Morgunblaðið - 21.05.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 21.05.1978, Síða 1
Sunnudagur 21. maí 1978 Bls. 33-64 „Hlyjar mer um hjartaræt- ur að finna að fólk kann að meta það sem ég geri “ Nú er aö ljúka fyrsta heila kjörtímabili þínu sem borgarstjóra. Hvaöa áhrif skilja þau ár eftir sig hjá þér og hverju finnst þér þau hafa breytt? — Þegar ég tók við starf- inu var mér það mikil hjálp að hafa verið borgarfulltrúi síðan 1962. En því er ekki að neita að ég varð þess fljótlega Rætt viö borgar- stjórann íReykja vík Birgi ísleif Gunnarsson því að það yrði ekki til bóta að taka hina pólitísku ábyrgð af starfinu og með því yrði ábyrgð borgarstjóra í engu frá- brugðin ábyrgð annarra embættis- manna. Það liggur í hlutarins eðli að stjórnmálamaður vill greiða götu kjós- enda sinna og afla sér trausts. Ég skal viðurkenna að stundum getur verið erfitt að samræma sjónarmið stjórn- málamannsins og embættis mannsins óg ég neita því ekki að í ýmsum^ málum getur ofti skapast ákveðin < togstreita fcllÍKj innra með manni — milli embættis- mannsins og stjórnmálamannsins. Á þessu kjörtímabili hef ég til dæmis þruft að vera talsmaður fyrir ákveðnum niðurskurðaráætlunum á framkvæmd- um. Það er ekki vinsælt að hafa frumkvæði um slíkt hvorki innan flokks né utan, en um allar slíkar ákvarðanir hefur verið góð samstaða milli okkar í meirihlutanum enda hlýtur ábyrg fjármálastjórn að vera affarasælust þegar til lengri tíma er litið. Eg á við með þessu m.a. að ég hef sem sagt orðið að læra að segja nei. Það var mér ekki *‘>mt áður. Þetta hafa verið nokkur B,, -------■——--------------------------—------ var að maður lítur á málin frá töluvert annarri hlið sem borgarfulltrúi ellegar þegar maður situr í starfi borgarstjóra. Þegar ég tók við var ekki nema rúmlega hálft annað ár eftir af kjörtímabilinu og margt mótaðist af því. Verulegur tími fór í það að setja sig inn í starfið og ná valdi á því og læra ýmislegt sem ég hafði haft annan skilning á áður. All mikill tími fór í að móta þau áhugamál sem ég vildi ná fram. Nú eftir á finnst mér þetta stutta eina og hálfa ár hafi verið eins konar forleikur. Svo komu kosningarnar 1974 og Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur og síðan höfum við haft þessi ár til að vinna að framgangi hagsmuna- mála borgarbúa. Eftir því sem tíminn hefur liðið skynja ég æ betur hið tvíþætta eðli embættis borgarstjóra. Þar á ég annars vegar við hina embættislegu hiið með tilheyrandi ábyrgð og síðan kemur svo til hin pólitíska ábyrgð sem hlýtur að fylgja því að vera talsmaður flokks sem skipar meirihluta. Hin pólitíska ábyrgð er mjög mikils virði — vitundin um það að þurfa að standa kjósendum reikning gjörða sinna í lok kjörtímabils er óneitanlega mikill hvati í starfi. Ég held viðbrigði og oft átak, því neita ég ekki. Þetta er líka nokkuð þjálfunar atriði. En samt verður það aldrei öldungis auðvelt vegna þess að oft geri ég mér ljóst og viðurkenni að ég hefði kosið að geta tekið aðra afstöðu og jákvæðari. Én það fær ekki alltaf staðist og sú óreiða sem af óeðlilega mikilli linkind eða greiða- semi hefði í för með sér myndi hafa hinar verstu afieiðingar og þegar til lengdar lætur og stundum ekki síður fyrir þá sem setja fram ósk irnar eöa kröfurnar. - Þú hefur sem sagt orðið íhaldssamari og gætnari? SJA NÆSTUSIÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.