Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 mmm „Hlýjar mér um hjartarætur að finna að Björg Jóna með litlu systrunum aö minnsta kosti metið að svo væri og tel mig hafa fundið það. Þá eru ótalin almenn stjórnunarstörf, fundir borgar- ráðs og borgarstjórnar. Það liggur því í augum uppi að fjölskyldulífið dregur dám af þessu. Við hjónin verðum oft að vera bæði í allskonar móttökum, en þegar fjölskyldan hjálpast öll að gengur þetta nokkuð vel fyrir sig. Þetta myndi maður ekki leggja á sig og sína, ef ekki væri sú bjargfasta trú fyrir hendi, að verið væri að vinna að hagsmunum sem geta verið til góðs fyrir þessa borg og fólkið sem í henni er. Auðvitað reynum við að halda uppi eðlilegu heimilislífi. Annaðhvort væri nú. Og ég held uppteknum hætti að fara í göngu ferðir helzt daglega, oftast í Öskjuhlíðina eða þar í grennd. Ég spila badminton enn einu sinni í viku eins og áður. Við komum okkur upp sumar- bústað á Þingvöllum í hitteðfyrra og nutum þess mjög í fyrrasumar að bregða okkur þangað, þó ekki væri nema til að dvelja dagstund. Ég sakna þess stundum að geta ekki farið oftar í bíó, það fannst mér ágæt skemmtun áður. En við förum í leikhús og við erum það mikið úti á við, að einhvers staðar verður maður að staðnæmast. Og við viljum helzt vera heima hjá okkur og eiga rólega stund, þegar engin sérstök skyldustörf kalla annað. Margir eru þeir sem segja að Reykjavík sé vel stjórnað og sé býsna pottþétt borg. En sumir segja líka að hún sé dálítið leiðinleg borg... — Mér finnst staðhæfingar í þá átt yfirdrifnar og vera dæmi um pólitíska blindu sem of mikið einkennir marga sem við stjórnmál fást. Ég get alveg fallist á að ýmislegt vantar enn sem gæti gert borgina meira aðlaðandi. Frítími fólks lengist stöðugt og þörfin fyrir hvers konar tómstundaiðkun verður æ brýnni. Þessa gætir sérstak- lega um helgar. Ég held þó að fólk íhugi ekki þegar það slengir fram svona yfirlýsingum, að það er þá venjulega með í huga litskrúðugt kaffihúsa líf í öðrum löndum og þarf ekki langt að fara til að sjá það. Utanhúsdyramenn- ing í suðurlöndum til dæmis er mjög viðfelldin en hún kemur til af veðrátt- unni mestan part. Það er engu líkara en við getum ekki horfzt í augu við það að veðráttan á íslandi er bæði síbreytileg og sjaldan mjög hlý. Og menn hafa einhvern veginn aldrei lært að lifa með veðráttunni. En að þessu nefndu vil ég svo benda á að í áætluninni frá 1974 um umhverfi og útivist sem nú liggur fyrir endur- skoðuð hefur til dæmis verið samþykkt að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að koma upp einhvers konar skemmti- garði í borginni, þó að ekki væri það endilega í stórbrotnum Tívolístíl. Það verður nú kannað og ákvarðanir teknar eftir því hver niðurstaðan reynist. Ekki má nú alveg gleyma Bláfjöllunum sem vissulega eru í seilingarfjarlægð frá borginni. Aðstaðan sem þar hefur verið gerð hefur reynzt svo vinsæl að við höfum ekki haft undan að gera svæðið þannig úr garði sem við vildum helzt. En ég er á því að það sé aðkallandi að hafa augun opin fyrir öllu því sem getur glætt borgina meira lífi, og miðar þar með að líflegra mannlífi. — Heyrzt hefur gagnrýni á að ekki skyldi verða nein endurnýjun á lista flokksins í átta efstu sætin. — Endurnýjun þarf ekki að fara fram vegna endurnýjunarinnar