ekki séu mörg heimili, sem gestkvæmara hefur verið á. Það þótti ekki tiltökumál þótt þar dveldust um og yfir þrjátíu manns í senn. Hof er kirkjujörð og það féll því í hlut ömmu að sjá til þess að kirkjan væri þrifin fyrir messur og veita kirkjugestum góðgjörðir að messu lokinni, eins og þá tíðkaðist. Þrátt fyrir miklar annir, gaf amma sér þó tíma til þess að hafa áhyggjur af og hlynna að sam- ferðamönnum, sem minna máttu sín. Sumt þetta fólk dvaldist á Hofi um lengri eða skemmri tíma. Öðru fylgdist hún með úr fjarlægð og rétti því hjálparhönd, þegar með þurfti. Ég þekki enga mann- veru, sem mér finnst orðin um að vinstri hönd viti ekki hvað sú hægri gjörir, eiga betur við um en ömmu. Énn þann dag í dag verður hún alveg miður sín, ef hún getur ekki stungið að vinum og vanda- mönnum einhverju, sem hún telur geta komið í góðar þarfir. Ég og systkini mín vorum í sveit hjá ömmu á hverju sumri, svo að segja frá fæðingu fram á táninga- aldur. Auk okkar var þar alltaf hópur af krökkum, skyldum og óskyldum. Þar var því oft líf í tuskunum og eins og einn frændi minn sagði nýlega eru sumrin á Hofi að vissu leyti kjölfestan í lífi okkar. — Sjálf átti amma ekki nema tvö börn, sem upp komust, en hjá henni ólust að mestu upp eini bróðir hennar og bróðursonur afa míns. Mörgum árum síðar fóstraði hún svo frænda okkar frá fæðingu. Tengdaforeldrar ömmu ^oru á heimili hennar síðustu ái^kín til dauðadags og móðir henar, amma Stefanía, eins og allir kölluðu hana, bjó hjá henni á Hofi frá því nokkru eftir að afi og amma hófu þar búskap. Þær mæðgur fluttust síðan til Reykjavíkur nokkrum árum eftir lát afa míns, Jóns Jónssonar, bónda og oddvita á Hofi. Ekki eru nema fimm ár siðan amma Stefanía dó og annaðist amma hana til dauðadags. Það er því ekki að undra þótt mér og mörgum öðrum finnist amma mín einhver merkasta kona, sem við þekkjum. Að endingu vil ég óska henni alls hins bezta á þessum tímamótum og þakka henni allt sem hún hefur fyrir mig gert. Lína. "Einmltt Bturinn sem ég haföi hugsað mérr Það er verulega ánægjulegt að sjá hve nýtt Kópal uppfytlir allar óskir manns og kröfur. „Nýtt Kópal er málning aö mínu skapi. Nýja litakerfiö gerir manni auövelt aö velja hvaöa lit sem er, — og liturinn á litakortinu kemur eins út á veggnum. Nýtt Kópal þekur vel og er lótt í málningu. Endingin á eftir aö koma í Ijós, en ef hún er eftir ööru hjá Kópal, þá er ég ekki banginn!" s ?:■■■■#: Handlaugarkrani Nr. 45821 Fallegur - vandaður - Þægilegur Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Simar 82033 ■ 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.