Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 3H»rgun(»(abib Hornafjörður: Þannig lítur Miklabrautin út frá Tónabæ, sé horft í gegnum aðdráttarlinsu til Háskólans og Hótel Sögu. ~ Ljósm.i Friðþjófur. Kjaradeilan: Engar ákvarðanir um framhaldsaðgerðir ÞYKLA varnarliðsins kom um hádegisbilið í uær með stórslasaðan mann frá Ilöfn í Ilornafirði. sem fannst þar liggjandi meðvitundar- laus á götu árla í gærmorgun og með áverka á höfði. Maðurinn var fluttur í Borgarspítalann en talið var að hann kynni að vera höfuð- kúpubrotinn. Ráðizt á sendil Morgun- blaðsins RÁÐIZT var á kvöldsendil Morgunblaðsins um klukkan 23 í fyrrakvöld. er hann var að fara heim til sín eftir vinnu. Arásin var gerð að baki Morgunblaðshússins og stóðu að henni þrír unglingar á aldrinum 16 til 18 ára. Rændu þeir scndilinn fjármunum. sem hann var með. börðu hann og eyðilögðu úlpu. sem hann var í. Málið var kært til lögregl- unnar og tveimur tímum -síðar voru þremenningarnir hand- teknir. Þegar leitað var á þeim höfðu þeir í fórum sínum Framhald á bls. 31 ÍSLAND og Bahrein riki við Persaflóa hafa tekið upp formlegt stjórnmálasamband sín í milli. Stjórnmálasam- bandið er til komið vegna tilrauna Flugleiða til að fá lendingarrétt í Bahrein. Pétur Thorsteinsson sendiherra kvaðst hafa verið á ferð í Bahrein í apríl-mánuði sl. vegna Flugleiða og kvaðst hann þá hafa rætt við utanríkisráðherra Bahreins, sem heföi lagt áherzlu á að stjórnmála- samhand yrði tekið upp áður en lengra yrði haldið. Sagði Pétur að raöismaður yrði útnefndur á næstunni. Bahrein-ríki við Persaflóa er orðin mikil flugstöð og sagði Pétur mörg sendiráð vera í höfuðborg- inni Manama vegna flugsam- gangnanna. Ibúar Bahreins eru um 250.000 og íbúar Manama eru um 85 þúsund. Pétur sagði olíu Bahrein-manna vera að ganga til þurrðar og því legðu þeir megin- áherzlu á að efla ferðamanna- I Að sögn Elíasar Jónssonar, lög- reglumanns á Höfn, fannst maður- inn fyrir hreina tilviljun. Kona ein í þorpinu vaknaði til að gefa barni sínu pela um fimm-leytið í gær- morgun og sá þá hvar maðurinn lá á götunni. Gerði hún lögreglunni aðvart. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að maðurinn var meðvitundarlaus og með áverka á höfði, sem þó benti til þess að maðurinn hefði verið sleginn fremur en að hann hefði orðið fyrir bifreið. Talið var að maðurinn, sem er ungur að árum, kynni að vera höfuðkúpubrotinn og einnig var hann mjög þrekaður orðinn eftir að hafa legið lengi úti en slagveður var á Höfn um nóttina. Vegna þess hversu illa maðurinn var leikinn þótti nauðsynlegt að senda hann til Reykjavíkur, en hins vegar var ekki flugveður til Hafnar í gærmorgun. Fyrir milligöngu Slysavarnafélags íslands var þyrla varnarliðsins fengin til að sækja manninn til Hafnar um leið og hún sótti sjúkan sjómann á bandarísku skipi undan suðausturströndinni. I straum til landsins og byggja ríkið upp sem miðstöð í sambandi við I flugið. SAMKVÆMT upplýsingum bóris Daníelssonar, framkvæmdastjóra Verkamannasambands íslands, höíðu í gær engar ákvarðanir verið teknar um aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar í ljósi þess að slitnað hefur nú upp úr samningaviðræðum aðila vinnu- markaðarins. „Staðan hlýtur þó að bjóða upp á það, að írekari aðgerðir verði íhugaðar yfir helgina,“ sagði Þórir. Aðspurður kvaðst hann ekkert vilja scgja um það, hvort allsherjarverkfall yrði boðað eða ekki. „Á þessu stigi er út í hött að spá um framvinduna," sagði Þórir Daníelsson. Vinnuveitendafélag Suðurnesja sleit eins og kunnugt er viðræðum þar syðra og hætti við að leggja fram tilboð á grundvelli þess aö hreyfing væri að komast á samn- ingsgerð milli heildarsamtaka vinnumarkaðarins. í ljósi síðustu þróunar mála spurði Morgunblað- ið Ólaf Björnsson, einn vinnuveit- enda á Suðurnesjum, hvort við- ræðuslitin í fyrradag breyttu eitthvað afstöðu vinnuveitenda á Suðurnesjum. Ólafur kvað það mál ekkert hafa verið rætt enn í hópi vinnuveitenda. Hins vegar kvaðst hann persónulega hafa þá skoðun á málinu, að það væri ríkisstjórn- SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaöi sér í gær, mun fyrirsjáanlegt að bensínbirgðir prjóti á höfuðborgarsvæöinu, pegar líða tekur á vikuna, sem nú er að líöa — fáist ekki losun úr olíuskip- inu, sem enn liggur fyrir utan Hafnarfjörð og bíður vegna olíuinn- flutningsbannsins. Það mun miklum erfiðleikum bund- arinnar og þyrfti hún því að leysa það. „Það þýðir ekki að kveða upp draug, og vera síðan ekki maður til þess að kveða hann niður aftur. Auk þess er það ekki einfalt mál fyrir þá, sem kannski eru aumastir allra, að taka forystu í lausn þessarar deilu,“ sagði Ólafur Björnsson. ið og næsta útilokað að bensín verði flutt utan af landi til Reykjavíkur — bensínbirgðir munu enn nokkrar víða utan Reykjavíkur. Engin tilkynning hefur borizt frá eigendum olíuskips- ins um að þeir hugsi sér til hreyfings og liggur það hér enn. Afstaða olíufélaganna er óbreytt, þau munu vilja láta skipið bíða enn um sinn. Formaður þingflokks Alþýðubandalags: Óraunhæft að tala um opna þingflokksfundi Áheyrendapallar þyrftu ad vera fyrir hendi Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins haía krafizt þess, að fundir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins verði opn- ir almenningi og hafa þeir talið þessa ráðstöfun til „þrifnaðar“. enda þótt þeir geri ráð fyrir. að fundir minnihlutans verði eftir sem áður lokaðir fundir. Fund- ir þingflokkanna á Alþingi eru undantekningalaust lokaðir. Morgunblaðið sneri sér til formanna þingflokkanna og spurði þá hvort þoir teldu koma til greina að opna fundi þingflokkanna. Gunnar Thoroddsen, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, svaraði spurningunni afdráttarlaust neitandi og Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins, tók í sama streng og sagði að þingflokksfundir hefðu jafn- an farið fram fyrir luktum dyrum, og að hann teldi ekki neina ástæðu til að þar yrði breyting á. Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, kvaðst ekki telja spurninguna raunhæfa. Hann sagði, að lands- fundir Alþýðubandalagsins væru yfirleitt opnir en ef nauðsynlegt væri mætti loka þeim fundum, þegar um væri að ræða mál sem ekki þætti ástæða til að færu fram fyrir opnum tjöldum. Framhald á bls. 31 St j órnmálasam- band milli íslands og Bahrein-ríkis Bensínskortur í R vík í vikunni Maður finnst þungt haldinn eftírhöfuðhögg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.