einnar. Það gerist á eðlilegan hátt og eftir ákveðna þróun. Mér finnst þetta hreint ekki koma að sök, því að þeir borgarfull- trúar sem nú sitja eru svo fullir af áhuga og eiga svo mikið óframkvæmt að engin ástæða hefði verið til að skipta — Já, við skulum segja gætnari. Málið snýst ekki bara um að tala og flytja hressilegar tillögur út og suður. Framkvæmdahliðin er ekki minni á metunum. Eftir að ég hef kynnzt þessu og sett mig inn í þá margþættu ábyrgð sem fylgir starfinu, verður og ljósari skilsmunurinn á vönduðum og óábyrg- um málflutningi sem miðar aðeins að því að ná fram skyndiáhrifum eða ástsæld. — Nú hefur þér reyndar tekizt að verða vinsæll borgarstjóri engu að síður. — Það hlýjar mér um hjartarætur að finna að fólk kann að meta það sem ég geri enda reyni ég mitt hezta. Ég sé enga ástæðu til að ofmetnast neitt af því og ég er ekkert uppnæmur fyrir þeirri aðferð sem mér hefur fundist minnihlutaflokkarnir leggja allt kapp á í þessari kosningabaráttu að herja sem minnst á okkur í meirihlutanum, og jafnvel að hæla mér. Það er til þess eins fallið að skapa andvaraleysi sem getur orðið okkur bráðhættulegt. — Það hefur óneitanlega vakið at- hygli þessi ár, hversu stillilega þú kemur fyrir í umræðum og missir aldrei stjórn á skapi þínu. Fólk veltir þessu nú , dálítið f.vrir sér. — Það er engin ástæða til að brjóta heilann um of vegna þessa, segir borgarstjóri og brosir við. — Ég er rólegur að eðlisfari. Auk þess sef ég vel. Það er nú helmingurinn af öllu heilsufari, andlegu og líkamlegu. Ég reiðist sjaldan í umræðum svo að ég missi stjórn á skapi mínu, það er rétt. En á það ber að líta að ég tel að í pólitískum rökræðum skuli menn skipt- ast á skoðunum af einurð og með málefnaleg rök efst í huga. Það er engin ástæða til að fólk láti fjúka í sig þótt aðrir hafi ekki nákvæmlega sömuskoð- un, og ég virði mikils pólitískar kappræður þótt harðskeyttar séu á stundum og tel að viðkomandi hafi meiri sóma af því að halda máli sínu til streitu með sanngirni og forsendum sem hann trúir en slagorðum og offorsi sem eru meiningarlaus. En auðvitað kemur fyrir að menni er misboðið. Og ég væri ekki mannlegur ef ég viðurkenndi ekki að stundum svellur skapið undir niðri. En reiði mín væri kannski helzt vakin ef að mér væri vegið persónulega, því að ég geri skilsmun á persónunni og pólitísku viðhorfi hennar. — Þú hefur gert smáúttekt á því hverju árin hafa bætt við reynslu þína sem pólitíkus og embættismaður. Hvað með hina persónulegu hlið, þá sem að fjölskyldunni snýr? — Það er augljóst að áhrifin á fjölskyldulífið eru mikil og af ýmsum toga. Borgarstjóri verður að vera í sem mestum tengslum við fólkið og maður telur æskilegt að leggja sig í líma við að mæta á alls konar fundum. þar sem návistar manns er óskað, bæði á opinberum fundum og með einkaaðilum. I þetta fara oft tvö kvöld vikunnar að minnsta kosti yfir vetrartímann. Borg- arstjóri þarf einnig að sinna móttöku ýmissa gesta, ávarpa ráðstefnur og hvaðeina. Maður leggur ýmislegt á sig í þessu skyni og margt af því er ánægjulegt og lærdómsríkt ég er ögn stoltur af því að ég hef meira að segja haldið ræðu á esperanto, þegar svo stóð á. Hvort þetta sé nauðsynlegt? Ég hef Sonja, Ingunn Mjöll, Lilja Dögg og Birgir \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.